Fréttablaðið - 08.10.2010, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 08.10.2010, Blaðsíða 4
4 8. október 2010 FÖSTUDAGUR VIRKJANIR Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra hefur áfrýj- að dómi Héraðsdóms Reykjavík- ur þar sem synjun hennar á þeim hluta aðalskipulags Flóahrepps er varðar Urriðafossvirkjun var ógilt. Hún segir ástæðuna vera þá að hún vilji skýrari leiðsögn um það hver megi koma að kostnaði við skipu- lagsgerð. Forsaga málsins er sú að Flóa- hreppur og Landsvirkjun gerðu árið 2007 með sér samkomulag sem fól meðal annars í sér að Lands- virkjun skyldi kosta skipulagsgerð vegna fyrirhugaðrar virkjunar við Urriðafoss. Eftir nokkurt þóf, þar sem samn- ingnum var meðal annars breytt eftir kærumál, barst skipulagstil- lagan umhverfisráðuneytinu í mars 2009, en í janúar síðastliðnum neit- aði ráðherra að staðfesta skipulagið því hún efaðist um lögmæti aðkomu Landsvirkjunar. Flóahreppur kærði synjun- ina og héraðsdómur ógilti hana á þeim grundvelli að lög bönnuðu ekki að fram- kvæmdaraðili greiddi fyrir kostnað vegna skipu- lagsvinnu. Svandís segir í samtali við Fréttablaðið að dómur- inn hafi hins vegar ekki verið nógu skýr og því hafi hún áfrýjað. „Þetta er skilið eftir opið, en ekki bara hvað varðar þessa löggjöf.“ Tryggja þurfi að rekstrargrunnur sveitar- félaga komi úr almennum sjóðum svo almannahags- munum sé ekki ógnað með þrýst- ingi frá kostendum. Athygli vekur að í nýjum skipu- lagslögum, sem samþykkt voru í síðasta mánuði og taka gildi í upphafi næsta árs, segir að ef þörf sé á sveitarstjórn megi innheimta gjald fyrir skipu- lagsvinnu sem nauðsynleg er vegna framkvæmda. Svandís segir að þó að ný lög séu skýrari tiltaki þau ekki frekar en héraðs- dómur með tæmandi hætti hverjir megi koma að málum. „Það er grein í nýju lögunum þar sem gert er ráð fyrir að gera megi samn- ing við þriðja aðila um aðkomu að kostnaði. En með hvaða hætti það er gert og hvernig það er útfært er ekki skýrt.“ Á meðan eru skipulags- mál Flóahrepps í biðstöðu. Margrét Sigurðardóttir sveit- arstjóri segir í samtali við Frétta- blaðið að nóg sé komið. „Við erum búin að bíða allt of lengi og bíðum enn og í mínum huga er þetta sóun á tíma og peningum.“ thorgils@frettabladid.is FRÁ URRIÐAFOSSI Virkjunaráætlanir Landsvirkjunar eru í biðstöðu á meðan Flóa- hreppur og umhverfisráðuneytið eigast við fyrir dómstólum. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Svandís áfrýjar dómi vegna óskýrra laga Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra segist áfrýja dómi um skipulagsmál í Flóanum til að fá skorið úr um hverjir megi koma að kostnaði sveitarfélaga við skipulagsgerð. Skipulagsmál Flóahrepps eru í biðstöðu á meðan. 130 MW virkjun Virkjun við Urriðafoss verður 130 MW að afli að því er segir á heimasíðu Landsvirkjunar. Inn- takslón virkjunarinnar, Heiðarlón, verður um níu ferkílómetrar og myndað með stíflu í Þjórsá við Heiðartanga og stíflugörðum upp eftir vesturbakka árinnar. SVANDÍS SVAVARSDÓTTIR VEÐURSPÁ Alicante Basel Berlín Billund Frankfurt Friedrichshafen Gautaborg Kaupmannahöfn Las Palmas London Mallorca New York Orlando Ósló París San Francisco Stokkhólmur HEIMURINN Vindhraði er í m/s. Hitastig eru í °C. Gildistími korta er um hádegi. 