Fréttablaðið - 08.10.2010, Blaðsíða 56

Fréttablaðið - 08.10.2010, Blaðsíða 56
24 8. október 2010 FÖSTUDAGUR menning@frettabladid.is Myndlist ★★★ Viðbrögð, Jón Laxdal Hall- dórsson Menningarmiðstöðin Gerðuberg Jón Laxdal hefur um árabil unnið verk úr prentmiðlum, áprentuðum pappír úr bókum og blöðum. Það má segja að hann reki sína eigin, prívat endurvinnslustöð en í stað þess að tætast í sundur í óskil- greindan massa öðlast sá pappír sem ratar um hendur Jóns fram- haldslíf í formi listaverka. Endurvinnsla hefur tíðkast í listum lengi, í myndlistinni hófu myndlistarmenn að nota pappír og prentmiðla upp úr síðustu alda- mótum, til dæmis notuðu kúbistar letur og áprentaðan pappír í verk sín upp úr 1910. Allar götur síðan hefur prentverkið birst á ýmsan máta, t.d. í klippimyndum súr- realista og myndverkum poplista- manna upp úr 1960. Jón hefur þó frá upphafi farið sína eigin leið, persónulega, lunkna og fróðlega og hefur sýnt verk sín reglulega. Nú sýnir listamaðurinn á annað hundrað smáverk í Gerðubergi í Breiðholti. Tímaritið Fálkinn sem liðið hefur undir lok er hráefnið í sýninguna. Við upphaf útgáfu þess 1928 kom fram að ekki verði fjallað um stjórnmál heldur miðl- að fróðleik og skemmtun og legg- ur Jón út af þessum orðum í verk- um sínum. Listamaðurinn setur sér þröngan ramma, en hver mynd er álíka stór og einn dálk- ur í blaðinu. Þær eru því allar eins í forminu og við fyrstu sýn, í augum þeirra sem ekki þekkja verk listamannsins, líklega held- ur óspennandi. Eða hver nennir að rýna í svona margar, litlar, gulnaðar myndir? Jón treystir hér töluvert á áhorfandann og áhuga hans á að skoða verkin, hann ofmetur jafnvel áhuga fólks því þegar ég var að skoða sneru þeir fáu sem inn litu við svo til á þröskuldinum án þess að gefa verkunum tækifæri. Það er þó alveg óhætt að mæla með svolítið meiri forvitni og heimsókn á sýninguna. Það sem við fyrstu sýn virðist mjög eins- leitt reynist búa yfir töluverðri fjölbreytni og hugkvæmni. Leik- urinn með myndir, letur, sögur, fréttir og frásagnir virðist nær ótæmandi. Tímaritið Fálkinn birtist hér í töluvert umbreyttri mynd en áformin eru enn í háveg- um höfð, enn er miðlað bæði fróð- leik og skemmtun en nú með list- rænu gildi að auki. Ragna Sigurðardóttir Niðurstaða: Grámóskuleg við fyrstu sýn leyna verk Jóns Laxdal alltaf tölu- vert á sér. Þau eru mjög aðgengileg og þeir sem gefa sér smá tíma til að skoða verða ekki sviknir. Launfyndin pappírsverk Tilkynnt var í gær að per- úski rithöfundurinn Mario Vargas Llosa hlyti Nóbels- verðlaunin í bókmenntum í ár. Vargas Llosa var í farar- broddi suður-amerískra rithöfunda á 7. áratugn- um en varð umdeildur eftir að hann tók að láta að sér kveða í stjórnmálum. Mario Vargas Llosa er fæddur í Perú 1936. Hann vakti mikla athygli í heimalandi sínu með fyrstu skáldsögu sinni, La ciudad y los perros (Borgin og hundarnir) sem kom út 1963. Evrópubúar voru að gefa suður-amerískum bókmenntum æ meiri gaum á þessum árum og var Vargas Llosa í fararbroddi þeirra höfunda sem mesta athygli vöktu, ásamt Julio Cortázar, Carlos Fuentes, og Gabriel García Márquez. Hann skrifaði tvær þjóðfélagslegar skáldsögur til viðbótar á sjöunda áratugnum; þá þriðju, Conversac- ión en la catedral (Samtal í dóm- kirkjunni) segja margir vera hans pólitískasta verk. Á áttunda áratugnum gaf Vargas Llosa út nokkrar styttri og léttari sögur, þar sem kvað við annan og léttari tón, en í fyrri bókum hans. Árið 1981 sneri hann sér aftur að þjóðfélagslegum skáldskap þegar hann gaf út, La guerra del fin del mundo (Stríðið um heimsenda); sögulega skáld- sögu sem gerðist í Brasilíu á 19. öld. Margir flokka hana með fyrri þjóðfélagslegu skáldsögum hans, þó að þarna hafi kveðið við annan tónn en í fyrri verkum hans, sem helgist meðal annars af breyttri lífsafstöðu höfundarins, sem framan af hafði verið sannfærð- ur sósíalisti en gekk smám saman af trúnni – ekki síst fyrir tilstilli Kastrós á Kúbu og illrar meðferð- ar hans á mennta- og listamönn- um. Eftir því sem leið á 9. áratug- inn fikraði Vargas Llosa sig sífellt lengra til hægri í pólitískum skoð- unum, sem lyktaði með því að hann bauð sig fram