Fréttablaðið - 08.10.2010, Side 6

Fréttablaðið - 08.10.2010, Side 6
6 8. október 2010 FÖSTUDAGUR VIÐSKIPTI Malcolm Walker, forstjóri og stofnandi lágvöruverðskeðjunnar Iceland Foods, hefur sýnt áhuga á að kaupa fyrirtækið. Þetta staðfestir Páll Benediktsson, upplýsingafull- trúi skilanefndar Landsbankans. Fréttablaðið greindi frá því í gær að Walker hefði fyrir fjórum mán- uðum lagt fram tilboð í fyrirtækið upp á einn milljarð breskra punda. Páll segir málefni félagsins enn til meðferðar í bankanum og því ekki tímabært að taka afstöðu til áhuga manna á því. Iceland Foods sé sterkt og gott félag og eðlilegt að margir sýni því áhuga. Páll bendir á að eignarhlutur skilanefndar í Iceland Foods flokkist ekki með dótturfélögum og öðrum eignum, eins og fram kom í Fréttablaðinu, heldur með útlánum og kröfum auk skuldabréfa og hluta- bréfa. Heildarvirði þeirra eigna nemur 469 milljörðum króna. Þar af er virði hlutabréfa og skuldabréfa 87 milljarðar. Ályktanir um hækk- andi endurheimtur vegna lágs bók- færðs verðs séu því á misskilningi byggðar, að hans sögn. Tilboð Walkers í Iceland Foods endurspeglar eftir sem áður að verslunin er með verðmætustu eign- um gamla Landsbankans, tæpur fimmtungur miðað við núverandi eignamat, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. - jab Smiðjuvegi 2 Kópavogi Sími 544 2121 www.rumgott.is Opið virka daga frá kl. 10-18 og laugardaga kl. 11-16 Löggiltir dýnuframleiðendur – Starfandi í 60 ár HAUSTTILBOÐ Á ÍSLENSKUM HEILSURÚMUM RúmGott býður öllum viðskiptavinum upp á fría legugreiningu með hinum byltingar kennda Xsensor Medical Pro búnaði. FRÍ LEGUGREINING OG FAGLEG RÁÐGJÖF 30% AFSLÁTTUR AF ÍSLENSKUM HEILSURÚMUM ÖLL ARINELDSTÆÐI Á 50% AFSLÆTTI DÓMSMÁL Sérstakur saksóknari hafði ekki heimild samkvæmt lögum til að rannsaka málefni Byrs og því ber að vísa svoköll- uðu Exeter-máli frá dómi. Þetta er samhljóða niðurstaða verjenda sakborninganna þriggja í málinu. Þessi röksemd kemur fram í greinargerðum verjendanna, sem Fréttablaðið hefur undir höndum. Þeir vísa í upprunaleg lög um sérstakan saksóknara sem tóku gildi haustið 2008. Þar segir að sérstakur saksóknari skuli „rann- saka grun um refsiverða háttsemi í aðdraganda, tengslum við og kjöl- far atburða er leiddu til setningar [neyðarlaganna].“ Verjendurnir fullyrða allir að meint brot sem til rannsóknar eru í Exeter-málinu tengist á engan hátt atburðum sem leiddu til setn- ingar neyðarlaganna, enda hafi Byr staðið vel á þessum tíma og ekkert hafi bent til þess að bank- inn riðaði til falls. Málið snýst um rúmlega millj- arðs lán sem Byr veitti til félags- ins Exeter Holdings í árslok 2008 til kaupa á stofnfjárbréfum í Byr af MP banka og stjórnarmönnum sparisjóðsins. „Það ætti að vera óumdeilt að atvik sem lýst er í ákæru gerð- ust eftir setningu neyðarlaganna. Þau hafa enga vitræna tengingu við þau atvik sem urðu tilefni til setningar neyðarlaganna,“ segir Ólafur Eiríksson, verjandi Jóns Þorsteins Jónssonar, fyrrverandi stjórnarformanns Byrs. Settur ríkissaksóknari hefði því með réttu átt að ákveða hver skyldi fara með málið. „Ekki verður séð af gögnum málsins að ríkissaksóknari hafi tekið ákvörðun um að mál þetta ætti undir embætti sérstaks saksókn- ara og hefir hann að því er virðist að sjálfsdáðum ákveðið að málið ætti undir hann. Rannsókn hans er því ónýt og marklaus,“ segir Reynir Karlsson, verjandi Ragnars Z. Guðjónssonar, fyrr- verandi sparisjóðsstjóra. „Með því að embættið hefur þrátt fyrir þetta annast alla rannsókn máls- ins frá upphafi, án þess að hafa til þess vald, er sú svokallaða rann- sókn sem fram hefur far ið markleysa – nullitet – og að engu haf- andi,“ segir Ragnar H. Hal l , verjandi Styrmis Þórs Bragasonar, fyrrverandi for- stjóra MP banka. Lögum um embætti sérstaks saksóknara var breytt í sumar, eftir að rannsókn á Exeter- málinu var lokið, og orðalag þeirra gert almennara. Nú skal hann rannsaka grun um refsiverða háttsemi sem tengst hefur starfsemi fjármálafyrirtækja. stigur@frettabladid.is Rannsókn sérstaks sögð ónýt markleysa Verjendur Exeter-manna telja að sérstakur saksóknari hafi ekki haft heimild til að rannsaka málið. Þar til í sumar hafi hann bara mátt rannsaka mál tengd setningu neyðarlaganna. Exeter-málið hafi enga vitræna tengingu við hana. SÉRSTAKUR SAKSÓKNARI Ólafur Þór Hauksson sinnir nú störfum sínum samkvæmt almennt orðaðri lögum en áður. FYRIR DÓMI Sakborningarnir þrír mættu allir fyrir dóminn við þingfestingu ákærunnar. Þeir neituðu sök. Hér sjást Styrmir og Jón Þorsteinn ásamt verjendunum þremur. