Fréttablaðið


Fréttablaðið - 08.10.2010, Qupperneq 33

Fréttablaðið - 08.10.2010, Qupperneq 33
FÖSTUDAGUR 8. OKTÓBER 2010 GEÐHJÁLP í 30 ár Harpa Hreinsdóttir hefur nýverið þurft að leggja árar í bát á vinnumarkaði vegna alvarlegs þunglyndis. Frá árinu 1998, þegar Harpa upplifði fyrsta þunglyndiskastið, hefur hún glímt við sjúkdóminn. Síðustu árin hafa köstin orðið tíðari, staðið lengur yfir og góðu dagarnir á milli hafa orð- ið æ færri. Harpa segir að hún sé gott dæmi um að geðsjúk- dómar geti lagst fyrirvaralaust á fólk, í hvaða störfum sem það er og hvenær sem er. „Aðdragandi að þunglyndiskasti er allaf sá sami, köstin koma allt- af eins. Frá því að fyrstu vís- bendingar birtast og þar til ég er orðin mjög lasin líða í mesta lagi 24 klukkustundir. Sá tími er mjög erfiður, með miklum tilfinninga- sveiflum, gráti og örvæntingu yfir því að vita hvað er í vænd- um. Innan þessara 24 stunda er ég svo orðin eins og uppvakningur, hætti að finna til nokkurs, á erfitt með að tala og svo fara hæfileikar eins og að geta lesið, brosað, hald- ið uppi samræðum og fleira. Það hverfur allt,“ segir Harpa Hreins- dóttir, sem hefur undanfarin átta ár háð erfiða baráttu við þunglyndi en fyrsta þunglyndiskastið upplifði hún þó árið 1998. Það kast kom mjög skyndilega og Harpa var þá lögð inn á bráðamáttöku og sagt að hún væri með „óyndi“, orð sem Harpa hafði einungis heyrt notað í þjóðsögum um konur sem voru fíflaðar af álfum. UNDI SÉR VEL Í STARFI Harpa dvaldi í þrjár vikur á geð- deild Landspítalans og svo í þrjár vikur á Heilsustofnuninni í Hvera- gerði. Eftir það tóku við ágætis ár þar sem Harpa var ekki mjög lasin. „Fram til ársins 2002 var ég á kafi í vinnu. Að aðalstarfi var ég íslenskukennari við Fjölbrauta- skóla Vesturlands á Akranesi en auk þess var ég í alls kyns auka- störfum sem mér fannst skemmti- leg, meðal annars í hlutastarfi fyrir menntamálaráðuneytið, var áfram frumkvöðull í upplýsinga- tækni, sá um erlend samskipti í skólanum mínum, FVA, starfaði fyrir evrópska skólanetið og bjó til námsefni. Ég hafði gaman af mjög mörgu og átti mörg áhuga- mál. Frá árinu 2002 hef ég þurft að draga æ meir úr vinnu. Fyrst fóru skemmtilegu aukastörfin, svo minnkaði kennslan, ég hef verið í hlutastarfi af og til og nú er svo komið að það er mjög hæpið að ég geti farið að vinna aftur, sem mér finnst hræðilega leiðinlegt því starf mitt er mjög skemmtilegt og ég hef staðið mig vel í því.“ LYF OG RAFLOSTSMEÐFERÐIR Harpa hefur verið afar veik þetta haustið sem og síðasta vetur og lítið getað unnið. Hún átti þó gott sumar, besta tímabil í mörg ár, Snýst ekki um viljastyrk „Ég er ekki viss um að það sé gott að leggja of mikla áherslu á hversu hræðileg áhrif geðsjúkdómar geta haft á sálarlíf óharðnaðra barna og unglinga um aldur og ævi. Leiðin til að eyðileggja líf sinna nánustu er hins vegar að fyrirfara sér og þess vegna er maður að reyna að prófa ný lyf og láta loka sig inni á geðdeild,“ segir Harpa Hreinsdóttir. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Ef maður pukrast ekki með sjúkdóm-inn og kallar hann sínum réttu nöfn- um kemur maður í veg fyrir pískur í hornum,“ segir Harpa. FRAMHALD Á SÍÐU 4 Á ERINDI VIÐ ALLA Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn verður haldinn á sunnudag. Síða 2 FRÆÐSLA MIKILVÆG Einar G. Kvaran segir áríðandi að fj alla um geðsjúkdóma í skólum. Síða 5 REYNAST MÖRGUM VEL Sjálfshjálparfundir fyrir félags- fælna eru reglulega haldnir í húsnæði Geðhjálpar. Síða 6 ÚT MEÐ ÓVISSU Sigursteinn Másson telur mikilvægt að greiða úr vanda húseigenda. Síða 7
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.