Fréttablaðið - 08.10.2010, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 08.10.2010, Blaðsíða 12
12 8. október 2010 FÖSTUDAGUR Sagan segir okkur að Guðmundur Steingrímsson verði einhvern tíma formaður Framsóknarflokks- ins. Sjálfur segir hann það þó ekki markmið í sjálfu sér. Hann vill bara gera gagn og hugsar með hryllingi til þess þjóðfélags þar sem fólk getur ekki lengur hist í heita pottin- um og rætt málin. Guðmundur gekk úr Samfylkingunni í árs- byrjun 2009 og til liðs við Framsóknarflokk- inn, sem faðir hans og afi höfðu báðir stýrt og farist það vel úr hendi. Það hefur hins vegar ekki farið framhjá þeim sem fylgjast með pólitík að Guðmundur virðist hálfeinangrað- ur í þingflokknum og virðist oft ósammála formanni sínum. Það blasir við að spyrja hann hvort honum líði kannski hreint ekkert vel í Framsóknarflokknum. „Ég þekki þennan flokk mjög vel, held ég að sé óhætt að fullyrða, þannig að í vissum skilningi fannst mér ég vera að fara heim til mín,“ segir Guðmundur. „Í þeim skiln- ingi líður mér bara mjög vel í Framsóknar- flokknum. Ég kann líka mjög vel við sam- flokksfólk mitt upp til hópa og finnst nú stundum dálítið of mikið gert úr ágreiningn- um. Hann er bara eðlilegur.“ Hann segist vera frjálslyndur miðjumaður með samvinnuhugsjónir og hafi viljað taka þátt í að endurreisa Framsóknarflokkinn á grundvelli þeirra gömlu gilda. Hann hafi líka orðið fyrir vonbrigðum með viðbrögð Samfylkingarinnar í kjölfar bankahrunsins og í því einnig af þeim sökum séð sig nauð- beygðan til að yfirgefa vini sína þar. „Hins vegar er tíðin þannig í pólitík að ég veit ekki hvort nokkrum líður beinlínis vel,“ segir hann. Vandamálin séu mikil og aðkall- andi en þingmönnum hafi gengið illa að setj- ast niður og leysa þau sín á milli. Þar fyrir utan, segir Guðmundur, er allt of mikið gert af því að hugsa um stjórnmál á flokkspólitískum nótum. Það sé rangur og skaðlegur hugsunarháttur. Flokkadrættirnir endurspegla ekki umræðuna eins og hún er í þjóð- félaginu. Ef þú situr í heita pottin- um þá eru bara allir í sama heita vatninu og þú ert ekkert að spyrja um það í hvaða flokki fólk er. Áður fyrr var þjóðfélagið þannig að þú valdir þér verslun og banka eftir því hvaða flokk þú studdir. Þessi rosalega flokkaskipting var miklu meira gegnumgangandi. Þjóðfélagið hefur breyst gríðar- lega hvað þetta varðar og nú þarf þingið að breytast líka. Við þurfum að kunna, þegar við erum að leysa vandamál og tala saman á þinginu, að ýta þessum flokkum bara til hliðar.“ Hann segir flokkana þó mikilvæga. Þeir séu gagnlegur samráðsvettvangur fyrir fólk svipaðrar skoðunar og flokksmerkin sem menn hengi á sig séu kjósendum til hægða- rauka til þess að vita hverrar skoðunar fólk sé. Mikið lengra nái hlutverk flokkanna kannski ekki. „Ég sé fyrir mér að pólitíkin breytist þannig – og kannski kemur það út úr stjórn- lagaþinginu – að til að endurspegla þjóðina væru 20 til 30 prósent þingmanna óflokks- bundnir einstaklingar. Ég mundi vilja sjá þannig þing.