Fréttablaðið - 08.10.2010, Side 23

Fréttablaðið - 08.10.2010, Side 23
FÖSTUDAGUR 8. október 2010 3 Kynning „Tjarnarbíó, í hjarta borgarinnar, verður nú kraumandi suðupottur skapandi listgreina því hér bjóð- ast aðstæður sem henta undir alla sviðslist, kvikmyndir og tón- list,“ segir Gunnar Gunnsteinsson framkvæmdastjóri Tjarnarbíós, sem borgarstjórinn í Reykjavík opnar formlega klukkan 17 í dag eftir gagngerar endurbætur á því einstaka menningarheimili sem Tjarnar bíó er íslensku þjóðinni. „Húsið er afskaplega merkilegt og byggt 1904 sem íshús, en Tjarnar- bíó og Listasafn Íslands voru þá samkeppnisaðilar á ísmarkaði í Reykjavík þar sem bátar sigldu upp Lækjargötuna með viðkomu í þessum tveimur húsum að ná sér í ís áður en þeir héldu til veiða. Enn merkilegra við húsið er þó brunn- ur frá 17. öld undir sjálfu sviðinu, þangað sem Reykvíkingar sóttu sér vatn í gamla daga, og í miðjum end- urbótum kom í ljós gamli tjarnar- bakkinn undir miðju anddyri húss- ins, svo hér býr ýmislegt undir, sem nú hefur verið skjalfest af forn- leifafræðingum,“ segir Gunnar og viðurkennir fúslega að andi fortíðar lifi enn í sögufrægu húsinu. „Andrúmsloftið er rafmagnað, hér streymir upp einhver sérkenni- legur kraftur og maður finnur vel fyrir sögu hússins, en líður fyrst og fremst vel að koma hingað inn,“ segir Gunnar í glæsilegu anddyri Tjarnabíós sem allt hefur fengið allsherjar andlitslyftingu. „Húsið er allt gjörbreytt eftir endurbæturnar, en svalirnar halda sér í upprunalegri mynd vegna friðunar. Fremsta hluta sviðsins og fyrstu áhorfendabekkjum hefur verið breytt í kassa með færan- legum bekkjum, og byggt hefur verið yfir portið við hliðina þar sem komið er kaffihúsið Majónes sem verður opið alla daga frá því eldsnemma á morgnana. Móttaka gesta hefur því breyst mikið frá því flestir þurftu að híma úti vegna þrengsla, en húsið tekur nú frá 100 upp í 220 gesti, allt eftir því hvað sviðið er haft stórt.“ Og dagskrá Tjarnarbíós byrjar með trukki og dýfu. Meðal viðburða í október verða Keðja Reykjavík, Airwaves, dansverkin Singletrack og Colorblind, útgáfutónleikar Jónasar Sig og Ritvéla framtíðar- innar, og Ódó á Gjaldabuxum, svo fátt sé upptalið. „Í nóvember verða sunnudagar svo lagðir undir fjölskyldudagskrá, þar sem hægt verður að kíkja til okkar í kakó og kleinu eftir brauð- gjöf á Tjörninni og þá ýmist leik- sýning, bíó, tónleikar, námskeið eða upplestur í boði fyrir alla fjöl- skylduna,“ segir Gunnar og minn- ir á heimasíðuna tjarnarbio.is, þar sem nálgast má upplýsingar um við- burði ásamt því að kaupa miða. „Hingað er hátíðlegt að koma og Tjarnarbíó staðurinn í Reykjavík. Húsið er hlaðið sjarma og mikilli nálægð listamanna við áhorfendur í fáheyrt góðum hljómburði.“ thordis@frettabladid.is Kaffi, majónes og listagnótt Gyðja lista hefur nú tekið sér bólfestu í nýuppgerðu Tjarnarbíói sem opnar formlega í kvöld. Þar er nú aftur hægt að njóta spennandi list- viðburða og ljúfmetis í Majónesi eftir brauðkast til fugla við Tjörnina. Tjarnarbíó var upphaflega reist sem íshús, þangað sem bátar sigldu og sóttu sér ís. Síðan varð það fimleikahús og síðast leik- og tónleikahús. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Hér stendur Gunnar Gunnsteinsson, framkvæmdastjóri Tjarnarbíós, í anddyri og miðasölu hússins sem gert var upp í upprunalegum stíl. