Fréttablaðið - 08.10.2010, Blaðsíða 36

Fréttablaðið - 08.10.2010, Blaðsíða 36
og segist hafa verið vongóð um að nýtt lyf sem hún byrjaði á síð- asta vor væri að gera gæfumun- inn fyrir hana. „Ég hélt að ég væri búin að finna lyfið eina, en það er stundum þannig að lyf geta virk- að ágætlega fyrst en hætt svo að virka, eins og reyndin hefur verið með mig. Ég var að vonast til þess að geta kannski sinnt hlutastarfi eftir áramót en þetta kast sem ég fékk núna minnkar mjög líkurn- ar á því. Eins og stendur á ég bara óprófað lyf úr einum lyfjaflokki þunglyndis lyfja en ég hef prófað 24 lyf af ýmsu tagi og líka farið í tvær raflostsmeðferðir án árang- urs. Ég er því nýorðin öryrki.“ AUÐVELT AÐ EINANGRAST Líf með þunglyndi er að sögn Hörpu spurning um að lifa af. „Það er ekki hægt að berjast við það, ég reyni bara að lifa það af. Ef ég er mjög mikið veik, það er jafnvel bara á dagsplaninu að fara í sturtu, klæða sig og búið. Margir þunglyndis- sjúklingar eiga erfitt með að sofa, sem er skelfilegt því þá eru þeir fastir í þessu víti án hvíldar. Ég er heppin að því leyti að þegar ég er mikið lasin get ég þó sofið og sef mikið. Ef ég er ekki þeim mun veik- ari reyni ég að setja það á dagskrá að fara og hitta einhvern, reyni að einangra mig ekki, en maður ein- angrast samt mjög mikið af þessum sjúkdómi vegna þess að fólk gefst oft upp á því að hafa samband við mann og spyrja hvort maður vilji koma á kaffihús eða í heimsókn og fá alltaf nei. Ég á samt eina vinkonu sem gefst aldrei upp, þótt það tak- ist bara í tíunda hvert skipti að fá mig með. Ég á líka mjög góða stór- fjölskyldu og ef það eru veislur eða eitthvað slíkt er bara sagt við mig; „Og svo ferð þú bara inn í herbergi og leggur þig þegar þú þarft.“ Það er bara gengið út frá því að ég geri eins og ég get. Ég er veik og ef þarf þá dreg ég mig í hlé.“ EKKI AUMINGJASKAPUR Dæmi um að stórfjölskyldur hafi lokað á geðsjúklinga vegna veik- indanna eru hins vegar til. „Ég veit dæmi þess að stórfjölskyldur hafa lokað á geðsjúklinga af því að þeim finnst sjúklingarnir vera aumingjar. Þess vegna er afar mikilvægt fyrir geðsjúklinga að fólk skoði aðra sjúkdóma til við- miðunar. Krabbameinssjúklingur er ekki aumingi af því að hann fær krabbamein. Alveg eins og geð- sjúklingurinn þarf hann að fara í lyfjagjöf, er slappur og myndi kannski í fjölskylduboði þurfa að leggja sig. Er hann þá aumingi? Það á ekki annað að gilda um þann sem er þunglyndur,“ segir Harpa. TRÉNUÐ ANDLIT Harpa hefur lagt sitt á vogarskál- arnar við uppfræðslu um geð- sjúkdóma og meðal annars verið gestafyrirlesari í sálfræðitím- um í FVA. Hún hefur líka skrif- að mikið um veikindi sín og heldur úti síðunni harpa.blogg.is þar sem hún skrifar oft um erfiðustu dýf- urnar og ýmislegt annað er teng- ist geðsjúkdómum en hún segir að í veikindunum sé mun auð- veldara að skrifa en tala. „Egill Skallagrímsson lýsir að mínu viti þunglyndi mjög vel í Sonatorreki þar sem hann segir: „Mjög erum tregt/tungu at hræra.“ Þunglyndi gerir það að verkum að í slæmu kasti er erfitt að hreyfa munninn, allir litlu vöðvarnir í andlitinu stífna og maður sér á fólki ef það er mjög þunglynt – andlitið verð- ur trénað. GÓÐUR STUÐNINGUR Hóparnir í sálfræðinni hafa feng- ið mismunandi sýn á geðsjúkdóm- inn. Í fyrra þegar Harpa hélt fyrir- lestur skalf hún svo mikið af auka- verkunum að hún gat ekki sopið af glasi en þegar hún fór núna í haust var það rétt áður en hún veiktist aftur og mætti því heldur frískari til leiks. „Krakkarnir hafa verið mjög opnir og að mínu viti eru ungl- ingar í framhaldsskólum mjög fordómalausir og það hefur aldrei verið neitt leyndarmál að íslensku- kennarinn þeirra er geðveikur og jafnvel verið styrkur fyrir þau, því stundum koma krakkar til mín og minnast á einhver vandamál við mig sem þau myndu kannski ekki gera annars. Að sjálfsögðu leysi ég aldrei málið heldur vísa áfram. Ég hef heldur aldrei verið látin gjalda þess á vinnustað að ég er með geðrænan sjúkdóm. Ef maður pukrast ekki með sjúkdóm- inn og kallar hann sínum réttu nöfnum kemur maður í veg fyrir pískur í hornum. Hræðsla geð- sjúklinga við að gangast við eigin sjúkdómi getur bæði alið á for- dómum og svo eru viðbrögðin oft betri en fólk heldur. Ég bý í litlum bæ, Akranesi, og þar er fólk ótrú- lega almennilegt og stoppar mig jafnvel úti á götu og spyr hvernig mér líði. Ég er óvirkur alkóhólisti, hef verið lengi í AA-samtökunum og fæ einnig gífurlegan stuðn- ing þaðan úr rótgróinni deild sem sýnir hlýhug sinn, ekki endilega með orðum, heldur jafnvel bara faðmlögum.