Fréttablaðið - 09.10.2010, Síða 26

Fréttablaðið - 09.10.2010, Síða 26
26 9. október 2010 LAUGARDAGUR 18. október 2010 Framboðsfrestur til Stjórnlagaþings rennur út. 6. nóvember 2010 Þjóðfundur með þúsund þátttakendum völdum af handahófi til að ræða málefni stjórnarskrárinnar. 7. nóvember 2010 Niðurstöður þjóðfundarins birtar. 8. nóvember 2010 Stjórnlaganefnd tekur til starfa. Nefndinni ber að vinna úr niðurstöðum Þjóðfundar og afhenda Stjórnlagaþingi þegar það kemur saman, með það að leiðarljósi ber nefndinni að leggja fyrir þingið hugmyndir um breytingar á stjórnarskránni og afla gagna sem nýst geta þingmönnum. 27. nóvember 2010 Kosið til Stjórnlagaþings. 15. febrúar 2011 Stjórnlagaþing kemur saman eigi síðar en þann dag, en ekkert er því til fyrirstöðu að þingið komi saman fyrr. 15. apríl 2011 Stjórnlagaþingi ber að ljúka störfum, en þó má þingið sækja um framlengingu á starfstíma sínum um allt að tvo mánuði. ■ Ef lokadagur þingsins er 15. apríl og frumvarp samþykkt skal það sent til Alþingis til meðferðar. ■ Stjórnlagaþing ákveður hvort og hvenær þjóðaratkvæðagreiðsla fer fram. ■ Frumvarpið fer hefðbundna leið hjá Alþingi líkt og önnur lagafrumvörp, það er samkvæmt ákvæðum laga um þingsköp Alþingis. Það þýðir að frumvarpið er sent til nefndar og ber að ræða við þrjár umræður áður en hægt er að samþykkja frumvarpið á Alþingi. ■ Ef frumvarpið nær samþykki þingsins ber að rjúfa þing þá þegar og boða til alþingiskosninga. ■ Einungis er stofnað til almennra þingkosninga, en ekki til þjóðar- atkvæðagreiðslu um lögin. Þingið gæti þó tekið ákvörðun um að efnt skuli til kosninga sérstaklega um hina nýju stjórnarskrá. ■ Þegar Alþingi kemur saman að nýju eftir kosningar þarf nýkjörið þing að samþykkja lögin á nýjan leik til að þau taki gildi. ENDURSKOÐUN STJÓRNARSKRÁRINNAR 1944-2007 1918 FULLVELDI 1944 LÝÐVELDIÐ 1999 NÝ KJÖRDÆMASKIPAN 1874: Stjórnarskrá um hin sérstak- legu málefni Íslands. 22 tillögur um breytingar til 1918. 1903: Breytingar vegna heimastjórnar á Íslandi (innlent framkvæmdar- vald). 1915: Almennur kosningar- réttur innleiddur. 1918: Ísland fullvalda ríki 1920: Stjórnarskrá konungsríkis- ins Íslands. 14 breytingatillögur til 1944. Þingmenn 42 1934: Kjördæmaskipan fest, þingmönnum fjölgað í 49. 1942: Kosningafyrirkomulagi breytt, þingmenn 52 1944: Stjórnar- skrá lýðveldisins Íslands. 108 breytingartillögur til 2008. 1959: Kosningakerfinu breytt. Þing- menn 60. 1968: Kosningaaldur lækkaður úr 25 í 20 ár. 1983: Gunnar Thoroddsen (lagafrumvarp um gagngerar breytingar). 1984: Kosningafyrirkomulagi breytt, þingmenn 63, kosninga- aldur 18 ár. 1991: Deildaskipting Alþingis afnumin. 1995: Mannréttindakafli stjórnarskrár- innar endurskrifaður. 1999: Kjördæmaskip- an breytt. Sex kjördæmi með lögum. 2009: Endurskoðun hafin. Stjórnlaga- þing í undirbúningi. 