Fréttablaðið - 09.10.2010, Blaðsíða 51

Fréttablaðið - 09.10.2010, Blaðsíða 51
LAUGARDAGUR 9. október 2010 3 „Það útskýrir hversu nýjunga- gjarnir, meðvirkir og fljótfærir Íslendingar eru, eins og þeir voru í sambandi við Alþjóðagjaldeyr- is sjóðinn. Við teljum okkur allt- af best í heimi, en þegar stærri aðilar nálgast okkur, eins og AGS og Bandaríkin, breytumst við í lúpur, skreppum saman og þorum ekki að mótmæla. Því erum við ósköp smá peð þegar á reynir, þótt við kunnum vel að dressa okkur upp í leikrit og þykjast miklir kóngar,“ segir Hermundur og nefnir líka til sögunnar fæð- ingardag íslenska lýðveldisins sem er 17 með þversummuna 8. „Átta merkir allsnægtir og vel- gengni og vissulega eru Íslend- ingar vinnusamir og með sterka aðlögunarhæfni. Velgengni fer hins vegar alfarið eftir grunn- þáttum í viðhorfi þjóðar gagn- vart tilverunni og árangri í líf- inu, á hvað Íslendingar trúa; ást og kærleika, eða græðgi og peninga. Því ef við fylgjum því sem við trúum á náum við slík- um árangri,“ segir Hermundur og bætir við að Íslendingum sé eðlislægt að láta of mikið yfir sig ganga, enda eigi mótmæli þeirra heima í eldhúskróknum, þar til þeir eru bornir þaðan út, en þá fari þeir loks út með pottana sína. „Svo segir Steingrímur J. að það sé eðlilegt að fólk mótmæli. Auðvitað er ekkert eðlilegt við mótmæli og við eigum ekki að þurfa að standa í mótmælum. En við lifum í vægast sagt óeðlilegu ástandi og undarlegt að segja svona,“ segir Hermundur, sem með miðilsaugum rýnir yfir í framtíðina: „Því miður förum við ekki að sjá fram úr kreppunni fyrr en á vormánuðum 2013. Enn eru eftir margar holskeflur, enda þjóðin á hausnum þótt landsherrarnir vilji ekki viðurkenna það,“ segir Her- mundur sem í viðtali við Frétta- blaðið 2005 sagði að ef Íslending- ar sneru ekki við dæminu strax árið eftir sætu þeir uppi með óyfir- stíganleg vandamál eftir 2007. „Og nú höfum við fengið skellinn, en þó ekki af fullum þunga. Ný ríkisstjórn mun taka við stjórnartaumum fyrir jól, en sú mun ekki heldur starfa lengi og í raun mun engin ríkisstjórn sitja út kjörtímabilið fyrr en 2013. Ætli Lilja Mósesdóttir eða Þór Saari verði ekki næsti for- sætisráðherra, þótt alltaf sé gott að getað gasprað á hliðarlínunni eins og Steingrímur og Jóhanna gerðu á sínum tíma, en eftir að fólk kemst í valdastól er þaggað niður í því af öfga- og þrýsti- hópum, því landinu er stjórnað af auðmönnum en ekki ríkis- stjórninni, eins og alltaf er að sýna sig,“ segir Hermundur og stingur upp á að stjórnmálamenn vinni hluta úr ári í fiski, land- búnaði eða á spítölunum til að vera innan um fólkið sitt, í stað þess að borða snittur einangrað- ir úti í bæ. „Þeir eiga auðvitað að vinna venjulega vinnu líka til að fá skilning á þjóðarsálinni í kaup- ið, því ella tapa þeir öllum tengsl- um,“ segir Hermundur, sem ekki sér fyrir hlé á mótmælum nema núverandi ríkisstjórn fari frá. „Þótt AGS viðurkenni störf hennar fyrir framúrskarandi árangur í peningamálum, hefur sú stofnun ekki hugmynd um hvernig hjarta Íslendinga slær né neina tilfinningu fyrir mannlegu eðli. Peningar hafa eðli Pacmans, sem er að éta, éta og éta, og þess vegna er ríkisstjórnin nú að éta upp eignir landsmanna. Ef ekk- ert verður að gert fyrir heimilin strax er ég hræddur fyrir Íslands hönd, því við missum svo verð- mætt fólk úr landi,“ segir Her- mundur og bætir við: „Á Íslandi er ekki verandi lengur og marg- ir farnir að kvíða efri árum. Það er búið að taka alla tilhlökkun af fólki og best ef við gerðumst öll pólitískir flóttamenn í Danmörku og Noregi þar til land tekur að rísa á ný.