Fréttablaðið - 08.10.2010, Blaðsíða 34

Fréttablaðið - 08.10.2010, Blaðsíða 34
 8. OKTÓBER 2010 FÖSTUDAGUR2 ● geðhjálp Dagskrá geðheilbrigðisdagsins verður fjölbreytt og fer fram í Göngugötunni í Mjódd og í hús- næði Hugarafls að Álfabakka 16 á sunnudag frá klukkan 13 til 16. Hún hefst á ávarpi verkefnastjóra, Ragnheiðar J. Sverrisdóttur, og síðan mun Héðinn Unnsteinsson flytja ávarp. Þá koma Unghugar Hugarafls fram, ungliðahreyfing Hugarafls sem var stofnuð fyrir ári síðan. Hugmyndin þar að baki er að mæta þörfum ungs fólks sem hefur upplifað geðraskanir eða aðra erfiðleika. Garðar Sölvi Helgason, sem strítt hefur við geð- klofasjúkdóm frá upphafi áttunda áratugarins, kemur fram fyrir hönd geðklofahóps Geðhjálpar. Einnig mun Guðbjörg Sveinsdóttir geðhjúkrunarfræðingur segja frá samfélagsteymi. Fjölbreytt tón- listatriði verða til skemmtunar og meðal annarra munu Feðgarnir Herbertsson leika nokkur lög. Geðræktarbolir, svartir með gulu lógói og geðorði nr. 2 á bak- inu: Hlúðu að því sem þér þykir vænt um, verða til sölu í göngugöt- unni á 1.000 krónur. Rennur ágóði í sjóð Styrktarfélags alþjóða geð- heilbrigðisdagsins, sem er notaður meðal annars til að standa straum af auglýsingakostnaði og öðru er tengist dagskránni 10. október. Kynningar verða frá félögum og úrræðum er varða geðheilbrigði. Þá verða veitingar á klikkuðu verði. Fróðleikur og góð skemmt- un fyrir alla fjölskylduna. Alþjóða geðheilbrigðissamtökin (World Federation for Mental Health) voru stofnuð 1948 til að berjast fyrir bættri geðheilsu meðal allra þjóða heimsins. Stofnendur komu frá félögum í 46 löndum, en nú eru meðlimir frá yfir 150 þjóðlöndum. Bæði félög og einstaklingar geta átt aðild og í þeirra hópi má finna starfsmenn heilbrigðisþjónustu, notendur henn- ar, aðstandendur, velunnara og al- menning. Samtökin halda stóra ráð- stefnu annað hvert ár þar sem þátt- takendur bera saman bækur sínar. Þá er sérstakur geðheilbrigðisdag- ur haldinn árlega 10. október og hefur hann verið haldinn hátíðleg- ur hér á landi frá 1996. Sjálfboðaliðar á vegum SEEDS-samtakanna tóku að sér viðgerðir og endurbætur á húsi Geðhjálpar í sumar. Reynslan opnaði mörgum nýja og jákvæða sýn á þá sem nýta sér geðheilbrigðisþjónustu. Í júlímánuði komu átta ungmenni frá Portúgal, Þýskalandi, Ungverja- landi, Bretlandi, Spáni og Lettlandi til þess að starfa sem sjálfboðalið- ar í húsi Geðhjálpar við Túngötu í Reykjavík. Sjálfboðaliðarnir komu hingað á vegum íslensku sjálfboða- samtakanna SEEDS en þau taka á móti um 800 sjálfboðaliðum í ár í verkefni sem tengjast umhverfis- vernd, menningu eða félagsmálum. Sjálfboðaliðarnir sem tóku að sér ýmsar viðgerðir og endurbætur á húsinu sáu einnig um málningar- vinnu innanhúss, komu upp nýju sorpflokkunarkerfi, hreinsuðu garð- inn og settu niður ný blóm jafn- framt því sem þeir sáðu í matjurta- garð félagsins. Sjálfboðaliðarnir höfðu einnig gott tækifæri til þess að blanda geði við aðra gesti húss- ins og settu þannig alþjóðlegan svip á starfsemina þann tíma sem þeir dvöldu þar. Geðhjálp sá þeim fyrir fæði og húsnæði á meðan á verkefn- inu stóð. „Þetta var í fyrsta skipti sem þátttakendur tóku þátt í verkefni af þessum toga og voru þeir virki- lega ánægðir með reynsluna sem opnaði mörgum nýja og jákvæða sýn á heim þeirra sem nýta sér geð- heilbrigðisþjónustu,“ segir Istvan Balog, hópstjóri