“ Og gæti hann sjálfur hugsað sér að vera slíkur óflokksbundinn þingmaður? „Þess vegna,“ segir hann. „En ég er mjög mikill framsóknarmaður í klassískri merkingu þess orðs,“ bætir hann við. Lausn á skuldavandanum í fjórum liðum En hvernig finnst Guðmundi nýrri forystu hafa tekist til við endurreisnina – að hefja flokkinn aftur til vegs og virðingar eftir bankahrunið? „Sumpart ágætlega,“ er svar- ið. Hann kveðst ánægður með stefnuna sem mótuð var á síðasta flokksþingi, til dæmis Evrópumálum. „Hún er sáttaleið fyrir þjóð- félagið – ályktun sem segir: förum og könn- um þetta mál og verum með það skýrt í huga hverju við hvikum ekki frá. Svo ákveður þjóðin.“ Annað sem hugnast Guðmundi vel er að flokkurinn sé óðum að verða grænn „eins og hann á að sér að vera“. Flokkurinn sé í grunn- inn mjög umhverfisverndarsinnaður. Og svo eru það skuldamálin. „Ég hef verið eindreg- ið sammála málflutningi flokksforystunnar í því. Maður á aldrei að segja „I told you so“ í pólitík en mér finnst hafa komið betur og betur í ljós á undanförnum dögum að menn hefðu betur tekið alvarlegar hugmyndir okkar um almennar aðgerðir á sínum tíma, strax í kjölfar hrunsins, og ekki ýtt þeim svona rosalega ákaft út af borðinu,“ segir hann. Þar hafi hann orðið fyrir miklum von- brigðum með félaga sína í Samfylkingunni. Og Guðmundur hefur eigin sýn á hvernig leysa skuli úr skuldavandanum. Hún er meira að segja tölusett í fjórum liðum. Fyrir það fyrsta þurfi að kynna fyrir fólki þau úrræði sem þegar séu í boði. Þar hafi stjórnvöld brugðist. „Tökum til dæmis embætti umboðs- manns skuldara sem var sett á fót 1. ágúst. Ég veit ekki betur en að við höfum verið að setja lög um að hann hafi allar heimildir til að taka venjulegt fólk í miklum vanda og gefa því sömu meðferð og sagt er að auðmennirn- ir séu að fá í bönkunum, hvort sem þeir eiga það skilið eða ekki – líklega ekki. Fólk á að fá þarna skjól og endurskipulagningu á sínum fjárhag þannig að það standi uppi með hreint borð og nýtt líf fjárhagslega. Þessi lög tók ég þátt í að setja og mér þykir mjög leiðinlegt að fólk skuli ekki vita af þessu.“ Annar liðurinn er ekki síður aðkallandi, segir Guðmundur. „Það er gamall fjandi og ófreskja að koma upp á yfirborðið af fullum krafti sem heitir fátækt,“ útskýrir hann. Gegn henni þurfi að ráðast og ekki dugi minna en herferð. Guðmundur bendir á að menn þurfi ekki að vera lengi atvinnulaus- ir til að verða fátækir á Íslandi. Til að taka á þessum vanda þurfi að endurskipuleggja félagslegan leigumarkað og ráðast í átak í atvinnumálum. Þriðji liðurinn snýr að almennum niðurfell- ingum skulda, málefni sem hefur verið Fram- sóknarflokknum mjög hugleikið frá hruni. Hann fagnar breyttum tóni hjá ríkisstjórn- inni í garð slíkra hugmynda. Og fjórði og síðasti liðurinn snýr að því að hér þurfi að rísa heilbrigður lánamarkaður til framtíðar. Sá sem fyrir var, með sínum verð- og gengistryggðu lánum, hafi gert þorra Íslendinga að spákaupmönnum. „Þessu þarf að breyta fyrir framtíðina. Það þarf að rísa hér norrænn lánamarkaður með óverð- tryggðum lánum og stöðugleika. Þar hef ég hallast að því að Evrópusambandið geti veitt okkur einhver svör.“ Tónninn í flokknum að skána En þrátt fyrir ánægju með margt í flokki sínum hefur Guðmundi gramist tónninn í pólitíkinni, ekki síst í eigin flokki og ekki farið dult með það. „Síðasta þing var mér satt að segja vonbrigði. Ég upplifði það að við sætum öll í verulegri súpu eftir þetta hrun og þyrftum að vera sanngjörn og umgangast hvert annað af virðingu og auð- mýkt til að reyna að koma okkur upp úr þessu. Í staðinn birtist pól- itíkin mér rosalega hörð og herská og þar af leiðandi ósanngjörn og mér fannst minn flokkur meðal annars sekur um það.