Fréttablaðið - 09.10.2010, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 09.10.2010, Blaðsíða 4
4 9. október 2010 LAUGARDAGUR Heilbrigðisstofnunin Fjallabyggð Heilsugæslusvið 6,3% Sjúkrasvið -54,1% Hjúkrunarsvið -20,4% Heilbrigðisstofnun Þingeyinga Heilsugæslusvið 4,7% Sjúkrasvið -84,8% Hjúkrunarsvið -19% Heilbrigðisstofnun Vesturlands Heilsugæslusvið 4,8% Sjúkrasvið -9,0% Hjúkrunarsvið 6,5% Heilbrigðisstofnunin Patreksfirði Heilsugæslusvið 0,9% Sjúkrasvið -45,2% Hjúkrunarsvið 0,0% Heilbrigðisstofnun Vestfjarða Heilsugæslusvið 0,8% Sjúkrasvið -42,6% Hjúkrunarsvið 0,0% Heilbrigðisstofnunin Blönduósi Heilsugæslusvið 5,9% Sjúkrasvið -36,2% Hjúkrunarsvið -14,2% Heilbrigðisstofnunin Sauðárkróki Heilsugæslusvið 5,7% Sjúkrasvið -75,6% Hjúkrunarsvið 0,0% Heilbrigðisstofnun Austurlands Heilsugæslusvið -4,7% Sjúkrasvið -52,6% Hjúkrunarsvið 0,0% Heilbrigðisstofnun Suð-Austurlands Heilsugæslusvið -2,1% Sjúkrasvið -31,6% Hjúkrunarsvið -16,6% Heilbrigðisstofnunin Vestmannaeyjum Heilsugæslusvið 9,3% Sjúkrasvið -56,5% Hjúkrunarsvið -35,2% Heilbrigðisstofnun Suðurlands Heilsugæslusvið 7,5% Sjúkrasvið -37,8% Hjúkrunarsvið -35,2% Heilbrigðisstofnun Suðurnesja Heilsugæslusvið 4,2% Sjúkrasvið -55,0% Hjúkrunarsvið 28,6% Sjúkrasvið: Lyflækningar og handlækningar falla undir það svið en starfsemin er mismikil milli stofnana. Heilsugæslusvið: Heilsuverndarstarf og allt lækningastarf sem unnið er vegna heilbrigðra og sjúkra, sem ekki dveljast á sjúkrahúsum. Hjúkrunarsvið: Þjónusta við langlegusjúklinga og aldraða. Niðurskurður í heilbrigðismálum Heilbrigðisráðuneytið ákvað við vinnslu fjárlagafrumvarpsins að skorið yrði niður á sjúkrasviðum og hjúkrunarsviðum en þess í stað verður heilsugæsla efld. HEILBRIGÐISMÁL Fyrirhugaður niður skurður í rekstri heilbrigðis- stofnana á landsbyggðinni hefur mætt harðri andstöðu þar sem mótmælafundir voru haldnir víða um land á fimmtudagskvöld. Skera þarf niður um 4,8 millj- arða í heilbrigðisskerfinu á næsta ári og ákvað heilbrigðisráðuneyt- ið við vinnslu fjárlagafrumvarps- ins að skera niður á sjúkrasviðum og hjúkrunarsviðum heilbrigðis- stofnana. Þess í stað yrði heilsu- gæsla efld, meðal annars með því að efla sjúkraflutninga og auka framlag til heimahjúkrunar. Þá yrði lögð áhersla á sérhæfða sjúkrahúsþjónustu hjá Sjúkrahús- inu á Akureyri og Landspítala. Frumvarpið gerir ráð fyrir að heildarframlag til heilbrigðis- stofnana lækki um tæpan fimmt- ung, en það sem hefur vakið hvað hörðust viðbrögð er hve misjafn niðurskurðurinn er milli stofn- ana. Framlag til Heilbrigðis- stofnunar Þingeyinga á Húsa- vík minnkar til dæmis um tæp 40 prósent og sjúkrasvið þeirrar stofnunar um 85 prósent. Þuríður Backman, þingmað- ur Vinstri Grænna í Norðaust- urkjördæmi, segir í samtali við Fréttablaðið að þótt niðurskurð- urinn virðist vissulega vera brattur þurfi að horfa á málið í stærra samhengi. Það sem skor- ið sé niður á heilbrigðissviði komi margt til baka í aukinni þjónustu á félagssviðinu þar sem heima- hjúkrun og fleira sé eflt. Þó sé mikilvægt að grunnþjónusta við íbúa sé tryggð. „Það er eðilegt að viðbrögðin verði hörð þar sem niðurskurður- inn kemur harkalega fram í tölum. En þetta verður skoðað nánar á