Fréttablaðið - 08.10.2010, Page 22

Fréttablaðið - 08.10.2010, Page 22
Veðurspáin um allt land er með eindæmum góð fyrir helgina. Á morgun er útlit fyrir að létt- skýjað verði um allt land og hit- inn hlaupi á bilinu 7 til 10 stig. Á sunnudaginn verður veðrið jafn- gott ef ekki betra. Á Akureyri á til dæmis að vera heiðskírt og 11 stiga hiti, ef marka má www. vedur.is. Þetta verður að kallast óvenju- legt í októbermánuði hér á Fróni og synd að eyða helginni innan- dyra. Innihelgarnar verða nógu margar í vetur, þess í stað skal nota tækifærið og fara út. Hjólreiðar, hlaup og göngu- ferðir eru holl hreyfing sem ætti að stunda um helgina. Ef línuskautarnir eru ekki þegar komnir inn í geymslu ætti að drífa þá fram í síðustu salí- bununa og sund sprettur í laugum landsins er hressandi í haustblíð- unni. heida@frettabladid.is Gönguferðirnar þurfa ekki að vera langar. Stutt ferð niður að læk með vinunum er holl bæði fyrir líkama og sál og góð nýting á góðu helgarveðri. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Salíbuna í rennibrautinni er heilsu- samleg skemmtun í góða veðrinu sem verður um helgina. Það er ekki víst að bunurnar verði jafnmargar í frostinu í vetur. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Gott er að láta þreytuna líða úr sér í heita pottinum í haust- blíðunni. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Þeim fer að fækka helgunum sem hægt er að hjóla úti á peysunni. Um helgina er því kjörið tækifæri fyrir alla fjölskylduna að njóta haustlitanna saman í skemmtilegum hjólatúr. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Vertu úti í góða veðrinu Tími góðra fyrirheita og líkamsræktarkorta er runninn upp en með haustinu flykkist fólk gjarnan í rækt- ina. Um helgina ætti þó enginn að puða inni í lokuðum sal heldur fara út í góða veðrið. Vatn gegnir margvíslegum hlutverkum og er manninum lífsnauðsynlegt en mannslíkaminn er 66 pró- sent vatn. Daglegt vatnstap líkamans er um 2 til 2,5 lítrar. Hlutverk vatnsins er að flytja úrgangsefni, sem verða til við efnaskipti, með þvagi úr líkamanum. Vatnsinntaka verður að mæta því tapi sem verður. Ragnheiður Jonna Sverrisdóttir, verkefnastjóri opnar hátíðina Héðinn Unnsteinsson stefnumótunarsérfræðingur starfandi í Forsætisráðuneytinu flytur ávarp (Geðheilsa okkar – þörf á samþættu átaki) Edgar Smári Atlason tekur nokkur vel valinn lög á gítarinn Unghugar Hugarafls kynna sitt starf Guðbjörg Sveinsdóttir geðhjúkrunarfræðingur flytur erindi Garðar Sölvi mun kynna starf geðklofahóps Herbertsson feðgarnir leika nokkur lög Bergþór Grétar Böðvarsson, fulltrúi notenda - gæðaráð geðsviðs LSH flytur lokaorð Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn D ag sk rá Geðheilsa og langvinn veikindi: Þörf fyrir samfellda og samhæfða þjónustu S k e m m t u m o k k u r í g e ð g ó ð u u m h v e r f i A l l i r v e l k o m n i r ! Haldið verður upp á daginn í göngugötunni í Mjódd og húsakynnum Hugarafls að Álfabakka 16, sunnudaginn 10. október frá 13:00 -16:30. Dagskráin byrjar með opnunarávarpi og síðan með verður boðið uppá fjölbreytt skemmti - og tónlistaratriði fyrir börn og fullorðna. Kynningarbásar er varða geðheilbrigðismál frá þeim stöðum er vinna að málefninu. Einnig verður boðið upp á veitingar á vægu verði. w w w .1 0 o k t . c o m Sunnudaginn 10.10.10.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.