“ Niðurstaða sveitarstjórnarkosninganna í vor, einkum á höfuðborgarsvæðinu, hafi verið áminning um að þetta þyrfti að breytast, hjá öllum flokkum. „Núna vona ég að það horfi til betri vegar. Ég held að mótmælin á mánudag- inn hafi líka haft sitt að segja í því.“ Haft var á orði að Guðmundur og for maður- inn Sigmundur Davíð Gunnlaugsson hefðu í fyrsta sinn verið sammála þegar greidd voru atkvæði um ákærur fyrir landsdómi. Báðir voru alfarið á móti, ólíkt mörgum sam- flokksmönnum sínum. Hvernig stóð á því að flokkurinn tvístraðist með þessum hætti í málinu? „Framsóknarflokkurinn hefur enga flokkssamþykkt um það hvort eigi að lög- sækja ráðherra,“ útskýrir Guðmundur. „Þetta mál er í eðli sínu bara fyrir hvern og einn að ákveða.“ Hann hafi verið mjög ánægður með það hvernig tekið var á málinu og segir það raunar í sínum huga gott dæmi um hvernig þingmennska eigi að vera. Menn hafi tekið afstöðu algjörlega á eigin forsendum. „Ég komst að þeirri niðurstöðu að aðdrag- andi hrunsins væri bara dæmi um slæma pólitík og slæmt stöðumat og þar af leið- andi slæmar ákvarðanir og prinsipp mitt er að ég ætla ekki að draga slíkt fyrir refsi- rétt. Þangað vil ég ekki fara með pólitíkina.“ Hann skilji þó vel að aðrir hafi verið á önd- verðum meiði. En hvað með niðurstöðu málsins? „Ég veit ekki alveg hvaða áhrif hún hefur, en hún var ófyrirsjáanleg. Það sá enginn fyrir að einn maður yrði ákærður og það er í raun og veru alveg önnur tillaga en var lögð fram. Hún var í sjálfu sér aldrei rædd í aðdragandan- um og við erum því í raun að fara í ferli sem er órætt. Það á sinn þátt í því að niðurstaðan er vandræðaleg.“ Saknar þess að ræða pólitík við pabba Í byrjun febrúar missti Guðmundur föður sinn, Steingrím Hermannsson, sem setti vægast sagt sterkan svip á íslenskt stjórn- málalíf á níunda áratug síðustu aldar og raunar mun lengur. „Það er náttúrlega mjög skrítið að hann sé ekki hérna lengur,“ segir Guðmundur. „Stundum ímynda ég mér – sér- staklega þegar ég er að velta hlutum í pól- itíkinni fyrir mér – hvað hann mundi segja og hvernig okkar samræða yrði. Við töluðum rosalega mikið saman um pólitík og vorum oft mjög sammála en líka oft ósammála. Við gátum deilt um aðildarviðræður við Evrópu- sambandið í allt upp undir þrjá daga og síðan tekið hlé og haldið áfram.“ Það sé mikill sökn- uður að því að geta ekki rætt þjóðmálin við hann lengur. „En einhvern tímann þurfa samt allir að deyja og hann dó á meðaldánaraldri íslenskra karlmanna, sem er 81 ár – að ég held – og það er nú bara nokkuð vel af sér vikið mundi hann sjálfsagt hafa talið líka. Ég fer ekki í neinar grafgötur með að það var ómetanlegt að geta lært af allri hans reynslu. Hún er mér mikil- væg og ég veit að hann lærði líka af reynslu föður síns. Ég sakna hans en ég held að hann hafi nú farið sáttur vegna þess að hann náði að klára að endurbyggja stofuvegginn uppi í bústað. Það var hans aðalmarkmið undir það síðasta.