60 52 63 Nýtt frumvarp til laga um stjórnlagaþing var lagt fram haustið 2009, talsvert breytt frá fyrri frumvarpstillögu um stjórnlagaþing. ■ Þingið er ráðgefandi og niðurstaða þess í formi frumvarps skal lögð fyrir Alþingi til meðferðar. ■ Skipað minnst 25 og mest 31 þjóðkjörnum fulltrúa. ■ Kosið til þings fyrir 30. nóvember 2010 og það skal koma saman eigi síðar en 15. febrúar 2011. ■ Starfstími styttur verulega. FRÁ HRUNI TIL DAGSINS Í DAG 16. júní 2010 Lög um stjórnlagaþing nr. 90/2010 samþykkt á Alþingi. Sama dag var sjö manna stjórnlaganefnd kosin af Alþingi. 4.-21. október Stjórnlaganefnd stendur fyrir 7 borgarafundum víðs vegar um landið til að kynna ferlið og gefa íbúum kost að koma sínum sjónarmiðum á framfæri vegna endurskoðunar. lagasetningunni hafa gagnrýn- endur því sagt vera litla sem enga; þingið sé afgreiðslustofnun. Þeir sem lengst ganga segja að ríkis- valdið sé í raun tvískipt en ekki þrí- skipt vegna veikrar stöðu Alþingis gagnvart ríkisstjórninni. Beggja vegna borðsins Á undanförnum árum, og síðast í algleymi búsáhaldabyltingarinnar, hafa verið flutt frumvörp á Alþingi um breytingar á stjórnskipaninni. Inntak þeirra er einfaldlega að ráð- herrar gegni ekki þingmennsku sem tekur fyrir þann möguleika að einstaklingur sitji beggja vegna borðsins. Hugmyndin er að lög- gjafarstörfin færist til Alþingis. Í því felst að ráðherra kemur ekki í þingsal nema til að mæla fyrir sínum málum eða til að svara fyrirspurnum. Hann hefur ekki afskipti af því hvaða mál eru á dag- skrá þingsins; er ekki hluti af þing- inu og hefur því ekki atkvæðis rétt. Ráðherrar hafi heldur ekki afskipti af því hvað fastanefndir þings- ins ákveða að taka fyrir og hafa ekki áhrif á afgreiðslu mála innan nefndanna að neinu leyti. Í hnot- skurn: Þeir gera það sem þingið segir þeim að gera en ekki öfugt. Afnám þingræðis Bent hefur verið á að áhrifaríkasta leiðin til breytinga sé að afnema þingræðið með öllu. Með öðrum orðum að styrkja stöðu þingsins með því að taka af því valdið til að ákveða hverjir sitja í ríkisstjórn; hversu órökrétt sem það hljómar í fyrstu. Því til rökstuðnings er bent til Finnlands og Bandaríkjanna, þar sem stjórnskipulagið er ekki þingræðislegt. Því hefur verið haldið fram að hér ríki stjórnmálahefð sem verði ekki breytt nema leikreglunum verði bylt. Það er stjórnlagaþings að ákveða hvort það er æskilegt – eða að ákvarða hvort það er ger- legt. Verkefnið fram undan Deilur um embætti forseta Íslands, sem náðu athygli alþjóðar við synjun forseta á staðfestingu fjöl- miðlafrumvarpsins 2004 sem og Icesave-málið í ársbyrjun, hafa vakið athygli almennings á því hversu óljós stjórnarskráin er. Í kjölfarið komu fram hugmyndir um að rétt væri að leggja embættið niður. Án þess að velta þeim deil- um sérstaklega fyrir sér er hins vegar ljóst að eitt af stærri verk- efnum stjórnlagaþings er að skýra stöðu og hlutverk forsetans svo friður megi nást um embættið. Eiríkur Tómasson, prófessor við lagadeild Háskóla Íslands, hefur skrifað að stjórnskipulegt hlutverk forsetans hljóti að vera eitt af þeim atriðum sem komi til skoðunar við heildarendurskoðun stjórnarskrár- innar. „Tel ég að ganga eigi að því verki með opnum huga, án þess að nokkur kostur sé útilokaður fyrir- fram.