Fréttablaðið - 09.10.2010, Blaðsíða 44

Fréttablaðið - 09.10.2010, Blaðsíða 44
 9. OKTÓBER 2010 LAUGARDAGUR2 ● bleika slaufan Málsvarar sjúklinga ● BARÁTTUKONUR FÁ FYRSTU SLAUFURNAR Í ár fengu baráttukonur um land allt fyrstu bleiku slauf- una, konur sem hafa barist við krabbamein og eru marg- ar enn að berjast, og konur sem hafa gefið Krabbameins- félaginu krafta sína í gegn- um árin. Guðbjartur Hannesson heilbrigðisráðherra nældi slaufur í baráttukonurnar í Reykjavík; þær Stefaníu Guðmundsdóttur, Ágústu Ernu Hilmarsdóttur og Guðnýju Kristrúnu Guðjónsdóttur. Á landsbyggðinni nældi t.a.m. Krabbameinsfélag Suður-Þingeyinga bleikar slaufur í Laufeyju Skúladóttur og Elínu Kristjánsdóttur. Krabbameinsfélag Akraness og nágrennis nældi í fyrrverandi stjórnarformann félagsins, Elínu Sigurbjörnsdóttur, og Geirþrúði Charlesdóttur á Ísafirði var afhent slaufan af Krabbameinsfélaginu Sigurvon. Krabbameinsfélag Íslands bein- ir nú í október athygli íslenskra kvenna að því sem hver og ein getur gert til þess að minnka líkur á að fá krabbamein. Þetta eru til- tölulega einföld skilaboð, og við könnumst við þau flest. Ekki er þar með sagt að það sé jafnein- falt að haga alfarið lífsstíl sínum í samræmi við þau. Við skulum hins vegar reyna eftir bestu getu. Samhliða þessu átaki leggjum við áfram mikla áherslu á önnur viðfangsefni félagsins, sem eru m.a. að styðja og efla í hvívetna baráttuna gegn krabbameinum, stuðla að þekkingu og menntun varðandi krabbamein og krabba- meinsvarnir, efla rannsóknir á þessu sviði og styðja framfarir í meðferð og umönnun. Við erum málsvarar sjúklinga og beitum okkur í hagsmunabaráttu fyrir þá. Við veitum sjúklingum og aðstand- endum fræðslu, ráðgjöf og stuðn- ing og reynum að mæta breytileg- um þörfum þeirra á hverjum tíma. Við leggjum okkur fram við að sinna þessum verkefnum, og höfum notið til þess góðs stuðn- ings almennings í landinu. Nú leitum við til landa okkar um að kaupa bleiku slaufuna, sem er seld um allt land til fjáröflunar fyrir Krabbameinsfélagið. Kaup á bleiku slaufunni er stuðningur við störf okkar í þágu kvenna sem greinast með krabbamein, og við ætlum að láta enn meira til okkar taka á því sviði. Sigríður Snæbjörnsdóttir, formaður Krabbameinsfélags Íslands Sigríður Snæbjörnsdóttir, formaður Krabbameinsfélag Íslands. Í baráttunni gegn krabba- meini hér á landi hafa unnist margir góðir sigrar fyrir verk fjölmargra einstaklinga um langan tíma. Bleikur októbermánuður er orðinn föst hefð í íslensku samfélagi, hús eru lýst bleik, konur ganga stoltar með bleikar slaufur í barminum og karlar á jakkaboðungum og bleik- ur litur blasir við hvert sem litið er. Við vitum líka að þetta er ekki ein- göngu gert til þess að létta okkur lífið í upphafi vetrar, þetta eru allt táknmyndir fyrir árvekni- og fjár- öflunarátak Krabbameinsfélags Ís- lands, og hefur svo verið í áratug. Bleiki októbermánuðurinn er helg- aður krabbameini hjá konum, með áherslu á brjóstakrabbamein, sem er algengast þeirra. Nú greinast hér á landi árlega um 1360 manns með