Fréttablaðið - 08.10.2010, Blaðsíða 17

Fréttablaðið - 08.10.2010, Blaðsíða 17
FÖSTUDAGUR 8. október 2010 Árið 1971 er merkilegt ár í íslenskri kosningasögu. Það er eina skiptið á lýðveldistímanum sem kjósendum tókst að koma ríkis stjórn frá í almennum kosn- ingum, með þeim hætti að stjórnin tapaði völdum og stjórnarandstað- an tók við. Í öðrum kosningum, hafa ríkisstjórnir haldið velli, og þá sjaldan sem þær hafa fallið hafa menn stoppað upp í stjórnar- samstarfið eða skipt út hluta stjórnarinnar. Stjórnir á Íslandi falla oftast annað hvort á miðju kjörtímabili eða í leynimakkinu skömmu eftir kosningar. Óánægja eða „þreyta“ í stjórnarsamstarfi á þannig mun meiri þátt í því hver stjórnar land- inu og með hverjum heldur en vilji kjósenda. Allir ganga óbundnir til kosninga og bjóða svo hver öðrum í sumarbústaði til að „þreifa fyrir sér“. Væri ekki betra ef baráttan um ráðherraembættin færi fram í kjörklefanum, en ekki á kaffistofu Alþingis? Á Íslandi er þannig í raun algengast að stjórnir falli fyrst og svo komi kosningar, en þetta ætti í raun að vera öfugt. Með öðrum orðum skila forsætisráðherrar og ríkisstjórnir inn uppsagnarbréfum til þjóðarinnar áður en þau eru rekin, svo finna menn eftirmenn sem þjóðin samþykkir. Svoleiðis er þetta ekki alls staðar. Í Bret- landi hafa kjósendur rekið ríkis- stjórnir sjö sinnum frá stríðslok- um. Bretland þykir nú samt ekkert óstöðugt lýðræðisríki. Ástandið á Íslandi er að ein- hverju leyti afleiðing þess kosn- ingakerfis sem við búum við, í bland við vondar hefðir. Menn græða ekki endilega á því að sam- mælast um einhverja stefnu fyrir kosningar og bjóða fram saman, það er alveg jafngott að bjóða fram sundruð og skilja málin eftir óleyst þangað til eftir kosningar. Það er ágætis hlutskipti að vera meðalstór miðjuflokkur, sem getur unnið með öllum. Niðurstaðan hefur því orðið sú að allir flokkar á Íslandi þykjast einmitt vera miðjuflokkar sem geti unnið með öllum. Einmenningskjördæmi líkt og tíðkast í Bretlandi eru fjarri því að vera fullkomin. Stærsti galli þeirra, mikið ósamræmi milli fylgis á landsvísu og fjölda þing- sæta, er á sinn hátt þeirra stærsti kostur, því þar með gerist það oftar að einn flokkur ber skýra ábyrgð á stjórnun landsins og nokkurra prósenta sveiflur eru líklegri til að hafa áhrif á það hvort stjórn heldur eða fellur. Annar ótvíræður kostur er að lýð- ræðislegt umboð þingmanna er skýrara og tengsl þeirra við kjós- endur meiri. Enda er flokksagi almennt minni í löndum þar sem þingmenn eru ekki kosnir af löng- um flokkslistum. Í öllu falli væri heppilegt að auka aðkomu kjósenda að því hver það í raun er sem situr í ríkis- stjórn, ýmist með því að flokkar lýsi þá yfir stuðningi við eitthvert tiltekið forsætisráðherraefni eða jafnvel að ríkisstjórnin sjálf verði kosin beint. Þótt eflaust megi finna eitthvað að því kerfi getur það varla verið verra en kerfið sem gerði Björgvin G. að við- skiptaráðherra. Ég er með nafn á það kerfi: Gúbbræði. Hérlendis eru ráðherrar með meistarapróf sjaldgæf sjón, og nær útilokað er að sjá menn með skírteini frá toppháskólum rata í toppstöður í stjórnmálum. Til þess þyrftu þeir líklegast að brjóta sér leið fram hjá of mörgum verr gefnum en þolinmóðari mönnum sem nýtt hafa tímann í að kreista krumlur í sveitinni og tala vel um yfirmenn sína. En hvers vegna gerum við ekki meiri