“ Án þess að leggja Eiríki orð í munn virðist þetta eiga við um alla aðra þætti laganna. Kosningakerfið og kjördæma- skipanin hafa verið viðvarandi við- fangsefni tillagna um stjórnarskrár- breytingar á lýðveldis tímanum og hefur reyndar verið eitt helsta deiluefni íslenskra stjórnmála. Mat fjölmargra fræðimanna og áhuga- fólks um stjórnmál er að alþingis- menn hafi of mikilla hagsmuna að gæta við ákvörðun um skipt- ingu landsins í kjördæmi og jöfn- un atkvæðisréttar. Alþingismenn séu því vart til þess hæfir að setja landinu sanngjörn og réttlát kosn- ingalög. „Ég held að ein stærstu rökin fyrir að koma á stjórnlagaþingi séu þau að taka þetta vald af þingmönn- um svo þeir geti ekki komið í veg fyrir að skýrt sé kveðið á um það í stjórnarskrá og kosninga lögum að vægi atkvæða skuli vera jafnt á milli borgara þessa lands, sem er að mínu mati grundvallar forsenda lýðræðisins,“ sagði Baldur Þór- hallsson, prófessor í stjórnmála- fræði við Háskóla Íslands, í viðtali við Fréttablaðið í fyrra. Það er nefnilega svo að kosn- ingakerfi hafa ekki þróast af bestu manna yfirsýn. Kerfið er afkvæmi stjórnmálaflokkanna og bundið þeim órofa böndum. Pól- itískir hagsmunir viðhalda því. Stjórnlagaþing gefur því einstakt tækifæri til að breyta kosningalög- gjöfinni. Auðlindir og kirkjan Auðlindaákvæði stjórnarskrárinn- ar og ákvæði um þjóðaratkvæða- greiðslur hafa verið skilgreind sem forgangsmál í þeirri vinnu sem fram undan er. Eins þarf að setja ákvæði um utanríkismál, sem eins og gefur að skilja hafa fengið aukið vægi frá 1944, og hafa ber í huga þann möguleika að Ísland gangi í Evrópusambandið. Við því verður að bregðast með ákvæð- um sem gera ráð fyrir því að hluti ríkis valdsins færist alþjóðastofn- unum á hönd. Mjög aðkallandi spurning sem kemur til kasta stjórnlagaþings- ins er svo málefni kirkjunnar. Er fjárhagslegur og stjórnunarlegur aðskilnaður ríkis og kirkju tíma- bær – sem reyndar er sannfæring þúsunda Íslendinga. Uppstokkun „Getur sú bylting, sem hér er boðuð, átt sér stað? Ég er sann- færður um það. En margir munu berjast gegn henni vegna þess að þeir telja hagsmuni sína stangast á við hana eða að hún sé öldung- is óraunsæ draumsýn,“ sagði Páll Skúlason, fyrrverandi háskóla- rektor, í erindi á stofnfundi Stjórnarskrár félagsins á dögun- um og bætti við: „Þess vegna mun þessi bylting ekki gerast af sjálfu sér. En hún mun ná fram að ganga vegna þess að mannveran, þessi manneskja sem hvert okkar er, er hugsandi vera sem skilur ekki aðeins eigin hag heldur líka þá hagsmuni sem eru í húfi fyrir ver- öldina alla.