Fréttablaðið - 08.10.2010, Síða 28

Fréttablaðið - 08.10.2010, Síða 28
4 föstudagur 8. október núna ✽ dekraðu við þig Að reyna Sem kona á barneignaraldri þá verð ég að tjá mig aðeins um þá spurningu sem brennur á vörum samferðamanna minna: Eruð þið að reyna? Áður fyrr, áður en ég varð við, var ég spurð alls konar spurn- inga sem oftar en ekki sneru að praktískum atriðum, líkt og almennu gengi í lífinu og makaleitinni. Spurningarnar voru alls ekki nærgöng- ular nema þá kannski helst þegar ég var spurð hvort ég héldi að þessi eða hinn væri „langtímaeign“. Ég var aldrei spurð hvort ég væri kyn- ferðislega fullnægð eða hvort ég notaði getnaðarvarnir. Hvort ég hefði staðsett G-blettinn og hvort ég þyrði að biðja bólfélagann um að leyfa mér að kenna honum að fullnægja mér. Slíkt var ekki rætt og eflaust talið viðkvæmt umræðuefni, jafnvel óviðkomandi og einkamál. Nú er annað uppi á teningnum. Ég er „gengin út“, og eins og allir telja sig vita eru samfarir einn af fylgifiskum þess að vera í sambandi. Þessi sannindi virðast gefa tilefni til þess að annar hver maður spyr mig hvort við séum ekki að reyna. Þú spyrð kannski, reyna hvað? Jú, við eigum að reyna að búa til barn. Bláókunnugt fólk spyr mig hvort við stundum ekki regluleg og óvarin kynmök. Í sjálfu sér er það „krútt- legt“ að fólki sé umhugað um mitt samlíf en ég skil ekki af hverju fólk talar um barneignartilraunir eins og þær séu algerlega ótengdar kynlífi. Ætli það sé tilgangurinn sem helgi meðalið? Þegar kynlífi er gefinn annar og jafnvel æðri tilgangur en unaðurinn sjálfur, þá má tala um það opinberlega og jafnvel hvetja til þess. Ég hef prófað að gefa alls konar svör við þessari spurningu. Þegar ég neita, þá pírir viðkomandi augun og ég hraða mér að koma með lífsstílsútskýringu frekar en líf- fræðilega því það tengist engu óþægilegu, eins og ófrjósemi. Fólk vill eiginlega ekki heyra af slíku, enda fá ráð við því. Ef ég játa, þá æsist viðkomandi allur upp við bumbuleysið og fer að dæla út frjósemis- aukandi ráðum tendum vítamínum, nálarstungum og hormónum. Það svar er vekur mestu lukku er „laissez-faire“- viðhorfið, „þetta bara ger- ist þegar það gerist“. Þá getur viðkomandi andað léttar og treyst á að náttúran sjái um sína. En nú spyr ég. Er þetta ekki dónaleg spurning? Þú veist ekki hvað gerist bak við luktar dyr og fræðin hafa sýnt að kynlíf með barneign- artilgangi getur verið ánægjulítið og streitumikið. Þungun er oftar en ekki gleðiefni sem flestar tilvonandi mæður vilja gjarnan deila með öllum í heiminum. Þetta eru tíðindi sem þér eru tilkynnt um tólf vikum eftir getnað. Þannig að í staðinn fyrir að setja barneignarpressu á kynlífið má bara spyrja einfaldrar en fallegrar spurningar líkt og: „Ertu kynferðislega fullnægð?“ Á RÚMSTOKKNUM Sigga Dögg kynfræðingur Sendu Siggu Dögg póst með spurningum eða óskum um umfjöllunarefni. netfangið er kynlif@frettabladid.is HLÝTT OG FLOTT Þótt það sé kalt í veðri er engin ástæða til að ganga um bæinn með kaldar hendur. Fallegir hanskar setja punktinn yfir i-ið þegar komið er í fallega vetrarkápu og góða kuldaskó. Þessir fást í Sautján í Kringlunni. S túlkurnar í hljómsveitinni The Charlies hafa verið búsettar í borg englanna frá því í byrjun maí og vinna hörðum höndum að tónlist sinni. Þær hafa hingað til búið í fjölskylduvænu hverfi rétt fyrir utan Los Angeles en fluttu nýverið í ys og þys miðborgar Hollywood. Alma Guðmundsdóttir segir ástæðu flutninganna vera þá að þær voru orðnar þreyttar á löngum bílferðum á hina ýmsu fundi. „Eftir að hafa búið í Woodland Hills í allt sumar vorum við orðnar þreyttar á að þurfa að keyra svona mikið. Stundum þurftum við að eyða rúmum tveimur klukkustundum á dag í bíl þegar umferðin var mikil þannig að við fluttum því til West Hollywood og erum núna nær öllu sem tengist vinnunni,“ segir Alma. Stúlkurnar leigðu sér flutningabíl og fluttu búslóð sína sjálfar á heitasta degi í sögu Los Angeles. „Það kostaði að vísu nokkra marbletti og þó nokk- urn svita þar sem við vorum að flytja á heitasta degi í sögu LA, en við vorum ekkert smá stoltar þegar við vorum búnar.“ Stúlkurnar búa þrjár saman í lítilli eins herbergis íbúð og deila því svefn- herbergi og baði. Alma segir sambúð- ina ganga vel þrátt fyrir þröngan húsa- kost enda séu stúlkurnar allar góðar vinkonur. „Okkur kemur alveg ótrúlega vel saman, annars væri þetta náttúru- lega alveg ómögulegt. Til að þetta gangi upp þurfum við að standa saman í einu og öllu sem viðkemur vinnunni og það er oft á tíðum ekkert grín að eiga við fólk í þessum bransa.“ Fyrsta smáskífa The Charlies verð- ur gefin út í byrjun næsta árs og fara stúlkurnar í mikinn útvarpskynningar- túr um Bandaríkin í janúar. „Það verð- ur svakalega skemmtilegt en brjáluð vinna svo okkur veitir ekki af að vera vel undirbúnar. Við ætlum að eyða jól- unum í faðmi fjölskyldunnar áður en túrinn hefst en þó við ætlum fyrst og fremst að hlaða batteríin heima höfum við þegar bókað gigg fyrir jólin,“ segir Alma að lokum. - sm The Charlies fluttu á heitasta degi í sögu Los Angeles: FLUTTAR NIÐUR Í MIÐBÆ LA Harðduglegar Stúlkurnar í The Charlies, Alma, Steinunn Camilla og Klara, hafa flutt sig um set og búa nú í miðbæ Hollywood. 40 AF VÖLDUM VÖRUM AFSLÁT TARDAGAR AFSLÁTTUR % I Smáralind S: 522-8380

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.