“ Og þá er ekki úr vegi að spyrja Guðmund um hans eigin markmið. Stefnir hann að því að feta í fótspor föður síns og afa, Hermanns Jónassonar, og leiða einhvern tíma Fram- sóknarflokkinn? „Það er ekki markmið í sjálfu sér,“ segir hann. Það sé ekki sjálfgefið að börn stjórn- málamanna fari í pólitík. Sjálfur eigi hann fimm systkini sem ekki starfi á þeim vett- vangi. „Sjálfur ætlaði pabbi nú aldrei í pólitík því pólitík hefur líka ýmsar óaðlaðandi hlið- ar. Það að hafa kynnst pólitík á barnsaldri er ekkert endilega ávísun á að maður fari í hana sjálfur heldur kannski þvert á móti.“ Hann hafi hins vegar mikinn áhuga á þjóðmálum allt frá því að hann lá sem barn á hleri við stjórnarmyndunarviðræður heima við. „En höfuðástæðan fyrir því að ég er hérna er að mig langar að gera gagn. Það að verða síðan eitthvað í pólitík, ráðherra eða formaður flokks, held ég að gerist ef maður stendur sig vel í að gera gagn. Og þá gerist það næstum því sjálfkrafa hef ég trú á. En maður spyr sig líka hinnar spurningarinnar: Á maður að hætta þessu? Þegar það er verið að varpa í okkur eggjum og svona er sú spurning mjög aðkallandi. Maður hefur heyrt það sjónarmið að við ættum öll á þingi að segja af okkur. Ég tek það mjög alvarlega. Það er alveg kristal - tært að ég ætla ekkert að vera bara einhver hlunkur á þingi sem gerir ekki neitt.“ „Ég vildi bara fá eggin yfir mig“ Töluvert hefur verið skrafað um myndskeið frá þingsetningunni í liðinni viku þar sem þingmenn sjást setja undir sig höfuðin á leið út úr Dómkirkjunni og taka til fótanna undan eggjakasti mótmælenda. Guðmundur tók ekki á rás eins og sést á myndskeiðinu. „Ég vildi bara fá eggin yfir mig. Ef fólk vildi kasta í mig eggjum vildi ég helst bara gefa færi á því,“ segir hann. Ekkert hafi þó hæft hann. „Mér fannst satt að segja mjög niðurlægj- andi að þurfa að ganga inn bakdyramegin í þingið og sé eiginlega eftir því að hafa ekki heimtað að fá að ganga inn að framan,“ heldur hann áfram. Hið rólega rölt hafi því átt rætur í virðingu fyrir mótmælunum og reiði yfir niðurlægingunni. „Það var því dálítið reiður ungur maður sem gekk þarna rólega,“ segir hann. Hann segist skilja reiði almennings og telur að það mundi slá á hana ef þingmenn tækju sig til og ynnu saman sem einstakl- ingar en ekki alltaf á grundvelli flokkapól- itíkur. „Ég veit að margir þingmenn eru að hugsa það sama og ég vona að næsta bylting á Íslandi verði bylting innan þingsins.“ Hann segist hins vegar óttast það samfélag sem álítur það vel heppnuð mótmæli þegar víggirða þarf þinghúsið og tuttugu rúður eru brotnar. „Við þurfum að spyrja okkur hvort við séum nokkuð að sigla inn í samfélag þar sem við getum ekki hist í sama heita pottin- um. Ég veit ekki af hverju ég er svona upp- tekinn af heita pottinum, en hann er þetta einkenni á íslensku samfélagi, sem ég vil verja, sama góða heita vatnið og allir ofan í því. Þannig á Ísland að vera.“ Næsta bylting verði innan þingsins UNGUR OG REIÐUR „Ef fólk vildi kasta í mig eggjum vildi ég helst bara gefa færi á því,“ segir Guðmundur um mótmælin við þingsetninguna fyrir viku. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Stígur Helgason stigur@frettabladid.is Það er alveg kristaltært að ég ætla ekkert að vera bara einhver hlunkur á þingi sem gerir ekki neitt. FRÉTTAVIÐTAL: Guðmundur Steingrímsson alþingismaður
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.