Fréttablaðið - 08.10.2010, Blaðsíða 66

Fréttablaðið - 08.10.2010, Blaðsíða 66
34 8. október 2010 FÖSTUDAGUR N1-deild karla Akureyri-Afturelding 28-23 (15-12) Mörk Akureyrar (skot): Bjarni Fritzson 9/4 (12/5), Guðmundur Hólmar Helgason 5 (11), Oddur Gretarsson 5 (11), Geir Guðmundsson 4 (5), Hörður Fannar Sigþórsson 3 (4), Heimir Örn Árnason 2 (4). Varin skot: Sveinbjörn Pétursson 16/2 (39/5, 41%). Hraðaupphlaup: 5 (Heimir 2, Oddur, Bjarni, Hörður,). Fiskuð víti: 5 (Guðmundur 2, Heimir, Oddur, Hörður). Utan vallar: 14 mínútur. Mörk Aftureldingar (skot): Arnar Theódórsson 5 (8/1), Ásgeir Jónsson 4 (4), Eyþór Vestmann 3 (13), Bjarni Aron Þórðarson 3 (16), Jón Andri Helgason 2 (2), Reynir Árnason 2 (2), Þorlákur Sigurjónsson 2 (3), Fannar Rúnarsson 1 (1), Jóhann Jóhannsson 1/1 (7/3). Varin skot: Hafþór Einarsson 12 (31, 39%), Smári Guðfinnsson 2 (11/1, 18%). Hraðaupphlaup: 6 (Ásgeir 2, Eyþór, Jón, Þorlákur, Fannar). Fiskuð víti: 3 (Jóhann 2, Bjarni). Utan vallar: 8 mínútur. Dómarar: Gísli Jóhannsson og Hafsteinn Ingi- bergsson. HK-Fram 33-29 Selfoss-Valur 32-30 STAÐA EFSTU LIÐA Akureyri 2 2 0 0 69-52 4 FH 1 1 0 0 34-24 2 Haukar 1 1 0 0 30-26 2 Fram 2 1 0 1 62-60 2 IE-deild karla KR-Stjarnan 108-90 (56-42, 86-86) Stig KR: Brynjar Þór Björnsson 23, Pavel Ermol- inskij 22 (14 fráköst, 11 stoðsendingar), Ólafur Már Ægisson 13, Fannar Ólafsson 10, Hreggviður Magnússon 9, Finnur Atli Magnússon 9, Jón Orri Kristjánsson 8, Marcus Walker 7, Skarphéðinn Freyr Ingason 4, Martin Hermannsson 3. Stig Stjörnunnar: Justin Shouse 21 (7 stoðsend- ingar), Fannar Freyr Helgason 17 (9 fráköst), Kjartan Atli Kjartansson 17, Marvin Valdimars- son 11, Jovan Zdravevski 10 (9 stoðsendingar, 5 stolnir), Birgir Björn Pétursson 7 (10 fráköst), Guðjón Lárusson 4, Birkir Guðlaugsson 2, Ólafur Aron Ingvason 1. Keflavík-ÍR 88-77 (50-47) Stig Keflavíkur: Gunnar Einarsson 24, Sigurður Gunnar Þorsteinsson 19 (7 fráköst), Hörður Axel Vilhjálmsson 16 (9 stoðsendingar), Gunnar H. Stefánsson 11, Elentínus Margeirsson 8, Þröstur Leó Jóhannsson 6 (7 fráköst), Jón Nordal Haf- steinsson 4. Stig ÍR: Kelly Biedler 21 (8 fráköst), Vilhjálmur Steinarsson 19, Nemanja Sovic 17 (9 fráköst), Karolis Marcinkevicius 9 (6 fráköst), Hjalti Friðriksson 6, Níels Dungal 4, Ásgeir Örn Hlöð- versson 1. KFÍ-Tindastóll 85-70 Stig KFÍ: Nebojsa Knezevic 17, Carl Josey 14 (6 fráköst), Craig Schoen 13 (9 fráköst, 6 stoðsend- ingar), Ari Gylfason 13, Edin Suljic 12, Daði Berg Grétarsson 7, Darco Milosevic 5, Pance Ilievski 4. Stig Tindastóls: Josh Rivers 18, Dragoljub Kitanovic 14 (5 fráköst), Halldór Halldórsson 12 (6 fráköst), Helgi Freyr Margeirsson 9, Dimitar Petrushev 7, Hreinn Gunnar Birgisson 4, Helgi Rafn Viggósson 4 (7 fráköst), Radoslav Kolev 2. ÚRSLIT Pósthúsið | Suðurhraun 1 | S: 585 8300 | www.posthusid.is Nú þegar farið er að dimma úti viljum við vinsamlega minna íbúa á að hafa kveikt á útiljósum við heimili sín á næturnar til að auðvelda blaðberum Pósthússins aðgengi að póstlúgu. Með fyrirfram þökk, Pósthúsið dreifingaraðili Fréttablaðsins og annarra dreifinga Blöð