Fréttablaðið


Fréttablaðið - 08.10.2010, Qupperneq 65

Fréttablaðið - 08.10.2010, Qupperneq 65
FÖSTUDAGUR 8. október 2010 33 FÓTBOLTI Hinir væntanlegu eig- endur Liverpool hafa fullvissað knattspyrnustjóra liðsins, Roy Hodgson, um að hann verði áfram stjóri liðsins er þeir taki við stjórnartaumunum. Eigendur bandaríska hafna- boltaliðsins Boston Red Sox eru við það að eignast enska knatt- spyrnufélagið eftir að tilboð upp á 300 milljónir punda var sam- þykkt. Núverandi eigendur ætla reyndar að fara með söluna fyrir dómstóla þannig að það er ekki alveg útséð með að þessi sala gangi í gegn. Liverpool hefur byrjaði leiktíð- ina herfilega og liðið er í fallsæti eftir sjö umferðir. Þrátt fyrir það stendur ekki til að reka Hodgson. „Nýju eigendurnir eru ánægð- ir með Hodgson og telja hann rétta manninn til framtíðar. Þeir tala fjálglega um að eyða í leik- menn enda vilja þeir vinna titla. Ég held þeir muni standa við þessi loforð og koma félaginu aftur í fremstu röð,“ sagði Mart- in Broughton, stjórnarformaður félagsins. - hbg Starf Hodgsons ekki í hættu: Hodgson getur andað léttar ROY HODGSON Fær að stýra Liverpool úr þeim ógöngum sem liðið er í. NORDIC PHOTOS/GETTY IMAGES FÓTBOLTI Grindavík verður án þeirra Auðuns Helgasonar og Grétars Ólafs Hjartarsonar í Pepsi-deildinni næsta sumar. Knattspyrnudeild Grindavíkur komst að samkomulagi við Auðun um starfslok í gær. Auðun hafði leikið í eitt ár með liðinu og átti eitt ár eftir af samningi sínum við félagið. Hann lék 21 leik með liðinu í sumar og skoraði eitt mark. Knattspyrnudeildin ætlar síðan ekki að framlengja samninginn við framherjann Grétar Ólaf, sem hefur lengstum leikið með Grindavík. Grétar hefur átt við erfið meiðsl að stríða undanfarin ár en var allur að koma til í sumar og kemur það talsvert á óvart að Grindavík hafi ekki áhuga á að halda honum. - hbg Breytingar hjá Grindavík: Auðun og Grétar á förum FÓTBOLTI Ómar Jóhannsson, mark- vörður Keflavíkur, kemur best út úr tölfræðinni af markmönnum Pepsi-deildar karla í sumar. Ómar lék 14 leiki með Keflavík og fékk aðeins 12 mörk á sig, sem gera aðeins 0,86 mörk í leik. Hann er bæði sá markvörður sem fékk á sig fæst mörk í leik og sá markvörð- ur sem varði hlutfallslega best. Fréttablaðið tók saman varin skot í sumar. Ómar varði 81,5 prósent skota sem á hann komu í þessum fjór- tán leikjum og var þar rétt á undan markverði Íslandsmeist- ara Breiðabliks, Ingvari Þór Kale. Ingvar varði 80,8 prósent skot- anna sem á hann komu en Ingvar var sá markvörður sem kom best út úr einkunnagjöf Fréttablaðsins og markvörður Blika er í tveimur efstu sætunum á öllum tölfræði- listum markvarðanna í sumar. Ingvar var sá markvörður sem varði flest skot samtals (97) en Haukamarkvörðurinn Daði Lárus- son varði hins vegar flest skot í leik eða 4,45 skot í leik í þeim 20 leikj- um sem hann spilaði. Ingvar er þar í öðru sæti með 4,41 skot varin í leik. Hann er líka sá markvörð- ur sem hélt oftast hreinu í sumar eða átta sinnum. Lars Ivar Mold- sked, markvörður KR, hélt einnig átta sinnum hreinu en einn af þeim leikjum var þegar hann fékk að líta rauða spjaldið á 13. mínútu. Ómar Jóhannsson hélt fimm sinnum marki sínu hreinu, þar af voru tveir leikir þar sem hann þurfti að yfirgefa völlinn vegna meiðsla. Meiðsli settu mikinn svip á sumarið hjá Ómari sem missti bæði úr leiki um mánaða- mótin maí-júní sem og í ágúst. Willum Þór Þórsson, þjálf- ari Keflavíkur, talaði mikið um slæm áhrif þess að missa aðalmarkvörð sinn í meiðsli og tölfræðin sýnir það og sannar. Keflavíkurliðið fékk þannig 19 mörk á sig í þeim 10 leikjum sem Ómar spilaði ekki í sumar og aðeins einn mark- vörður fékk á sig fleiri mörk að meðaltali en Lasse Jörgensen af þeim markmönnum deildarinnar sem náðu að spila fimm leiki eða fleiri. - óój Markvörður Keflvíkinga kemur best út úr tölfræði markvarða Pepsi-deildar karla á nýloknu tímabili: Ómar fékk á sig fæst mörkin í sumar ÓMAR JÓHANNS- SON Varði vel í marki Keflavíkur í sumar. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.