Fréttablaðið - 09.10.2010, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 09.10.2010, Blaðsíða 12
 9. október 2010 LAUGARDAGUR NOREGUR Kínverski andófsmaðurinn Liu Xiaobo situr í fangelsi í Kína, þar sem hann afplánar ellefu ára fangelsisdóm fyrir að hafa hvatt fólk til undirróðurs gegn ríkisvald- inu í Kína. Hann hlýtur friðarverðlaun Nób- els í ár fyrir „langa og friðsama baráttu sína fyrir mannréttind- um“. Viðbrögð kínverskra stjórnvalda voru harkaleg, eins og fyrir fram var búist við. Eiginkona hans, Liu Xia, fagn- aði hins vegar tíðindunum. Banda- ríska dagblaðið Washington Post hefur eftir henni að þau sjái ekki eftir neinu. „Þetta hefur allt saman verið okkar val. Það verður alltaf svoleiðis. Við tökum afleiðingun- um saman.“ „Liu Xiaobo er glæpamaður sem hefur verið dæmdur af kínverskum dómstólum fyrir brot á kínversk- um lögum,“ segir í yfirlýsingu frá utanríkisráðuneyti Kína, sem hótar því að þessi verðlaunaveiting muni skaða samskipti Noregs og Kína. Að veita honum verðlaunin „geng- ur þvert gegn meginhugmynd verð- launanna og er einnig svívirðing við friðarverðlaunin,“ segir í yfir- lýsingunni. Þegar vestrænir fjölmiðlar skýrðu frá ákvörðun norsku Nób- elsnefndarinnar í gær var slökkt á útsendingu þeirra í Kína. Liu Xiaobo er 54 ára og hefur barist fyrir lýðræðisumbótum og mannréttindum í Kína í meira en tvo áratugi, jafnan í óþökk kín- verskra stjórnvalda. Hann var í fararbroddi þeirra sem kröfðust lýðræðisumbóta á Torgi hins himneska friðar árið 1989, þegar stjórnvöld sendu her- inn til að brjóta þau mótmæli á bak aftur harðri hendi. Hann var þá settur í fangelsi, en var leystur úr haldi árið 1991. Fimm árum síðar var hann aftur dæmdur í fangelsi fyrir að skrifa, ásamt öðrum, opið bréf þar sem hann hvatti til þess að Jiang Zemin, þáverandi forseti Kína, yrði sviptur embætti. Norska Nóbelsnefndin segir að Kínverjar þurfi nú, þegar Kína er orðið eitt helsta efnahagsveldi heims, að taka á sig aukna ábyrgð. Nefndin segir Kínverja hafa brotið gegn ýmsum alþjóðasáttmálum, auk þess sem kínversk stjórnvöld brjóti þau ákvæði um tjáningarfrelsi sem er að finna í sjálfri stjórnarskrá Kína. gudsteinn@frettabladid.is Fangi í Kína fær Nóbelinn Kínversk stjórnvöld brugðust ókvæða við fréttum um að andófsmaðurinn Liu Xiaobo, sem situr í fangelsi, fengi friðarverðlaun Nóbels. Eiginkona hans fagnaði tíðindunum og sagði þau ekki sjá eftir neinu. LIU XIAOBO OG LIU XIA Slökkt var á útsendingum vestrænna fjölmiðla í Kína þegar sagt var frá ákvörðun norsku Nóbelsnefndarinnar í gær. NORDICPHOTOS/AFP Þitt sjónarmið á erindi Framboðsfrestur rennur út á hádegi 18. október 2010 Stjórnlagaþing - Borgartúni 24 – 105 Reykjavík – sími 422-4400 - www.stjornlagathing.is - www.kosning.is - www.landskjor.is Stjórnlagaþing 2011 Bólusetning gegn árlegri inflúensu Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins vill vekja athygli á því að skipulögð bólusetning gegn inflúensu hefst á heilsugæslustöðvum mánudaginn 11. október 2010. Bóluefnið myndar mótefni gegn þremur inflúensuveirustofnum þ.