Fréttablaðið - 08.10.2010, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 08.10.2010, Blaðsíða 10
10 8. október 2010 FÖSTUDAGUR Á síðustu árum og ára- tugum hafa langflestar fjöl- skyldur keypt sitt eigið hús- næði, enda fáir aðrir kostir í boði. Þeir sem hafa þurft eða kosið að fara út á leigu- markaðinn hafa oft á tíðum mátt búa við mikla óvissu. Stjórnvöld telja að breyta þurfi húsnæðiskerfinu og gefa fólki aðra valkosti en eigið húsnæði. Með hækkandi húsnæðisverði, mikilli kaupmáttarrýrnun og takmörkuðu aðgengi að hagstæð- um lánum virðist endastöðin ekki langt undan fyrir íslenska hús- næðiskerfið, sem hefur byggt á því að langsamlega flestar fjöl- skyldur búi í eigin húsnæði. Fyrir þá sem þegið hafa lægstu launin fyrir vinnu sína er þessari endastöð raunar löngu náð. Eins og kannanir sem Efling stéttar- félag hefur gert undanfarin ár leiða í ljós hefur mun lægra hlut- fall þeirra sem hafa lágar tekjur átt þess kost að eignast eigið hús- næði á undanförnum árum. Þeir sem ekki hafa viljað kaupa húsnæði hafa átt fáa góða kosti. Flestir hafa þurft að leigja íbúðir á almennum markaði. Þar er vernd leigjenda afar takmörkuð, og flestir sem það hafa reynt kannast eflaust við að þurfa að flytja, jafnvel ítrekað, þar sem leigusalinn ákvað að ráðstafa húsnæðinu með öðrum hætti, eða selja það. „Séreignastefnan sem nánast er eini valkostur fólks hefur að mínu viti runnið sitt skeið og nýtt húsnæðiskerfi, þar sem raun- verulegt val getur staðið á milli búsetuforma hlýtur að taka við,“ sagði Jóhanna Sigurðardóttir for- sætisráðherra í erindi sínu á fjár- málastefnu sveitarfélaganna síð- astliðinn föstudag. Jóhanna sagði húsnæðisöryggi fólks ekki eiga að vera „ofur- selt duttlungum markaðarins“. Tryggja þurfi virkan leigumark- að, efla búseturéttar formið og „setja bönd á markaðsöflin“ þegar komi að húsnæði fólks. Kaupréttur hjá Íbúðalánasjóði Með lagabreytingu sem gerð var árið 2008 fékk Íbúðalánasjóður heimild til að leigja út íbúðir sem sjóðurinn hefur eignast á uppboðum. Þær munu vera um 1.000 talsins. Sjóðurinn hefur hins vegar ekki viljað fara þessa leið nema í takmörkuðum mæli, auk þess sem sú lausn er hugsuð til skamms tíma þar til sjóðurinn getur selt húsnæðið. Til stendur að breyta þessum lögum þannig að allir leigu- samningar verði með kaupréttar- ákvæði, segir Guðbjartur Hannesson, félags- og trygginga- málaráðherra. Frumvarp þessa efnis var lagt fyrir á síðasta þingi en ekki afgreitt. Guðbjartur segir að til standi að leggja frumvarpið fyrir að nýju á næstu dögum, og koma því hratt í gegnum þingið. Guðbjartur segir að hópur fimm ráðherra auk fulltrúa stjórnarandstöðunnar muni fjalla um húsnæðismál á næstunni. Þar verði meðal annars farið yfir þau úrræði sem í boði séu, og hverju þurfi að breyta. Markmiðið sé að tryggja að fólk verði ekki hús- næðislaust, og helst að stöðva uppboð á heimilum meðan verið sé að vinna í úrræðum. „Fólk verður að geta valið sér búsetuform,“ segir Guðbjartur. Hann segist sjá fyrir sér að í framtíðinni verði minni áhersla lögð á að allir geti átt sitt eigið húsnæði. Fólk muni í auknum mæli velja milli þess hvort það vill vera í séreign eða í leigu- íbúð. Búseta eða kaupleigukerfi Flestir sem leigt hafa húsnæði til lengri eða skemmri tíma þekkja þá óvissu sem því fylgir að leigja íbúð hér á landi. Uppsagnar- frestur er stuttur, og gjarnan eru eignir aðeins í tímabundinni útleigu áður en þær eru seldar. Guðbjartur segir að þetta sé þekkt vandamál. „Það er alveg augljóst að það þurfa að verða breytingar þarna svo við getum tryggt að fólk geti búið í leigu- húsnæði með öruggum hætti ef það velur þetta búsetuform.