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Íslandsmót skákfélaga fer fram í Rimaskóla um helgina. Þetta er fjölmennasti skákviðburður ársins en á mótinu tefla á fimmta hundrað skákmenn. Þar á meðal eru sterkustu skákmenn landsins, sterkir skákmeistarar utan úr heimi, konur, eldri borgarar og börn niður í sex ára. Mótið hefst klukkan 20 á morgun. Vefsíðunni helgin. is er ætlað að auð- velda fólki að finna viðburði, afþreyingu og skemmtun við sitt hæfi. Hún bendir á það sem er að gerast alla daga vikunnar þó megin- áhersla sé lögð á helg- arnar. Þar er meðal ann- ars að finna upplýs- ingar um tónleika og það sem er að ger- ast í skemmtanalífinu hverju sinni. Heimild: helgin.is „Efnin í þessum nýja drykk, Beat the Body with Goji, eru afar kröftug en drykkurinn er ætlaður fyrir fimm daga hreins- un,“ segir Ólafur Sólimann, hug- myndasmiður My Secret. Drykk- urinn er mjög sterkur, til dæmis mun sterkari en Aada, enda ekki ráðlagt að drekka Aada og nýja drykkinn á sama tíma. „Níutíu og níu prósent af okkar kúnnahóp eru konur og við feng- um tíu flottar konur á mismun- andi aldri og mismunandi í vexti til að prófa drykkinn í svolítinn tíma. Þær sögðu allar að árang- urinn hefði verið afgerandi,“ upplýsir Ólafur en meðal efna í drykknum eru engifer, rauðróf- ur, cayenne-pipar, goji-ber, blá- ber og mynta. Öll efnin í drykknum hafa hreinsandi eiginleika á mismun- andi hluta líkamans. Þannig eru rauðrófur þekktar fyrir hreins- andi áhrif sín á blóð, ristil og meltinguna, goji-ber eru sögð draga úr matalyst, vera bólgu- eyðandi, hjálpa lifur við hreins- un og hafa góð áhrif á blóðþrýst- ing og hjarta. Bláberin hafa fyrir löngu sannað gildi sitt líkt og goji-berin, en cayenne-piparinn er talinn auka fitubrennslu. Ólafur segir ekki ráðlegt að drekka Beat the body with goji lengur en í fimm daga í einu. „Þá þarf að hvíla í tíu daga áður en annar kúr er tekinn,“ áréttir hann og bendir fólki á að drekka vel af vatni með enda sé of mikil vatnslosun ekki góð. Á meðan drykkurinn er drukk- inn er einnig mikilvægt að huga vel að mataræðinu og leggja áherslu á ferskt hráefni. Til dæmis grænmeti, ávexti, engar hveitivörur, ferskan fisk og kjúkl- ing. www.mysecret.is My Secret kynnir Beat the Body with Goji Í kjölfar mikillar velgengni Aada-drykksins frá My Secret er nú kominn á markað nýr heilsudrykkur með hinum heilsusamlegu Goji-berjum. Drykkurinn, sem heitir Beat the Body with Goji, þykir einstaklega hreinsandi fyrir öll kerfi líkamans en auk goji-berjanna inniheldur hann engifer, rauðrófur, cayenne-pipar, bláber og myntu. Ólafur Sóliman afhendir vinninghafa síðasta leiks, Ágústu Guðrúnu Bernharðsdóttur, verðlaunin í Vega- sleiknum. Ágústa hlaut ferð fyrir tvo til Las Vegas í viku, mánaðabirgðir af aada drykknum og inneign í fríhöfninni að verðmæti 20 þúsund krónur. Í tilefni af nýja drykknum Beat the Body with Goji efnir My Secret til skemmtilegs leiks. Með því að svara þremur laufléttum spurningum á vefsíðunni www. mysecret.is er hægt að vinna fjögurra daga ferð til Boston fyrir 2 með gistingu á Hotel Colonnade. Þá fylgja miðar á sýninguna Blue Man Group, út að borða á veitingastaðinn Cuchi Cuchi, tvö gjafabréf hjá Victoria ś Secret í Boston og út að borða á Sjávarkjallaranum.HVERNIG Á AÐ DREKKA DRYKKINN? 2 glös á dag (200 ml): 1 á fastandi maga á morgnana og 1 seinnipartinn. EÐA 3 glös á dag (130 ml): 1 á fastandi maga á morgnana, 1 í hádeginu og 1 seinnipartinn.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.