Fréttablaðið - 08.10.2010, Blaðsíða 54

Fréttablaðið - 08.10.2010, Blaðsíða 54
22 8. október 2010 FÖSTUDAGUR BAKÞANKAR Brynhildar Björnsdóttur 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 krossgáta ■ Pondus Eftir Frode Øverli ■ Gelgjan Eftir Jerry Scott & Jim Borgman ■ Handan við hornið Eftir Tony Lopes ■ Barnalán Eftir Jerry Scott & Rick Kirkman Vá! Þessi var rosalegur! Kóngur- inn! Sjáðu þetta Palli! Þessi náungi skaut nagla í gegnum hauskúpuna á sér með naglabyssu! Já. Það tók læknana sex tíma að ná honum út. Læknana? Ná honum út...? Ertu að segja að hann hafi ekki gert þetta viljandi? En samt ertu búinn að flakka á milli stöðvanna í allt kvöld. Get ég eitthvað gert að því að ég trúi á kraftaverk? LÁRÉTT 2. dubba upp, 6. 999, 8. tillaga, 9. útdeildi, 11. guð, 12. gafl, 14. gróða- brall, 16. hvað, 17. sauðaþari, 18. for, 20. leita að, 21. faðmlag. LÓÐRÉTT 1. reigingslegur gangur, 3. bogi, 4. verkfæri, 5. skel, 7. græn baun, 10. skip, 13. framkoma, 15. gróft orð, 16. merki, 19. óreiða. LAUSN LÁRÉTT: 2. nýja, 6. im, 8. ráð, 9. gaf, 11. ra, 12. stafn, 14. brask, 16. ha, 17. söl, 18. aur, 20. gá, 21. knús. LÓÐRÉTT: 1. rigs, 3. ýr, 4. járnsög, 5. aða, 7. matbaun, 10. far, 13. fas, 15. klám, 16. hak, 19. rú. Það fyrsta sem ég ætla að gera þegar ég losna út er að kaupa mér chopper- mótorhjól. Hvað er í sjónvarpinu? Ekki nokkur skapaður hlutur. Mér hefur alltaf þótt vænt um október. Þá ná haustlitirnir hámarki í allri sinni dýrð, uppnámið sem skapast í septem- ber þegar nýjar skorður eru settar á dag- legt líf eftir upplausn sumarleyfa er að baki og veturinn blasir við, fullur af bókum og tónlist, kertaljósi og notalegum kulda. SVOLEIÐIS október hefur hins vegar verið fjarri góðu gamni, að minnsta kosti hingað til. Nýliðin fyrsta vika október er svo langt frá venjulegum hversdegi að það liggur við að hana verði að ramma inn og gera að listaverki svo hún gleymist ekki. Það er, með orðum íslenska handknattleiksliðsins, allt að verða vitlaust. ÞAÐ sem af er október hefur eftir- farandi gerst: Reitt fólk henti eggi í prest. Skyrdrykkjum, tómötum og golfkúlum rigndi yfir réttláta, rangláta og preláta, lögreglumenn, Alþingis húsið og Dómkirkjuna, sem daginn eftir voru afgirt með rammgerðri girðingu. Kúbverska fánanum, anarkistafána, rauðum byltingarfána með mynd af Che Guevara, nýnasistafána, gamal- nasistafána og fána með merki eilífðarinnar og enda- leysisins (áttu á hliðinni, sem ég komst aldrei að því hver á eða hvað stendur fyrir), var veifað saman á Austurvelli, á meðan bekkj- um var kippt kurteislega undan þeim sem uppi á þeim stóðu til að sjá betur, til að brenna þá á báli á miðjum velli. Það eru ekki jól í október, heldur gamlárskvöld, eins og fyrrnefnd brenna og flugeldasýn- ingar sönnuðu þetta kvöld. RÍKISSAKSÓKNARI lét í fjölmiðlum í ljós þá skoðun sína að verra væri að vera sá sem er sakaður um nauðgun en að verða fyrir henni og alþingismaður sagði að listamenn ættu bara að gera svo vel og fá sér almennilega vinnu. Alþingismaðurinn hefur reyndar beðist afsökunar, enda háður áliti almennings um starf sitt og vinnufrið og þarf að standa skil á því sem hann segir. Ríkissaksóknari þarf greinilega ekki að gera það enda virðist honum vera skítsama þó að flestir séu sammála um að téð orð hans geri hann vanhæfan í starfi. SÓLIN skín dag eftir dag og börn fara í stuttermabolum á leikskólann enda fjórtán stiga hiti og stundum meira. Snarruglað birki sendir frá sér vorilm, vorlaukar kíkja ringlaðir upp úr moldinni og harðgerðir fíflar sjá sér leik á borði fyrir framhaldslíf. Húfur og treflar hanga afskipt inni í skáp. ÞETTA er enginn venjulegur október. Október 2008 var það ekki heldur og ham- ingjan má vita hvað gerist í október 2012. Leitin að ljúfa október John hefði fílað Ísland - Yoko Ono tekin tali á afmælis- degi Lennons. Stjórnlagaþing nálgast - Hvernig verður ný stjórnarskrá til? Sumartískan 2011 - Blúndur, mynstur og litadýrð ein- kennir sumartískuna næsta sumar. Nýtt Tjarnarbíó - Fjölmargir viðburðir framundan.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.