Fréttablaðið


Fréttablaðið - 08.10.2010, Qupperneq 64

Fréttablaðið - 08.10.2010, Qupperneq 64
 8. október 2010 FÖSTUDAGUR32 sport@frettabladid.is Laugardalsv., áhorf.: 7.255 Ísland Skotland TÖLFRÆÐIN Skot (á mark) 15-5 (8-2) Varin skot Arnar 1 – Martin 6 Horn 6–2 Aukaspyrnur fengnar 10–10 Rangstöður 4–3 0-1 Jamie Murphy (19.) 1-1 Jóhann Berg Guðmundsson (34.) 2-1 Almarr Ormarsson (78.) 2-1 Hendrikus Bas Nijhus (6) 7255 STUÐNINGSMENN íslenska U-21 landsliðsins voru fjölmennir á Laugardalsvellinum í gær og studdu strákana af krafti. Fáheyrt er að svo margir mæti á leik með landsliði yngri leikmanna Íslands. Einkunnir íslenska landsliðsins gegn Skotlandi Arnar Darri Pétursson 4 Reyndi nákvæmlega ekkert á hann nema þegar Skotar skoruðu. Þar átti hann að gera betur. Spyrnur ekkert sérstakar. Skúli Jón Friðgeirsson 4 Lenti á stundum í vandræðum og var með slakar sendingar oft á tíðum. Getur betur. Hólmar Örn Eyjólfsson 3 Alls ekki hans dagur. Gaf mark sem og tvær hættulegar aukaspyrnur fyrir utan teig. Var í vandræðum með að standa í lappirnar og fann sig aldrei. Eggert Gunnþór Jónsson 7 Leysti Jón Guðna af með sóma. Öruggur í sínum aðgerðum og hreinsaði oft vel upp eftir Hólmar. Hjörtur Logi Valgarðsson 5 Lét lítið fyrir sér fara og fallegu fyrirgjafirnar hans voru í fríi. Hefði mátt koma meira með fram og gefa fyrir. Aron Einar Gunnarsson 6 Traustur í hlutverki aftasta manns og var ekkert að reyna of mikið. Bjarni Þór Viðarsson 6 Týndur lengi framan af en vann sig ágætlega inn í leikinn. Birkir Bjarnason 5 Byrjaði virkilega vel og átti stóran þátt í fyrra markinu. Hvarf síðan algjörlega sjónum. Jóhann Berg Guðmundsson 7 – Maður leiksins Virkilega sprækur og duglegur. Átti margar sendingar fyrir sem félagar hans hefðu mátt nýta betur. Skoraði þess utan glæsilegt mark. Gylfi Þór Sigurðsson 6 Átti nokkrar fínar rispur en datt aldrei almennilega í gang. Var að reyna að axla ábyrgð og gera hlutina sjálfur með litlum árangri. Átti þó margar fínar spyrnur sem sköpuðu usla. Kolbeinn Sigþórsson 6 Hörkuduglegur og ógnandi. Átti nokkra ágæta skalla sem fóru ekki í markið. Varamenn: Almarr Ormarsson fyrir Birki Bjarnason á 73. mínútu. - FÓTBOLTI Síðari leikur Íslands og Skotlands í umspili EM verður afar áhugaverður eftir 2-1 sigur Íslands á Laugardalsvellinum í gær. Ísland stýrði leiknum frá upphafi en vel skipulagðir Skotar stóðu vaktina vel í vörninni. Það var ljóst strax frá byrjun hver skipun Billy Stark, þjálfara Skota, var. Liðið átti að verjast og fara með ágæta stöðu í síðari leik- inn. Íslenska liðið tók því völdin strax í upphafi, strákarnir mjög sprækir til að byrja með og gekk ágætlega að opna skosku vörnina. Þeir fengu ágætis færi og markið lá í loftinu. Þá dundi áfallið yfir. Saklaus skalli í átt að íslensku vörninni sem Hólmar Örn átti að ráða við. Hann hitti ekki boltann og Jamie Murphy slapp einn í gegn. Hann lét vaða á nærstöngina og inn fór boltinn án þess að Arnar Darri hreyfði sig í markinu. Skelfileg mistök hjá Hólmari og Arnar Darri hefði getað gert betur. Mark algjörlega gegn gangi leiksins úr fyrsta skoti Skota í leiknum. Íslensku strákarnir létu markið ekki slá sig út af laginu og héldu áfram að sækja. Skotarnir voru afar þéttir fyrir og bökkuðu enn aftar eftir markið. Stórskota árás íslenska liðsins bar loks árangur á 34. mínútu. Birkir átti magnaðan sprett upp hægri kantinn og gaf boltann fyrir þar sem Skotarnir hreinsuðu frá. Jóhann Berg beið fyrir utan teiginn og smellti bolt- anum viðstöðulaust í netið. Glæsi- legt mark. Það var greinilega þungu fargi létt af íslensku strákunum að ná inn langþráðu marki. Svo mikið var lið- inu létt að það slakaði allt of mikið á og hætti að sækja af sama krafti og áður. 1-1 í hálfleik. Hálfleiksræða Eyjólfs þjálfara virkaði ekki sem skyldi því það var sama slenið yfir liðinu í síð- ari hálfleik. Leikur liðsins var allt of kraftlaus. Það virtist vanta allt malt í strákana eins og stundum er sagt. Sóknarleikur liðsins hægur og fyrir sjáanlegur og vel skipu- lögð vörn Skota var ekki í neinum vandræðum. Leikmenn þess utan að nota allt of margar snertingar á bolta og það hjálpaði ekki til. Eyjólfur gerði aðeins eina skipt- ingu í leiknum og hún var heldur betur árangursrík. Almarr Orm- arsson kom af bekknum og hann skoraði glæsilegt mark algjörlega upp úr þurru. Fékk boltann fyrir utan teig, lét vaða og boltinn söng efst í markhorninu. Á