Fréttablaðið - 08.10.2010, Page 70

Fréttablaðið - 08.10.2010, Page 70
38 8. október 2010 FÖSTUDAGUR SJÓNVARPSÞÁTTURINN „Ég held að þetta sé fyrsta íslenska ilmvatnið sem fer í almenna sölu. Það var reyndar íslensk lista- kona, Andrea Maack, sem bjó til ilmvatn á þessu ári og hafði það hluta af gjörningi,“ segir Sigrún Lilja Guðjónsdóttir, oftast kennd við tískuvörumerkið Gyðju. Hún hyggst setja á markað ilmvatnið EFJ Eyjafjallajökull sem er fram- leitt úr vatni jökulsins. Sigrún mun vera andlit ilmsins en í næstu viku fer hún með hópi tökufólks, leik- urum og jarðfræðingnum Birni Oddssyni með þyrlum upp á topp eldfjallsins til að taka upp aug- lýsingu og stutta heimildarmynd. „Það er búið að gera handrit þar sem kraftur náttúrunnar og kraft- ur gyðjunnar kemst vel til skila,“ segir Sigrún. Eins og gefur að skilja tekur langan tíma að búa til eitt stykki ilmvatn. Og Sigrún var búin að reyna mikið af sýnishornum og prófunum á sínum nánustu og sjálfri sér áður en hún varð ánægð með það sem hún fann. „Við pruf- um sitt lítið af hverju og mér finnst ilmurinn hafa allt til brunns að bera, hann er nógu léttur til að hægt sé að vera með hann á hverj- um degi og það er svona ríkjandi sítruskeimur af honum.“ Sigrún er ekki í vafa um að íslenskur ilmur eigi erindi á hinn harða mark- að ilmvatna og hún hyggst nýta sér það góða orðspor sem tísku- vörumerkið Gyðja hefur aflað sér erlendis hjá stórstjörnum á borð við Kylie Minogue og Paris Hilt- on. „Við ætlum okkur að sjálfsögðu að koma þessu á framfæri við umheiminn. Nafnið Eyjafjallajök- ull er að sjálfsögðu ákaflega þekkt vegna eldgossins en við ákváð- um að nota líka skammstöfunina EFJ þar sem það er frekar erfitt að bera nafnið fram. Mér finnst bara fyrst og fremst gleðilegt að það skuli koma jákvæð vara út úr þessu öllu,“ segir Sigrún en ilm- vatnið er framleitt í Suður-Frakk- landi. Sigrún segir það alltaf hafa verið á stefnuskránni hjá sér að gera eigið ilmvatn. Og það verður ekkert til sparað að gera vör- una sem veglegasta. „Áletrun- in framan á pakkningunni og á flöskunni sjálfri er prentuð með 24 karata gulli og þetta er með Eau de parfum-stimplinum sem þýðir að þetta er hágæðailmvatn sem end- ist vel.“ freyrgigja@frettabladid.is SIGRÚN LILJA GUÐJÓNSDÓTTIR: ALLTAF VERIÐ Á STEFNUSKRÁNNI Ilmvatn úr vatni Eyjafjalla- jökuls á alþjóðamarkað ÍSLENSKT HÁGÆÐAILMVATN Áletrunin á EFJ Eyjafjallajök- ull er prentuð með 24 karata gulli en Sigrún Lilja Guðjóns- dóttir hyggst setja á markað fyrsta íslenska ilmvatnið sem fer í almenna sölu. FR ÉTTA B LA Ð IÐ /VILH ELM „Það myndi vera Top Gear, þremenningarnir sem stjórna þessum þætti eru snillingar og kunna að stjórna sjónvarps- þætti.“ Óskar Hrafn Þorvaldsson fréttastjóri Grafíski hönnuðurinn Oscar Bjarnason hefur í frístundum sínum búið til afmælismerki fyrir vini og kunningja á Face- book. Núna eru merkin orðin 106 talsins. Á síðasta ári gerði hann merki fyrir eins árs afmæli bankahrunsins og stutt er síðan tveggja ára afmælismerki þess leit dagsins ljós. „Það er með íslenska fánanum og pásu- merki. Það er ekkert búið að gerast síðan síðast,“ segir Oscar um ástand mála eftir hrunið. Spurð- ur hvernig hann haldi að þriggja ára afmælismerkið líti út segist hann ekki hafa hugmynd. „Það væri dásamlegt að sleppa því að þurfa að gera það.