Fréttablaðið - 09.10.2010, Blaðsíða 100

Fréttablaðið - 09.10.2010, Blaðsíða 100
52 9. október 2010 LAUGARDAGUR52 menning@frettabladid.is ALLA DAGA FRÁ YNGVI 13 – 17 TOPPNÁUNGI Leikritið Fólkið í kjallar- anum verður frumsýnt í Borgar leikhúsinu í kvöld. Verkið byggir á samnefndri verðlaunabók Auðar Jóns- dóttur. Kristín Eysteins- dóttir leikstjóri segist hafa heillast af kynslóðarýni verksins og spurningunni um hvort það sé hægt að hafa bæði ábyrgð og frelsi. Á borði í forsal Borgarleikhúss- ins situr Kristín Eysteinsdóttir með fartölvu og gluggar í eintak af Fólkinu í kjallaranum; skáld- sögu Auðar Jónsdóttur sem kom út 2004 og hlaut Íslensku bókmennta- verðlaunin. Kristín er að búa sig undir síðustu kvöldæfinguna fyrir generalprufu. „Það er ótrúlega spennandi að hafa bók til grundvallar þegar maður er að setja upp leikrit,“ segir Kristín. „Þegar maður vinn- ur með dæmigert leikrit eru oft litlar upplýsingar um persónun- ar; það þarf að rýna miklu meira í undirtextann við persónusköpun- ina. Í þessu verki höfum við getað sótt svo ríkan efnivið í bókina; það eru svo nákvæmar mannlýsingar, niður í kæki persóna, tónlistar- smekk og smæstu smáatriði, auk þess sem Auður hefur alltaf verið okkur til taks ef það er eitthvað sem við viljum ræða betur.“ Rýnt í kynslóðabilið Fólkið í kjallaranum er kynslóða- saga; fjallar um Klöru, leikna af Ilmi Kristjánsdóttur, sem ólst upp við frjálslyndi hippaforeldra og átti skrautlega æsku, en er nú í sambúð með ungum manni á upp- leið og býr í veröld matarboða og hjals um verðbréf og innrétt- ingar. Það er einmitt í einu slíku boði sem foreldrar hennar koma í óvænta heimsókn og það sýður allt upp úr. „Ég held að Klara sé mjög sterk- ur fulltrúi minnar kynslóðar og persóna sem flestir geta samsam- að sig,“ segir Kristín. „Þetta er þroskasaga hennar, hún er að tak- ast á við sjálfa, læra að standa með sjálfri sér og skoða gildismat for- eldra sinna út frá sinni kynslóð. Það sem mér fannst svo heill- andi við bókina var hvernig hún skoðar muninn á þessum tveimur kynslóðum, hippakynslóðinni og frjálshyggjukynslóðinni og bregð- ur með því ljósi á bakgrunn okkar Íslendinga, hver við erum og hvað- an við komum.“ Flókið að vera manneskja Kristín segir að fyrst og fremst fjalli verkið um hvað það er flókið að vera manneskja. „Klara er föst í klemmu milli ábyrgðar og frelsis. Þótt foreldrar hennar glími við sín vandamál, séu drykkfelld og þess háttar, eru þau að minnsta kosti manneskjur; veita börnum sínum ást og umhyggju, hafa skoðanir og hugsjónir. Þau eru alvöru fólk. Og það er það sem Klara er að berjast við, henni finnst líf sitt orðið að innantómum umbúð- um, þar sem vantar allan kjarna. Hún er í raun orðin óvirk í eigin lífi – getur ekki einu sinni ákveðið hvaða þvottaefni hún á að kaupa því allar ákvarðanir eru orðnar henni svo erfiðar.“ Upphaflega var það Elma Lísa Gunnarsdóttir leikkona sem fékk þá hugmynd að setja verkið upp á svið og ámálgaði það við Auði og Ólaf Egil Egilsson, sem skrifar leikgerðima. Fljótlega í framhald- inu kom Kristín inn í myndina sem leikstjóri. Hún segir það sérstaklega krefjandi að setja nýtt íslenskt verk á svið. „Það sem er svo spennandi við það þegar maður setur upp nýtt íslenskt leikrit er að það hefur aldrei verið gert áður. Maður þarf að finna leið- ina að því í fyrsta sinn, sem er mikil áskorun.“ bergteinn@frettabladið.is AÐ LIFA INNANTÓMU LÍFI Í SNOTRUM UMBÚÐUM KRISTÍN EYSTEINSDÓTTIR Fólkið í kjallaranum fjallar öðru fremur um hvað það getur verið flókið að vera manneskja, segir Kristín, hvernig er hægt að verða svo meðvirkur með ákveðnu ástandi að maður verður óvirkur í eigin lífi. