Fréttablaðið - 08.10.2010, Side 8

Fréttablaðið - 08.10.2010, Side 8
8 8. október 2010 FÖSTUDAGUR 1. Hvað heitir lögfræðingur Myndstefs? 2. Um hvern fjallar bókin 10 10 10 sem kemur út á sunnudag? 3. Hvað íslenska knattspyrnulið þjálfar Guðjón Þórðarson? SVÖR: 1. Knútur Bruun. 2. Loga Geirsson. 3. BÍ/Bolungarvík. H :N m ar ka ðs sa m sk ip ti / S ÍA Þitt sjónarmið á erindi Framboðsfrestur rennur út á hádegi 18. október 2010 Stjórnlagaþing - Borgartúni 24 – 105 Reykjavík – sími 422-4400 - www.stjornlagathing.is - www.kosning.is - www.landskjor.is Stjórnlagaþing 2011 EFNAHAGSMÁL Horfa þarf til fleiri þátta en gengis gjaldmiðla til að tryggja að ekki verði til jarðvegur fyrir aðra fjármálakreppu á borð við þá sem reið yfir heiminn 2008 og 2009. Þetta kom fram í máli Zhou Xiaochuan, seðlabankastjóra Kína, sem var í heimsókn hér á landi í gær. Zhou Xiaochuan kom til lands- ins á miðvikudag en hélt í gær til Bandaríkjanna á ársfund Alþjóða- gjaldeyrissjóðsins (AGS). Auk þess að funda með Má Guðmundssyni seðlabankastjóra hitti hann fjár- málaráðherra landsins og efna- hags- og viðskiptaráðherra áður en hann fór. Á stuttum fundi í Seðla- banka Íslands lýsti seðlabanka- stjórinn þeim breytingum sem orðið hafa síðustu ár á áherslum í efnahagsstjórn Kína og viðhorfi til samstarfs við önnur ríki. Hann segir skipta máli að seðlabankar og ríki heims taki höndum saman í að koma á breytingum sem tryggi stöðugleika. Dominique Strauss Kahn, fram- kvæmdastjóri AGS, kallaði, í viðtali við Le Monde í gær, eftir hraðari styrkingu júansins, gjald- miðils Kína. Hann sagði veikt gengi júansins uppsprettu skað- legrar spennu í hagkerfum heims og búa til jarðveg fyrir aðra fjár- málakreppu. „Ójafnvægi í alþjóðaviðskiptum heimsins á rót sína að hluta til að rekja til samspils gjaldmiðla, þótt þar skipti aðrir þættir einnig máli,“ sagði Zhou Xiaochuan og benti á að síðustu ár hafi verið afgangur á við- skiptum Kína við útlönd en marg- víslegar aðgerðir miði að því að við- halda vexti um leið og dregið verði til muna úr þeim afgangi. Kína eigi líka hagsmuni af því að tryggja og viðhalda heilbrigðum hagvexti á heimsvísu. „Við reynum að leiðrétta ójafnvægi þar sem það hefur orðið til, en teljum að horfa þurfi til fleiri þátta en gengis gjaldmiðilsins.“ Í inngangsorðum sínum sagði Zhou Xiaochuan að kínverska hag- kerfið hafi líka orðið fyrir alvar- legum neikvæðum áhrifum af fjár- málakreppunni 2008 og 2009. Það hafi kallað á skjót viðbrögð bankans og breytingar á peningastefnu hans. „Við erum nú á batavegi, jafnvel þótt ójöfnur kunni að vera á þeim vegi og hægt sé farið yfir,“ sagði hann og kvað viðunandi vöxt í augsýn á ný. Seðlabankastjórinn kínverski kvað Seðlabanka Kína ekki hafa kannað sérstaklega kaup á íslensk- um ríkisskuldabréfum, en kvaðst telja að sambærileg áhrif fengjust fram með gjaldeyrisskiptasamningi þeim sem undirritaður var milli Seðlabanka Íslands og Kína í sumar. Hann ýti jafnframt undir áhuga kín- verskra fjárfesta á Íslandi. olikr@frettabladid.is Í SEÐLABANKANUM Már Guðmundsson og Zhou Xiaochuan, sem Már segir að sé valdamesti seðlabankastjóri sem sótt hefur landið heim síðan Paul Walker kom hingað í veiði í tíð Jóhannesar Nordal. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Fleira en samspil gjaldmiðla skapar jarðveg fyrir kreppu Seðlabankastjóri Kína fundaði í gær með seðlabankastjóra Íslands og ráðherrum. Hann segir Kínverja vilja stuðla að heilbrigðum og viðvarandi hagvexti í heiminum, en horfa verði á fleiri þætti en gjaldeyrismál. UNGVERJALAND, AP Rauða eiturleðjan sem slapp úr úrgangslóni við súrál- verksmiðju í Ungverjalandi hefur borist út í Dóná. Vonast er til að leðjan þynnist nægilega út í vatns- miklu fljótinu svo skaðinn verði ekki mikill. Leðjan rann úr lóninu á mánu- dag og olli gríðarlegu tjóni á fjöru- tíu ferkílómetra svæði, en hefur síðan verið að berst niður eftir ám og vatnaleiðum frá þessu svæði í áttina til Dónar, sem er næst- lengsta