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Skilanefnd Landsbankans staðfestir að Malcolm Walker hafi áhuga á Iceland Foods: Walker ekki einn um að vilja kaupa Iceland Erlendur fjárfestingarsjóður vill bjóða 1,4 milljarða punda, jafnvirði 246 millj- arða króna, í hlut Landsbankans í Iceland Foods, að því er Stöð 2 greindi frá í gærkvöld. Bjóðandinn er ónafngreindur erlendur fjárfestingarsjóður. Lárentsínus Kristjánsson, formaður skilanefndar Landsbankans, sagði við Stöð 2 að mikill áhugi væri á Iceland Foods og að öll tilboð í eignir bankans væru skoðuð. „Hins vegar þarf að gæta þess að beita þeim aðferðum við sölu, sérstaklega svona verðmætra eigna, sem eru til þess fallnar að tryggja að sem hæst verð fáist fyrir eignirnar og að sem flestir áhugasamir komi að slíku ferli,“ sagði Lárentsínus við fréttastofu Stöðvar 2. - gar Nýtt tilboð upp á 246 milljarða króna Telur þú að mótmæli við Austur- völl muni leiða til pólitískra breytinga á næstunni? Já 63,3 Nei 36,7 SPURNING DAGSINS Í DAG Á að hætta við fyrirhugaðan niðurskurð í heilbrigðisþjónustu á landsbyggðinni? Segðu þína skoðun á visir.is. ÍSRAEL, AP Palestínumenn hafa fallist á tillögu Bandaríkjanna um að Ísraelar framlengi fram- kvæmdabann á landtökubyggðum um tvo mán- uði, gegn því að þessir tveir mánuðir verði notaðir til þess að komast að samkomulagi um legu landa- mæra Ísraels og væntanlegs Palestínuríkis. Dugi þessir tveir mánuðir ekki til að ná sam- komulagi er hugmyndin sú að framkvæmdabannið verði aftur framlengt. Benjamin Netanjahú, forsætis- ráðherra Ísraels, hefur sömuleið- is gefið til kynna einhvern sátta- vilja í þessu máli. Hann hefur meðal annars ákveðið að ríkis- stjórnin kjósi í næstu viku um breytingar á orðalagi í hollustu- eiði sem innflytjendur, aðrir en gyðingar, þurfa að sverja sæki þeir um ríkisborgararétt. - gb Deilan um landtökubyggðir: Samkomulag talið í sjónmáli BENJAMÍN NETANJAHÚ VEIÐI Áfram verður bannað að selja rjúpu og rjúpuafurðir í ár, en veiðitímabilið hefst í lok október og lýkur 5. desember. Á því tímabili verður heimilt að stunda veiðar á föstudögum, laugardögum og sunnudögum og verða veiðidagar því átján talsins. Í tilkynningu frá umhverfis- ráðuneytinu segir að Náttúru- fræðistofnun Íslands telji að meira hafi verið veitt af rjúpu í fyrra en áætlanir gerðu ráð fyrir. Eru veiðimenn því hvattir til að stunda hófsamar veiðar, til að ekki verði farið yfir markið á ný og stofninn nái sér á strik. - þj Átján dagar til að veiða rjúpu: Áfram bann á rjúpusölu VILLIBRÁÐ Rjúpnaveiðitíminn hefst í lok október. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA DÓMSMÁL Hæstiréttur Íslands þyngdi dóm yfir Ólafi Gottskálks- syni, fyrrverandi landsliðsmark- verði í knattspyrnu, í gær en hann hlaut tíu mánaða óskilorðsbundið fangelsi í Héraðsdómi Reykja- ness fyrir að ryðjast inn á heimili manns, misþyrma honum og hafa tölvu á brott með sér. Hæstiréttur þyngdi refsinguna um tvo mánuði og því skal Ólafur afplána árslanga refsivist. Við ákvörðun refsingar var litið til þess að Ólafur framdi brotið í félagi við annan mann og að brotið var til þess fallið að vekja ótta hjá brotaþola. Var ráðið af gögnum málsins að brotavilji Ólafs hefði verið einbeittur. Hæstiréttur úrskurðar: Þyngdi dóm yfir markverðiFiskverð lækkað Á fundi Úrskurðarnefndar sjómanna og útvegsmanna var ákveðið að lækka verð á slægðum og óslægðum þorski, sem ráðstafað er til eigin vinnslu eða seldur til skyldra aðila, um átta prósent. Jafnframt var ákveðið að lækka verð á slægðri og óslægðri ýsu um tíu prósent. SJÁVARÚTVEGUR Innbrotsþjófar í Grafarvogi Tveir karlmenn voru handteknir í Grafarholti í fyrradag. Í íbúð þeirra fannst þýfi en mennirnir, sem eru um tvítugt, hafa játað á sig nokkur inn- brot. Þeir hafa áður komið við sögu hjá lögreglu. LÖGREGLUFRÉTTIR KJÖRKASSINN

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.