Fréttablaðið - 08.10.2010, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 08.10.2010, Blaðsíða 20
 8. október 2010 FÖSTUDAGUR20 timamot@frettabladid.is „Ég geri mér yfirleitt einhvern daga- mun á afmælinu mínu og í kvöld ætla ég á sinfóníutónleika með góðum vinum og út að borða,“ segir Bryndís Hlöðversdóttir, aðstoðarrektor Sam- vinnuháskólans á Bifröst, þegar Frétta- blaðið forvitnast um afmælisplönin en Bryndís er fimmtug í dag. Tvíburasynir Bryndísar eiga afmæli á morgun og undanfarin 13 ár segir Bryndís afmælisdaginn yfirleitt hafa farið í undirbúning fyrir daginn þeirra. Hún sé fjölskyldumanneskja og dreng- irnir séu hennar stærsta afrek þegar hún lítur um öxl. Sem hún gerir gjarn- an á stórafmælum. „Ég lít um öxl sátt við guð og menn. Börnin manns skipta mestu máli og svo það að vera samferða sjálfum sér í lífinu og við góða heilsu. Ég hef einn- ig borið gæfu til þess að starfa við það sem ég hef áhuga á,“ segir Bryndís en hún sat á þingi frá árinu 1995 til 2005. Hún segir það skemmtilegan tíma og ævintýri sem hún sá ekki fyrir. Hún sakni þó ekki atgangsins í pólitíkinni. „Nei ég var mjög sátt þegar ég tók þá ákvörðun að hætta. Þetta eru ekki öfundsverð verkefni sem alþingis- menn standa frammi fyrir í dag. Ég gerðist deildarstjóri lagadeildar við Samvinnuháskólann á Bifröst þegar ég hætti í stjórnmálum árið 2005 og er nú aðstoðarrektor skólans. Það er mjög skemmtilegt að starfa í háskóla- umhverfinu og gaman að fylgjast með ungu fólki fara út í lífið.“ Bryndís fæddist á Selfossi og bjó fyrstu tíu æviárin í Vestur-Landeyjum þar sem foreldrar hennar voru með búskap. Hún ólst upp í stórri fjöl- skyldu, á 8 systkini og segir líf og fjör hafa einkennt æskuheimilið. Árið 1970 flutti fjölskyldan í Kópavoginn sem hún kennir sig við. „Ég hef ákveðnar taugar í sveit- ina en sterkari í Kópavoginn. Ég bjó þar til rúmlega tvítugs og tel mig Kópavogsbúa ef einhver spyr,“ segir Bryndís, sem í dag býr með drengjun- um sínum í Borgar nesi. „Við bjuggum í Vesturbænum og fyrsta árið á Bifröst keyrði ég á milli. Þegar ég sá hús til sölu á besta stað í Borgarnesi stökk ég á tækifærið. Okkur líður mjög vel hér og strákarnir eru gallharðir Borgfirðingar og Skallagrímsmenn í fótboltanum.“ Sjálf spilar Bryndís ekki fótbolta, segist sinna eðlilegu viðhaldi þegar kemur að heilsunni og sé skorpu- manneskja í þeim efnum. Hún stundi útivist og gönguferðir og skreppi í veiði yfir sumartímann. Fram undan sé skorpa í andans málum en Bryndís fékk sér nýlega kort í sinfóníuna og í leikhús. Þrátt fyrir hálfrar aldar afmælið er þó ekkert að hægjast um í lífi Bryndísar en í haust sest hún á skólabekk. „Ég er að byrja í doktorsnámi sam- hliða vinnu í Óslóarháskóla þar sem ég einbeiti mér að rannsóknum á sam- skiptum ríkisstjórna og þjóðþinga.“ heida@frettabladid.is BRYNDÍS HLÖÐVERSDÓTTIR AÐSTOÐARREKTOR: FAGNAR FIMMTUGU Strákarnir stærsta afrekið LÍTUR SÁTT UM ÖXL Bryndís Hlöðversdóttir, aðstoðarrektor Samvinnuháskólans á Bifröst og fyrrverandi alþingismaður, er fimmtug í dag. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Elskuleg móðir okkar, amma og lang- amma, Valný Georgsdóttir áður til heimilis í Reykjavík og á Sauðárkróki, sem andaðist laugardaginn 2. október á Heilbrigðisstofnun Blönduóss, verður jarðsungin frá Grafarvogskirkju mánudaginn 11. október kl. 15.00. Erla Höskuldsdóttir Sigrún Höskuldsdóttir barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, María Ögmundsdóttir Holtsgötu 4, Ytri Njarðvík, lést mánudaginn 27. september á Landspítalanum við Hringbraut. Útförin fer fram frá Ytri Njarðvíkurkirkju í dag föstudaginn 8. október kl. 14.00. Sæmundur Þ. Einarsson Ingigerður Sæmundsdóttir Bjarni Jóhannsson Ögmundur Sæmundsson Heiða Ingólfsdóttir Baldur Sæmundsson Harpa Kristín Einarsdóttir Sigríður Sesselja Sæmundsdóttir Hleiðar Gíslason barnabörn og barnabarnabarn. