Fréttablaðið - 08.10.2010, Blaðsíða 39

Fréttablaðið - 08.10.2010, Blaðsíða 39
geðhjálp ●FÖSTUDAGUR 8. OKTÓBER 2010 7 Sigursteinn Másson telur að stjórnvöld verði að eyða óvissu hjá húseigendum meðal annars til að fyrirbyggja öldu geðraskana í vetur. Þótt Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn, ríkisstjórnin og aðrir tali eins og kreppan sé að baki og tiltölulega bjart sé framundan búa þúsundir Íslendinga við ótta og öryggis- leysi um afdrif sín. Höggið sem Ísland varð fyrir á útmánuðum 2008 var firnaþungt. Það gleym- ist stundum í umræðunni að mörg þúsund millj- arðar sem fólk trúði að væru ti l hreinlega gufuðu upp. Það tekur lang- an tíma að koma heilli þjóð á jörðina eftir að hún hefur verið látin svífa í skýjaborgum árum saman í full- kominni firringu og ímyndunar- veiki um efnisleg gæði sem aldrei var nokkur innistæða fyrir. Sumir hafa jafnvel látið sig dreyma um það að hægt sé að skapa með ein- hverjum hætti það ástand sem var fyrir hrun með því að setja aftur í gang gömlu stóriðjuvélina og allt ruglið í kringum það. Það sem aldrei var til nema sem loftkast- alar getur auðvitað ekki komið til baka. Sem betur fer. Hagfræðing- ar virðast lítið hafa lært og alls ekki það að kapítalisminn er að sýna sig vera jafn ónýtt og hættu- legt hugmyndakerfi og kommún- isminn var. Hvað hefur allt þetta að gera með geðheilbrigðismál? Árið 2000 lýsti Gro Harlem Brundtland, þá framkvæmdastjóri Alþjóða heil- brigðismálastofnunarinnar WHO, því yfir að geðraskanir yrðu hin nýja plága 21. aldarinnar. Þótt að- eins séu liðin tíu ár þá er þessi spá að rætast æ betur. Sérstaklega fer ástandið versnandi í hinum vestræna heimi. Þótt sumir vilji einkum ræða geðraskanir út frá brengluðum boðefnaskiptum og erfðum fjölgar þeim sem setja aukinn geðheilsuvanda jafnframt í samband við lífshætti og aðstæð- ur fólks. Orð eins og ótti, öryggis- leysi og tilgangsleysi en einnig réttlætiskennd heyrast oft hjá fólki sem glímir við erfiða and- lega stöðu. Sjálfur þekki ég það að veikindi mín í gegnum tíðina hafa yfirleitt tengst erfiðum upp- lifunum, eins og þeim að finna til vanmáttar gagnvart þjóðfélaginu eða ákveðnum þjóðfélagsöflum og að vera gróflega misboðið vegna framferðis mannsins gagnvart náttúrunni. Margir aðrir þekkja slíkar tilfinningar sem geta brot- ist út í oflætis- eða þunglyndis- einkennum. Nú berast fréttir af hrinu upp- boða á húseignum fólks sem ekki hefur getað staðið í skilum á lánum. Sumir voru óvarkárir og fjárfestu í of stórum eignum með allt of háu lánshlutfalli. Það fólk verður að minnka við sig og ekk- ert óeðlilegt við það. Aðrir sem sýndu hagsýni en máttu ekki við því að forsendur breyttust vegna lágra tekna eru í óþolandi stöðu. Í vetur má búast við öldu geðrask- ana hjá örvæntingarfullum húseig- endum ef ekki verður gripið til að- gerða. Með allt það auða húsnæði sem er til á Íslandi í dag hlýtur að vera hægt að þróa á skömmum tíma nýtt og betra verkamanna- bústaðafyrirkomulag með mögu- leika á eignaleigu til langs tíma. Það á enginn á Íslandi að þurfa að vera heimilislaus. Ef stjórnvöld gæfu slíka tryggingu strax þá mundi það breyta miklu. Ótti fólks við fátækt og óhamingju er mjög raunverulegur í dag og stjórnvöld- um ber skylda til að reyna að eyða þeim ótta. Með réttri stjórnun og ákvarðanatöku á hann að vera ástæðulaus þrátt fyrir hið mikla efnahagshrun. Það sem skiptir líka máli er að fólk slaki á kröfun- um um að vera skráðir eigendur að íbúðum sínum, enda er hvergi í N-Evrópu jafn fáir á leigumark- aði eins og hér. Það er hvorki sjálf- sagt né endilega æskilegt. ÓTTINN ER EKKI ANDSTÆÐINGUR Í fyrra flutti ég fjölda fyrirlestra um andlega sjálfsvörn á vegum Geðhjálpar um leiðir til að verjast andlegu áreiti, neikvæðum hugsun- um og uppákomum en einnig það hvernig með breyttum lífsstíl má lágmarka áhættuna á geðröskun- um. Fyrirlestrana byggi ég á eigin reynslu. Eitt af því sem ég legg áherslu á er að þegar við förum í gegnum erfiðleika, ótta og kvíða að við einbeitum okkur þá að því