til forseta í Perú árið 1990. Stefnumálin voru í anda frjálshyggju en hann laut í lægra haldi fyrir Alberto Fuji- mori í lokaumferð kosninganna. Samfara pólitískum afskiptum varð Vargas Llosa umdeildur og féll í skuggann af öðrum höfund- um á borð við Gabriel García Márquez og Isabel Allende. (Vargas Llosa og García Márquez voru reyndar nánir vinir en hafa ekki talast við eftir að sá fyrr- nefndi kýldi þann síðarnefnda í Mexíkó 1976.) Eftir forsetafram- boðið hætti Vargas Llosa bein- um afskiptum af stjórnmálum og fluttist til Evrópu; hann hlaut spænskan ríkisborgararétt árið 1993 og hefur í seinni tíð aðallega búið í London. Árið 2000 gaf Varga Llosa út aðra sögulega skáldsögu, La fiesta del chivo (Veisla geitar- innar), pólitískan trylli sem ger- ist í tíð einræðisherrans Rafaels Trujillo í Dóminíska lýðveldinu, og hlaut hún góðar viðtökur. Síðasta bók Vargas Llosa, Travesuras de la niña mala (Vonda stúlkan) kom út 2006. Að minnsta kosti tvær bækur eftir hann hafa komið út í íslenskri þýðingu Sigrúnar Ástríðar Eiríks- dóttur, Hver myrti Móleró? og Pantaljón og sérþjónustan. bergsteinn@frettabladid.is Umdeildur og rammpólitískur einfari MARIO VARGAS LLOSA Í umsögn dómnefndar Nóbelsverðlaunanna segir að Vargas Llosa hljóti verðlaunin fyrir „kortlagningu á valdakerfum og áhrifamiklar frásagnir af baráttu, byltingum og ósigrum einstaklingsins.“ NORDIC PHOTOS/ AFP Sjáumst. Deildarbungubræður á Kringlukránni föstudags og laugardagskvöld Auglýsingasími JÓN LAXDAL HALLDÓRSSON Hvað réttlætir að fé almennings renni til leikhússins? Dr. Drag- an Klaic mun leitast við að svara þeirri spurningu og fleirum í fyrir- lestri í dag, undir yfirskriftinni Hver er framtíð sviðslista? Fyrirlesturinn er opnunar- fyrirlestur sviðslistahátíðarinnar Keðju, sem stendur nú yfir helg- ina. Útgangspunktur Klaic er að menningarstofnanir sem reknar eru fyrir opinbert fé beri ábyrgð þegar kemur að lýðræði í sam- félaginu og beri að vera braut- ryðjendur í listrænni nýsköpun en ekki eftirmynd markaðsdrifinnar skemmtunar. Dr. Dragan Klaic hlaut doktors- gráðu í leikhúsfræðum frá Yale- háskóla og er fyrrverandi prófess- or við Listaháskólann í Belgrad og Amsterdamháskóla. Hann starf- ar nú sem rithöfundur, menning- arrýnir, fyrirlesari, ráðgjafi og kennari. Fyrirlesturinn er hald- inn í Tjarnarbíói og hefst klukkan 12 á hádegi. Listir og al- menningsfé ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ Klaic fjallar um hvað réttlæti að almannafé sé varið til leikhúss. MIKIÐ SKÁLD OG SKARPUR SAMFÉLAGSRÝNIR „Það kom mér ekki endilega á óvart að Vargas Llosa hlyti verðlaunin,“ segir Kristín Guðrún Jónsdóttir, aðjúnkt í spænsku við Háskóla Íslands og doktor í rómansk-amerískum bókmenntum við Háskóla Íslands. „Það eru að vísu feikimargir höfundar í Suður-Ameríku sem eru verðugir Nóbelsverðlaunanna en eru ekki jafn þekktir og hann.“ Kristín segir Vargas Llosa sannarlega mikið skáld og skarpan þjóðfélags- gagnrýnanda. „Hann var til að byrja með í vinstrimannaklíkunni, eins og flestir höf- undar af hans kynslóð í álfunni og skrifaði þá nokkrar áhrifamiklar skáld- sögur. Síðar losnaði hann undan þessum ríkjandi réttrúnaði en í framhald- inu urðu bækurnar ekki jafn rismiklar og flugið minnkaði. Það má kannski segja að hans sé ákveðin hliðstæða Halldórs Laxness hvað þetta snertir.“ Kristín segir að eftir að hafa verið umdeildur um nokkurt skeið í Suður- Ameríku fari vegur Vargas Llosa vaxandi á ný. „Eftir forsetaframboðið dró hann sig í hlé, varð hálfgerður einfari og margir litu hann hornauga. Lengst framan af tóku yngri rithöfundar í álfunni sér García Márquez og Allende til fyrirmyndar. Nú er yngsta kynslóð suður-amerískra rithöfunda að snúa baki við þeim og þeirri ímynd sem þau hafa búið til af Suður-Ameríku sem einhvers konar ævintýralandi, og taka sér verk Vargas Llosa til fyrirmyndar. SPOR TIL ÞÝSKALANDS Þýska bókaútgáfan Rowohlt ætlar að gefa út fyrstu spennusögu Lilju Sigurðardóttur, Spor, í Þýskalandi á næsta ári. Bókin kom út hjá Bjarti í fyrra. Ný bók er væntanleg frá Lilju í haust, sem ber titilinn Fyrirgefning.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.