26° 21° 15° 15° 20° 24° 13° 13° 25° 20° 28° 22° 30° 13° 23° 18° 12°Á MORGUN Hægviðri en strekkingur syðst. SUNNUDAGUR Stíf A-átt syðst, annars hægari. 8 7 7 10 10 12 9 10 10 12 5 3 4 4 4 3 8 3 5 4 4 3 13 9 10 11 12 12 11 12 10 12 HLÝINDI Helgar- spáin er óvenju góð miðað við árstíma – í það minnsta hvað hita- tölur varðar. Horfur eru á hægum vindi, lítilli úrkomu og allt að 15°C hita inn til landsins S- og V-til. Allra syðst verður hins vegar strekkingur og bæt- ir heldur í vind til sunnudags. Soffía Sveinsdóttir veður- fréttamaður EFNAHAGSMÁL Seðlabankinn mun á næstu mánuðum ráðfæra sig við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn, aðra ráð- gjafa og stjórnvöld um endurskoð- un á áætlun um afnám gjaldeyris- hafta, að sögn Arnórs Sighvatssonar aðstoðarseðlabankastjóra. Hann segir gjaldeyrishöft brengla efna- hagslega hvata, leiða til þess að viðskiptatækifæri glatast og vera gróðrarstíu lögbrota. Arnór hélt erindi í gær á fundi eignastýringarfyrirtækisins Íslensk verðbréf en þar fjallaði hann um leiðina úr höftunum. Arnór benti á að óstöðugt skamm- tímafjármagn, krónueignir í eigu erlendra fjárfesta, skapi ákveðna hættu þegar næstu skref hafta verði afnumin. „Meðal þess sem kemur til álita er að efna til útboða þar sem erlendum aðilum sem eiga krónueignir gefst kostur á að skipta á þeim og skulda- bréfum í erlendum gjaldmiðli, sem gengið geta kaupum og sölum án takmarkana,“ sagði Arnór, en bætti við að sömuleiðis komi til greina að leggja á stiglækkandi útgöngu- skatt, samhliða eða síðar. Þá megi leita leiða til að beina fjármagninu í innlenda langtímafjárfestingu. - jab Aðstoðarseðlabankastjóri segir skref í afnámi gjaldeyrishafta í undirbúningi: Höft eru gróðrarstía lögbrota ARNÓR Semja verður um krónueignir erlendra aðila sem festust hér við innleiðingu gjaldeyrishafta áður en þau verða afnumin, segir aðstoðarseðla- bankastjóri. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA DÓMSMÁL Hæstiréttur hefur þyngt dóm yfir karlmanni um sjötugt vegna umboðssvika. Hann var dæmdur til að sæta fangelsi í átta mánuði. Þar af eru fimm mánuðir skilorðsbundnir. Dóminn hlaut maðurinn, sem hefur starfað sem lögmaður, fyrir að hafa misnotað aðstöðu sína sem þinglýstur eigandi að sumarhúsalóð í Grímsnesi sem hann seldi hjónum í ágúst 1988. Rúmum nítján árum síðar seldi hann lóðina í heimildarleysi með afsali dagsettu í maí 2007. Hjónin voru þá skilin en lóðin kom í hlut konunnar. Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi manninn í sex mánaða fangelsi, þar af þrjá á skilorði. - jss Hæstiréttur þyngir dóm: Dæmdur fyrir umboðssvik BANDARÍKIN, AP Þriggja daga sam- eiginlegur ársfundur Alþjóða- bankans og Alþjóðagjaldeyris- sjóðsins, sem hefst í Washington í dag, virðist ætla að markast af spennu vegna gjaldmiðlastríðs sem virðist vera í uppsiglingu. Bandaríkjadalur féll enn í verði í gær gagnvart evrunni, og hefur ekki veri lægri í átta mán- uði. Jafnframt juku Bandaríkja- menn þrýsting sinn á kínversk stjórnvöld um að leyfa kínverska júaninu að styrkjast. Robert Zoellick, bankastjóri Alþjóðabankans, sagði þessa alþjóðlegu spennu geta dregið úr trausti fjárfesta á gjaldmiðlana. Slíkt kæmi á versta tíma, því ein- mitt nú þyrfti efnahagslíf heims- ins á því að halda að vöxtur hlypi í