“ Oscar hefur það sem reglu að eyða helst ekki meira en tíu mín- útum í hvert merki. Notfær- ir hann sér Facebook til að sjá hver á afmæli í hvert sinn. Á meðal kunnra einstaklinga sem hafa orðið þess heiðurs aðnjótandi að komast á merkjalistann hjá honum eru Hemmi Gunn, Ómar Ragnars- son og John Lennon. Oscar er margverðlaunaður hönnuður. Hann var á meðal átta sérfræðinga sem heimasíða dag- blaðsins New York Times leit- aði álits hjá um nýtt merki hjá leigubílum New York-borgar. Japanski fataframleiðand- inn UNIQLO keypti einn- ig af honum merki hans Systm fyrir fatalínu sína. - fb Bankahrunið sem pásumerki 2 ÁRA AFMÆLI Þetta merki lýsir tveggja ára afmæli banka- hrunsins. Sjónvarpsþættirnir Fagur fiskur í sjó, þar sem þau Sveinn Kjart- ansson úr Fylgifiskum og Áslaug Snorradóttir göldruðu fram dýr- indis fiskrétti, slógu eftirminni- lega í gegn hjá RÚV. Sveinn hyggst fylgja eftir þeim vinsældum með matreiðslunámskeiði og mat- reiðslubók. „Allur þessi áhugi kom mér svolítið á óvart. Fólk hefur verið að senda mér spurningar en líka sínar eigin hugmyndir um rétti. Og svo hefur fólk líka hringt og spurt um einhver góð brögð í eld- húsinu,“ segir Sveinn Kjartans- son, matreiðslumaður og eigandi Fylgifiska. Sveinn segir vinsældir sjónvarpsþáttarins hafa verið nán- ast lygilegar. „Fólk hefur greini- lega mikinn áhuga á matreiðslu og þetta er svolítið tvíþætt. Ann- ars vegar hefur eldri kynslóð- in mikinn áhuga á öllum þessum framandi kryddjurtum og -teg- undum sem hafa flætt yfir okkur undanfarin ár en yngri kynslóðina langar kannski mest að vita hvern- ig eigi að meðhöndla og matreiða heilan fisk.“ Matreiðslumaðurinn hefur getið sér gott orð fyrir fiskrétti sína hjá Fylgifiskum en hann hefur aldrei gefið út sína eigin matreiðslubók, eingöngu lánað uppskriftir í fisk- réttabók Hagkaups. „Núna er hins vegar rétti tíminn, ég er að verða fimmtugur og er kominn úr lær- lingagallanum.“ - fgg Sveinn undirbýr matreiðslubók VINSÆLL Sveinn Kjartansson hefur öðlast miklar vinsældir með þáttunum Fagur fiskur í sjó. Hann hyggst fylgja þeim eftir með matreiðslubók og nám- skeiðahaldi. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR OSCAR BJARNASON Oscar býr til afmæl- ismerki á Facebook í frístundum sínum. Fös 15.10. Kl. 20:00 frums. Lau 16.10. Kl. 20:00 2. sýn Fös 22.10. Kl. 20:00 aukas. Lau 23.10. Kl. 20:00 3. sýn Lau 30.10. Kl. 20:00 4. sýn Sun 31.10. Kl. 20:00 5. sýn Fös 5.11. Kl. 20:00 6. sýn Lau 6.11. Kl. 20:00 7. sýn Fim 11.11. Kl. 20:00 8. sýn Fös 12.11. Kl. 20:00 Fös 19.11. Kl. 20:00 Lau 20.11. Kl. 20:00 Lau 9.10. Kl. 13:00 Lau 9.10. Kl. 15:00 Lau 16.10. Kl. 13:00 Lau 16.10. Kl. 15:00 Sun 17.10. Kl. 13:00 Sun 17.10. Kl. 15:00 Lau 23.10. Kl. 13:00 Lau 23.10. Kl. 15:00 Sun 24.10. Kl. 13:00 Sun 24.10. Kl. 15:00 Fös 8.10. Kl. 20:00 Lau 9.10. Kl. 20:00 Fös 15.10. Kl. 20:00 Lau 16.10. Kl. 20:00 Fim 21.10. Kl. 20:00 Aukas. Fös 22.10. Kl. 20:00 Lau 23.10. Kl. 20:00 Fös 29.10. Kl. 20:00 Lau 30.10. Kl. 20:00 Sun 31.10. Kl. 20:00 Fim 4.11. Kl. 20:00 Fös 5.11. Kl. 20:00 Lau 6.11. Kl. 20:00 Fim 11.11. Kl. 20:00 Fös 12.11. Kl. 20:00 Lau 13.11. Kl. 20:00 Fös 8.10. Kl. 19:00 Lau 9.10. Kl. 19:00 Sun 17.10. Kl. 19:00 Sun 24.10. Kl. 19:00 Þri 26.10. Kl. 19:00 Mið 27.10. Kl. 19:00 Fim 28.10. Kl. 19:00 Mið 3.11. Kl. 19:00 Aukas. Sun 7.11. Kl. 19:00 Mið 10.11. Kl. 19:00 Sun 14.11. Kl. 19:00 Mið 24.11. Kl. 19:00 Aukas. Fim 25.11. Kl. 19:00 Aukas. Lau 11.12. Kl. 19:00 Aukas. Sun 12.12. Kl. 19:00 Aukas. Fim 21.10. Kl. 20:00 Fös 29.10. Kl. 20:00 Fim 4.11. Kl. 20:00 Lau 13.11. Kl. 20:00 Fim 18.11. Kl. 20:00 Aukas. Fös 26.11. Kl. 20:00 Fös 3.12. Kl. 20:00 Ö U Ö Ö Ö Ö Ö Ö U U U Finnski hesturinn (Stóra sviðið) Fíasól (Kúlan) Hænuungarnir (Kassinn) Íslandsklukkan (Stóra sviðið) Gerpla (Stóra sviðið) Gildir ágúst 2010 til jún í 2011 úsk orti ð 1 OPIÐ KORT Gildir á Leik hús kor tið 201 0/2 011 ÁSK khusi d.is I midas ala@ le Leikhúsk ort 4 miðar á aðeins 9.900 kr. Ö U U U U Ö Ö U U Ö Ö U Ö U U U U Ö U U Ö Ö Ö Ö U Ö Ö U Ö Ö Ö Ö Ö U U U Ö U Frumsýnd í dag í Bíó Paradís. Nánar á www.facebook.com/graenaljosid. OFFICIAL SELECTION CANNES FILM FESTIVAL TORONTO FILM FESTIVAL SUNDANCE FILM FESTIVAL SXSW FILM FESTIVAL „Enter the Void er ein áhrifaríkasta og metnaðarfyllsta kvikmynd sem gerð hefur verið.“ - ANDREW O'HEHIR, SALON Ögrandi meistaraverk frá leikstjóra Irréversible A u g lý si n g as ím i

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.