“ Þar segist Guðbjartur geta séð fyrir sér einhvers konar búsetuform eða kaupleigu, þar sem leigjandinn geti á endanum eignast húsnæði sitt, og mögu- lega húsnæðissamvinnufélög sem leigi út húsnæði, eins og þekkt er á hinum Norðurlöndunum. Sími 515 4020 - www.BYKO.is upp á vantar! Leigðu það sem Vnr. 97750214 Borð Leigjum út einstaklega falleg 8 manna borð fyrir veislur og hvers kyns viðburði. Þau eru þægileg í flutningum enda sérhönnuð til útleigu. Vnr. 97750215 Stólar Hægt er að fá þessa stóla í bláum, vínrauðum, hvítum og svörtum litum. Þetta eru sérhannaðir leigustólar og þykja traustir. Allt fyrir veisluna í Leigumarkaði BYKO! Forrétta- og kökudiskar - Aðalréttadiskar - Súpudiskar - Kaffibollar - Undirskálar - Gafflar - Hnífar - Skeiðar - Teskeiðar - Hvítvíns- og rauðvínsglös - Bjórglös - Kampavínsglös, Long drink glös - Vatnsglös - O.fl. Sjálfseignarkerfið að komast á endastöð EINSLEITT KERFI Langsamlega flestar fjölskyldur hafa á undanförnum árum og áratugum kosið að eignast sitt eigið húsnæði í stað þess að leigja á almennum markaði. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM FRÉTTASKÝRING: Hvaða breytingu þarf að gera á íslenska húsnæðiskerfinu? eða Stöð 2, Stöð 2 Bíó og Stöð 2 Extra kosta aðeins 229 krónur á dag í Stöð 2 Vild. Tryggðu þér áskrift í dag! FYRIR 229 KRÓNUR FÆRÐ ÞÚ: frábæra skemmtun í heilan sólarhring fyrir alla fjölskylduna vhs spólu í kolaportinu „Ég get ekki séð annað en að skoða verði betur leigufélög, bæði félagsleg og á almennum markaði, og svo búseturéttarfélög,“ segir Jón Rúnar Sveins- son, sjálfstætt starfandi sérfræðingur í húsnæðismálum hjá Reykjavíkur- Akademíunni. Hann segir einnig að skoða verði af fullri alvöru hvort lífeyrissjóðirnir geti ekki komið að þessu verkefni, sérstaklega í ljósi þess að þeir séu farnir að fjárfesta í atvinnurekstri í gegnum Framtakssjóð Íslands. Sú hugmynd að fá lífeyrissjóðina með í verkefni af þessu tagi er ekki ný af nálinni, en sjóðirnir hafa hingað til ekki verið ginnkeyptir fyrir henni, enda talið sig geta fengið betri ávöxtun með annars konar fjárfestingum. Það félagslega leiguíbúðakerfi sem hér hefur þróast er aðallega í eigu sveitarfélaga, þó félagasamtök eigi eitthvað af íbúðum sem leigðar eru út. Jón Rúnar segir að enginn akkur væri í því að taka upp gamla félagslega verkamannabústaðakerfið aftur. Hann segir það þó mikil mistök að fækka félagslegum íbúðum sem í boði voru fyrir almenning um sjö til átta þúsund eins og gert hafi verið þegar það kerfi var lagt niður. Félagslegar íbúðir eru nú á milli sjö og átta þúsund, af um 130 þúsund íbúðum á landinu öllu, segir Jón Rúnar. Í gamla kerfinu hafi íbúðir í félags- lega kerfinu verið um tólf þúsund, af tæplega 100 þúsund íbúðum á land- inu. Hlutfallið í dag sé því miklu lægra en það hafi verið í gamla kerfinu. Skoða verður annars konar fyrirkomulag Brjánn Jónasson brjann@frettabladid.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.