fljót Evrópu. „Öllu lífi í ánni Marcal hefur verið útrýmt,“ segir Tibor Dobson, talsmaður almannavarna í Ung- verjalandi. Hann sagði björgunar- fólk enn vinna hörðum höndum að því að dæla bæði gifsefnum og ediksýru út í ána Raba þar sem hún rennur út í Dóná, í því skyni að draga úr skaðsemi leðjunnar og minnka tjónið. Viktor Orban, forsætisráðherra Ungverjalands, sagði slysið ekki eiga sér nein fordæmi í sögu Ung- verjalands. „Ef þetta hefði gerst að nætur- lagi hefðu allir hér látið lífið,“ sagði hann þegar hann kom til Kolontar í gær. „Þetta er svo mikið ábyrgðarleysi að yfir það er ekki hægt að finna nein orð.“ - gb Forsætisráðherra Ungverjalands ómyrkur í máli um umhverfisslysið: Eiturleðjan komin út í Dóná EKKERT LÍF EFTIR Í ÁNNI Áin Marcal varð illa úti á löngum kafla. FRÉTTABLAÐIÐ/AP MENNING „Þeir eru búnir að viðurkenna þessi mistök og málið er úr sögunni af minni hálfu,“ segir Eygló Sigurðardóttir, sem á fjórar ljósmyndir í 35 mynda verki Ólafs Elíassonar. Myndir Eyglóar eru eins og fleiri í verkinu Cars in Rivers úr albúmum Ferðafélags Íslands í Þórsmörk. Ferðafélagið lét Ólaf hafa myndirnar til að nota í verkið en hvorki félagið né Ólafur könnuðu hverjir væru höfundar þeirra mynda til að fá leyfi fyrir notk- un þeirra. Í Fréttablaðinu á miðvikudag kom fram að Sigurður Ó. Sigurðsson á eina mynd í verkinu. Eygló gerði athugasemdir við bæði Ferðafélagið og talsmenn Ólafs Elíassonar og hefur nú fengið útprent af Cars in Rivers áritað af Ólafi Elíassyni. Börkur Arnarsson í I8, sem starfaði með Ólafi að Cars in Rivers, vill ekki svara því hversu mörgum myndanna þeir hafi í raun ekki vitað hverjir voru höfundar að og ekki fengið leyfi þeirra fyrir. Sam- kvæmt heimildum Fréttablaðsins eru þær fleiri úr Ferða félags albúminu en áðurnefndar fimm myndir. „Það breytir engu hvað þær eru margar, það er bara á milli okkar og Ferðafélagsins,“ svarar Börkur. Hann vill ekki staðfesta að einhverjir ljósmyndaranna hafi verið beðnir afsökunar. „Mér finnst það ekki skipta máli fyrir lesendur Fréttablaðsins. Það hlýtur að vera prívat á milli þeirra aðila sem málið snýr að. Mér sýn- ist á öllu að þetta sé allt að leysast á farsælan veg.“ - gar Höfundur fjögurra ljósmynda í verki Ólafs Elíassonar féllst á afsökunarbeiðni: Fjöldi ófeðraðra mynda enn á huldu HRAKNINGAR Í STEINHOLTSÁ Myndin í miðjunni er ein fjögurra sem Eygló Sigurðardóttir tók og er í verkinu Cars in Rivers. MYND/ÚR VERKI ÓLAFS ELÍASSONAR EVRÓPUMÁL Einar K. Guðfinnsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, vildi ekki standa að ályktun sam- eiginlegrar þingmannanefndar Íslands og Evrópusambandsins, sem hélt sinn fyrsta fund á þriðju- dag. „Ég taldi þessi ályktun vera of hliðholla hugmyndum um aðild Íslands að Evrópusambandinu til að ég gæti undirritað hana,“ sagði Einar, sem var á fundinum í fjar- veru Bjarna Benediktssonar. Árni Þór Sigurðsson, hinn íslenski formaður nefndarinnar, segir að ályktuninni hafi verið breytt mikið eftir að hún var kynnt nefndarmönnum í síðustu viku. „Það komu fram nokkrar athuga semdir, meðal annars frá sjálfstæðismönnum, og þær voru allar teknar til greina,“ segir Árni Þór. - gb Einar K. á fundi ESB-nefndar: Gat ekki fallist á ályktunina EINAR K. GUÐFINNSSON Taldi ályktunina of hliðholla aðild Íslands. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR EFNAHAGSMÁL Evrópski seðlabank- inn og Englandsbanki héldu báðir stýrivöxtum óbreyttum í gær. Stýrivextir á evrusvæðinu standa í 1,0 prósentum og hafa þeir aldrei verið lægri. Í Bretlandi hefur vaxtastigið verið óbreytt í 0,5 prósentum í eitt og hálft ár og mánuði betur. Vaxtastig sem þetta hafði ekki sést í mörg hundruð ár. Howard Archer, hagfræðingur hjá greiningarfyrirtækinu IHS Global Insight, sagði í samtali við AFP- fréttastofuna í gær ákvörðunina í takt við væntingar. - jab Óbreyttir vextir í Evrópu: Stýrivextir eru enn mjög lágir VEISTU SVARIÐ?

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.