Fréttablaðið - 08.10.2010, Blaðsíða 30

Fréttablaðið - 08.10.2010, Blaðsíða 30
6 föstudagur 8. október Popparinn Justin Timberlake leikur í kvikmyndinni The Social Network sem verður frumsýnd hér- lendis í næstu viku. Freyr Bjarnason hitti hann á blaðamannfundi í París þar sem hann ræddi um takmarkaða sönghæfileika sína og hljómsveitina Sigur Rós. Viðtal: Freyr Bjarnason Ljósmyndir: NordicPhotos P oppstjarnan Justin Timberlake leikur í kvikmyndinni The Social Network, sem fjallar um upphaf Facebook-síðunnar og málshöfð- anir gegn stofnanda hennar, Mark Zuckerberg. Timberlake fer með hlutverk annars af stofnendum hinnar alræmdu skráaskiptasíðu Napster, Sean Parker, sem aðstoð- aði Zuckerberg við að koma Face- book á kortið. Frammistaða popp- arans kom blaðamanni á óvart og sýndi að fólki ber að taka hann alvarlega í framtíðinni sem kvik- myndaleikara. Timberlake er flottur í tauinu í viðtalinu eins og hans er von og vísa, klæddur í dökkblá jakka- föt, svarta skyrtu og með gler- augu með svartri umgjörð. Hann er bæði vingjarnlegur og yfirveg- aður, greinilega vel sjóaður í við- tölum sem þessum. Þú hefur náð langt sem söngv- ari. Hvers vegna ákvaðstu að reyna fyrir þér í kvikmyndum? „Ég vil nú byrja á að segja að mér finnst ég ekki vera neitt voðalega góður söngvari. Ég er alls ekki besti söngvari í heimi en ég held að ég hafi sérstaka rödd sem mér hefur tekist að þróa með mér. Hið fyndna er að ég þróaði hana mest þegar ég var lítill að herma eftir öðrum söngvurum. En ég ætla ekki að segja hverjir það voru, það er nokkuð sem ég vil halda fyrir sjálfan mig,“ segir Timber- lake. „Það sem ég geri þegar ég er að syngja uppi á sviði er ákveð- in tegund af leiklist. Maður þarf að setja á svið atriði alveg eins og í leikhúsi. Þetta tvennt er nefni- lega ekki eins ólíkt og margir halda. Leiklist er dálítið eins og söngleikur. Samtölin hafa ákveð- in takt, rétt eins og samtöl Sork- ins,“ segir hann og á við hand- ritshöfund The Social Network, Aaron Sorkin. Hann hefur skrifað handrit að kvikmyndum á borð við A Few Good Men, Charlie Wil- sons´s War og sjónvarpsþáttunum West Wing, sem hann fékk fjölda Emmy-verðlauna fyrir. „Ég vil skil- greina samtölin sem hann skrifar fyrir myndina sem klassíska tón- list sem er líklega ein virtasta teg- und tónlistar. Ef það væri hægt að blanda saman djassi og klassískri tónlist myndi ég líkja henni við handritið hans. Það hvernig leik- ararnir tala og hvernig þeir haga sér er allt saman mjög taktfast og söngvænt.“ YFIRSTEIG FRÆGÐINA Sorkin talaði einmitt mjög vel um Timberlake á stórum blaða- mannafundi fyrr um daginn þar sem allir leikararnir og leikstjór- inn David Fincher voru einnig samankomnir: „Justin þurfti að yfirstíga sína eigin frægð til að fá hlutverk í þessari mynd. Við vild- um ráða í myndina bestu ungu leikarana bæði frá Bandaríkjunum og öðrum löndum. Í hvert skipti sem hann kom í áheyrnarpróf var hann alltaf betri en síðast og það lagði enginn harðar að sér en Just- in til að hreppa þetta hlutverk. Ég held að við höfum fengið hann til að koma í hvert áheyrnar prófið á fætur öðru í von um að hann myndi klúðra málum þannig að á endanum gætum við sagt: „Því miður, þú átt ekki eftir að fá þetta hlutverk“,“ sagði Sorkin. „En það gerðist aldrei og hann sannfærði okkur alltaf meira og meira um að hann væri rétti maðurinn. Ég held líka að frægð hans sem tónlistar- manns hafi ómeðvitað hjálpað honum þegar hann birtist í fyrsta atriðinu þegar 50 eða 55 mínút- ur eru liðnar af myndinni. Þá fær maður á tilfinninguna að þarna sé í raun og veru kominn maður sem mætir í partíið klukkan eitt og segir: „Jæja, nú er partíð byrj- að vegna þess að ég er mættur á svæðið“.