Fréttablaðið - 08.10.2010, Page 38

Fréttablaðið - 08.10.2010, Page 38
 8. OKTÓBER 2010 FÖSTUDAGUR6 ● geðhjálp Sjálfshjálparhópur fyrir félagsfælna hittist vikulega í húsnæði Geðhjálpar. Sjálfshjálparhópur fyrir félags- fælna hefur verið starfandi í húsa- kynnum Geðhjálpar að Túngötu 7 samfellt síðan árið 2002, þegar undir ritaður stofnaði hópinn. Fljót- lega varð ljóst að talsverð þörf var fyrir hópinn. Hópur eingöngu fyrir félagsfælna hafði ekki verið starf- andi fyrr hér á landi en kvíðahóp- ur hafði verið starfandi áður. Fjöl- margir hafa nýtt sér hópinn í þessi átta ár, í skemmri eða lengri tíma og haft gagn af. Það er sérstakt ánægjuefni að hópurinn skuli hafa lifað allan þennan tíma og vil ég þakka Jóni Gunnari Hannessyni sérstaklega fyrir stóran þátt í því. Hópurinn hefur með tilverunni einni saman átt þátt í því að opna umræðuna um eina allra algeng- ustu geðröskunina. Í upphafi var hópurinn í fríi á sumrin en síðustu ár hefur hann verið starfandi allt árið. Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þessum tíma og umræð- an opnast mikið sem þýðir aukna þekkingu, umfjöllun og aðgengi að meðferð. Hópurinn er hefðbundinn stuðn- ingshópur og hefur hann alla tíð verið ókeypis. Kostir við svona hóp eru fjölmargir. Maður þarf ekki að tilkynna komu sína neins staðar, maður mætir þegar hent- ar eða þegar maður er tilbúinn en flestir þurfa að telja í sig kjark til að mæta, allavega fyrstu skipt- in. Félagsfælnum finnst erfitt að vera innan um aðra í ýmsum félags- legum aðstæðum þar sem þeir ótt- ast að verða fyrir neikvæðu mati annarra. Í þessum hópi þarf fólk ekki að óttast að vera dæmt þar sem hinir skilja óöryggið innan um fólk og vanlíðanina sem því fylgir af eigin reynslu og geta því sýnt sam- kennd og tilfinningalegan skilning, sem er ómetanlegt. Þetta auðveld- ar hópmeðlimum að tala um sína líðan en flestir hafa mætt skiln- ingsleysi og hafa átt erfitt með að tala um sín vandamál við aðra sem ekki hafa upplifað fælnina. Reynsl- an hefur sýnt mér að félagsfælnir eru jafnan gott fólk en misskildir þar sem þeir eiga erfitt með að sýna sinn innri mann. Fólki líður yfirleitt betur eftir að hafa talað um reynslu sína og líðan við aðra skilningsríka í hópnum. Það er beinlínis mannskemmandi að byrgja vanlíðan sína lengi inni. Hópurinn hittist öll miðvikudags- kvöld klukkan 20 og stendur hver fundur í um tvær klukkustundir. Undirritaður leiðir oftast fundinn. Hver og einn fær sinn tíma til að tjá sig en æskilegt er að tala eitthvað þótt það sé ekki skylda. Aðallega er talað um liðna viku og þá næstu og er allt sem er að gerast í lífi viðkom- andi til umfjöllunar með áherslu á áhrifaþætti í tilfinningalegri líðan. Þannig er þeim félagsfælnum sem mæta frjálst að tjá sig um það sem hefur verið þeim efst í huga eins og kvíða, depurð eða þunglyndi. Hópurinn kemur ekki í stað sál- fræðimeðferðar heldur hentar vel ásamt henni og á eftir. Hópurinn er fyrir 17 ára og eldri. Margir sem mæta eru á milli 20-40 ára og sumir um miðjan aldur. Alls konar fólk mætir með ólík áhugamál og markmið en með fælnina sameigin- lega. Erfiðast er fyrir fólk að mæta í fyrstu skiptin en það verður smám saman aðveldara. Hver fundur er sérstakur og fer hann eftir því hve margir mæta og því hvað fólki ligg- ur á hjarta hverju sinni. Meðlimir eru með mismikla fælni og er tekið tillit til þess. Þeir sem hafa fengið mest út úr hópnum hafa tekið mæt- inguna alvarlega og mætt samvisku- samlega og reglulega í lengri tíma hvernig sem lundin er. Ég mæli ein- dregið með þessu. Það þarf mikinn vilja, sjálfsvinnu og sjálfsskoðun til að yfirstíga mikla fælni en yfirleitt gerist hið verðmætasta hægt. Góður félagsskapur hefur mynd- ast og hittist hópurinn stundum utan funda og gerir eitthvað saman til að styrkja félagsleg tengsl og auka hópsamkennd en allir vita mikilvægi þess að tilheyra einverj- um hópi upp á sjálfsmyndina og lífs- sátt. Ég hvet loks alla félagsfælna til að mæta og nýta sér þetta einstaka úrræði sem hefur sannað gildi sitt með því að skapa umhverfi sem er hvetjandi og styðjandi, þar sem fólk getur stundað öfluga sjálfsvinnu. Þannig getur fólk dregið úr kvíða og aukið sjálfsöryggi og innra jafn- vægi sem er félagsfælnum hjart- fólgnara en mörgum öðrum. Frek- ari upplýsingar má fá á www.ged- hjalp.is undir „hvert er hægt að leita?