SEEDS. Ungmenn- in segjast afar stolt af því að hafa getað lagt sín lóð á vogarskálarn- ar í að viðhalda þessu fallega húsi sem Geðhjálp hefur til umráða og styðja við hið mikilvæga starf sem þar er unnið. Geðhjálp hefur hug á áframhald- andi samstarfi við SEEDS og hlakk- ar til frekari kynna við ungt fólk hvaðanæva að úr heiminum. Blaðið Geðhjálp hefur komið út í allnokkur ár og hlotið góðar viðtökur í samfélaginu. Fyrir það eru aðstandendur blaðsins og fé- lagsins afar þakklátir. Hlýhugur og sam- kennd samferðamanna skipta þá miklu máli sem stríða við sjúkdóma, en senni- lega á þetta hvergi betur við en um geð- sjúkdóma. Mikið hefur áunnist í því að eyða mis- skilningi og fordómum í garð geðsjúkra, þótt enn séu þessi mál ekki í höfn eins og fram kemur í grein Einars Kvaran. En nú er þó svo komið að þeim sem stríða við geðræna sjúkdóma þykir óhætt að ræða þá opinskátt, eins og vera ber, án þess að eiga á hættu að samferðamenn snúi við þeim baki. Það er aðeins með slíkri umræðu sem hægt er að eyða misskilningi og koma í veg fyrir fordóma. Forsíðuviðtalið við Hörpu Hreinsdóttur á vonandi eftir að opna augu margra fyrir því að hið sama gildir um geðsjúkdóma og aðra sjúkdóma: við viljum auðvitað helst vera alveg laus við þá, en það má samt sem áður lifa góðu lífi. Enn og aftur skiptir stuðningur samferðamanna sköpum. Lesendur geta einnig fræðst um hvernig nokkrir einstaklingar sem haldnir eru félagsfælni hafa tekið höndum saman og stofnað með sér hóp sem hittist reglulega í húsakynnum Geðhjálpar. Stofn- andi hópsins er Elís V. Árnason sem lýsir því hvernig hópurinn vinnur og hverju hann getur áorkað í lífi einstaklinga. Hér er líðan félagsfælinna lýst af manni sem þekkir hana af eigin raun, og sem hefur vaxið mjög með því viðfangsefni að aðstoða aðra í sömu sporum. Sigursteinn Másson lýsir þeirri líðan sem margir eru haldnir í kjölfar kreppunnar. Búast má við að þeim fjölgi fremur en hitt sem eiga eftir að stríða við geðræn veikindi á næstu árum. En það má bregðast við áföllum og vondum tíðindum með margvíslegum hætti; einn þeirra er að vernda geðið eftir fremsta megni. Það kennir sem sé ýmissa grasa í blaði Geðhjálpar. Vonandi mun það fræða landsmenn um geðræna sjúkdóma og möguleg viðbrögð við þeim – og draga úr fordómum og skeytingarleysi í garð náung- ans. Auður Styrkársdóttir Gegn fordómum ● STJÓRN GEÐHJÁLPAR Aðalfundur félagsins var haldinn 27. mars og var þá skipt um nokkra einstaklinga í stjórn. Núverandi stjórn skipa þau sem sjást á myndinni. Efri röð f.v.: Lena Hákonardóttir, Einar Kvaran, Sigursteinn Másson formaður, Garðar Sölvi Helgason og Lárus R. Haraldsson gjaldkeri. Neðri röð f.v.: Margrét Ómarsdóttir, Sesselja Jörgensen varaformaður, Auður Styrkársdóttir ritari, Erna Arngrímsdóttir og Björk Agnarsdóttir. Liðtækir sjálfboðaliðar í eldhúsinu. MYND/LAURA HODDAGS Sjálfboðaliðarnir bjuggu til þessar fínu steintröppur í matjurtagarðinn.Flott málningarvinna! MYND/LAURA HODDAGS Geðræktarbolir verða til sölu í göngugötunni í Mjódd. MYND/ÚR EINKASAFNI Sjálfboðaliðar í sumar Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn Útgefandi: Geðhjálp | Heimilisfang: Túngata 7, 101 Reykjavík Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Auður Styrkársdóttir Vefsíða: www.gedhjalp.is | Sími: 570 1700
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.