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Ragnheiður Valdemarsdóttir hjúkrunarheimilinu Skjóli, áður Byggðavegi 89, Akureyri lést þriðjudaginn 5. október. Útförin fer fram frá Akureyrarkirkju þriðjudaginn 12. október kl. 13.30. Valdemar Ragnarsson Liisa Kajo Ásgerður Ragnarsdóttir Gunnar Eydal Óli Þór Ragnarsson Ingibjörg Marinósdóttir Árni Ragnarsson Ásrún Guðmundsdóttir Guðrún Ragnarsdóttur Valdimar Einisson barnabörn og barnabarnabörn Ástkær eiginmaður, stjúpfaðir, bróðir, mágur og frændi, Páll Stefánsson framleiðslumaður, Asparfelli 6, Reykjavík, varð bráðkvaddur á heimili sínu þann 5. október. Nataly Stefánsson Tatiana Helgason Haukur Helgason Amalía Stefánsdóttir Leif Bryde Guðný Stefánsdóttir Hafsteinn Stefánsson Sigrún Óla og frændsystkini Ástkær eiginkona mín, móðir, tengda- móðir, amma og langamma, Sigríður Þorsteinsdóttir Blöndubakka 16, Reykjavík, lést á kvenlækningadeild Landspítalans við Hringbraut þriðjudaginn 28. september síðastliðinn. Útförin fór fram í kyrrþey, að ósk hinnar látnu, frá Digraneskirkju miðvikudaginn 6. október. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki kvenlækningadeildar og krabbameinsdeildar Landspítalans fyrir umönnun og hlýju. Óskar Ingólfur Þórðarson Þórður Garðar Óskarsson Rannveig Jónsdóttir Jóna Ingibjörg Óskarsdóttir Benedikt Guðni Þórðarson Þorleifur Óskarsson Helga Kristín Gunnarsdóttir barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær vinur, faðir, afi og bróðir, Jóhannes Ingólfur Jónsson rafverktaki, lést föstudaginn 1. október á Hjúkrunarheimilinu Eir, Hlíðarhúsum 7 í Reykjavík. Hann verður jarðsunginn frá Árbæjarkirkju mánudaginn 11. október kl. 11.00. Þeim sem vilja minnast hans er bent á Parkinsonsamtökin. Ólöf Sigríður Stefánsdóttir Ásta Guðrún Jóhannesdóttir Jón Kristinn Jóhannesson Elísa Rós Natansdóttir Systkini, vinir og vandamenn MOSAIK Ástkær eiginkona mín, móðir, tendamóðir, amma og langamma, Sigurlaug Fjóla Kristmannsdóttir fyrrum húsfreyja, Hvammi í Vatnsdal, Þorragötu 5, Reykjavík, lést á gjörgæsludeild Landspítalans í Fossvogi mið- vikudaginn 29. september. Hún verður jarðsungin frá Fossvogskirkju mánudaginn 11. október kl. 13.00. Hallgrímur Guðjónsson Hafsteinn Gunnarsson Ásta Jónsdóttir Ingibjörg Rósa Hallgrímsdóttir Gísli Ragnar Gíslason Þuríður Hallgrímsdóttir Finnbogi Kjartansson Margrét Hallgrímsdóttir Gunnar Þ. Jónsson barnabörn og barnabarnabörn. Merkisatburðir 1720 Skriða fellur úr Vatnsdalsfjalli í Húnavatnssýslu á tvo bæi og farast 6 manns. Einnig stíflar skriðan Vatnsdalsá og myndast stöðuvatn að ofanverðu og kallast það Flóðið. 1879 Hið íslenska fornleifafélag er stofnað í Reykjavík. 1910 Enskur togari rænir hreppstjóra og sýslumanni Barð strendinga og fer með þá til Englands. 1967 Che Guevara er handtekinn í Bólivíu. 1969 Peter Ustinov, leikari og leikskáld, er viðstaddur frumsýn- ingu á verki sínu, Betur má ef duga skal, í Þjóðleikhúsinu. 1994 Donovan, breskur dægurlagasöngvari, skemmtir í Þjóð- leikhúskjallaranum. 2001 Arnold Schwarzenegger er kosinn ríkisstjóri Kaliforníu. 2005 Gífurlegur jarðskjálfti skekur Pakistan, Afganistan og Ind- land norðanverð. Yfir 70 þúsund manns farast.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.