öllum stöðum,“ sagði Þuríður. Ólína Þorvarðardóttir, þing- Hörð viðbrögð um land allt Ósætti vegna fyrirhugaðs niðurskurðar hjá heilbrigðisstofnunum. Mótmælafundir haldnir víða á lands- byggðinni. Misjafn niðurskurður milli stofnana. Þingmaður Vestfjarða kallar eftir leiðréttingu. maður Samfylkingar í Norðvestur- kjördæmi, segir 43 prósenta niðurskurð á sjúkrasviði Heil- brigðisstofnunar Vestfjarða of þungt högg fyrir íbúa svæðisins. Aðrar forsendur gildi um Vest- firði en önnur svæði, því 450 kíló- metrar séu í næsta sjúkrahús og samgöngum verulega ábótavant. „Það sér hver heilvita maður að þetta eru mistök sem þarf að leiðrétta. Það er eins og þessar tillögur hafi orðið til á skrifborði í Reykjavík þar sem ekkert landa- kort var tiltækt.“ Ólína segist hafa fullan skiln- ing á þörfinni á hagræðingu. „Það þarf að spara en það er ekki sama hvar sá sparnaður kemur niður.“ Heilbrigðisráðherra mun á næstunni funda um yfirvofandi niðurskurð með fulltrúum heil- brigðisstofnana og sveitarfélaga. thorgils@frettabladid.is SAMGÖNGUMÁL Óvissa er um hversu mörg störf myndu skapast ef hol- lenska hernaðarfyrirtækið E.C.A fengi að flytja hingað óvopnaðar herþotur til útleigu. Þetta kemur fram í bréfi sem Flugmálastjórn hefur sent samgönguráðherra um málið. Þar segir að í viðræðum við E.C.A. hafi komið fram að fyrirhug- að sé að viðhald herþotnanna muni að talsverðum hluta fara fram í öðru ríki, auk þess sem ólíklegt verði að teljast að íslenskir flugmenn kæmu í upphafi til með að starfa fyrir fyr- irtækið. Í bréfinu segir jafnframt að engin formleg beiðni um skráningu flug- vélanna hérlendis hafi borist frá fyrirtækinu til íslenskra yfirvalda. Erfitt að taka afstöðu til allra álita- mála á meðan svo sé. Hins vegar sé ljóst að rétt eins og með önnur borgaraleg loftför yrðu vélarnar á ábyrgð Íslendinga þegar þær væru við æfingar í öðrum lönd- um, yrðu þær skráðar hérlendis. Því þyrfti að finna leiðir til að koma ábyrgðinni yfir á ríkin þar sem þot- urnar væru við æfingar. Enn fremur kemur fram í bréfinu að ekkert ríki hafi lýst sig reiðubúið að aðstoða við verkefnið enda hafi ekki verið leitað eftir því formlega. - sh Hollenskt hernaðarfyrirtæki hefur ekki sótt formlega um að fá að starfa hér: Óvissa ríkir um störf hjá E.C.A ÓVISSA Engin ákvörðun hefur verið tekin í samgönguráðuneytinu um framhald málsins. NORDICPHOTOS/AFP VEÐURSPÁ Alicante Basel Berlín Billund Frankfurt Friedrichshafen Gautaborg Kaupmannahöfn Las Palmas London Mallorca New York Orlando Ósló París San Francisco Stokkhólmur HEIMURINN Vindhraði er í m/s. Hitastig eru í °C. Gildistími korta er um hádegi. 25° 23° 17° 14° 17° 23° 14° 14° 24° 19° 29° 20° 31° 13° 23° 20° 12°Á MORGUN Hægur vindur en stíf SA- átt við SV-ströndina. MÁNUDAGUR Víðast hæglætisveður. 