Fréttablaðið - 09.10.2010, Blaðsíða 88

Fréttablaðið - 09.10.2010, Blaðsíða 88
40 9. október 2010 LAUGARDAGUR U m ár er síðan stjórn- endur teiknimynda- fyrirtækisins Caoz settu í fimmta gír með það fyrir augum að búa til þrí- víða tölvuteiknimynd um þrumu- guðinn Þór. Myndin hefur verið á fæðingardeildinni í nokkur ár og hafa bæði Þór og handrit sögunn- ar tekið stakkaskiptum í ferlinu. Sá Þór sem kvikmyndahúsagestir fá að sjá þegar myndin verður frumsýnd næsta haust er drengur á grunnskólaaldri sem býr hjá ein- stæðri móður sinni í litlu þorpi og nemur járnsmíði. Ekki er vitað hver faðir hans er en sá orðrómur mun á kreiki að það sé sjálfur Óðinn. Þegar jötnar ráðast á þorpið held- ur hann í hjálparleiðangur með tal- andi hamar í farteskinu. Glímt við guði Þeir Hilmar Sigurðsson, fram- kvæmdastjóri Caoz, og Arnar Þórisson, einn framleiðenda mynd- arinnar, segja vandasamt að koma goðafræðinni, sem Snorri Sturluson færði í letur fyrir um átta hundruð árum, á teiknimyndaform svo jafnt börn sem fullorðnir tengi við sög- una. „Vandinn við guði er að þeir eru eilífir og þroskast ekkert. Það hentar illa kvikmyndaformi,“ segir Arnar. Því hafi verið ákveð- ið að færa söguna til nútímans að nokkru leyti – ekki síst hvað fjöl- skylduformið áhrærir. Aðstandendur myndarinnar höfðu eðlilega áhyggjur af því að fræðasamfélagið myndi skjálfa við meðferðina á sagnaarfinum. Blásið var til málstofu með íslenskudeild Háskóla Íslands þar sem verkefnið var kynnt. „Við höfðum miklar áhyggjur af því að fá neikvæð viðbrögð. Það gladdi okkur þegar fræðimennirnir lýstu yfir ánægju með að unnið sé með sagnaheiminn sem uppsprettu að einhverju nýju. Þeir telja sög- urnar hafa verið til í munnmælum áður en Snorri skráði þær og ekki vitað hverju hann breytti,“ segir Hilmar. Hann bætir við að þótt saga Snorra af þrumuguðnum hafi tekið stakkaskiptum í meðförum Caoz sé haldið tryggð við ákveðin karaktereinkenni. „Karakter gallerí í norrænni goðafræði er stórkost- legt. Við bætum aðeins við, svo sem vinkonu Þórs og móður hans,“ segir Hilmar en á fjórða hundrað persóna eru í myndinni, sem allar þarf að teikna frá grunni, svo sem undirheimadrottninguna Hel og hennar skrautlegu en ógnvekjandi hirð. Loka er hins vegar ekki að finna í sögunni. Hilmar segir Loka svo litríkan persónuleika að hann gæti þurft aðra mynd undir sig. Skjaldbökuhraði Hilmar segir ekki hlaupið í verk- efni á borð við teiknimyndina um Þór. Caoz hafi verið tíu ár á leið- inni. „Þegar við bjuggum til Litlu lirf- una ljótu vorum við að sanna fyrir sjálfum okkur að við gætum gert hana. Með Önnu og skapsveiflun- um fyrir þremur árum vorum við að sýna umheiminum að við gætum gert þetta áður en við færum í svona risaverkefni. Þetta voru æfingar,“ segir Hilmar. Hjá Caoz starfa áttatíu manns í dag í fjórum stúdíóum í þrem- ur löndum. Við Skúlagötuna eru 28 sérfræðingar á ýmsum svið- um teiknimyndalistarinnar frá sjö þjóðlöndum. Hinir starfsmenn fyrirtækisins eru í Þýskalandi og á Írlandi. Ársverkin eru nú orðin hundrað. Allt eru þetta hálauna- störf sem flest urðu til hér á sama tíma og atvinnuleysi var að auk- ast í nær öllum öðrum geirum. Því er greinilega ekki að skipta í hug- verkageiranum. Milljarðaverkefni Aðstandendur Caoz hafa varið tæpum þremur árum í fjármögn- un myndarinnar um Þór, sem mun kosta 1,4 milljarða króna í fram- leiðslu. Að fjármögnuninni koma 24 fjárfestar, fyrirtæki og stofnan- ir. Erlendir kvikmyndasjóðir fjár- magna tæp þrjátíu prósent myndar- innar, fjárfestar rúman fimmtung og framleiðendurnir sjálfir 14,6 prósent. Evrópski