kröfur? Ég er ekki að segja að lög eigi að krefjast þess að ráðherrar hafi menntun eða reynslu sem hæfi starfinu, ég er að segja að við sjálf eigum að gera það. Staðreyndin er nefnilega sú að langflestir ráðherrar seinustu áratuga hefðu ekki einu sinni þorað að bjóða sig fram til setu í þeim ráðherraembættum sem þeir á endanum hlutu, ef kosið hefði verið um þau. Hefði Árni Matthiesen þótt sterkur kandídat í stöðu fjármálaráðherra? Hefði konan sem ekki kunni ensku þótt koma sterklega til greina sem utanríkisráðherra? Nei, ég held að þau og margir aðrir hefðu ekki einu sinni þorað að mæta í atvinnuviðtöl um þessi störf, hvað þá að nokkurt skynsamt fyrirtæki hefði ráðið þau. Við eigum betri umsækjendur. Við þurfum bara kerfi sem finnur þá. Sýndarlýðræði Pawel Bartoszek Stærðfræðingur Í DAG Ég er ekki að segja að lög eigi að krefjast þess að ráðherrar hafi menntun eða reynslu sem hæfi starf- inu, ég er að segja að við sjálf eigum að gera það. Það er sameiginleg reynsla for-eldra fatlaðra barna að barátt- an fyrir barninu og betra lífi því til handa er í fyrsta sæti þegar kemur að forgangsröðun í lífinu. Jafn- vel þótt slík sé forgangs röðunin er ekki hægt að taka þátt í öllum þeim verðugu verkefnum sem birt- ast á leiðinni. Dagleg verkefni taka mesta orkuna og því er oft ekki mikið eftir þegar óvæntar áskor- anir birtast. Samfélagið býr sem betur fer yfir fólki sem er tilbúið að leggja á sig ómælda vinnu og erfiði til þess að gera líf þessara einstaklinga innihaldsríkara. Oft eru það vinir og ættingjar sem benda á baráttu- málin en sjaldnar er það hópur ein- staklinga sem finnur sig knúinn til þess að rísa upp og bæta það sem hefur farið aflaga í þjónustu við þennan hóp. Einn slíkur hópur kom fram á síðustu vikum. Starfsfólk Reykjadals gerði það mögulegt að börnin okkar njóti á næstu mánuð- um skemmtunar og ánægju í helgar- dvöl í Reykjadal. Þetta er alfarið að þakka starfsfólki Reykjadals undir stjórn Sólveigar Hlínar Sigurðar- dóttur, sem neitaði að taka það gilt að lokað yrði fyrir þessa þjónustu yfir vetrartímann. Við foreldrar barnanna viljum þakka ykkur öllum, hverju og einu, fyrir árangur söfnunarinnar til styrktar Reykjadal. Þetta var ykkar verk og það eruð þið sem gerið starfið svo mikilvægt bæði fyrir okkur foreldrana og börnin og ungmennin. Stórkostlegt starfsfólk Þakkir Anna Kristinsdóttir, Sigurbjörn Magnússon, María Ellingsen, Gunnar Örn Harðarson, Ingibjörg Gyða Guðrúnardóttir, Loftur Atli Eiríksson, Kristín Steinarsdóttir, Katrín Friðriksdóttir foreldrar barna í Reykjadal Maharishi Ayurveda Námskeið með danska lækninum Charlotte Bech 25. - 30. apríl næstkomandi Námskeið og einkaráðgjöf danska læknisins Charlotte Bech 9. – 14. október næstkomandi Upplýsingar á www.ihugun.is Íslenska íhugunarfélagið, Skúlatúni 2, sími 557 8008 Maharishi Ayurveda elsta náttúrulækningakerfi veraldar It‘s not the same GK / Reykjavík Anas / Hafnafirði Kóda / Keflavík Palóma / Grindavík Nína/ Akranesi Blómsturvellir / Hellissandi GS/ Akureyri Jón & Gunna / Ísafirði Töff Föt / Húsavík Sentrum / Egilsstaðir Lónið / Höfn í Hornafirði Flamingo / Vestmannaeyjar Republica/ Selfossi Dreifingaraðili: Rún heildverslun. www.run.is Desigual fæst í 7830 verslunum um heim allan. Á Íslandi finnur þú Desigual í 13 góðum verslunum um land allt.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.