Fréttablaðið - 09.10.2010, Blaðsíða 50

Fréttablaðið - 09.10.2010, Blaðsíða 50
„Ég hef ekkert haft fyrir þessari sýningu. Það eru barnabörnin sem standa í þessu,“ segir trésmiðurinn aldni Guðmundur Sigurðsson þegar hann er spurður út í sýninguna Trékarlar sem opnuð verður í Nátt- úrufræðistofu Kópavogs að Hamra- borg 6a klukkan 14 í dag. Viður- kennir þó að eiga verkin sem þar eru sýnd. Hann rekur rætur þeirra, í bókstaflegri merkingu, að Hlíðar- vegi 3 í Kópavogi þar sem hann bjó lengi ásamt konu sinni. „Ég gróð- ursetti ösp í garðinum árið 1968 sem var felld þrjátíu árum síðar og úr því tré komu fyrstu karlarnir,“ segir hann með glettni í augum. „Sem strákur gat ég aldrei verið til friðs nema ég væri að smíða,“ rifjar Guðmundur upp „Ég smíðaði mér til dæmis hlaupahjól, maga- sleða og kajak. Svo hefur það fylgt mér gegnum tíðina að þurfa alltaf að vera eitthvað að gera.“ Hversu marga trékarla skyldi Guðmundur búinn að tálga? „Frómt frá sagt þá hef ég ekki tölu á þeim. Fólk hefur verið að koma til mín og biðja mig að höggva karla og vilja borga mér fyrir en ég hef aldrei verið peningamaður. Ég tók það ráð að strax og karlarnir losnuðu lét ég þá fara.“ Í tengslum við sýninguna hefur verið gefin út bók með myndum af 34 fígúrum Guðmundar. Hún ber heitið Trékarlar, Skrattinn, Ketill og fæðingarhálfvitarnir hans afa. Hann er beðinn að útskýra það: „Dótturdóttir mín, Lóa Pind Aldísar- dóttir, skrifaði texta í kringum myndirnar. Þú mátt hafa mig fyrir því að Lóa er gimsteinn. En ég skil ekkert í henni að fara að gera 85 ára snarruglaðan karl að einhverju listaséníi. Það kemur mér spánskt fyrir sjónir,“ segir hann og hlær. Verður svo alvarlegur aftur. „En þegar fólk fer að fullorðnast þá er voða mikið atriði, til að halda and- legri og líkamlegri heilsu, að hafa eitthvað af áhugamálum.“ - gun Skil ekkert í henni Lóu Með listrænu auga og högum höndum hefur Guðmundur Sigurðsson gefið gömlum trjábolum framhalds- líf. Sýningin Trékarlar sem verður opnuð í Náttúrufræðistofu Kópavogs í dag ber gott vitni um það. Ein af mörgum styttum sem Guðmund- ur hefur gert úr gömlum tréstaur. MYND/ÓLÖF DÓMHILDUR JÓNSDÓTTIR „Ég gróðursetti ösp í garðinum árið 1968 sem var felld þrjátíu árum síðar og úr því tré komu fyrstu karlarnir,“ segir Guðmundur um tré karlana sína. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Íslenska landsliðið í sundi tekur á móti því færeyska í sund- keppni landanna í dag. Færeyska landsliðið í sundi sækir það íslenska heim í dag en liðin etja kappi í Laugardalslaug. Keppt verður í fimmtán greinum. Þar af eru tólf einstaklingskeppnir, tvö boðsund og sérstakt boðsund með átta manna liði skipuðu körlum og konum. Sigurvegari mótsins er sú þjóð sem er með flest stig eftir fimmtán greinar. Íslenski hópurinn á harma að hefna frá því í fyrra þegar mótið var haldið í fyrsta sinn en þá fóru Færeyingar með sigur af hólmi. Mótið, sem hefst klukkan 16, verður sýnt í beinni útsendingu á SportTV. Frændþjóðir takast á Jacky Pellerin, þjálfari íslenska lands- liðsins í sundi, ásamt sundmanninum Jakobi Jóhanni Sveinssyni. MYND/SUNDSAMBAND ÍSLANDS ALLT ÞAÐ FÍNA FRÁ KÍNA FRÁBÆRT VERÐ MARGAR GERÐI R AF VÖNDUÐUM VÖ SUM HEILSUVÖRUR - H EILSUTE S í m i : 5 5 3 8 2 8 2 ¦ S k e i f a n 3 j ¦ w w w . h e i l s u d r e k i n n . i s FJÖLBREYTT ÚRVA L AF FENG-SHUI VÖ RUM Kjötsúpuveisla í Dalakofa Nú fögnum við glæsilegri viðbót í skálaflóru Útivistar með með kjötsúpuveislu helgina 15.-17 okt. Skráning á skrifstofu Útivistar eða á www.utivist.is Í grænni lautu Síðasti dagur rýmingarsölunnar 60-80% afsláttur af öllu allt á að seljast prútt stemming í dag. Í grænni lautu laugarvegi 25 opið 11-16 s. 5335500 Vinjettuhátíð verður haldin í Gróttu á Seltjarnarnesi milli 14 og 16 á morgun í til- efni þess að Ármann Reynisson á tíu ára ritafmæli um þessar mundir. Hann hefur fengið til liðs við sig fjölda upplesara auk þess sem nemendur úr Tónlistarskóla Sel- tjarnarness leika tónlist fyrir gesti undir stjórn Gylfa Gunnarssonar skólastjóra. Nýtt dansmyndband DanceCenter RVK verður frumsýnt í Apó- tekinu á laugardag klukkan 22. Mynd- bandið er unnið af starfsmönnum Illusion og Lindu Ósk Valdi- marsdóttur, danskenn- ara og verkefnastjóra DanceCenter RVK. Heimild: www. dancecenter.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.