“ MISSKILINN VILJASTYRKUR Misskilnings gætir oft í sambandi við geðsjúkdóma. Misskilningur- inn er jafnvel sá að sjúklingarn- ir geti stjórnað sjúkdómnum, þess vegna með viljastyrk. „Fólkið í minni deild er ekki þannig, en meðlimur í AA-samtök- unum hefur sagt við mig að ég ætti að henda lyfjunum og opna hjarta mitt fyrir guði, ég hafi sjálf valið að lifa í ótta. Þó maður reyni allt þá getur maður ekki komið í veg fyrir alvarlegt þunglyndiskast eða geðsjúkdóma eða gert sjúkdóminn léttbærari með „viljastyrk“. Þeir sem halda að maður geti bara strammað sig af og sýnt kjark og viljastyrk til að vinna á þunglyndi ættu til samanburðar að prófa að nota nákvæmlega sama ráð næst þegar þeir fá niðurgang og ælu- pest. Halda í sér með viljastyrk og sleppa því að æla og sitja á klós- ettinu. Viljastyrkur virkar ekki á þunglyndi og í raun er uppgjöfin oft vænlegri kostur vegna þess að baráttan tekur frá manni svo of- boðslega mikla orku. Ef ég fer út að labba í slæmu þunglyndiskasti skríð ég inn um dyrnar heima hjá mér skjálfandi eins og hrísla, því ég þoldi göngutúrinn alls ekki. Ég fer út að ganga ef ég er sæmilega frísk og ég veit að hreyfing virkar gegn léttara tagi af þunglyndi en ekki veikindum af þessu tagi.“ BARÁTTAN VIÐ AÐ HALDA LÍFI Harpa á eiginmann og tvo syni. Hún segist vera heppin með fjöl- skyldu sína en segir að þótt lífið sé oft erfitt fyrir aðstandendur geðsjúkra séu þeir hins vegar oft ótrúlega sterkir og geti komist ágætlega frá veikindunum. „Ég er ekki viss um að það sé gott að leggja of mikla áherslu á hversu hræðileg áhrif geðsjúk- dómar geta haft á sálarlíf óharðn- aðra barna og unglinga um aldur og ævi. Leiðin til að eyðileggja líf sinna nánustu er hins vegar að fyrir fara sér og þess vegna er maður að reyna að prófa ný lyf og láta loka sig inni á geðdeild. Að því leyti verðum við sem erum geðveik að taka ábyrgð á okkur og það er kannski eina baráttan sem maður getur átt við þennan sjúkdóm. Bar- áttan varðandi geðsjúkdóma snýst einnig um að fá sjúkdómana við- urkennda sem slíka og að sjúk- lingarnir beri ekki ábyrgð á þeim. Það hjálpar ekki baráttunni fyrir þeirri viðurkenningu þegar sjúk- dómsheitið er notað á niðrandi hátt yfir andstæðinga manns í skoðun- um til dæmis. Ef menn geta ekki tjáð sig með öðrum hætti til að tala niður til andstæðinga sinna en taka til orða eins og geðveikur, vangef- inn eða að viðkomandi sé þroska- heftur ættu þeir bara að sleppa því að tala en ég held reyndar að menn sem nota svona orð, oft vel mennt- aðir og telja sig vel upplýsta, séu alveg nógu klárir til að finna sér einhver önnur orð til brúks.“ - jma FRAMHALD AF FORSÍÐU BROT ÚR SKRIFUM HÖRPU Á BLOGGSÍÐU HENNAR, HARPA.BLOGG.IS „Það eina sem ég get gert er að reyna að bíða af mér helvítis kastið og lifa það af. En í miðju þunglyndiskasti er ekki einu sinni það huggun eða til bóta. Þegar maður syndir gegnum daginn á 38 snúninga hraða og hver sólarhringur verður óendanlega langur er hugsanlegur eða væntanlegur bati svo handan sjóndeildarhringsins að hann er ósýnilegur möguleiki. Skásti raunhæfi möguleikinn er að dobblun lyfjanna skili einhverjum árangri, það ætti að vera ljóst fyrir miðjan október. Þangað til er best að sofa sem mest, sem er guði-sé-lof ekki erfitt því helv. þunglyndið eyðir orku meir en nokkurt fyrirbæri sem ég þekki. Svefn er dásamleg pása úr þessu helvíti.“ Harpa heldur úti síðunni harpa.blogg.is þar sem hún skrifar um veikindi sín. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM 8. OKTÓBER 2010 FÖSTUDAGUR4 ● geðhjálp
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.