Fréttablaðið - 08.10.2010, Side 60

Fréttablaðið - 08.10.2010, Side 60
28 8. október 2010 FÖSTUDAGUR Ekki eru nema þrjár vikur síðan fatahönnuðurinn Mundi opnaði búð á Laugavegi en þrátt fyrir stuttan líftíma hefur búðin orðið fyrir barðinu á ræningjum tvisv- ar sinnum. Í vikunni var vetrar- lína fatamerkisins hreinsuð af lager búðarinnar og Sigyn Eiríks- dóttir, annar eigandinn og móðir Munda, heitir fundarlaunum þeim sem upplýst getur ránið. „Samtals er þetta milljóna- tjón fyrir okkur,“ segir Sigyn en mæðginin urðu fyrir því óláni að brotist var inn í búðina aðfara- nótt miðvikudags og hillurnar á lagernum tæmdar. Ræningjarnir fylltu sex stóra bláa IKEA-poka af fatnaði og tæmdu næstum því hill- ur lagersins. „Við eigum bara til það sem hangir á herðatrjám inni í búðinni en allur lager af vetrar- línunni er farinn,“ segir Sigyn. Mundi sjálfur var á leiðinni heim frá París og að vonum sleg- inn við fregnirnar. Þetta er í annað sinn á rúmri viku sem brotist er inn í búðina en aðeins þrjár vikur er síðan hún opnaði á Laugaveginum. „Við getum þakk- að fyrir að vera búin að afgreiða allar pantanir að utan en þetta er gríðarlegt tjón fyrir búðina og viðskiptavinina hér heima. Airwaves í næstu viku og jólin að koma,“ segir Sigyn og held- ur áfram: „Það var brotist inn fyrir rúmri viku og þá voru hlut- ir eins og iPodar og tölvur teknir. Núna leit þetta hins vegar út eins skipulagt rán og vörurnar eflaust komnar í gám út á höfn og á leið- inni úr landi,“ segir Sigyn en næst á dagskrá hjá henni er að finna út hvernig þau geti bjargað búð- inni. „Við ætlum að reyna að láta sauma fyrir okkur hérna heima til að eiga eitthvað til næstu daga.“ Ómar Arnarsson aðstoðar- yfirlögregluþjónn segir að málið sé í rannsókn en að lögreglan telji helst að þarna hafi verið á ferð- inni ræningjar sem vissu hverju þeir gengu að. „Það sem er sér- stakt við þetta innbrot er að þetta eru hönnunarflíkur sem eru ekki fyrir hvern sem er,“ segir Ómar og bætir við að það geti reynst ræningjunum erfitt að koma flík- unum í verð. alfrun@frettabladid.is Við eigum bara til það sem hangir á herðatrjám inni í búðinni en allur lager af vetrarlínunni er farinn. SIGYN EIRÍKSDÓTTIR VERSLUNAREIGANDI Milljónatjón hjá Munda ALLT FARIÐ Sigyn Eiríksdóttir er annar eigandi verslunarinnar Mundi Boutique sem brotist var inn í aðfaranótt miðvikudags og lagerinn tæmdur. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Vandamál golfarans Tiger Woods halda áfram að hrannast upp. Á dögunum var sagt frá því að klámmyndaleikkonan Devon James hefði tekið upp myndband af sér og Woods í djörfum dansi. Nú hefur hún selt framleiðslufyrirtæki mynd- bandið, samkvæmt gula vefnum Radar Online. „Ég er búinn að sjá myndbandið og get staðfest að Tiger Woods leikur þar nokkrar holur,“ segir viðmæl- andi Radar Online – augljóslega með skopskyn á heimsmælikvarða. „Hann getur verið nokkuð grófur – hann er reyndar mjög grófur!“ Myndbandið ku hafa verið tekið upp í íbúð í Flórida fyrir tveimur árum. Heim- ildarmaður vefsins er þess fullviss að Tiger Woods sé maðurinn í myndbandinu. „Brosið hans þekkist hvar sem er,“ sagði hann. „Ég trúði ekki mínum eigin augum!“ Leikkona selur kynlífsmyndband > KYNNIR FYRIR MTV Aðþrengda eiginkonan Eva Longoria verður kynnir á evrópsku tónlistarverð- launum MTV og fer hátíðin fram 7. nóv- ember á Spáni. „Ég get ekki beðið eftir að sjá frammistöðu þessara frábæru listamanna,“ sagði Longoria. „Það er líka frábært að tvær magnaðar konur fái flestar tilnefningar.“ Þar á hún við Lady Gaga og Katy Perry. Söngkonan kynþokkafulla Rihanna segir í nýju viðtali að hún forðist tískuárekstra við Lady Gaga og Katy Perry með því að senda þeim SMS og spyrja í hverju þær ætli að vera á viðburðum. „Versta martröðin mín er að lenda í tískuárekstri á rauða dreglinum,“ sagði Rihanna, „þannig að við sendum hver annarri SMS til að ganga úr skugga um að það gerist ekki. Við erum ekki hræddar við tískuna. Við Katy [Perry] tölum reglulega saman um í hverju við ætlum að vera. Við [Lady] Gaga líka.“ Eitt sinn skall hurð nærri hælum þegar Perry hringdi í Rihönnu til að athuga í hverju hún ætlaði að vera á fínum dansleik. „Við hrópuðum „guð minn góður!“ enda vorum við á leiðinni á ballið í eins kjól frá Dolce & Gabb- ana,“ sagði Rihanna full örvæntingar. „Hún bannaði mér að mæta í kjólnum vegna þess þess að hún var búin lakka á sér neglurnar í stíl við kjólinn. Ég lét undan vegna þess hve hún var búin að leggja svo mikið á sig.“ Forðast tískuárekstra með SMS-um SAMTVINNAÐAR Rihanna, Katy Perry og Lady Gaga hringja hver í aðra fyrir stóra viðburði til að lenda ekki í þeim hræðilegu örlögum að vera eins klæddar. folk@frettabladid.is Hafðu það notalegt um helgina! Kiljan í þættinum var mælt með... Arsenikturninn er óvenjuleg og heillandi ættarsaga, grimm og sár, um óbugandi lífsvilja, leiklistardrauma og afdrifaríkar ástir. Hún hefst á því að örlagavaldurinn í sögunni, amman deyr og börn hennar fagna. Bókin er eftir vinsælasta höfund Noregs, Anne B. Ragde, sem skrifaði þríleikinn Berlínaraspirnar sem sló svo rækilega í gegn. H ei ld ar lis ti - m es t s el du b æ ku rn ar Mánudagar 2 - 4 ára klukkan 16:30 - 17:30 Miðvikudagar 5 - 8 ára klukkan 16:30 - 17:00 Fjögur skipi á 5.000 kr. Krakkajóga Byrjendanámskeið í jóga Nýtt 4 vikna byrjendanámskeið í jóga hefst mánudaginn 11. október Seljavegur 2 - 101 Reykjavík www.jogastudio.is - jogastudio@hotmail.com Námskeiðið er kennt á mánudögum og miðvikudögum klukkan 18:30 – 19:30 í fjórar vikur í senn. Þátttekendur geta mætt í alla opna tíma á meðan á námskeiðinu stendur. Eftir námskeiðið fá þátttakendur eina fría viku auk 15% afslátt af kortum. Upplýsingar og skráning í síma 695-8464 Drífa og 772-1025 Ágústa. Eða á jogastudio.is

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.