Fréttablaðið - 09.10.2010, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 09.10.2010, Blaðsíða 6
6 9. október 2010 LAUGARDAGUR HEILBRIGÐISMÁL „Það má heita nokkuð víst að svínaflensan sé að taka völdin og að það verði hún sem kemur í vetur.“ Þetta segir Haraldur Briem sóttvarnalæknir. Senn verður boðið upp á hefðbundna flensu- sprautu fyrir veturinn. „Við sjáum hver þróunin hefur verið á suðurhveli jarðar,“ útskýr- ir Haraldur. „Þar hefur svína- flensan haldið sig. En nú fer að vora þar og vetur að koma hjá okkur. Svínaflensan fylgir þeim breytingum og færir sig yfir á norðurhvelið. Hún hefur verið áberandi í Ástralíu, Nýja-Sjálandi og Suður-Ameríku. Við vitum ekki hvort gömlu stofnanir verða undir í flensufaraldri eða hvort þeir verða með í bland, þannig að bólu- efnið sem verður í boði nú inni- heldur bæði mótefnavaka fyrir þá og einnig fyrir svínaflensu.“ Rætt hefur verið um hugsan- legar aukaverkanir af bóluefni gegn svínaflensu, svo sem svo- kallaða drómasýki eða svefnsýki. Spurður um hvernig þeir eigi að haga málum sem vilji bólusetn- ingu gegn gömlu flensustofnunum en ekki svínaflensu af einhverjum sökum segir Haraldur það erfitt um vik. „Það verður ekki til neitt bólu- efni sem ekki er með vaka fyrir svínaflensu,“ segir hann. „Þetta bóluefni sem notað var síðastlið- inn vetur, einungis gegn svína- flensu, er með ónæmisglæði til að efla ónæmisvarnir. Menn hafa velt því fyrir sér hvort hann skipti ein- hverju máli varðandi aukaverkan- ir. Við teljum svo ekki vera.“ Haraldur segir að til séu í land- inu um hundrað þúsund skammtar af bóluefni gegn svínaflensu. „Við eigum þarna varabirgðir fyrir þá sem eru utan áhættu- hópa, það er fólk undir sextugu, án undirliggjandi sjúkdóma. Ef faraldurinn í vetur verður slæm- ur þá munum við bjóða upp á slíka bólusetningu fyrir það fólk.“ Haraldur segir að verði þetta bóluefni ekki nýtt núna eða fram á árið 2012 þá verði ekki hægt að geyma það lengur. Fyrirsjáanlegt sé að ekki verði hægt að nota allar þær birgðir sem til eru, en verð- mæti þeirra nemi um hunrdað milljónum króna. „Það má horfa á þessar birgð- ir eins og tryggingagjald. Maður vonar að það kvikni ekki í hús- inu, en við eigum þessa trygg- ingu ef illa fer. Ég hvet alla, eink- um þó fólk í áhættuhópum til að láta bólusetja sig með því bólu- efni sem boðið verður nú upp á í árlegu bólusetningunni. Ef við fáum slæman svínainflúensufar- aldur mun ég hvetja hvern einasta mann, sem ekki hefur verið bólu- settur, til þess að láta af því verða núna.“ jss@frettabladid.is BÓLUSETNING Sóttvarnalæknir hvetur alla til að láta bólusetja sig með hefðbundnu bóluefni. Komi slæmur svínainfúensufaraldur eigi fólk utan áhættuhópa að láta bólusetja sig með bóluefni gegn þeirri flensu. Svínaflensan kemur þegar líður á vetur Svínaflensan er talin vera að taka völdin og nokkuð víst að hún komi til lands- ins í haust eða vetur. Þetta segir Haraldur Briem sóttvarnalæknir. Bóluefnið sem boðið er upp á inniheldur varnir gegn henni og gömlu flensustofnunum. Fjölsmiðjan á Suðurnesjum er sjálfseignarstofnun með sérstaka stjórn sem starfrækir verkþjálfunar og námssetur. Stofnaðilar að Fjölsmiðjunni á Suðurnesjum eru Rauði kross Íslands, Reykjanes- bær, Vinnumálastofnun, Verkalýðs- og sjómanna- félag Keflavíkur og nágrennis, Verslunarmanna- félag Suðurnesja og Félag iðn- og tæknigreina. Markmið Fjölsmiðjunnar er að vinna með ungu fólki á aldrinum 16-24 ára sem hefur hætt námi eða vinnu. Í Fjölsmiðjunni er verkþátturinn virkj- aður svo unga fólkið öðlist reynslu og hæfni til að finna sér starfsgrein eða að fara í frekara nám. Boðið verður upp á fjölþætta verkþjálfun og fræðslustarfsemi. Starfs- og ábyrgðarsvið: Heyrir undir stjórn Fjölsmiðjunnar Annast daglegan rekstur og stjórnun fjölsmiðjunnar Vinnur að fjáröflun Aflar nýrra verkefna Menntunar- og hæfniskröfur: Menntun sem nýtist í starfi Reynsla og þekking af starfi með ungu fólki Skipulags og forystuhæfileikar Framsýni, metnaður, frumkvæði og sjálfstæð vinnubrögð Framúrskarandi lipurð og hæfni í mannlegum samskiptum Hæfni til að tjá sig í ræðu og riti Umsóknarfrestur er til og með 1. október nk. Vinsamlega sendið