Fréttablaðið - 08.10.2010, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 08.10.2010, Blaðsíða 24
 8. október 2010 FÖSTUDAGUR4 Fyrirlestur um neyslumenningu og efnishyggju og áhrif þeirra á daglegt líf og líðan fólks verður haldinn á Háskólatorgi í dag. Ragna Benedikta Garðarsdóttir fjallar um neyslumenningu og efn- ishyggju í fyrirlestri sem Þjóðmála- stofnun og Edda-öndvegissetur standa fyrir. „Samfélög nútímans snúast að miklu leyti um neyslu og markaðs- setningu,“ segir í tilkynningu. Þar segir jafnframt að stutt sé síðan byrjað var að rannsaka þau sál- fræðilegu áhrif sem slíkt samfélag hefur á daglegt líf og líðan fólks og hefur þetta rannsóknarsvið stækk- að ört. Fjölmargar nýlegar rann- sóknir benda til þess að þau efnis- hyggjulífsgildi sem neyslusamfélög ýta undir leiði til þess að fólki líður verr. Þau leiða til verri umhverfis- hegðunar, verri samskipta og verri fjármálastjórnar. Þetta er þvert á þá mynd sem neyslusamfélög gefa af efnislegum gæðum sem vegvísi að hamingju og velgengni. Erindið mun fjalla um fyrr- greindar rannsóknir en sérstök áhersla verður lögð á íslenskar niðurstöður og þann lærdóm sem draga má af þeim. Dr. Ragna Benedikta Garðars- dóttir er félagssálfræðingur að mennt og starfar sem sérfræð- ingur hjá sálfræðideild Háskóla Íslands. Rannsóknir hennar eiga það sameiginlegt að fjalla um neyslu samfélagið, einkenni þess, gildi og afleiðingar. Fyrirlesturinn, sem er hluti af fyrirlestraröðinni Eilífðarvélin, verður haldinn í stofu 104 á Háskólatorgi og hefst klukkan 12.30. -ve Efnishyggja leiðir af sér verri líðan Fyrirlesturinn verður haldinn í stofu 104 á Háskólatorgi. Rannsóknir Rögnu Benediktu eiga það sameiginegt að fjalla um neyslusamfé- lagið. Fréttablaðið/Valli Hátt í þrjú hundruð ungir strengjaleikarar alls staðar að af landinu taka þátt í strengjamóti á Akureyri um helgina. Tónlistarskólinn á Akureyri stend- ur fyrir strengjamóti um helgina. Um 270 nemendur alls staðar af landinu hafa skráð sig til þátttöku og fylgja þeim um 64 foreldrar og fararstjórar. Þetta er í þriðja sinn sem mótið er haldið og hafa þátt- takendur aldrei verið fleiri. Hópnum verður skipt niður í fjórar sveitir eftir aldri og getu og munu sveitirnar æfa alla helg- ina. Unga fólkið kemur síðan fram á tónleikum á sunnudag klukk- an 13 í Hamraborg í nýja menn- ingarhúsinu Hofi. Nemendurnir leika saman verkið Á Sprengisandi sem Michael Jón Clarke hefur útsett sérstaklega fyrir þetta til- efni. Aðgangur að tónleikunum er ókeypis. - ve Strengjamót á Akureyri Mótið er nú haldið í þriðja skipti og hafa þátttakendur aldrei verið fleiri. Írski vídeó- og tónlistar maðurinn Jim Darling heldur tónleika í Íþróttamiðstöðinni á Egilsstöðum á morgun, 9. október klukkan 20. Auk þess verður stutt loftfimleika- sýning, sem er upphitun fyrir stóra sýningu 15. október. „Þetta verður hressandi og skemmtilegt,“ segir Ingunn Þráinsdóttir, framkvæmda- stjóri miðstöðvar sviðslista á Aust- urlandi. „Tónleikarnir hjá Darling eru blanda af hiphop-, teknó- og raftónlist. Maður byrjar eiginlega að dilla tánum um leið og hann byrjar.“ Auk Darlings segir hún skoska dansarann Jennifer Pater- son á staðnum og tvo loftfimleika- hópa, hinn írska Fidget Feet og franska Cie Drapés Aériens. „Allt þetta fólk er hér í boði Menningar- miðstöðvar Fljótsdalshéraðs. „Þetta er svona tveggja tíma skemmtun, annað kvöld. Brjáluð lýsing, tónlist og búningar. Svolítið í Vesturport- stílnum,“ segir Ingunn og tekur fram að miðaverð sé 500 krónur en enginn posi sé á staðnum. - gun Tónar og loftfimi Teknó- og raftónleikar verða í Íþróttamiðstöðinni á Egilsstöðum annað kvöld, ásamt stuttum en tilkomumiklum loftfimleikum. Gestir á tónleikunum annað kvöld fá smjörþefinn af sýningunni Madam Silk. Súpa dagsins og fjórir réttir: Borðað á staðnum 1.590 kr. á mann Heimsending 1.590 kr. á mann Tekið með heim 1.450 kr. á mann www.kinahofid.is Skeifunni 11 • 108 Reykjavík • Sími: 517-6460 • Fax: 517-6465 www.belladonna.is vertu vinur á facebook Flottar yfirhafnir fyrir flottar konur Nokkrar gerðir - nokkrir litir Stærðir 40-58 Íslandsdeild Amnesty International afhendir lykil að framtíð Róma- barna í Smáralind á morgun milli 13 og 17 en viðburðurinn er til stuðnings Rómabörn- um í Slóvakíu. Gestir og gangandi eru hvatt- ir til að koma þess- um börnum sem er mismunað í skólum landsins til aðstoðar og afhenda lykil að fram- tíð þeirra með undirrit- un aðgerðakorta sem eru í formi lykils. Heimild: www. amnesty.is A u g lý si n g a sí m i
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.