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Skarphéðinn Haraldsson (1916- 1998) málaði fjölda abstraktverka, bæði vatnslita- og gvassmyndir, á árunum í kringum 1950. Hluta þeirra hefur verið safnað saman og verða sýndar í sýningarsaln- um Listamenn við Skúlagötu næstu vikur. Skarphéðinn var menntaður myndlistarkennari og starfaði sem slíkur lengst af starfsævi sinnar. Hann aflaði sér einnig menntunar í vatnslitamálverki í Bretlandi og má telja hann einn menntaðasta vatns- litamálara þjóðarinnar. Skarphéðinn var afar hlédræg- ur maður bæði í lífi sínu og list. Strangflatarmyndir (abstrakt) sínar málaði hann á árunum 1947 til 1954. Eftir það fór hann inn á aðrar brautir í listsköpun sinni. Engu að síður metur Aðalsteinn Ingólfsson listfræðingur það svo að framlag Skarphéðins til strangflatar listarinnar á Íslandi sé umtalsvert. Sýning Skarphéðins Haralds- sonar í sýningarsalnum Listamenn, Skúlagötu 32-34, verður opnuð í dag og stendur til 27. október. - ss Strengdir fletir Skarphéðins Leikhús ★★★ Buddy Holly Söngleikurinn Leikstjóri: Gunnar Helgason Tónlistarstjóri: Jón Ólafsson Aðalhlutverk: Ingólfur Þórarinsson, Fel- ix Bergsson, Jóhann G. Jóhannsson, Björgvin Franz Gíslason og fleiri. Beint frá Lubbock, Texas Þeim sem hafa í hyggju að skemmta sér á söngleiknum um Buddy Holly, sem frumsýndur var í nýendurbættu Austurbæjarbíói á fimmtudagskvöld, er ráðlagt að hafa í huga að hér er fráleitt á ferð forvitnileg innsýn í líf eins áhrifamesta popptónlistarmanns sögunnar og samferðafólks hans; persónusköpun er nánast engin. Því síður er um að ræða forvitnilegt yfirlit yfir sokkabandsár rokksins, því sögulegri nákvæmni er heldur ekki fyrir að fara í sýningunni. Raunar byggja öll samtöl öðru fremur á einfeldnings- legu gríni (kandíflossið sem boðið var upp á í sjoppunni er líklega ágætis vísbending um raunverulegan markhóp söngleiksins) sem náði sér nokkuð á strik eftir hlé en féll ítrekað kylliflatt framan af, þrátt fyrir venjubundinn góðvilja frumsýningargesta. Bæði lærðir og leikir spreyta sig á leiklistinni og er frammi- staðan misjöfn eftir því. Sumir eru fínir meðan aðrir jaðra við að vera pínlega slakir. Vafalaust má skrifa ýmislegt á frum- sýningarsviðsskrekk hjá þeim síðarnefndu og sýningin mun óhjákvæmilega slípast til. En góðu heilli eru leikatriðin stutt, þjóna einungis því hlut- verki að ramma inn tónlistar- senurnar, og er yfir fáu að kvarta í þeim efnum. Stórkostlegur efniviðurinn hljómar einkar vel í Austurbæ og hljómsveitin fer á kostum. Mikið mæðir á Ingó í titilhlutverkinu og kemst hann vel frá því sönglega séð, utan lagsins True Love Ways (Mín ást er sönn í látlausri þýðingu Davíðs Þórs Jónssonar), sem popparinn flutti reyndar í miðju hóstakasti sem hann glímdi við um hríð eftir hlé. Þá er vert að minnast á þátt Sigurjóns Brink sem hélt sig baksviðs lengi vel en átti kómíska innkomu í lokin sem Ritchie Valens. Engu skiptir þótt Sigurjón hafi í raun verið mun líkari Ricky Martin en Valens, Felix Bergsson vanti smá hár og þó nokkur kíló upp í Big Bopper og Ingó einhverja senti- metra í Buddy. Mest er um vert að allir standa þeir sig vel í söngnum, eins og raunar flestir aðrir. Þessi söngleikur mun svínvirka þegar rútufyllin af börnum og unglingum og miðnætursýningar með tilheyrandi stuði detta inn. Þá munu unglings- stúlkur á öllum aldri halda áfram að flykkjast inn á vefsíðuna Ingó.is. Og verða mögulega fyrir vonbrigðum þegar þær uppgötva að þar er á ferð heimasíða Ingólfs Margeirssonar. Kjartan Guðmundsson Niðurstaða: Frábær músík en brokkgengt grín inni á milli. Ingó kemst vel frá sínu hlutverki, sérstaklega söngnum. BUDDY HOLLY Frábær tónlist Buddys Holly hljómar einkar vel í Austurbæ. Mikið mæðir á Ingó í titilhlutverkinu. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN UNGAR SÖNGKONUR Í LANGHOLTSKIRKJU Fimm söngkonur á aldrinum 19 til 24 ára halda tónleika í Langholts- kirkju klukkan átta annað kvöld. Þær eiga það allar sameiginlegt að hafa verið í kórastarfi kirkjunnar áður en þær hófu söngnám.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.