Fréttablaðið - 11.10.2010, Blaðsíða 11

Fréttablaðið - 11.10.2010, Blaðsíða 11
MÁNUDAGUR 11. október 2010 islandsbanki@islandsbanki.is www.islandsbanki.is Sími 440 4000 Lækkaðu yfirdráttinnAð greiða niður yfirdráttinn með samningi við Íslandsbanka er einhver besti sparnaður sem völ er á því þú lækkar vaxtakostnaðinn svo um munar. Dæmi* Yfirdráttur . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 360.000 kr. Mánaðarlækkun yfirdráttar . . . . . . 15.000 kr. Fjöldi mánaða . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 24 Vaxtakostnaður lækkar vegna þess að yfir dráttur inn minnkar og vegna þess að vaxtaprósentan lækkar. Lægri vaxtaprósenta . . . . . . . . . . . . 12.188 kr. Lækkandi yfirdráttur. . . . . . . . . . . . 43.125 kr. Sparnaður á tímabili . . . . . . . . . . . 55.313 kr. Þú færð nánari upplýsingar á islandsbanki.is og hjá ráðgjafa í þínu útibúi. * Í dæminu er miðað við að yfirdráttarvextir lækki úr 12,50% í 9,25%. Þegar þú greiðir niður yfirdráttinn þá lækkum við vextina hjá þér Au glý sin ga sím i SERBÍA, AP Óeirðalögreglan í Serbíu stóð í ströngu í gær þegar þúsund- ir manna reyndu að koma í veg fyrir fyrstu gleðigöngu samkyn- hneigðra í höfuðborginni Belgrad síðan 2001. Múgurinn kastaði eldsprengjum, grjóti og glerflöskum í lögregluna, kveikti í bílum og braut rúður í mið- borginni. Ruslatunnum var hvolft og götuskilti eyðilögð. Þúsundir lögreglumanna höfðu afgirt nokkrar götur í miðborginni þar sem gangan fór fram, en nokkr- um sinnum kom til átaka þegar and- stæðingar hinna samkynhneigðu reyndu að brjóta sér leið í gegnum víggirðingu lögreglunnar. Ivica Davic innanríkisráðherra sagðist telja að um sex þúsund manns hefðu tekið þátt í óeirðun- um, en þeim mætti 5.600 manna lögreglulið. Árið 2001 tókst hægriöflum í Serbíu að leysa upp gleðigöngu samkynhneigðra, og á síðasta ári tókst þeim að koma í veg fyrir að gangan yrði haldin. Samkynhneigðir og stuðnings- fólk þeirra fögnuðu því sem merk- um tímamótum að gangan hefði getað farið fram í gær. Margir höfðu litið á það sem prófraun á serbneska ríkið hvort séð yrði til þess að gangan gæti farið fram í ár. - gb Gleðiganga samkynhneigðra haldin í Belgrad í gær: Óeirðir í gleðigöngu FR ÉT TA B LA Ð IÐ /A P ÓEIRÐIR Í BELGRAD Lögreglu tókst að verja baráttugöngu samkynhneigðra í borginni. SVÍÞJÓÐ Eva Jolie, þingmaður Frakka á Evrópuþinginu, gagn- rýnir framkomu Norðurland- anna gagnvart Íslandi í tengsl- um við Icesave- málið. Þetta sagði hún nýlega í viðtali við sænska ríkis- útvarpið. „Við getum ekki áttað okkur á því hversu skaðleg fram- koma Alþjóðagjaldeyrissjóðs- ins hefur verið, eða hve döpur ég og margir aðrir í kringum mig eru út af því að hin Norðurlöndin hafa ekki stillt málum upp þannig að Ísland hefði getað losnað undan ítrustu frjálshyggjukröf- um sjóðsins,“ segir hún. - gb Eva Jolie í sænsku útvarpi: Gagnrýnir Norðurlönd EVA JOLIE Ekki einkaleyfi á vatni Meirihluti bæjarstjórnar í Ísafjarðarbæ tók undir með minnihlutanum, sem vill að áframhaldandi samstarf við Lindarfoss ehf. um vatnsútflutning úr Skutulsfirði skuli ekki fela í sér einka- rétt á vatni til útflutnings og að ekki verið samið til meira en 25 ára. ÍSAFJÖRÐUR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.