einkageirann. Fáir hagfræðingar virðast búast við miklum tíðindum af ársfundinum nú um helgina. - gb AGS og Alþjóðabankinn: Spenna vegna gjaldmiðlastríðs DÓMSMÁL Hönnuður hefur verið sýknaður í Héraðsdómi Reykja- víkur af broti á vopnalögum. Manninum var gefið að sök að hafa í júlí 2009 flutt til lands- ins og haft í vörslu sinni allt til fimmtudagsins 3. september 2009, fjögur hnúajárn sem hann nýtti sem handföng á fjórar regnhlífar. Lögregla hafði farið í verslun sem maðurinn rekur í tengslum við verkstæði sitt og lagt hald á regnhlífar, sem hann hafði hann- að með handföngum í líki hnúa- járna. Dómari handlék eina þeirra og taldi ekki að hætta gæti stafað af henni. - jss Hönnuður var sýknaður: Regnhlífar voru ekki hættulegar Jóhanna með lögregluvernd Jóhanna Sigurðardóttir forsætis- ráðherra hefur haft lögregluvernd síðan mótmælin á Austurvelli hófust síðastliðinn föstudag. Það mun vera lögreglumaður frá Ríkislögreglustjóra sem fylgir forsætisráðherranum. ALÞINGI DÓMSMÁL Hæstiréttur hefur stað- fest gæsluvarðhald til 1. nóvem- ber yfir manni sem er grunaður um að hafa gengið í skrokk á fyrrverandi sambýliskonu sinni og stórslasað hana. Maðurinn ruddist inn á heimili konunnar í Hveragerði og barði hana í höfuðið, að líkindum með hnúajárni. Talið er hending að hann hafi ekki orðið konunni ekki að bana. Samkvæmt úrskurði Héraðs- dóms Suðurlands er maðurinn einnig grunaður um að hafa hrint fötluðum manni af reiðhjóli og ráðist á hann með þeim afleiðing- um að maðurinn mjaðmagrindar- brotnaði. - jss Ofbeldismaður áfram inni: Barði konu og hrinti fötluðum BANDARÍKIN, AP Bandarísk þing- nefnd gagnrýnir harðlega verk- takafyrirtæki sem sinnt hafa öryggisgæslu fyrir bandarískar stofnanir í Afganistans. Í skýrslu hermálanefndar öld- ungadeildar þingsins segir að verktakafyrirtækin kanni oft ekki bakgrunn heimamanna sem þau ráði til starfa. Oft séu þetta langreyndir stríðsjálkar í nánum tengslum við uppreisnarsveitir sem berjist gegn afgönsku stjórninni og erlenda fjölþjóða- liðinu. - gb Bandarísk þingnefnd: Gagnrýnir ör- yggisfyrirtækin AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS – AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Hendrik Sigurðsson hendrik@frettabladid.is, Guðmundur Steinsson gudmundurs@365.is, Laila Awad laila@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is, Sigmundur Halldórsson sigmundur@frettabladid.is ALLT SÍMI 512-5402: Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is, Henný Árnadóttir henny@365.is, Þórdís Hermannsdóttir thordish@365.is SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5016: Sigríður Hallgrímsdóttir sigridurh@frettabladid.is, Hlynur Þór Steingrímsson hlynurs@365.is, Bjarni Þór Sigurðsson bthor@365.is, Benedikt Freyr Jónsson benediktj@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Sigurlaug Aðalsteinsdóttir sigurlaug@365.is, Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is, Guðný Gunnlaugsdóttir gunny@365.is GENGIÐ 07.10.2010 GJALDMIÐLAR KAUP SALA HEIMILD: Seðlabanki Íslands 205,1918 GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR 110,35 110,87 175,86 176,72 154,09 154,95 20,664 20,784 19,097 19,209 16,531 16,627 1,3377 1,3455 173,34 174,38 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.