Fréttablaðið - 08.10.2010, Blaðsíða 23

Fréttablaðið - 08.10.2010, Blaðsíða 23
FÖSTUDAGUR 8. október 2010 3 Kynning „Tjarnarbíó, í hjarta borgarinnar, verður nú kraumandi suðupottur skapandi listgreina því hér bjóð- ast aðstæður sem henta undir alla sviðslist, kvikmyndir og tón- list,“ segir Gunnar Gunnsteinsson framkvæmdastjóri Tjarnarbíós, sem borgarstjórinn í Reykjavík opnar formlega klukkan 17 í dag eftir gagngerar endurbætur á því einstaka menningarheimili sem Tjarnar bíó er íslensku þjóðinni. „Húsið er afskaplega merkilegt og byggt 1904 sem íshús, en Tjarnar- bíó og Listasafn Íslands voru þá samkeppnisaðilar á ísmarkaði í Reykjavík þar sem bátar sigldu upp Lækjargötuna með viðkomu í þessum tveimur húsum að ná sér í ís áður en þeir héldu til veiða. Enn merkilegra við húsið er þó brunn- ur frá 17. öld undir sjálfu sviðinu, þangað sem Reykvíkingar sóttu sér vatn í gamla daga, og í miðjum end- urbótum kom í ljós gamli tjarnar- bakkinn undir miðju anddyri húss- ins, svo hér býr ýmislegt undir, sem nú hefur verið skjalfest af forn- leifafræðingum,“ segir Gunnar og viðurkennir fúslega að andi fortíðar lifi enn í sögufrægu húsinu. „Andrúmsloftið er rafmagnað, hér streymir upp einhver sérkenni- legur kraftur og maður finnur vel fyrir sögu hússins, en líður fyrst og fremst vel að koma hingað inn,“ segir Gunnar í glæsilegu anddyri Tjarnabíós sem allt hefur fengið allsherjar andlitslyftingu. „Húsið er allt gjörbreytt eftir endurbæturnar, en svalirnar halda sér í upprunalegri mynd vegna friðunar. Fremsta hluta sviðsins og fyrstu áhorfendabekkjum hefur verið breytt í kassa með færan- legum bekkjum, og byggt hefur verið yfir portið við hliðina þar sem komið er kaffihúsið Majónes sem verður opið alla daga frá því eldsnemma á morgnana. Móttaka gesta hefur því breyst mikið frá því flestir þurftu að híma úti vegna þrengsla, en húsið tekur nú frá 100 upp í 220 gesti, allt eftir því hvað sviðið er haft stórt.“ Og dagskrá Tjarnarbíós byrjar með trukki og dýfu. Meðal viðburða í október verða Keðja Reykjavík, Airwaves, dansverkin Singletrack og Colorblind, útgáfutónleikar Jónasar Sig og Ritvéla framtíðar- innar, og Ódó á Gjaldabuxum, svo fátt sé upptalið. „Í nóvember verða sunnudagar svo lagðir undir fjölskyldudagskrá, þar sem hægt verður að kíkja til okkar í kakó og kleinu eftir brauð- gjöf á Tjörninni og þá ýmist leik- sýning, bíó, tónleikar, námskeið eða upplestur í boði fyrir alla fjöl- skylduna,“ segir Gunnar og minn- ir á heimasíðuna tjarnarbio.is, þar sem nálgast má upplýsingar um við- burði ásamt því að kaupa miða. „Hingað er hátíðlegt að koma og Tjarnarbíó staðurinn í Reykjavík. Húsið er hlaðið sjarma og mikilli nálægð listamanna við áhorfendur í fáheyrt góðum hljómburði.“ thordis@frettabladid.is Kaffi, majónes og listagnótt Gyðja lista hefur nú tekið sér bólfestu í nýuppgerðu Tjarnarbíói sem opnar formlega í kvöld. Þar er nú aftur hægt að njóta spennandi list- viðburða og ljúfmetis í Majónesi eftir brauðkast til fugla við Tjörnina. Tjarnarbíó var upphaflega reist sem íshús, þangað sem bátar sigldu og sóttu sér ís. Síðan varð það fimleikahús og síðast leik- og tónleikahús. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Hér stendur Gunnar Gunnsteinsson, framkvæmdastjóri Tjarnarbíós, í anddyri og miðasölu hússins sem gert var upp í upprunalegum stíl. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Íslandsmót skákfélaga fer fram í Rimaskóla um helgina. Þetta er fjölmennasti skákviðburður ársins en á mótinu tefla á fimmta hundrað skákmenn. Þar á meðal eru sterkustu skákmenn landsins, sterkir skákmeistarar utan úr heimi, konur, eldri borgarar og börn niður í sex ára. Mótið hefst klukkan 20 á morgun. Vefsíðunni helgin. is er ætlað að auð- velda fólki að finna viðburði, afþreyingu og skemmtun við sitt hæfi. Hún bendir á það sem er að gerast alla daga vikunnar þó megin- áhersla sé lögð á helg- arnar. Þar er meðal ann- ars að finna upplýs- ingar um tónleika og það sem er að ger- ast í skemmtanalífinu hverju sinni. Heimild: helgin.is „Efnin í þessum nýja drykk, Beat the Body with Goji, eru afar kröftug en drykkurinn er ætlaður fyrir fimm daga hreins- un,“ segir Ólafur Sólimann, hug- myndasmiður My Secret. Drykk- urinn er mjög sterkur, til dæmis mun sterkari en Aada, enda ekki ráðlagt að drekka Aada og nýja drykkinn á sama tíma. „Níutíu og níu prósent af okkar kúnnahóp eru konur og við feng- um tíu flottar konur á mismun- andi aldri og mismunandi í vexti til að prófa drykkinn í svolítinn tíma. Þær sögðu allar að árang- urinn hefði verið afgerandi,“ upplýsir Ólafur en meðal efna í drykknum eru engifer, rauðróf- ur, cayenne-pipar, goji-ber, blá- ber og mynta. Öll efnin í drykknum hafa hreinsandi eiginleika á mismun- andi hluta líkamans. Þannig eru rauðrófur þekktar fyrir hreins- andi áhrif sín á blóð, ristil og meltinguna, goji-ber eru sögð draga úr matalyst, vera bólgu- eyðandi, hjálpa lifur við hreins- un og hafa góð áhrif á blóðþrýst- ing og hjarta. Bláberin hafa fyrir löngu sannað gildi sitt líkt og goji-berin, en cayenne-piparinn er talinn auka fitubrennslu. Ólafur segir ekki ráðlegt að drekka Beat the body with goji lengur en í fimm daga í einu. „Þá þarf að hvíla í tíu daga áður en annar kúr er tekinn,“ áréttir hann og bendir fólki á að drekka vel af vatni með enda sé of mikil vatnslosun ekki góð. Á meðan drykkurinn er drukk- inn er einnig mikilvægt að huga vel að mataræðinu og leggja áherslu á ferskt hráefni. Til dæmis grænmeti, ávexti, engar hveitivörur, ferskan fisk og kjúkl- ing. www.mysecret.is My Secret kynnir Beat the Body with Goji Í kjölfar mikillar velgengni Aada-drykksins frá My Secret er nú kominn á markað nýr heilsudrykkur með hinum heilsusamlegu Goji-berjum. Drykkurinn, sem heitir Beat the Body with Goji, þykir einstaklega hreinsandi fyrir öll kerfi líkamans en auk goji-berjanna inniheldur hann engifer, rauðrófur, cayenne-pipar, bláber og myntu. Ólafur Sóliman afhendir vinninghafa síðasta leiks, Ágústu Guðrúnu Bernharðsdóttur, verðlaunin í Vega- sleiknum. Ágústa hlaut ferð fyrir tvo til Las Vegas í viku, mánaðabirgðir af aada drykknum og inneign í fríhöfninni að verðmæti 20 þúsund krónur. Í tilefni af nýja drykknum Beat the Body with Goji efnir My Secret til skemmtilegs leiks. Með því að svara þremur laufléttum spurningum á vefsíðunni www. mysecret.is er hægt að vinna fjögurra daga ferð til Boston fyrir 2 með gistingu á Hotel Colonnade. Þá fylgja miðar á sýninguna Blue Man Group, út að borða á veitingastaðinn Cuchi Cuchi, tvö gjafabréf hjá Victoria ś Secret í Boston og út að borða á Sjávarkjallaranum.HVERNIG Á AÐ DREKKA DRYKKINN? 2 glös á dag (200 ml): 1 á fastandi maga á morgnana og 1 seinnipartinn. EÐA 3 glös á dag (130 ml): 1 á fastandi maga á morgnana, 1 í hádeginu og 1 seinnipartinn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.