krabbamein, þar af um 720 karlar og um 640 konur. Krabbamein er um fjórð- ungur dánarmeina hérlendis og um þriðjungur landsmanna grein- ist með krabbamein einhvern tím- ann á lífsleiðinni. Níunda til tíunda hver kona getur átt á hættu að greinast með brjóstakrabbamein. Þessar tölur eru umhugsunarefni, en við vitum líka að lífshorfur hafa batnað mjög mikið, lífsgæði aukist, meðferð fleygir fram og forvarnir skila árangri. Nú síðsumars og í haust höfum við fengið fréttir um að Íslending- ar hafi náð góðum árangri í saman- burði við nágrannalöndin í lækkun dánartíðni vegna nokkurra tiltek- inna krabbameina. Við gleðjumst öll yfir sigrunum, en við viljum og ætlum að gera miklu betur. Stórir sigrar vinnast venju- lega ekki nema að undangeng- inni baráttu. Í baráttunni gegn krabbameini hér á landi hafa unn- ist margir góðir sigrar fyrir verk fjölmargra einstaklinga um lang- an tíma. Við höfum átt þeirri gæfu að fagna að stórhuga vísindamenn hafa lagt sitt af mörkum til fræði- mennsku svo eftir er tekið, öfl- ugir heilbrigðisstarfsmenn hafa helgað sig starfinu og tileinkað sér framfarir í meðferð, stjórn- völd hafa lagt áherslu á forvarn- ir á þessu sviði og allur almenn- ingur hefur lagt baráttunni lið með margvíslegum hætti. Síðast en ekki síst hafa þeir, sem greinst hafa með krabbamein og aðstand- endur þeirra, barist af miklu afli fyrir framförum á þessu sviði. Ég hvet þjóðina til þess að kaupa bleiku slaufuna og bera hana allan októbermánuð til þess að styðja hið góða starf Krabbameinsfélagsins og til að minna okkur öll stöðugt á mikilvægi árvekni og forvarna á þessu sviði. Guðbjartur Hannesson, heilbrigðis- og félagsmálaráðherra. Margir sigrar hafa unnist Ragnheiður Haraldsdóttir, forstjóri Krabbameinsfélags Íslands, nælir bleiku slaufunni í jakkaboðung Guðbjarts Hannessonar heilbrigðis- og félagsmálaráðherra sem keypti nokkrar fyrstu slaufurnar sem voru seldar. ● LÝSUM ALLT BLEIKT Á hverju ári velur Krabbameins- félagið eina byggingu á höfuð- borgarsvæðinu til að lýsa upp í tilefni átaksins og var Mennta- skólinn í Reykjavík baðaður bleiku ljósi að þessu sinni. Ýmsar byggingar og náttúru- fyrirbrigði voru einnig lýst um land allt og má m.a. nefna 370 metra langt súrálsfæriband í álveri Fjarðaráls við Reyðarfjörð, skógarsvæði Skógræktarfélags Hafnarfjarðar, Kotstrandarkirkju í Ölfusi og Selfosskirkju. Þá má nefna Safnahúsið Ísafirði, fossinn í Búðará og Framhalds- skólann á Húsavík. Einnig hafa félög og fyrirtæki um allt land tekið sig til og lýst byggingar sínar upp í tilefni af árvekni- mánuðinum og má þar nefna Þjóðmenningarhúsið í Reykja- vík, Háskóla Íslands, Þjóðminja- safnið og turn stjórnsýsluhúss Sandgerðis. „Ég er á bleiku skýi“ segjum við þegar gleðin er takmarkalítil og við erum jafnvel ekki alveg rauntengd. Á haustdögum í október vörpum við bleikri birtu á ýmis mannvirki, mýkjum ásýnd þeirra og böðum þau mildum bjarma. En hjá Krabbameinsfélagi Íslands vitum við samt af raunveruleikanum, sem er stundum ekki eins mildur. Þetta er nú í tíunda sinn sem