og tímarit Bréfasendingar Markpóstur Fjölpóstur Vörudreifing Plöstun blaða og nafnamerking Munum eftir að kveikja útiljósin! Við látum það berast Meira í leiðinniWWW.N1.IS / SÍMI 440 1000N1 VERSLANIR Þráðlaus 9mm myndavél með barka og 3,5” LCD skjá Tilboðsverð 39.900 kr. 16108803AL SKOÐUNAR- MYNDAVÉL HANDBOLTI Það tók Akureyringa langan tíma að klára baráttu- glaða Mosfellinga í N1-deild karla í handbolta í gær. Þeir unnu 28-23 en hleyptu nýliðunum ansi nálægt sér í seinni hálfleik. Akureyringar náðu ekki upp aðalsmerki sínu, hröðum sóknum, og komust ekki á flug fyrr en í upp- hafi seinni hálfleiks. Afturelding byrjaði betur en jafnræði var með liðunum lengst af í fyrri hálfleik. Staðan var 15-12 í hálfleik. Akureyri komst í 21-13 í upphafi þess síðari en gestirnir minnkuðu muninn í 24-21 og gátu skorað en Sveinbjörn varði vel. Akureyri gekk á lagið og kláraði leikinn, lokatölur 28-23. Lið Akureyrar spilaði ágætan varnarleik en kæruleysi gerði oft vart við sig í sókninni. Liðið tók oft rangar ákvarðanir en var þó aldrei líklegt til að tapa leiknum. Atli Hilmarsson fer vel af stað með liðið en Bjarni Fritzson var frábær í gær eins og gegn HK. Hann skor- aði níu mörk en Oddur Gretarsson var einnig góður. Afturelding er með óslípað lið og verður gaman að sjá hverju Gunn- ar Andrésson nær út úr liðinu. Menn eins og Bjarni Aron og Eyþór hafa augljóslega hæfileika en þurfa rétta leiðsögn. Liðið er villt og eðli- lega skortir það reynslu. Það varð liðinu að falli í gær. „Þetta var fínt, ég klikkaði á einu víti og einu hraðaupphlaupi en það gerist,“ sagði Bjarni áður en Hafþór markmaður Aftureld- ingar greip inn í. „Þetta eru fárán- leg skot hjá þér úr vítunum, það er ótrúlega óþægilegt að fá þetta á sig,“ sagði Hafþór kíminn og upp- skar glott frá Bjarna. „Við getum klárlega bætt mikið í okkar leik, kæruleysi og rang- ar ákvarðanir voru áberandi. Við kláruðum þetta og það er það sem skiptir máli. Það vantaði flæði í sóknina og það má laga margt bæði í vörninni og sókninni,“ sagði Bjarni. „Við mættum ekki tilbúnir í seinni hálfleikinn og þeir ná góðu forskoti,“ Gunnar Andrésson. „Það var hrikalegt en eftir að ég lét þá heyra það í leikhléi batnaði þetta. Munurinn á liðunum var ekkert stórkostlegur fyrir utan þessar mínútur, við eigum miklu meira inni. Við gerðum allt of mörg mis- tök og góð lið refsa fyrir það. En það er margt jákvætt í þessu líka og menn þurfa bara smá tíma til að átta sig á því að þetta er barátta upp á líf og dauða í 60 mínútur alla leiki í þessari deild,“ sagði Gunnar. - hþh Akureyringar lögðu Mosfellinga með fimm marka mun norðan heiða í gær: Akureyri stóðst áhlaup nýliðanna ODDUR GRÉTARSSON Skoraði fimm mörk fyrir Akureyri gegn nýliðunum úr Mosfells- bær í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI KÖRFUBOLTI KR-ingar unnu virki- lega fínan sigur á Stjörnunni í fyrstu umferð Iceland Express deild karla í DHL-höllinni í gær. Framlengja þurfti leikinn en KR- ingar voru sterkari og unnu 108-90 í hörkuleik. Stjarnan byrjaði leikinn vel og komust í 4-0 en þá tóku KR-ingar öll völd á vellinum