Fréttablaðið - 08.10.2010, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 08.10.2010, Blaðsíða 16
16 8. október 2010 FÖSTUDAGUR FRÁ DEGI TIL DAGS greinar@frettabladid.is FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál) hdm@frettabladid.is HELGAREFNI: Sigríður Björg Tómasdóttir sigridur@frettabladid.is MENNING: Bergsteinn Sigurðsson bergsteinn@frettabladid.is ALLT OG SÉRBLÖÐ: Roald Eyvindsson roald@frettabladid.is og Sólveig Gísladóttir solveig@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Henry Birgir Gunnarsson henry@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald RITSTJÓRI: Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871 F æðingarorlof er hvergi á Norðurlöndum styttra en hér á Íslandi. Þrátt fyrir það getum við og höfum verið stolt af því hversu margir feður nýtt rétt sinn til fæðingarorlofs. Nú liggja fyrir áform um að skera niður í fæðingaror- lofssjóði um einn milljarð króna og verður úr vöndu að ráða þegar ákveða á hvar niðurskurðarhnífinn skuli bera niður. Á að stytta orlofið sem er samtals níu mánuðir og þar með styttra en í þeim löndum sem við viljum bera okkur saman við? Eða á að lækka hámarksgreiðslurnar enn frekar en orðið er þótt vitað sé að allar líkur séu á því að það muni skila sér í því að færri feður muni nýta rétt sinn til töku fæðingarorlofs? Undirliggjandi markmið með því að auka rétt feðra til fæðingar- orlofs á sínum tíma var að auka jafnrétti kynja. Ekki bara með því að stuðla að meiri samveru feðra og barna og um leið auk- inni þátttöku þeirra í umönnun þeirra og almennri ábyrgð á heimilishaldi. Einnig var vonast til að með tímanum skilaði aukin fæðingarorlofstaka feðra sér í auknu launajafnrétti, því ein skýringin sem til hefur verið tekin á launamun kynja er að konur nái ekki sama starfsframa og launum og karlar vegna þess að á ákveðnu árabili geti þær hvenær sem er horfið frá störfum tímabundið vegna barneigna. Þrátt fyrir að hvorki fleiri né færri en níu af hverjum tíu feðrum hafi nýtt rétt sinn til fæðingarorlofs í þrjá mánuði hefur það að því er virðist ekki haft teljandi áhrif á launajafnrétti. Nú gildir það þó um bæði kyn að fólk hverfi frá störfum tímabundið vegna barn- eigna. Engu að síður hefur ríkt mikil ánægja með þátttöku feðra í orlofinu, sem virðist hafa skilað sér í aukinni þátttöku og ábyrgð á börnum sínum. Gildandi lög um fæðingarorlof eru tíu ára gömul. Setning þeirra markaði tímamót í stöðu foreldra á Íslandi og færði okkur mun nær fjölskyldu- og barnvænu samfélag. Það verður að teljast varhuga- hugavert að hrófla við ágætum árangri sem orðið hefur með auk- inni þátttöku og ábyrgð feðra á umönnun barna sinna, sem hlýtur að skila sér í traustari og nánari böndum til framtíðar. Hámarksgreiðsla úr fæðingarorlofssjóði hefur þegar verið skert þrisvar sinnum frá hruninu sem varð fyrir réttum tveimur árum. Hún nemur nú 300 þúsund krónum og veruleg hætta hlýtur að telj- ast á því að frekari skerðing muni fyrst og fremst draga úr orlofs- töku feðra og þar með grafa undan þeirri góðu þróun sem orðið hefur með auknum samvistum feðra við ung börn sín. Fæðingarorlof er grunnþjónusta í velferðarsamfélagi. Og fæð- ingarorlof snýst ekki bara um rétt foreldra til að vera með börnum sínum heldur ekki síður rétt barna til að eiga fyrstu mánuði ævi sinnar í rólegum faðmi foreldra. Á þeim tíma er tengslamyndun afar mikilvæg og það væri sorglegt spor aftur á bak fyrir börn, mæður og feður ef höggvið yrði í þessa grunnþjónustu. HALLDÓR SKOÐUN Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is Eftir örfáar vikur fara fram kosningar til stjórnlagaþings. Margir hafa deilt um kosti og galla þess. En hvað er þetta stjórnlagaþing og til hvers er það? Jú, stjórnlagaþing á að koma saman hinn 15. febrúar næstkomandi og starfa í tvo til fjóra mánuði í lotum. Það besta er að allir mega bjóða sig fram, og ef þú nærð kjöri verður atvinnurekandinn