“ Og að sögn Hermunds er mikið að gera eftir að kreppa fór að. „Víst er svart yfir mörgum og mikið ástand í fjölskyldum. Margir íhuga að skilja því fólk er orðið uppgefið. Þá eru veik- indi að aukast vegna viðvarandi streitu og lítið talað um sjálfsvíg, sem þó eru mörg. Ég fæ viku- lega símtöl frá fólki sem er að gefast upp á lífinu, búið að missa fjölskyldu sína og langar að vita hvort eitthvað breytist til batn- aðar. En við Íslendinga vil ég segja: Það er alveg sama hversu svartnættið er mikið, það mun alltaf birta á ný. Sjálfur veit ég að allt fer vel á endanum og við munum ná okkur upp úr þessu bakslagi. Ég hef gríðarlega trú á Íslendingum og finnst við stödd í miklum tækifærum til framfara; ekki bara sem þjóð í viðskipta- umhverfi heldur tækifærum til að vera nær hvert öðru, skynja náungakærleikann og gefa meira af okkur. Við þurfum að standa saman og haldast í hendur og ég veit að við höfum það öll í okkur því Íslendingar eru tilfinningaleg og gefandi þjóð, eins og sést best í hamförum þegar allir leggjast á eitt og hjálpa til. Í því erum við rosalega dugleg. Við skulum því sýna samstöðu og náungakær- leik, bjóða góðan dag, brosa og hrósa hvort öðru, því allt léttir það tilveruna, og vera uppbyggj- andi í stað þess að byrja alltaf á neikvæðu tali um ástandið í þjóð- félaginu.“ thordis@frettabladid.is Með augum miðilsins sér Hermundur ekki stytta upp yfir Íslandi fyrr en 2013 og að engin ríkisstjórn sitji heilt kjörtímabil fyrr en þá. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI „Við Íslendinga vil ég segja: Það er alveg sama hversu svartnættið er mikið; það mun alltaf birta á ný.“ Trúðar ríða á vaðið í skipulagðri dagskrá í tengslum við kvenna- frídaginn 25. október. Trúðaatriði með sérfræðingun- um Mr. Klumz og Plong er fyrsti atburður skipulagðrar dagskrár sem Skotturnar og Listasafn Reykjavíkur gangast fyrir á Kjar- valsstöðum í aðdraganda Kvenna- frídagsins. Það eru leikkonurn- ar Tinna Þorvalds Önnudóttir og Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir sem bregða sér í hlutverk trúðanna og kynna niðurstöður úr rannsókn- um sínum. Á sunnudaginn klukkan 15 verð- ur Þóra Þórisdóttir síðan með fyrirlestur sem snýr að konum í myndlist og hvernig orðræðan um myndlist þeirra birtist. Hún bregð- ur upp myndum af konum í mynd- list jafnt innan sem utan ramm- ans. Fjallað verður um innkomu feminismans í myndlist á ofan- verðri síðustu öld og um lífsseig- ar, kynjaðar goðsagnir varðandi listsköpun. Þá verður kastljósinu beint að yfirstandandi sýningum Listasafns Reykjavíkur þar sem konur eru í forgrunni. Á mánu- dag verður ljóðadagskrá tileinkuð Stíga mótum. - ve Trúðar á Kjar- valsstöðum Konur verða í aðalhlutverki á Kjarvals- stöðum um helgina. 3 Smárar Smáralind • 578 0851
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.