Fréttablaðið - 09.10.2010, Blaðsíða 76

Fréttablaðið - 09.10.2010, Blaðsíða 76
 9. OKTÓBER 2010 LAUGARDAGUR10 ● bleika slaufan Árangur leitar að krabbameini í leghálsi endurspeglast í 90 prósenta lækkun á dánartíðni frá upphafi leitar. Árangur brjóstaleitar hefur lækkað dánartíðni umtalsvert. „Skipuleg leit að leghálskrabba- meini hófst á vegum Krabba- meinsfélags Íslands árið 1964 í Reykjavík en frá árinu 1969 hafa skoðanir farið fram á landinu öllu. Skipuleg leit að brjóstakrabba- meini með brjóstamyndatöku hófst síðan 1. nóvember 1987,“ segir Sigríður Þorsteinsdóttir, hjúkr- unarframkvæmdastjóri Leitar- stöðvar Krabbameinsfélagsins. Krabbameinsleit er hluti af for- varnaþjónustu á vegum heilbrigðis- yfirvalda en Leitarstöðin sér um framkvæmd legháls- og brjósta- krabbameinsleitar. LEIT FER FRAM Á 30 STÖÐUM Konur á landinu fá send boð um að mæta í skoðun óháð búsetu en leit- arstöðin skipuleggur og hefur um- sjón með leitinni á öllu landinu og fer skoðun fram árlega eða annað hvert ár á 30 stöðum. „Mælt er með að konur á aldr- inum 20 til 39 ára mæti á tveggja ára fresti í leghálsskoðun en konur á aldrinum 40 til 69 ára fá boð um að mæta til leghálsleitar á tveggja til fjögurra ára fresti og til brjóstaleitar á tveggja ára fresti,“ útskýrir Sigríður. Ef frumubreytingar finnast í leghálsi er þeim fylgt eftir með þéttu eftirliti eða leghálsspeglun. Ef röntgenmyndir af brjóstum gefa tilefni til fara konur í sérskoðan- ir hjá sérfræðingum. „Konur sem finna hnút eða önnur einkenni í brjóstum fá einnig tíma í sérskoð- un hjá lækni,“ útskýrir Sigríður. LÍTIL ÓÞÆGINDI Sumar konur kvíða leitinni en það er óþarfi. Í leghálssýnatöku er tekið frumusýni frá yfirborði leg- hálsins með bursta og spaða og niðurstöður liggja fyrir eftir um tíu daga en niðurstöðu brjósta- myndatöku eftir tvær til þrjár vikur. „Við brjóstayndatökuna er beitt pressu sem getur vald- ið vissum óþægindum en lang- flestar konur finna ekki sárauka við myndatökuna,“ segir Sigríður og bendir á að ekki þurfi að ótt- ast geislunina í myndatökunni og myndir eru ekki teknar þéttar en á 18 mánaða fresti nema sérstak- ar ástæður liggi að baki. MIKILL ÁVINNINGUR „Árangur af leghálsleitinni er mjög góður, sem kemur fram í um 90% lækkun á dánartíðni sjúk- dóms frá upphafi leitar innar,“ segir Sigríður, en árangur af brjóstaleitinni bendir til allt að 40-45% lækkunar dánartíðni hjá þeim konum sem hafa mætt í hóp- leitina miðað við dánartíðni þeirra sem ekki mæta. FLEIRI ÞURFA AÐ MÆTA Árlega mæta um 30 þúsund konur í leghálsskoðun á Leitarstöð, heilsu- gæslustöðvar eða hjá sérfræðing- um. Um 20 þúsund konur mæta ár- lega í brjóstaröntgenmyndatöku. „Mæting til leitar mætti vera betri, sérstaklega meðal yngri kvenna þar sem mæting á þriggja ára fresti er um 50% á aldrinum 20-24 ára og um 60% á aldrinum 25-29 ára,“ segir Sigríður og telur ástæðu til að hvetja ungar konur til mæta í leghálsskoðun í ljósi aukinnar tíðni forstigsbreytinga sem er tilkomin vegna aukinnar tíðni HPV-sýkinga í þessum ald- urshópi. „HPV-veirusmit er ein- kennalaust og smitast í 99% til- fella með samförum. Rannsókn- ir hafa sýnt að HPV-veira finnst í yfir 90% kvenna með frumubreyt- ingar í leghálsi og leggöngum og í nálægt 100% leghálskrabba- meina.