Fréttablaðið - 09.10.2010, Blaðsíða 32

Fréttablaðið - 09.10.2010, Blaðsíða 32
32 9. október 2010 LAUGARDAGUR 250 tóku þátt í ljósmynda- keppninni Fréttablaðið efndi til ljósmyndasamkeppni í vikunni meðal lesenda sem hvattir voru til að senda inn myndir af fólki um haust. 250 myndasmiðir tóku þátt og má hér sjá mynd- irnar sem hrepptu annað og þriðja sætið auk tveggja sem þóttu sérlega athyglisverðar. HRAFNHILDUR Í HELLISGERÐI Edda Svavarsdóttir er á listnámsbraut í Iðnskólanum í Hafnarfirði og tók þessa mynd í Hellisgerði sem hluta af verkefni sem hún vann með hárgreiðslunema. „Við vorum paraðar saman og þurftum að redda módeli, Hrafnhildur heitir hún. Svo sá ég keppnina auglýsta og ákvað að taka þátt, fékk leyfi hjá fyrirsætunni og sendi inn mynd.“ MYND/EDDA SVAVARSDÓTTIR HAUSTSPOR Í SANDI Gunnar Salvarsson tók þessa mynd í fjörunni við Eyrarbakka af frænku sinni Herdísi Heklu. „Ég er eldheitur áhugaljósmyndari og er yfirleitt með vélina á öxlinni. Sú var raunin um síðustu helgi þegar ég var á Eyrarbakka í heimsókn í afmæli. Við gengum svo niður í fjöruborðið og Herdís Hekla trítlaði á undan mér á tánum enda með eindæmum hlýtt.“ MYND/GUNNAR SALVARSSON HAUSTKYRRÐ Ljósmyndun er áhugamál Braga J. Ingibergssonar sem tók þessa mynd við Hreðavatn á fallegum degi í Borgarfirðinum í haust. „Ég fer oft í slíkar ferðir enda aðaláhugamálið og hefur verið talsvert lengi,“ segir Bragi, sem hreppti annað sætið í keppninni. MYND/BRAGI J. INGIBERGSSON Í LYSTIGARÐIN- UM „Við vorum saman í Lystigarð- inum hér á Akur- eyri feðginin að mynda haustlauf. Ég hef gaman af því að mynda og dóttir mín Helga hefur smitast af áhugamálinu,“ segir Benedikt H. Sigurgeirsson. Eftir að hafa skoð- að afrakstur dags- ins afréð hann að senda inn mynd í keppnina og hreppti hún þriðja sætið. MYND/BENEDIKT H. SIGURGEIRSSON Alex Máni Guðríðarson bar sigur úr býtum í ljósmynda- keppni Fréttablaðsins. „Við vorum að leika okkur og ég vissi af keppninni og tók myndir þegar hún fór að leika sér með laufblöð,“ segir Alex Máni Guðríðarson, þrettán ára, sem hefur haft áhuga á ljósmynd- un síðan hann var átta ára. „Ég tek alls konar myndir, af fólki, dýrum og fuglum.“ Alex hlaut gjafabréf fyrir tvo frá Iceland Express en Benedikt H. Sig- urgeirsson og Bragi J. Ingibergsson sem hrepptu annað og þriðja sætið fengu gjafabréf fyrir tvo í Þjóð- leikhúsið. Í dómnefnd sátu Pjetur Sigurðsson, yfirmaður ljósmynda- deildar Fréttablaðsins, Ólafur Þ. Stephensen, ritstjóri Fréttablaðsins, og Einar Skúlason, markaðsstjóri Fréttablaðsins.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.