kvikmyndasjóð- urinn Eurimages er á meðal þeirra sem lögðu fram fé til myndarinnar ásamt þýskum og írskum sjóðum. Hilmar bendir á að staða Caoz sé nú orðin slík að fyrirtækið sé gjaldgengt sem stórt fyrirtæki í teiknimyndagerð á evrópsk- an mælikvarða og geti sótt um til allra kvikmyndasjóða sem tengjast Íslandi, Norðurlöndunum og megin- landi Evrópu. Þótt ár sé í frumsýningu er búið að selja myndina í forsölu til þrjá- tíu landa. Það er smáræði miðað við háleitar áætlanir samstarfsað- ila Caoz á meginlandi Evrópu. Þeir telja sig geta komið henni á hvíta tjaldið í hundrað löndum. Þór 2? Greinilegt er að gríðarleg vinna liggur á bak við tölvuteiknimynd- ina um ævintýri þrumuguðsins og mikil þekking er orðin til í tölvu- teiknimyndagerð. „Sagnaheimur- inn er mjög ríkur. Við höfum tæki- færi til að ferðast víða um hann. Við sjáum þetta sem fyrsta skrefið að einhverju meiru,“ segir Hilmar Sigurðsson, framkvæmdastjóri Caoz. HILMAR OG ARNAR Forsvarsmenn Caoz höfðu áhyggjur af því að meðferð þeirra á ritverki Snorra Sturlusonar mynda valda reiði í fræðaheiminum. Þeim létti þegar sérfræðingar í fornritum í Háskóla Íslands lýstu yfir ánægju með nýja framsetningu og notkun á sagnaarfinum. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA KARAKTER BÚINN TIL Allar persónur eru búnar til með hendur út frá líkamanum. Það er gert svo hægt sé að móta líkamann frá öllum hliðum. Um viku tekur að búa til sjö til tíu sekúndna myndbrot. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Forn saga verður að dýrustu kvikmynd Íslandssögunnar Teiknimyndafyrirtækið Caoz fagnar tíu ára afmæli á næsta ári. Blásið verður til gríðarlegrar afmælisveislu, sem öðru fremur felst í frumsýningu á tölvuteiknaðri þrívíddarmynd í fullri lengd um þrumuguðinn Þór. Jón Aðalsteinn Bergsveinsson settist niður með nokkrum af forsvarsmönnum fyrirtækisins og fræddist um hausverkinn sem felst í gerð tölvuteiknaðrar stórmyndar. STÍGA VERÐUR MÖRG SKREF ÁÐUR EN TÖLVUTEIKNIMYND VERÐUR TIL HÆGFARA ÞRÓUNARFERLI 1 Hvert atriði er grófteiknað. Eins og sést var upphaflega persónan stærri í fyrstu drögum. Aðstandendur myndarinnar talsetja sjálfir. 2 Fyrsta atrenna í tölvuteiknun. Atrið-ið er grófteiknað í tölvu. Höndum og fótum er sleppt til að spara tíma. 3 Hreyfingu bætt við. Myndin enn gróf. Hlutum hefur verið bætt við. 4 Búið að setja endanlegt form á persónu myndarinnar og klæða hana í föt. Umhverfið er enn gróft. Flestir hlutir eru komnir á myndflötinn. 5 Endanlegt atriði. 1 2 3 4 5 ➜ Eina af Íslendingasögunum eða 800 ára gamla bók. ➜ Friðrik Erlingsson til að skrifa handritið 25 sinnum. ➜ Óskar Jónasson til að leikstýra myndinni. ➜ 1,4 milljarða króna. ➜ Áttatíu sérhæfða starfsmenn í tölvuteikni- myndagerð, brellum og fleira. ➜ Fjögur stúdíó í þremur löndum. ➜ Samstarfsaðila í tölvuteiknimyndagerð á Norðurlöndum. ➜ Geymslupláss því einn myndrammi er um 9 mb. Allt efni í kringum hann er tuttugu- falt meira. ➜ Þolinmæði því það tekur einn tölvu- myndateiknara viku að búa til sjö til tíu sekúndur af myndefni. ➜ 125 þúsund ramma af myndefni. Tvöfalt fleiri ramma þarf í þrívíða mynd. ➜ Myndin um Þór er því 9 mb x 250.000 rammar. Það jafngildir 2.250.000 mb. ➜ Gott tölvukerfi. Kerfi Caoz jafnast á við að 250 borðtölvur með tvöfaldan örgjörva hver séu í fullri keyrslu á sama tíma. ➜ Gagnaver. Öll gögn Caoz speglast í gagna- veri Thor Data Center í Hafnarfirði. Glatist gögnin í húsakynnum Caoz tapast aðeins tvær klukkustundir af efni og vinnu. ÞETTA ÞARF TIL AÐ BÚA TIL MYNDINA UM ÞÓR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.