Fréttablaðið - 08.10.2010, Blaðsíða 37

Fréttablaðið - 08.10.2010, Blaðsíða 37
geðhjálp ●FÖSTUDAGUR 8. OKTÓBER 2010 5 Fjalla þarf um geðsjúkdóma í skólum til að búa nemendur undir þátttöku í þjóðfélaginu segir Einar G. Kvaran. Þegar móðir mín lærði um geð- sjúkdóma, af norska sálfræðingn- um Einari Kringlen, í upphafi átt- unda áratugar- ins voru þeir tveir: Nevrós- ur og síkósur. Þrátt fyrir að flokkunarfræði Kringlen gefi ef til vill ekki rétta mynd af stöðunni eins og hún var er ljóst að þróunin hefur getið af sér fleiri sjúkdóma. Hlut- fall einstaklinga með geðgreining- ar hefur einnig farið hækkandi. Á heimasíðu Geðhjálpar er il dæmis vitnað í Alþjóðlegu heilbrigðis- málastofnunina (WHO) um að 22– 24 prósent fólks veikist á geði ein- hvern tíma á lífsleiðinni. Eitt af yfirlýstum markmiðum skólakerfisins er að búa nemendur undir að verða virkir þjóð félags- þegnar. Þegnar sem eiga annað- hvort eftir að veikjast á geði eða verða aðstandendur samkvæmt WHO. Þetta eru sterk rök fyrir því að unnið sé með þessi mál á heild- stæðan og skipulegan hátt í skól- um. Í þessu samhengi er til dæmis hægt að vinna með viðhorf ungs fólks til orða og hugtaka sem tengj- ast umræðu um geðsjúkdóma. Á árunum 2007 og 2008 fór ég í nokkra framhaldsskólabekki með kynningu á Geðhjálp. Þegar ég spurði nemendur hvað kæmi fyrst upp í hugann þegar þau heyrðu orðið geðveiki eða geðveikur var svarið oft: a) félagslega einangr- aðir og illa til hafðir öryrkjar, eða b) stjórnlausir og siðlausir glæpa- menn. Þetta er ekki gagnlegt vega- nesti fyrir þá sem eiga sjálfir eftir að glíma við geðveiki í einhverri mynd. Nýlega ákvað ég að kanna þessi mál nánar og fékk að leggja spurningalista fyrir heimspeki- nema í MH. Beðið var um álit á vel völdum hugtökum. Svörin voru oft frumleg og drógu upp myndir af ólíkum hliðum geðveikinnar. Miðað við fyrri reynslu fannst mér lítið um neikvæðar staðalmyndir og klisjur í viðhorfum þessa hóps. Hér að neðan er samantekt á því helsta sem kom fram. Umfang textans býður ekki upp á grein- ingu eða miklar vangaveltur. Les- endum er því látið eftir að rýna í niðurstöðurnar og meta þær. MIKILVÆGT AÐ RÆÐA MÁLIN Flest tengdu orðið geðveiki ein- faldlega við andlegt ójafnvægi. Þau svör sem skáru sig úr voru: a) að geðveiki sé veikindi sem geti lagst á alla; b) manneskja sem er hættuleg sjálfum sér og öðrum; c) afsökun okkar „venjulega fólksins“ til að loka fólk inni sem sér hlut- ina í öðru ljósi en við. Þunglyndi var tengt því að lifa í vonleysi eða að vera hjálparþurfi. Sum lögðu áherslu á að órökréttar hugsanir eða sjálfsvígshugsanir væru ein- kennandi og að sjúkdómurinn væri algengari en almennt væri haldið. Um það bil helmingur þekkti til geðhvarfasýki. Einn tengdi hana við að fá köst „af og til“. Aðrir nefndu einstaklinga með þennan sjúkdóm, sem þeir þekktu eða höfðu hitt. Geðhvarfasýki var eins skilgreind sem skyndilegar skap- sveiflur og mismunandi tegundir þunglyndis. Mun fleiri könnuðust við maníu. Meðal þess sem nem- endur tengdu við hana var tíma- bundin sturlun, veruleikafirring og að vera ýmist mjög glaður eða mjög leiður. Henni var einnig lýst sem þráhyggju. Að