10 10 11 8 8 8 9 6 12 7 7 10 4 3 5 2 4 3 5 2 7 5 13 12 15 12 12 12 13 13 12 12 VÍÐAST GÓÐVIÐRI Það verður frábært útivistarveður um helgina en í dag verður yfi rleitt hæg austlæg átt og léttskýjað. Svipað veður á morgun en áfram fremur stífur vindur við suðurströndina. Það hlýnar heldur í veðri um helgina. Elísabet Margeirsdóttir veður- fréttamaður HEILBRIGÐISMÁL „Maður spyr hvort verið sé að styrkja rekstrar- módelið fyrir nýja og dýra hátæknisjúkrahúsið í Reykjavík,“ segir Eyþór Arnalds, formaður bæjarráðs Árborgar, um niður- skurðartillögur í heilbrigðis mál- um. Bæjarstjórnarmenn í Árborg mótmæla áætluðum niðurskurði hjá Heilbrigðisstofnun Suður- lands og borgarfundur um málið verður í Sunnulækjaskóla í dag. „Veginn launakostnaður sjúkra- húsanna í Kraganum er lægri en á Landspítalanum. Það bendir til þess að nær væri að flytja ein- hverja starfsemi frá Landspítal- anum og til kragasjúkrahúsanna, til dæmis á Selfoss,“ segir Eyþór Arnalds. - gar Sunnlendingar mótmæla: Nær að flytja störfin til okkar FÉLAGSMÁL Gestum og gangandi í Smáralind verður boðið að koma til aðstoðar Rómabörnum í Slóv akíu í dag. Það verður gert með undirritun aðgerðakorta sem eru í formi lykils. Það er Íslandsdeild Amnesty International sem stendur fyrir viðburðinum. Í tilkynningu frá samtökunum kemur fram að Rómabörnum sé mismunað í skól- um Slóvakíu. Þúsundir þeirra hljóta ófullnægjandi menntun í skólum sem eru ætlaðir nemend- um með væga vitsmunalega fötl- un eða þar sem nemendur eru aðgreindir eftir uppruna. - þeb Amnesty verður í Smáralind: Aðstoða Róma- börn í Slóvakíu HVALFJÖRÐUR Ný fóðurverksmiðja Líflands var tekin í notkun á Grundartanga í Hvalfirði í gær. Í verksmiðjunni eru hráefni og hitameðhöndluð vara algjörlega aðskilin, sem bætir sóttvarnir. Hægt er að framleiða kjarnfóður hérlendis sem stenst alþjóðlegar gæðakröfur og eflir samkeppnis- hæfi íslensks landbúnaðar. Framkvæmdir hafa tekið rúmt ár og fjárfestingin nemur um 1,6 milljörðum króna. Verksmiðjan mun geta framleitt ríflega 60 þús- und tonn kjarnfóðurs á ári. - þeb Ný fóðurverksmiðja í notkun: Tímamót í landbúnaði AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS – AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Hendrik Sigurðsson hendrik@frettabladid.is, Guðmundur Steinsson gudmundurs@365.is, Laila Awad laila@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is, Sigmundur Halldórsson sigmundur@frettabladid.is ALLT SÍMI 512-5402: Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is, Henný Árnadóttir henny@365.is, Þórdís Hermannsdóttir thordish@365.is SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5016: Sigríður Hallgrímsdóttir sigridurh@frettabladid.is, Hlynur Þór Steingrímsson hlynurs@365.is, Bjarni Þór Sigurðsson bthor@365.is, Benedikt Freyr Jónsson benediktj@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Sigurlaug Aðalsteinsdóttir sigurlaug@365.is, Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is, Guðný Gunnlaugsdóttir gunny@365.is GENGIÐ 08.10.2010 GJALDMIÐLAR KAUP SALA HEIMILD: Seðlabanki Íslands 205,6473 GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR 111,22 111,76 176,35 177,21 154,32 155,18 20,693 20,815 19,051 19,163 16,577 16,675 1,3490 1,3568 174,25 175,29 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR Ranglega var farið með þjóðerni Roberts Dariusz Sobiecki, sem eftir- lýstur er af Interpol vegna nauðgunar, í frétt blaðsins í gær. Sobiecki er pólskur. LEIÐRÉTTING Ertu kraftlaus? Getur verið að þig vanti járn? Vandaðar bætiefnablöndur úr lífrænni ræktun, fyrir börn og fullorðna
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.