“ HRIFINN AF SIGUR RÓS Það er vissulega dálítið kaldhæðn- islegt að Timberlake skuli leika Sean Parker, stofnanda Napster í myndinni, enda kom hann tón- listarbransanum í mikið uppnám þegar hægt var að sækja lög og plötur frítt á síðuna. Henni var á endanum lokað eftir að lögræðing- ar plötufyrirtækja blönduðu sér í málið. „Ég vil taka það fram að Sean Parker stal ekki neinum pen- ingum frá mér,“ segir Timberlake. „Ég tel að ein manneskja geti ekki umbylt tónlistarheiminum eins og plötufyrirtækin hafa haldið fram. Það það þarf sameiginlegt átak til þess. Þegar Napster kom út var ég á menntaskólaaldri og mér fannst ég nánari þessum krökkum sem voru að verja sig í réttarsölum eftir að hafa verið ásakaðir um að „stela“ tónlist. En á móti kemur að ég á vini í Nashville sem semja tónlist fyrir sveitasöngvara. Þeir fá bara litla sneið af kökunni, sem er ekki svo stór til að byrja með. Þeir syngja ekki lögin og geta ekki farið á tónleikaferðir og fengið tekjur af miðasölunni. Þegar ég var nítján ára fylgdist ég með hvernig þetta hafði bein áhrif á þá,“ segir hann. „Radiohead gaf síðustu plötuna sína (In Rainbows) á netinu en í hvert sinn sem þeir halda tón- leika í Los Angeles og spila lög af plötunni borga ég fyrir miðann á tónleikana því það er ekki hægt að endurskapa þá tilfinningu og reynslu.“ Þarna grípur blaða maður inn í og spyr popparann hvort hann þekki nokkuð til íslenskrar tónlistar. Timberlake stendur fyrst á gati en eftir að sessunautur hans Andrew Garfield, sem leikur Edu- ardo, æskuvin Mark Zuckerberg í myndinni, minnist á Sigur Rós og Jónsa, tekur stjarnan við sér: „Já, Sigur Rós eru frábærir.“ VARÐ AÐ YFIRSTÍGA FRÆGÐINA Justin Timberlake Popparinn hermdi eftir öðrum söngvurum þegar hann var lítill. Hann segist ekki vera sérlega góður söngvari. ■ Britney Spears: 1999-2002. Kynnt- ust við tökur á unglingaþáttunum New Mickey Mouse Club. Um svip- að leyti og þau hættu saman var orðrómur uppi um að Spears væri byrjuð með danshöfundinum Wade Robson. Lag Timberlake, Cry Me a River, fjallar um samband þeirra. ■ Cameron Diaz: 2003- 2007. Kynnt- ust á Nickelodeon Kids’ Choice- verðlaunahátíðinni. Fjölmiðlar héldu því margoft fram að þau væru að hætta saman. Á endanum gáfu þau út yfirlýsingu þar sem þau tilkynntu að sambandið væri á enda. ■ Jessica Biel: 2007 - ??. Fregnir af sambandi þeirra birtust/*eftir að þau sáust renna sér á snjóbrettum í Utah á meðan á Sundance-kvik- myndahátíðinni stóð. Orðrómur um trúlofun þeirra og mögulegar barn- eignir er tíður í fjölmiðlum. Konurnar í lífi Timberlake ■ Fæddist í Memphis í Bandaríkjun- um 31. janúar 1981. ■ Sló í gegn með strákabandinu N´Sync á tíunda áratugnum. ■ Hefur selt fjórtán milljónir platna á sólóferli sínum og hlotið sex Grammy-verðlaun. ■ Vinsæl lög: Cry Me a River, Rock Your Body, SexyBack og What Goes Around Comes Around. ■ Reif kjól Janet Jackson í Super Bowl 2004 þannig að sást í brjóst hennar. ■ Lék ungan Elton John í mynd- bandi hans við lagið This Train Don’t Stop There Anymore. ■ Fékk Emmy-verðlaun fyrir hið vin- sæla D**k in a Box-atriði úr þætt- inum Saturday Night Live. ■ Lék í myndunum Alpha Dog, Black Snake Moan og Southland Tales. ■ Talaði inn á teiknimynd- ina Shrek the Third og einnig aðra teikni- mynd, Yogi Bear, sem er væntanleg. ■ Kjörinn best klæddi karl- maður Bandaríkj- anna í fyrra af tímaritinu GQ. Staðreyndir um Justin Timberlake
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.