festast í fari, kynna sé eitthvað út í ystu æsar og tala um það fram og tilbaka. Flest þekktu til geðklofa, sem margir tengdu við bíómyndir svo sem A Beautiful Mind, Engla al- heimsins og Me, Myself and Irene. Annað sem kom upp var að heyra raddir og vera með rang- hugmyndir. Að vera með klofinn persónuleika eða með tvo persónu- leika. Almennt voru hugmyndir nemenda um þennan sjúkdóm óljósar. Mikils samræmis gætti hins vegar varðandi félagsfæln- ina, það er að þeim sem væri með félagsfælni liði illa í návist ann- ars fólks. Fleiri virtust þekkja ein- staklinga með félagsfælni en hina sjúkdómana. Þrátt fyrir að tilgangurinn hafi fremur verið að skapa umræðu en draga ályktanir er rétt að geta þess að 20 nemendur af 23, það er 87 prósent, sögðust þekkja einhvern sem ætti eða hefði átt við geðrösk- un að stríða. Þetta bendir til þess að mikilvægt sé að hugsa, skoða og ræða þessi mál í skólanum. Einar G. Kvaran, meðlimur í stjórn Geðhjálpar. Hvað vita ungmennin? Einar G. Kvaran. Einar kannaði nýlega skilning nema í MH á geðsjúkdómum og fannst lítið um nei- kvæðar staðalímyndir og klisjur í viðhorfum til þessa hóps miðað við fyrri reynslu. ● FLOTT USB! Geðhjálp hefur til sölu þessa flottu minnislykla með merki félagsins. Stykkið kostar 4.500 krónur en góður afsláttur er veittur ef keyptir eru þrír eða fleiri. Lykl- arnir fást á skrifstofu félagsins á skrifstofutíma hjá Jóhönnu Erlingsdóttur. ● VÖFFIN ÞRJÚ Stjórn Geðhjálpar hefur ákveð- ið að taka upp þrjú einkunnarorð í baráttu sinni fyrir betri heimi fyrir geðsjúka og aðstandendur þeirra. Þetta eru orðin: Virðing – virkni –velferð. Þau ganga undir nafninu vöffin þrjú, bæði í gamni og alvöru, og verða okkur leiðarljós. ● GEÐTEYMI HEIM Velferð- arsvið Reykjavíkur og Geðsvið Landspítalans hafa gert samstarfs- samning um rekstur vettvangs- geðteymis. Samningur inn er tilraunaverkefni til tveggja ára og kveður á um að geðteymið muni veita geðheilbrigðisþjónustu við íbúa búsetukjarna, búsetu- endurhæfingar heimila og annarra sértækra búsetu úrræða á vegum Velferðarsviðs Reykjavíkur og stjórnendum og starfsfólki stuðn- ing og ráðgjöf um fræðslu og handleiðslu. Markmið er að veita þverfaglega og einstaklingsmið- aða geðheilbrigðis þjónustu við fólk með alvarlegar geðraskanir til að draga úr komum og/eða stytta innlagningartíma á geðdeild með góðum stuðningi og eftirfylgd teymisins. ● BROSPINNAR Geðsvið Landspítala hefur ákveðið að grípa til uppbyggjandi aðgerða til að bæta aðbúnað sjúklinga á geðsviði spítalans. Sviðið hefur fengið margar kvartanir vegna umhverfis og aðbúnaðar á deildunum, m.a. vegna slitinna og gamalla hús- gagna og kuldalegs húsnæðis. Starfsmenn ætla að safna fé til endurbóta með því að selja bros á geðheilbrigðis daginn 10. októ- ber. Ágóðinn mun renna óskipt- ur til endurbóta á aðbúnaði og umhverfi geðdeildanna. Brosin verða til sölu í verslunarmið- stöðvum og á fjölförnum stöð- um á geðheilbrigðisdaginn og kosta 1.000 kr. stykkið. Geðhjálp hvetur hér með landsmenn til að leggja sitt af mörkum um leið og félagið þakkar starfsmönnum geðsviðs þetta framtak.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.