Fréttablaðið - 08.10.2010, Blaðsíða 63

Fréttablaðið - 08.10.2010, Blaðsíða 63
FÖSTUDAGUR 8. október 2010 31 HVAÐ? HVENÆR? HVAR? Föstudagur 8. október ➜ Tónleikar 19.30 Sinfíníuhljómsveit Íslands flyt- ur verkið Porgy og Bess undir stjórn Wayne Marshall í kvöld. Tónleikarnir hefjast kl. 19.30 eru í sal Háskólabíós. Aðgangseyrir er 3.900/3.400 krónur. 20.30 Bartónar- Kallakór Kaffibars- ins, Bróðir Svartúlfs, Coral, Hellvar, Jan Mayen, noise, Valdimar, Vicky og Æla koma fram á styrktartónleikum fyrir Heilbrigðisstofnun Suðurnesja á Sódóma Reykjavík í kvöld. Húsið opnað kl. 20.30 og kostar 1.000 krónur inn. 23.00 Hljómsveitirnar Ten Steps Away, Reason To Believe og Orri koma fram á Faktorý í kvöld. Tónleikarnir hefjast stundvíslega kl. 23.00 og er aðgangseyr- ir 500 krónur. ➜ Opnanir 16.00 Í Artóteki, 1. hæð Borgarbóka- safns Reykjavíkur í Grófarhúsi (Tryggva- götu 15), verður opnuð sýning Stellu Sigurgeirsdóttur myndlistarkonu. Sýn- ingin verður opin frá 16-18 í dag. ➜ Kvikmyndir 21.00 Í kvöld verður frumsýnd í Cinema No2, við Suðurbugt við Reykja- víkurhöfn, stuttmyndin Krús-blús eftir Valdimar Leifsson. Frumsýningin hefst kl. 21 og er aðgangseyrir 1.000 krónur. ➜ Dansleikir Hljómsveitin MONO heldur upp á tveggja ára afmæli sitt í kvöld á SPOT, Kópavogi, með tónleikum og dansleik. Frítt er inn til 01, en eftir það kostar 1000 krónur inn. ➜ Málþing 12.00 Bryndís G. Flóvenz flytur erind- ið Jafnrétti og bann við mismunun: Íslenskur og evrópskur réttur á funda- röð alþjóðamálastofnunar HÍ. Erindið stendur frá 12-13 á Háskólatorgi, stofu 103, í dag. Allir velkomnir. 12.30 Fimmti fyrirlesturinn í fyrir- lestraröðinni „Eilífðarvélin” sem Þjóð- málastofnun og EDDA - öndvegissetur standa fyrir verður í dag. Fyrirlesari er Ragna Benedikta Garðarsdóttir sem mun fjalla um neyslumenningu og efnis- hyggju. Fyrirlesturinn hefst kl. 12.30 og fer fram í Háskólatorgi, stofu 104. Allir velkomnir. ➜ Listamannaspjall 17.00 Í Skaftfelli, Seyðisfirði, verður listamannaspjall kl. 17.00 í aðalsal Skaftfells þar sem listamenn Skaftfell og Skriðuklausturs fjalla um verk sín og aðferðir. Listamannaspjallið er öllum opið og fer fram á ensku. Upplýsingar um viðburði sendist á hvar@frettabladid.is „Án þess að ég geti svarað fyrir alla held ég að framleiðsla leikins íslensk efnis, sem hefur verið áberandi á dagskrá Stöðvar 2 frá árdögum, hljóti að standa upp úr,“ segir Pálmi Guðmundsson, framkvæmdastjóri dag- skrársviðs 365 miðla. Stöð 2 fagnar á laugar- daginn 24 ára afmæli sínu og ætlar af því til- efni að bjóða upp á veglega dagskrá í ólæstri útsendingu frá föstudagskvöldi og þar til Spaugstofunni lýkur á laugardagskvöldinu. Ísland í dag, Logi í beinni og Auddi og Sveppi ætla að fjalla um ævi afmælisbarnsins, hver með sínu nefi en til gamans má geta að tíu ár eru liðin frá því 70 mínútur með þeim Jóa og Simma fóru í loftið. En þeir Auddi og Sveppi ætla að beina sjónum sínum að þeirri sögu. Hálfgerð bylting varð í framleiðslu leikins efnis fyrir sex árum. Og slík dagskrárgerð fór úr því að verða einstakur viðburður í að verða nánast jafn sjálfsagður hlutur og amer- ískt afþreyingarefni. „Við vissum alltaf að leikið íslenskt sjónvarpsefni væri vinsælt. Á þessum tíma sköpuðust aðstæður, meðal annars með aðkomu Kvikmyndamiðstöðvar, til að ráðast í svona þáttaraðir,“ útskýrir Pálmi en árið í ár verður engin undantekn- ing; Mér er gamanmál, Spaugstofan, Steind- inn okkar, Hlemmavídeó og Pressa, svo eitthvað sé nefnt. Hins vegar fer lítið fyrir umfangs miklum raunveruleikaseríum eins og oft hefur verið hefð fyrir. „Staðan er bara þannig að allir „dagskrártímar“ eru upptekn- ir fyrir leikið efni, tíðarandinn kallar bara á slíkt.“ - fgg Leikna íslenska efnið stendur upp úr EKKERT GEFIÐ EFTIR Pálmi Guðmundsson, fram- kvæmdastjóri sjónvarpssviðs, segir Stöð 2 ætla að halda áfram að framleiða vandað leikið íslenskt efni. Bandaríska söngkonan Toni Braxton hefur lagt fram gjald- þrotabeiðni. Hún getur ekki borgað skuldir sem nema hátt í 50 milljónum dala, eða um 5,5 milljörðum króna. Eignir hennar eru aftur á móti metnar á bilinu hundrað milljónir til einn millj- arður króna. Á meðal þeirra sem söngkonan skuldar peninga eru Four Seasons-hótelin, skartgripa- fyrirtækið Tiffany & Co og bandaríska skattstofan. Þetta er í annað sinn sem Braxton, sem er þekkt fyrir lagið Un-Break My Heart, sækir um gjaldþrota- beiðni. Síðast gerði hún það árið 1998. Toni Braxton gjaldþrota TONI BRAXTON Söngkonan er orðin gjaldþrota í annað sinn á ævinni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.