á m. svonefndri svínainflúensu. Hverjum er einkum ráðlagt að láta bólusetja sig? • Öllum sem orðnir eru 60 ára • Öllum, bæði börnum og fullorðnum, sem þjást af langvinnum hjarta-, lungna-, nýrna- og lifrarsjúkdómum, sykursýki, illkynja sjúkdómum og öðrum ónæmisbælandi sjúkdómum. • Starfsfólki heilbrigðisþjónustu sem daglega annast fólk með aukna áhættu. Búast má við að bólusetning geti veitt a.m.k. 70% vörn gegn sjúkdómnum auk þess sem hann verður vægari hjá þeim í hópi bólusettra sem veikjast. Þeir sem tilheyra ofangreindum hópum fá bóluefnið sér að kostnaðarlausu en greiða komugjald sam- kvæmt reglugerð nr. 014 / 2010. Fyrirkomulag bólusetningar getur verið mismunandi milli heilsugæslustöðva. Vinsamlegast leitið frekari upplýsinga á vef Heilsugæslunnar www.heilsugaeslan.is, eða hafið samband við hlutaðeigandi heilsugæslustöð. Heilsugæslan Árbæ, Reykjavík s: 585 7800 Heilsugæslan Efra-Breiðholti, Reykjavík s: 513 1550 Heilsugæslan Efstaleiti, Reykjavík s: 585 1800 Heilsugæslan Fjörður, Hafnarfirði s: 540 9400 Heilsugæslan Garðabæ s: 520 1800 Heilsugæslan Glæsibæ, Reykjavík s: 599 1300 Heilsugæslan Grafarvogi, Reykjavík s: 585 7600 Heilsugæslan Hamraborg, Kópavogi s: 594 0500 Heilsugæslan Hlíðum, Reykjavík s: 585 2300 Heilsugæslan Hvammi, Kópavogi s: 594 0400 Heilsugæslan Miðbæ, Reykjavík s: 585 2600 Heilsugæslan Mjódd, Reykjavík s: 513 1500 Heilsugæsla Mosfellsumdæmis s: 510 0700 Heilsugæslan Seltjarnarnesi s: 561 2070 Heilsugæslan Sólvangi, Hafnarfirði s: 550 2600 Heilsugæslan Lágmúla 4, Reykjavík s: 595 1300 Heilsugæslan Salahverfi, Kópavogi s: 590 3900 Fræðsluefni um inflúensu má finna á vef landlæknisembættisins, www.landlaeknir.is Reykjavík, 9. október 2010 Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins Málþing með notendum Faxaflóahafna Þriðjudaginn 12. október, kl. 16:00 í Sjóminjasafninu við Grandagarð Þú getur alltaf lesið Fréttablaðið frítt á Vísi eða fengið sendan daglegan tölvupóst með blaði dagsins. Nánari upplýsingar á: visir.is/dreifing FRÉTTABLAÐIÐ Á NETINU EFNAHAGSMÁL Ríkissjóður var rek- inn með 52 milljarða króna halla á fyrstu átta mánuðum ársins. Er það 38 milljörðum betri niðurstaða en reiknað var með í upphafi árs. Í skýrslu Ríkisendurskoðunar um framkvæmd fjárlaga fyrstu átta mánuði ársins kemur fram að tekjur ríkisins voru þrettán millj- örðum yfir áætlun og gjöld 25 milljörðum undir áætlun. Að mati Ríkisendurskoðunar þarf að draga útgjöld verulega saman á næsta ári og/eða auka tekjur svo markmið stjórnvalda um að rekstur ríkissjóðs skili afgangi 2013 náist. Á tímabilinu voru 64 stofnan- ir reknar umfram fjárheimildir. Eru það mun færri stofnanir en undanfarin ár. Meta ráðuneytin það svo að jafnvægi náist í öllum tilvikum nema þremur í lok árs. Stofnanirnar sem verða í mínus um áramót eru Flensborgarskóli, Þjóðgarðurinn á Þingvöllum og Vatnajökulsþjóðgarður. Gagnrýnt er harðlega að forsætis ráðuneytið hafi veitt Þjóð- garðinum á Þingvöllum formlega heimild til að fara 20 milljónum króna fram úr fjárheimild árs- ins. Gangi ákvörðunin þvert gegn lögum. Þá er Alþingi hvatt til að fara ítarlega yfir niðurskurðartillög- ur í fjárlagafrumvarpinu og meta hvort þær séu raunhæfar. - bþs Forsætisráðuneytið heimilaði Þingvallaþjóðgarði að fara fram úr fjárheimildum: Halli ríkissjóðs minni en búist var við Á ÞINGVÖLLUM DANMÖRK Átta af hverjum dönsk- um heimilum leyfa að auglýsinga- póstur sé borinn til sín og á 99 prósent þeirra er pósturinn les- inn, samkvæmt könnun fyrir dönsku Neytendasamtökin. „Við notum auglýsingapóst til að fá upplýsingar um vörur til þess að fá samanburð á verði og til þess að okkur verði sem mest úr peningunum, segir Ole E. Ander sen, lektor við viðskipta- háskólann í Kaupmannahöfn. - pg Danir upplýstir um verðlag: Duglegir að lesa auglýsingapésa
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.