þessum kafla var ekkert að gerast í sóknar leik íslenska liðsins og fátt sem benti til þess að íslenska liðið væri að fara að skora. Gæðin í liðinu eru þó mikil eins og sást best í þeim glæsilegu mörkum sem strákarn- ir skoruðu. Ísland fer með 2-1 forskot í síð- ari leikinn, sem er lítið veganesti. Íslenska liðið sýndi aftur á móti i gær að það er talsvert sterkara en þetta skoska lið þó svo að strákarn- ir hafi ekki alveg sýnt allar sínar bestu hliðar að þessu sinni. Þeir fengu þó færi í leiknum til þess að gera betur og það er eigin lega grát- legt að liðið fari aðeins með eins marks forskot í síðari leikinn miðað við færin sem þó komu. Með þokkalega eðlilegum leik úti í Skotlandi fer Ísland samt áfram í lokakeppni Evrópumótsins. Ég er sannfærður um það enda liðið ein- faldlega gott. henry@frettabladid.is Naumt veganesti til Skotlands Þrumufleygur Almars Ormarssonar færði U-21 liði Íslands eins marks forskot í rimmunni við Skota. Ísland hefði að ósekju mátt vinna stærri sigur enda mun sterkara liðið þó svo að það hafi ekki sýnt sitt besta í gær. FÓTBOLTI „Það er mikill léttir að klára leikinn með sigri eftir að hafa lent undir,“ sagði Eyjólfur Sverrisson, landsliðsþjálfari U- 21 landsliðsins í leikslok eftir 2-1 sigur gegn Skotum á Laugardals- velli. Liðið er nú í dauðafæri að tryggja sig inn á Evrópumót lands- liða næsta sumar. „Það var eins og strákarnir fengju smá sjokk við markið hjá Skotum. Við vorum óþolinmóðir og reyndum að vinna boltann strax í stað þess að sýna skynsemi. Liðið sýndi hins vegar karakter og missti ekki trúna. Við sýndum flottan fót- bolta í þessum leik og áttum sigur- inn fyllilega skilinn.“ Eyjólfur er ekki í vafa um að íslenska liðið sé betra en það skoska. „Ég tel okkur vera með mun betra lið. Ég er búinn að sjá ellefu leiki með þeim og þeir spila alltaf eins. Við getum varist vel í seinni leiknum og erum með gríð- arlega ógn framar á vellinum. Þegar við erum með boltann munum við sækja af krafti. Núna er hálfleikur og við búum okkur vel undir seinni leikinn.“ Almarr Ormarsson átti frábæra innkomu í gær og skor- aði sigurmark Íslands. „Ég held að þetta hljóti að vera mark ferilsins. Þetta var mögnuð stund fyrir mig. Ég þarf að nýta þau tækifæri sem ég fæ og gerði það svo sannarlega í þessum leik. Við erum með svakalegt lið og allir þeir sem eru að leika fyrir framan vörnina eru að leika með sterkum liðið erlendis. Ég er því mjög sáttur með þau tæki- færi sem ég fæ og á örugglega eftir að fara nokkrum sinnum í gegnum þetta mark í huganum,“ segir Almarr og var landsliðs- þjálfarinn ánægður með þessa draumaskiptingu. „Almarr var á heimavelli og er heitur á Laugar- dalsvellinum.“ - jjk Eyjólfur Sverrisson segir að það hafi verið léttir að hafa unnið Skota í gær: Erum með betra lið en Skotar FÓTBOLTI „Þetta var glæsilegur sigur og það eru allir Íslending- ar sem standa með okkur,“ sagði Aron Einar Gunnarsson, sem átti góðan leik á miðjunni hjá íslenska liðinu. „Við vorum þung- ir og stressaðir í byrjun leiks en náðum svo að finna okkar leik. Þetta er frábært lið og það er mögnuð stemmning í hópnum.“ Skotarnir leika mjög varnar- sinnaða knattspyrnu og er Aron ekkert sérstaklega hrifinn af þeirra leik. „Þetta er ekki skemmtilegasta liðið sem maður mætir. Þeir mæta í pilsum og eru með leiðindi. Við erum með miklu betra knattspyrnulið en þeir. Við leystum þetta frábærlega og getum verið stoltir af okkar frammistöðu.“ - jjk Aron Einar Gunnarsson: Mæta í pilsum með leiðindi SIGURMARKINU FAGNAÐ Landsliðsstrákarnir fagna þrumufleyg Almars Ormarssonar sem skoraði sigurmark Íslands í gær, skömmu eftir að hann kom inn á sem varamaður. ÞJÁLFARANUM LÉTT Eyjólfur Sverrisson gat leyft sér að anda léttar eftir sigur Íslands í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI FÓTBOLTI „Það var mjög mikilvægt fyrir okkur að vinna þennan leik. Það tók okkur smá tíma að leysa varnarvinnuna hjá Skotum og vorum ekki nógu fljótir að dæla boltanum út á kantana en um leið og það gekk upp opnaðist leikur- inn,“ sagði fyrirliðinn Bjarni Þór Viðarsson þegar 2-1 sigur var í höfn. „Það var mikill léttir að ná að jafna leikinn og við skoruðum tvö frábær mörk í þessum leik. Við hefðum átt að skjóta meira á skoska markvörðinn því hann virkaði ekki öruggur.“ - jjk Bjarni Þór Viðarsson: Hefðum átt að skjóta meira FR ÉTTA B LA Ð IÐ /VA LLI
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.