að hugsa um það sem mestu máli skiptir í lífinu. Með því að spyrja stórra spurninga, jafnvel spurninga sem eru mun stærri en við sjálf, þá hjálpar það okkur að sjá lífið og til- veruna í víðara og kannski jákvæð- ara samhengi. Stórar spurningar kalla á stór svör sem geta jafnvel hafið okkur yfir áhyggjur hver- dagsins og hjálpað okkur að greina aðalatriði frá aukaatriðum. Þegar ég spyr um þetta á fyrirlestrunum nefnir enginn húsið sitt eða starf- ið sem það mikilvægasta í lífinu. Okkur hættir til að festa okkur í áhyggjum og ótta sem við getum oft yfirstigið með því að einangra vandann, skilgreina hann og með því að setja hann svo í stærra sam- hengi. Óttinn er ekki andstæðing- ur okkar eins og sumir hafa reynt að telja okkur trú um. Það er ekki aðeins eðlilegt heldur nauðsynlegt að finna stundum fyrir ótta og efa því að annars varar maður sig ekki á hættum og tapar dómgreind eins og dæmin rækilega sanna. Ótta- sleginn maður er hins vegar sleg- inn út af laginu og þá stjórnast hann ráðalaus af óttanum. Á þessu þarf að gera skýran greinarmun. Það gerðu hvorki fjármálafyrir- tæki né stjórnvöld, og því fór sem fór. Að ná tökum á vandanum „Með allt það auða húsnæði sem er til á Íslandi í dag hlýtur að vera hægt að þróa á skömmum tíma nýtt og betra verkamanna- bústaðafyrirkomulag með möguleika á eignaleigu til langs tíma,“ segir Sigursteinn meðal annars. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Sigursteinn Másson, formaður Geðhjálpar ● GEÐHLAUP Geðhlaup- ið sívinsæla verður haldið á morgun, laugardaginn 9. október. Hlaupið fer að venju fram frá Nauthólsvíkinni klukk- an 13.00 og verður boðið upp á 10 km hlaup og 2 km skemmtiskokk. Í 10 km vega- lengdinni verður hlaupið sem leið liggur eftir Fossvogs- dalnum upp í Elliðaárdal, þar snúið við og sömu leið til baka og í markið sem er fyrir ofan ylströndina. Kostnaður vegna þátttöku er 1.000 kr. á ein- stakling vegna 10 km og 500 krónur vegna 2 km skemmti- skokks. Skráning fer fram á www.hlaup.is til klukkan 21.00 föstudagskvöldið 8. október en einnig er hægt að skrá sig á staðnum eða í síma 570-1700 á föstudegi. Ekki verður posi á skráningarstað þannig að um er að gera að mæta með sem réttasta skiptimynt. Ölgerðin Egill Skallagríms- son hefur styrkt hlaupið með vatni og verður því dreift við bæði rásmark og á vendi- punkti í Elliðaárdal. Allir þáttakendur fá verð- laun en veitt verður sérstök viðurkenning fyrir fyrstu þrjú sætin bæði í karla- og kvenna- flokki. Í tilefni af 30 ára afmæli Geðhjálpar 2009 voru frumkvæðisverðlaun Geðhjálpar veitt í fyrsta skipti. Þá voru verðlaunin veitt þrem- ur aðilum, Norðlingaskóla, Björginni, geð- ræktarmiðstöð Suðurnesja og Jónu Rut Guð- mundsdóttur, verkefnisstjóra hjá Reykja- víkurborg. Verðlaunin eru veitt þeim sem Geðhjálp þykir hafa skarað framúr með nýj- ungum í þjónustu við geðsjúka og úrræði sem fallin eru til þess að bæta geðheilsu. Í ár verða verðlaunin veitt í annað sinn og verða verðlaunahafar kynntir á afmælis- degi Geðhjálpar á morgun, laugardaginn 9. október næstkomandi. Velunnarar félagsins eru velkomnir til athafnarinnar sem hefst að Túngötu 7 klukkan 16.30. Guðbjartur Hannes- son, velferðar- og félagsmálaráðherra, mun afhenda verðlaunin. Frumkvæðisverðlaun afhent Frumkvæðisverðlaunahafar Geðhjálpar 2009 ásamt þáverandi ráðherra félagsmála. Það á enginn á Íslandi að þurfa að vera heimilislaus,“ segir Sigursteinn. ● AUGLÝST EFTIR FÉ- LÖGUM Geðhjálp eru félaga- samtök sem eru algjörlega háð velvilja almennings, bæði fjár- hagslega og félagslega. Félag- ið er að mestu rekið fyrir félags- gjöldin og skilvísar greiðslur þeirra eru mikilvægar. Rödd hvers einasta félagsmanns skipt- ir máli því sjónarmið okkar og reynsla geta verið mismunandi. Við hvetjum þá sem áhuga hafa á að styrkja og styðja félagið að gerast félagsmenn. Það kostar aðeins 2.000 krónur á ári og má t.d. gera með því að hringja í síma 570 1700 eða á heimasíðu félagsins: www.gedhjalp.is.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.