þinn að gefa þér frí. Svo er bónusinn að þú nýtur sömu launa og kjara eins og þú sért alþingismaður. Stjórnlagaþingið ætlar að taka fyrir íslensku stjórnarskrána, sem er í sjö köflum. Stjórnlagaþingið ætlar að fjalla um kosningar, forsetann, þingmenn, já, og ráðherraábyrgð, dómstólana svo ekki sé minnst á mannréttindin. Það eru margir sem halda að eingöngu lögfræðingar og stjórnsýslufræðingar megi gefa kost á sér. Ég segi bara, það er rangur misskilningur eins og einn Færeyingur orð- aði það svo skemmtilega. Allir mega gefa kost á sér til Stjórnlagaþingsins. Allir þeir sem eru orðnir 18 ára og eru ekki þing- menn, varaþingmenn eða dómarar. Að mínu mati skiptir miklu máli að þetta þing fái tækifæri til þess að fjalla um sjálfa stjórnarskrána. Enda plagg síðan á 19. öld. Á stjórnlagaþinginu eiga 25 til 31 ein- staklingur að skiptast á skoðunum um ráð- herraábyrgð, Ísland eitt kjördæmi, þingrof og mannréttindi. Svo ekki sé minnst á for- setaembættið, á það að vera til áfram eða á það að víkja, svo eitthvað sé nefnt. Ef ég væri stjórnlagaþingmaður myndi ég beita mér fyrir því að hafa mannrétt- indakaflann fyrsta kaflann í stjórnar- skránni, en ekki í síðasta kaflanum líkt og hann er í dag. Ég hvet þá sem ætla að gefa kost á sér að beita sér fyrir þessu. Framboðsfrestur er til 18. október. Við Íslendingar höfum allt að vinna og engu að tapa. Ég minni á að kosningarnar eru persónukosningar, svo ekki þarf að kjósa flokka eða hópa. Loksins, loksins fær almenningur að kjósa fólk. Svo verður Ísland eitt kjördæmi, þannig að Gunna á Akureyri getur kosið Jón á Selfossi. Ég hef fulla trú á því að ný stjórnarskrá sameini okkur sem eina þjóð á ný og færi þjóðinni nýja og bjartari tíma. Stjórnlagaþing meira en 200 milljóna króna virði Stjórn- lagaþing Bergvin Oddsson rithöfundur og fyrirlesari Al-Verk ehf. - Byggingaþjónusta Símar: 568 0080 • 858 0980 • 858 0981 Einnig er hægt að senda fyrirspurn á alverk@alverk.is Hyggur þú á breytingar, og- eða endurbætur heima fyrir ? Baðherbergið eða eldhúsið. E.t.v. eitthvað annað? Hjá okkur færðu alla þjónustu löggiltra iðnaðarmanna. Vönduð og metnaðarfull vinnubrögð. Hafðu samband og við gerum tilboð, þér að kostnaðarlausu. Allt á einum stað hjá traustu fyrirtæki. Varhugavert er að skera niður fæðingarorlof, bæði fyrir börn og foreldra. Fæðingarorlof er grunnþjónusta Listamenn og venjulegt fólk Ásbjörn Óttarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, uppskar mikla reiðiöldu þegar hann lýsti því yfir á Alþingi að leggja ætti listamannalaun niður. „Af hverju geta þessir lista- menn ekki farið að vinna og komið sér bara í eðlilega vinnu eins og allt venjulegt fólk?” spurði Ásbjörn. Viðbrögð listamanna voru gríðarlega hörð á öllum vefmiðlum og óteljandi bloggsíðum. „Þingmenn framleiða ekki neitt og skila engum tekjum til þjóðarbúsins,“ sagði Úlfur Eldjárn og var einn af nokkrum sem spurðu Ásbjörn á móti af hverju hann fengi sér sjálfur ekki vinnu eins og venjulegt fólk. Baldvin Esra útgefandi kallaði eftir því að allir listamenn í þjóðfélaginu færu í verk- fall til þess að sýna mikilvægi starfa sinna í þjóðfélaginu. Nýstárleg viðbrögð Miðað við andrúmsloftið í þjóðfélaginu og íslenska umræðusiði undanfarin ár er ekki hægt að segja annað en að viðbrögð Ásbjörns hafi verið óvenjuleg. Fyrir hádegi var hann búinn að biðjast afsökunar og sagðist eiga þær málsbætur að hafa látið orðin falla í tímahraki eftir að forseti þingsins var farinn að spila á bjölluna af því að ræðutíminn var liðinn. Ásbjörn sagðist aðallega hafa verið að lýsa óánægju með byggingu tónlistarhússins Hörpu við Reykjavíkurhöfn. Síðar um daginn sagði Vísir frá því að Ásbjörn hefði þegið boð frá stjórn Bandalags íslenskra listamanna þar sem honum voru kynntar tölur um arðsemi lista- og menningarstarfsemi fyrir þjóðarbúið. peturg@frettabladid.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.