Fréttablaðið - 08.10.2010, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 08.10.2010, Blaðsíða 22
Veðurspáin um allt land er með eindæmum góð fyrir helgina. Á morgun er útlit fyrir að létt- skýjað verði um allt land og hit- inn hlaupi á bilinu 7 til 10 stig. Á sunnudaginn verður veðrið jafn- gott ef ekki betra. Á Akureyri á til dæmis að vera heiðskírt og 11 stiga hiti, ef marka má www. vedur.is. Þetta verður að kallast óvenju- legt í októbermánuði hér á Fróni og synd að eyða helginni innan- dyra. Innihelgarnar verða nógu margar í vetur, þess í stað skal nota tækifærið og fara út. Hjólreiðar, hlaup og göngu- ferðir eru holl hreyfing sem ætti að stunda um helgina. Ef línuskautarnir eru ekki þegar komnir inn í geymslu ætti að drífa þá fram í síðustu salí- bununa og sund sprettur í laugum landsins er hressandi í haustblíð- unni. heida@frettabladid.is Gönguferðirnar þurfa ekki að vera langar. Stutt ferð niður að læk með vinunum er holl bæði fyrir líkama og sál og góð nýting á góðu helgarveðri. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Salíbuna í rennibrautinni er heilsu- samleg skemmtun í góða veðrinu sem verður um helgina. Það er ekki víst að bunurnar verði jafnmargar í frostinu í vetur. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Gott er að láta þreytuna líða úr sér í heita pottinum í haust- blíðunni. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Þeim fer að fækka helgunum sem hægt er að hjóla úti á peysunni. Um helgina er því kjörið tækifæri fyrir alla fjölskylduna að njóta haustlitanna saman í skemmtilegum hjólatúr. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Vertu úti í góða veðrinu Tími góðra fyrirheita og líkamsræktarkorta er runninn upp en með haustinu flykkist fólk gjarnan í rækt- ina. Um helgina ætti þó enginn að puða inni í lokuðum sal heldur fara út í góða veðrið. Vatn gegnir margvíslegum hlutverkum og er manninum lífsnauðsynlegt en mannslíkaminn er 66 pró- sent vatn. Daglegt vatnstap líkamans er um 2 til 2,5 lítrar. Hlutverk vatnsins er að flytja úrgangsefni, sem verða til við efnaskipti, með þvagi úr líkamanum. Vatnsinntaka verður að mæta því tapi sem verður. Ragnheiður Jonna Sverrisdóttir, verkefnastjóri opnar hátíðina Héðinn Unnsteinsson stefnumótunarsérfræðingur starfandi í Forsætisráðuneytinu flytur ávarp (Geðheilsa okkar – þörf á samþættu átaki) Edgar Smári Atlason tekur nokkur vel valinn lög á gítarinn Unghugar Hugarafls kynna sitt starf Guðbjörg Sveinsdóttir geðhjúkrunarfræðingur flytur erindi Garðar Sölvi mun kynna starf geðklofahóps Herbertsson feðgarnir leika nokkur lög Bergþór Grétar Böðvarsson, fulltrúi notenda - gæðaráð geðsviðs LSH flytur lokaorð Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn D ag sk rá Geðheilsa og langvinn veikindi: Þörf fyrir samfellda og samhæfða þjónustu S k e m m t u m o k k u r í g e ð g ó ð u u m h v e r f i A l l i r v e l k o m n i r ! Haldið verður upp á daginn í göngugötunni í Mjódd og húsakynnum Hugarafls að Álfabakka 16, sunnudaginn 10. október frá 13:00 -16:30. Dagskráin byrjar með opnunarávarpi og síðan með verður boðið uppá fjölbreytt skemmti - og tónlistaratriði fyrir börn og fullorðna. Kynningarbásar er varða geðheilbrigðismál frá þeim stöðum er vinna að málefninu. Einnig verður boðið upp á veitingar á vægu verði. w w w .1 0 o k t . c o m Sunnudaginn 10.10.10.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.