og spiluðu gest- ina sundur og saman í fyrri hálf- leik. Staðan í hálfleik var 56-42 og Stjörnumenn vart vaknaðir. Þegar líða tók á síðari hálfleik- inn fóru heimamenn aðeins að gefa eftir og hleyptu Stjörnunni aftur inn í leikinn. Staðan var 75-62 fyrir KR eftir þrjá leikhluta en það sást á leik gestanna að þeir voru hvergi nærri hættir. Fjórði leikhlutinn var æsispenn- andi og Stjörnumenn héldu áfram að saxa á forskot KR-inga. Gest- irnir náðu að jafna leikinn 84-84 þegar lítið var eftir og komust síðan yfir í næstu sókn. Þegar um tíu sekúndur voru eftir af venju- legum leiktíma nær Brynjar Þór Björnsson, leikmaður KR, að fiska villu á gestina og jafnar leikinn á vitapunktinum. Framlengja þurfti leikinn og það var strax ljóst á fyrstu mínútu framlengingarinn- ar að gestirnir höfðu notað alla sína orku í að jafna leikinn. KR- ingar rúlluðu yfir Stjörnumenn í Framlengingunni og unnu örugg- an sigur 109-90. Pavel Ermolinskij átti stórkost- legan leik fyrir KR-inga. Hann skoraði 22 stig, náði 14 fráköstum og gaf 11 stoðsendingar. ,,Við gerðum okkur þetta allt of erfitt fyrir,“sagði Pavel Ermol- inskij ,leikmaður KR, eftir leik- inn í gær. ,,Þetta er bara orðin allt of gömul saga hjá okkur að ná ekki að halda forystunni. Við komust tuttugu stigum yfir en hleypum þeim samt aftur inn í leikinn. Við verðum bara að vinna í einbeit- ingunni hjá okkur og þá á þetta að vera í lagi,“ sagði Pavel. ,,Við vorum algjörlega með leik- inn í hendi okkar í fyrri hálfleik og vorum að spila á okkar hraða. Þeir áttu engin svör við leik okkar í byrjun en þegar þeir fara aðeins að sýna klærnar þá dettum við allt of mikið til baka og þeir komast inn í leikinn. Síðan í framlenging- unni vöknum við og náum að klára leikinn,“ sagði Pavel nokkuð sáttur að leikslokum. Teitur Örlygsson var allt annað en sáttur við spilamennsku sinna manna í leiknum í gær. ,,Við hefðum alveg getað stolið þessum leik í lokin á venjulegum leiktíma og það er kannski það eina sem ég er ánægur með frá leiknum í kvöld,“ sagði Teitur Örlygsson, þjálfari Stjörnunnar, eftir leikinn í gærkvöldi. ,,Það er með hreinum ólíkindum hvernig við náðum að vera inni í þessum leik og það er kannski það sem ég er stoltastur af hjá mínum leikmönnum, en þeir gáfust aldrei upp,“ sagði Teitur. ,,Þeir gátu skotið alls staðar á vellinum vegna þess að við komum ekki tilbúnir. Síðan vinnum við okkur inn í leikinn og hefðum með smá heppni getað unnið hér í kvöld, en hvort það hefði verið sanngjarnt, það get ég ekki sam- þykkt,“ sagði Teitur svekktur eftir leikinn í gærkvöldi. - sáp KR-sigur í framlengingu KR vann sigur á Stjörnunni í fyrstu umferð Iceland Express deild karla í gær í framlengdum leik, 108-90. KR var með undirtökin lengst af en Stjörnumenn gáfust aldrei upp. Þeir áttu hins vegar aldrei möguleika í framlengingunni. ÖFLUGUR Pavel Ermolinskij átti stórleik fyrir KR í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Þú færð Fréttablaðið á kostnaðarverði á 90 stöðum um land allt. Nánari upplýsingar á visir.is/dreifing
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.