umsóknir til Suðurnesja- deildar Rauða kross Íslands, Smiðjuvöllum 8, 230 Reykjanesbæ. Upplýsingar gefur Rúnar Helgason s. 894-4206 og Kristbjörg Leifsdóttir s. 421-6700. Forstöðumaður Fjöl- smiðju á Suðurnesjum TÆKNI Verið er að skoða leiðir innan menntamálaráðuneytisins til þess að sporna við ólöglegu niðurhali á tónlist. Katrín Jakobsdóttir mennta- málaráðherra segir að aukin gjöld á nettengingar séu ein þeirra leiða sem verið sé að athuga. „Við erum að standa fyrir heildar- endurskoðun varðandi höfunda- rétt,“ segir Katrín. „Það er nauð- synlegt að finna leiðir til þess að neytendur taki löglega kosti fram yfir ólöglega. Vissulega eru kostir og gallar við allar hugmyndir en það verður að halda þessari umræðu áfram.“ Alex MacNeil, forstjóri tón- listar síðunnar Gogo yoko, skil- ur hugmyndirn- ar um gjöldin, en STEF lagði þær fram á fundi sem haldinn var í september. „Ég er mjög sam- mála því að tón- listarmenn eigi að fá greitt fyrir sölu og dreifingu á tónlist sinni á netinu.“ Gogoyoko borgar þeim lista- mönnum sem eru með tónlist á síð- unni tvö sent í hvert sinn sem lögum þeirra er streymt. Fjörutíu prósent af auglýsingatekjum fyrirtækisins renna óskertar til tónlistar mannanna og voru í fyrsta sinn greiddar út nú 1. október. „Það er nauðsynlegt að hugsa öðruvísi og leiðirnar fyrir listamenn til að fá greitt fyrir tón- listina sína á netinu þurfa að vera fjölbreyttar,“ segir hann. Gylfi Blöndal, fulltrúi listamanna hjá Gogoyoko, segir að nauðsynlegt sé að gleyma því ekki að ólöglegt niðurhal sé lögbrot og nauðsyn- legt sé að grípa til aðgerða. „Maður fagnar öllum hugmyndum að lausn- um sem koma fram, þær hafa ekki verið margar,“ segir Gylfi. - sv Mennta- og menningarmálaráðuneytið skoðar hugmyndir STEFs varðandi gjöld á nettengingar: Öllum hugmyndum tekið fagnandi GOGYOKO Alex MacNeil forstjóri Gogo- yoko segir tónlistarmenn verða fyrir miklum skaða vegna ólöglegs niðurhals. KATRÍN JAKOBSDÓTTIR Arftakinn staðfestur Yang Hyong Sop, háttsettur emb- ættismaður í Kommúnistaflokki Norður-Kóreu, hefur fyrstur þarlendra ráðamanna staðfest að Kim Jong-un, yngsti sonur Kim Jong-ils, verði arftaki hans á leiðtogastóli. NORÐUR-KÓREA Það má horfa á þessar birgðir eins og tryggingagjald. Maður vonar að það kvikni ekki í húsinu, en við eigum þessa tryggingu ef illa fer. HARALDUR BRIEM SÓTTVARNALÆKNIR Áfram frítt í strætó Frítt verður áfram í strætó á Akur- eyri á næsta ári. Gert er ráð fyrir að farþegafjöldi verði um 480 til 500 þúsund á þessu ári. Um 104 milljónir króna hafa verið settar í rekstur vagn- anna þetta árið. AKUREYRI UMHVERFISMÁL Vilhjálmur Jósefsson, formaður Samtaka atvinnulífsins, segir Svandísi Svavars- dóttur umhverfisráðherra hafa stórskaðað endur- reisn íslensks atvinnulífs. Hann krefst þess að áfrýjun Svandísar á dómi Héraðsdóms Reykjavík- ur um ógildingu á synjun á aðalskipulagi Flóa- hrepps verði dregin til baka. Hann hefur skrifað Jóhönnu Sigurðardóttur for- sætisráðherra bréf þar sem skorað er á hana að beita sér í málinu. Svandís svaraði Vilmundi fullum hálsi strax í yfirlýsingu í gær. Hún sagði hann og SA verða að sætta sig við að hér sæti lýðræðislega kjörinn þing- meirihluti. Þörf væri á meira skapandi mönnum í forystu SA. „Þó að Samtök atvinnulífsins hafi haft sterk ítök í landinu síðustu 18-20 ár þá hefur það breyst,“ segir Svandís í svarbréfi sínu og bætir við að þing- meirihlutinn skipi til verka í framkvæmdavaldinu samkvæmt lögum. „...það er kannski tilhugsun sem þessi ágæti maður þarf að vera að venjast,“ skrifar hún. - jab SVANDÍS SVAVARSDÓTTIR Samtök atvinnulífsins segja umhverfis- ráðherra tefja fyrir endurreisn atvinnulífsins. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Samtök atvinnulífsins segja umhverfisráðherra tefja fyrir endurreisn atvinnulífs: Ráðherra segir SA áhrifalaus Á að hætta við fyrirhugaðan niðurskurð í heilbrigðisþjónustu á landsbyggðinni? Já 79,4% Nei 20,6% SPURNING DAGSINS Er réttlátt að leggja gjald á allar nettengingar til að bæta rétt- indahöfum efnis upp tap vegna ólöglegs niðurhals af netinu? Segðu þína skoðun á visir.is KJÖRKASSINN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.