“ VILTU VITA MEIRA? STJORNLAGATHING.IS STJORNARSKRARFELAGID.IS THJODFUNDUR2010.IS ALTHINGI.IS/LAGAS/ NUNA/1944033.HTML Hlutverk þjóðfundar: Þjóðfundi er ekki ætlað að semja stjórnarskrá. Á þjóðfundi verður kallað eftir meginsjónarmiðum almennings um stjórnskipan landsins. Niðurstöður þjóðfundar eru tilmæli til stjórnlagaþings. Hlutverk stjórnlagaþings: Ráðgefandi þing. Endurskoðar stjórnarskrána. Samþykkir frum- varp um (nýja/breytta) stjórnar- skrá og afhendir Alþingi. Hlutverk Alþingis: Fær frumvarp stjórnlagaþings til meðferðar. Ákveður hvort það verður lagt fram og hvort það verður óbreytt. Pólitískt vægi frumvarpsins gagnvart Alþingi er væntanlega háð því hversu breið samstaða næst á stjórnlagaþing- inu. Aðkoma þjóðarinnar: Alþingi svaraði ekki þeirri spurningu hvernig bæri að haga aðkomu þjóðarinnar í heild að endurskoðun stjórnarskrárinnar. Þó er ljóst að vilji þingmanna stendur til þess að ný stjórnarskrá verði ekki endanlega samþykkt án þess að þjóðin komi þar að með beinum hætti. Allsherjarnefnd Alþingis ræddi tvær meginleiðir: ráðgefandi eða bindandi þjóðar- atkvæðagreiðslu. HLUTVERK HVERS OG EINS ■ Kjörgengir til stjórnlagaþings eru allir sem kjörgengir eru við kosningar til Alþingis. Forseti Íslands, alþingismenn, varamenn þeirra og nefndarmenn í stjórnlaganefnd og undirbúningsnefnd eru þó ekki kjörgengir. ■ Með framboði skal fylgja samþykki frambjóðanda og nöfn minnst 30 og mest 50 meðmælenda sem fullnægja skilyrðum kosningaréttar til Alþing- is. Hver meðmælandi má einungis mæla með einum frambjóðanda. ■ Framboðum til stjórnlagaþings skal skila inn fyrir 18. október. Landið er eitt kjördæmi við kosninguna. GET ÉG BOÐIÐ MIG FRAM TIL STJÓRNLAGAÞINGS? Stjórnlaga- þing: 4 Kjördæma- skipan: 7 Náttúru- auðlindir: 13 Kosningalöggjöf og -aldur: 10 Þjóðaratkvæði: 14 Annað: 12 Þingseta ráðherra: 8 Mannréttinda- ákvæði: 1 Afnám forseta- embættis: 1 Þingnefndir: 4 Kosningakerfi: 1 Bráðabirgðalög: 8 Ný stjórnarskrá/ heildarendur- skoðun: 19 Deildarskipting Alþings: 7 Fækkun ráðherra/ þinghald: 9 Kosningaréttur – aldur: 4 Kjördæma- skipan: 5 Stjórnar- skrárbreyt- ing: 1 Tillögur að breytingum á stjórnarskránni um hin sjerstaklegu málefni Íslands 1874-1920 Flutt voru 22 frumvörp til stjórnskipunarlaga um breytingar á stjórn- arskránni. Tvær breytingar fengust árin 1903 og 1915. Fyrri breytingin var í tengslum við upphaf heimastjórnar á Íslandi 1904 með innlendu framkvæmdarvaldi. Sú síðari var að almennur kosningaréttur var innleiddur. TILLÖGUR AÐ BREYTINGUM Á STJÓRNARSKRÁ KONUNGSRÍKISINS ÍSLANDS 1920-1944 TILLÖGUR AÐ BREYTINGUM Á STJÓRNARSKRÁ LÝÐVELDISINS ÍSLANDS 1944-2009 Stjórnar- skráin verður að vera samin á mannamáli, ekki stofnanamáli, og svo einföld og skýr að börn geti tileinkað sér textan fyrirhafnar- laust og helst skilið flest sem í henni stendur. DAÐI INGÓLFSSON, FORMAÐUR STJÓRNARSKRÁRFÉLAGSINS FRAMHALD AF SÍÐU 26
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.