“ Sigríður segir mætingu kvenna á aldrinum 40-69 í brjóstakrabba- meinsleit mætti líka vera betri. „Tveggja ára mæting er um 60% og konur mæta óreglulega, oft á fjög- urra ára fresti,“ segir Sigríður. MIKIL TÆKNIÞRÓUN Húsnæði Leitarstöðvarinnar og allur tæknibúnaður var endurnýj- aður árið 2008. Þá voru fimm ný stafræn brjóstaröntgentæki tekin í notkun, eitt tæki þjónar lands- byggðarleitinni og eitt tæki er á Ak- ureyri. „Með stafrænni tækni eru myndir lesnar beint af tölvuskjá í stað röntgenfilmu og er greining- artækni betri. Tölvuforrit gerir úrlestur röntgenmynda auðveldari og hægt er að senda myndir raf- rænt á milli staða,“ segir Sigríður en fleiri tækninýjungar hafa litið dagsins ljós. Tvö ný ómtæki voru tekin í notkun á Leitarstöðinni í Skógar- hlíð og í leghálskrabbameinsleit var tekin upp notkun vökvasýna í stað hefðbundinnar frumustroka. „Við höfum jafnframt leitast við að bæta þjónustuna meðal annars með því að konur með einkenni í brjóstum fá nú viðtal við hjúkrun- arfræðing og þjónusta lækna hefur verið aukin með fjölgun sérskoðun- artíma.“ ÓDÝR FORVÖRN Starfsfólk Leitarstöðvar hvetur konur til að fara reglulega í krabba- meinsskoðun, það er ódýr forvörn sem skilar árangri. - sg Mikilvæg forvarnaþjónusta Sigríður Þorsteinsdóttir, hjúkrunarframkvæmdastjóri Leitarstöðvar Krabbameins- félags Íslands. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA „Hugmyndin var að búa til bleika slaufu fyrir alla. Nælan hefur höfð- að meira til kvenþjóðarinnar, en nammið geta allir borðað,“ segir Herborg Harpa Ingvarsdóttir arki- tekt sem ásamt Þórunni Hannes- dóttur vöruhönnuði hefur hannað og framleitt hlaup í formi bleikrar slaufu. „Við sendum inn tillögu í sam- keppni sem Krabbameinsfélagið hélt um hönnun á bleiku slaufunni. Hefðin hefur verið að hafa nælu og þannig var það einnig í ár en hins vegar þótti hugmyndin okkar það skemmtileg að við vorum hvattar til að þróa hana lengra í samstarfi við Krabbameinsfélagið,“ útskýrir Herborg Harpa en allur ágóði af sölu sælgæt- isins rennur til Krabbameinsfélagsins. „Slagorð vörunnar er „Fáðu þér gott fyrir gott“, það er að fá sér nammi fyrir gott málefni,“ segir hún en þær stöllur, sem vinna undir nafninu Færið, hafa verið í sam- starfi við Nóa Siríus og Plastprent við hönnun vörunnar. Hlaupið er selt í hundrað gramma pokum. Það verður til sölu á nokkr- um stöðum á borð við Kraum, Epal, Hrím, N1, Kaffitár, Póstinn, Sirku, Melabúðina, Þína verslun – Selja- braut, Valfossi og Rauðakrossbúð- unum í Fossvogi og á Hringbraut. Nána á www.faerid.com. - sg Gott fyrir gott Þórunn og Herborg Harpa mynda tvíeykið Færið en þær hafa hannað bleikt sælgæti í formi bleiku slaufunnar. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN ● DHL BJARGAÐI SLAUFUNNI HEIM Framleiðslu- og hönnunar ferlið á Bleiku slaufunni tafðist nokkuð í sumar þar sem Krabba- meinsfélagið og Ragnheiður, hönnuður slaufunnar, lögðu mikla áherslu á að slaufan yrði einstaklega falleg og klæðileg. Því mátti litlu muna að slaufan næði ekki hingað til lands á réttum tíma. Þegar ljóst varð að sú flutningsleið sem í upphafi var valin myndi ekki ná að flytja slaufurnar til lands- ins fyrir 1. október leitaði Krabbameinsfélagið á náðir DHL, sem flutti eitt tonn af slaufum alla leið frá Kína til Íslands á einungis tveimur dögum og studdi verkefnið Bleika slaufan verulega með því að halda kostnaðinum í algjöru lágmarki. „Það er okkur sönn ánægja að styðja við góð málefni eins og Bleiku slaufuna og Krabbameinsfélagið. Við gerum okkur grein fyrir því hversu vel það fjármagn er nýtt sem kemur inn með sölu Bleiku slaufunnar og vildum því leggja hönd á plóg til að átakið tækist sem best og félagið gæti selt allar þær 50.000 slaufur sem markmiðið er að selja í ár,“ sagði Atli Einarsson, framkvæmdastjóri DHL á Íslandi. COOLMINT FLUORIDE TOTAL CARE
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.