“ og „sjálfshjálparhópar“ og hjá undirrituðum í netfangið vil- bergea@live.com. Elís V. Árnason Hjálp fyrir félagsfælna „Þetta er krefjandi starf en mér finnst það fjölbreytt og skemmti- legt,“ segir Sólrún Ósk Lárusdóttir sálfræðingur, sem hefur verið ráð- gjafi hjá Geðhjálp frá 1. september í ár, ásamt Kristínu Tómasdóttur sálfræðingi. Hvor um sig er í hálfu starfi. „Við veitum ekki meðferð, heldur ráðgjöf og stuðning,“ tekur hún fram. „Erum nokkurs konar vegvísar og gerum okkar besta til að leiða fólk áfram í geðheil- brigðiskerfinu þegar það leitar til okkar gegnum síma, tölvupóst eða með heimsóknum.“ Sólrún segir þetta bæði eiga við um þá sem séu með geðraskanir og aðstandend- ur þeirra. „Stundum kemur fólk til okkar sem fyrstu hjálpar ef það grunar að einhver nákominn sé þunglyndur og spyr hvað það eigi að gera,“ segir hún. Aðrir eru búnir að prófa flest önnur úrræði og eru svolítið týndir.“ Kristín tekur undir það. „Geðhjálp er hagsmunasamtök og ef fólk rekst á veggi í kerfinu og hefur ástæðu til að kvarta undan úrræðaleysi reynum við að aðstoða það eftir bestu getu.“ Sólrún segir þær Kristínu vera að kynna sér þá þjónustu sem í boði sé fyrir geðsjúka, bæði á höfuðborgarsvæðinu og úti á landi. „Við leggjum áherslu á að Geðhjálp er landssamtök og viljum efla starfið og þjónustuna úti á landi. Svo stendur líka til að vera með fræðslufund í nóvember fyrir að- standendur barna með geðraskan- ir og í kjölfarið aðstofna stuðnings- hóp þeirra,“ segir hún og bætir við til skýringar: „Hér innanhúss hafa starfað stuðningshópar. Við viljum efla þá því þeir hafa gefist vel.“ - gun Ef fólk rekst á veggi „Við veitum ekki meðferð heldur ráðgjöf og stuðning,“ segir Sólrún Ósk. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA „Við reynum að aðstoða fólk eftir bestu getu,“ segir Kristín. Í dagstofu Geðhjálparhússins á Túngötu á fólk oft góðar stundir. Höskuldur Sæmundsson framkvæmdastjóri og Kristín Tómasdóttir ráðgjafi í húsnæði Geðhjálpar að Túngötu 7 þar sem fundir fyrir félagsfælna hafa verið haldnir síðan 2002. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA ● GÓÐ GJÖF Börn Ingi- bjargar Björnsdóttur og Lárusar Harrýs Eggertssonar færðu Geðhjálp góða gjöf fyrir skömmu. Þau bjuggu á Sól- vallagötu og fannst leiðin úr miðbænum upp Túngötuna helst til löng. Afkomendum hjónanna fannst tilvalið að minnast þeirra með þessum hætti, og nú geta borgarbúar hvílt lúin bein á fallegum bekk í garði Geðhjálpar. Afkomendur hjónanna ásamt hluta stjórnar Geðhjálpar á bekknum góða. „Við erum aðeins að endurskoða starfssemi félagsmiðstöðvarinnar í heild sinni, til að bjóða upp á enn betri fræðslu sem ýtir frekar undir færni og virkni í samfélaginu. Fólk er þá ekki bara að mæta hingað til að drepa tímann,“ segir Höskuldur Sæmundsson, framkvæmdastjóri Geðhjálpar, um fyrirhugaða dag- skrá í höfuðstöðvum félagsins að Túngötu í vetur. Hann segir að fræðslu- og sjálfs- hjálparfundir hvers kyns verði eftir sem áður á sínum stað og til standi að efla frekar þjónustu við aðstand- endur geðfatlaðra. „Margt er svo enn á hugmyndastigi; til dæmis að hér verði haldnir reglulegir um- ræðufundir um þjóðfélagsmálin svo fólk sé betur meðvitað um það sem er að gerast í kringum það, líkamleg heilsuefling og í framtíð- inni barna- og unglingastarf,“ telur hann upp en slær þann fyrirvara að velflest af þessu sé enn í skoð- un. „Við viljum ekki slá neinu föstu fyrr en við erum sannfærð um að dagskráin uppfylli fyrrgreint mark- mið,“ segir hann og vísar í heima- síðu félagsins gedhjalp.is, þar sem eru allar nánari upplýsingar um starfsemi í húsinu. - rve Efla hæfni og virkni

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.