Krabbameinsfélagið stendur fyrir bleikum mánuði og hvetur til umhugsunar og árvekni varðandi krabbamein hjá konum. Á hverju ári greinast hátt á sjöunda hundrað konur með krabba- mein, þar af vel á annað hundrað með brjóstakrabbamein. Sögur þess- ara kvenna eru jafnólíkar og þær eru margar, og snerta í raun allt samfélagið. Við þurfum að segja þessar sögur og hlusta á þær; hafa þær til hliðsjónar við skipulag allrar þjónustu fyrir konur. Seinni hluta októbermánaðar safnar Krabbameinsfélagið margvíslegum sögum kvenna með það að markmiði að skilja betur aðstæður þeirra og varpa ljósi á lífsbaráttuna, sigra og ósigra, gleði og sorg. Sögurnar verða m.a. birtar á vefsíðu okkar og við notum þær til að móta störf- in í framtíðinni. Krabbameinsfélag Íslands verður sextíu ára á næsta ári og sinn- ir vaxandi verkefnum. Félagið er samnefnari fyrir þrjátíu aðildarfé- lög sem starfa um land allt. Verkefnin eru fjölbreytt og leyst af hendi eftir aðstæðum á hverjum stað. Á vegum félagsins starfa margir eld- hugar sem vinna óeigingjarnt starf að málefnum félagsins af mikl- um krafti. Allt byggir þetta starf þó fyrst og fremst á vilja almenn- ings til þess að styðja okkur. Nú eru tímar mikilla átaka og sundrungar. Skerðing heilbrigðis- þjónustu mun hafa mikil áhrif á heilsu og heilbrigði. Vantrú á hefð- bundnar lausnir er áberandi og traust á mörgum stofnunum samfé- lagsins hefur beðið hnekki. Þó er það svo að Íslendingar vilja standa saman og styðja við bakið á þeim sem þurfa stuðning, stuðla að mótun góðs samfélags og finna fyrir samstöðu um góð og uppbyggileg mál- efni. Krabbameinsfélagið hefur notið mikillar velvildar og trausts og við ætlum okkur að standa undir því áfram. Samhliða árvekniátakinu nú í þessum mánuði er fjáröflunarátak, og við bjóðum ykkur nú fal- legu bleiku slaufuna til kaups, en sala hennar er ein aðalfjáröflun fé- lagsins. Það eru allir glæsilegri með bleiku slaufuna, karlar jafnt sem konur – og ekki er unnt að hugsa sér betri gjöf til að gefa og þiggja í október. Ragnheiður Haraldsdóttir, forstjóri Krabbameinsfélags Íslands. Í bleikum raunheimum ● ÞAKKIR Stjórn Krabbameins- félags Íslands þakkar landsmönnum ómet- anlegan stuðning á undanförnum árum og væntir öflugs lið- sinnis í því átaki sem nú stendur yfir. Félag- ið hefur í sex áratugi barist gegn krabba- meinum og fyrir fram- förum sem bætt geta hag krabbameinssjúklinga og aðstandenda þeirra. Við munum gera það áfram. Krabbameinsfélagið er áhugamannafélag sem treystir á velvild almennings. Þitt framlag skiptir máli. Í stjórn sitja: Stefán Eiríksson, Þóra Hrönn Njálsdóttir, Sigurður P. Sigmundsson, Sigríður Snæbjörnsdóttir, Nanna Friðriksdóttir, Jakob Jóhannsson, Guðrún Sigurjónsdóttir Útgefandi: Krabbameinsfélag Íslands Heimilisfang: Skógarhlíð 8, 105 Reykjavík Vefsíða: www.krabb.is Netfang: krabb@krabb.is Ritstjóri: Laila Sæunn Pétursdóttir Ábyrgðarmaður: Ragnheiður Haraldsdóttir Auglýsingar: Fréttablaðið/Hlynur Þór Steingrímsson. Sími 512 5439
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.