Fréttablaðið - 11.10.2010, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 11.10.2010, Blaðsíða 16
Íslenskri vöruhönnun vex sífellt fiskur um hrygg. Ár hvert útskrifar Listaháskóli Íslands hóp hönn- uða sem vinna bæði sjálfstætt að eigin vörum og að vöruþróun hjá íslenskum fram- leiðslufyrirtækjum. Hönnunar- mars er að verða árleg hefð þar sem hönnuðir nota gjarnan tæki- færið til að frumsýna nýjar vörur. Fréttablaðið gróf upp einungis brotabrot af þeim vörum sem kynntar voru á þessu ári, bæði á Hönnunarmarsinum og á öðrum vettvangi, til að gefa lesendum hugmynd um þann frumleika sem býr í íslenskum hönnuðum. Brot af íslenskri hönnun Á hverju ári bætist í hóp íslenskra hönnuða sem vinna bæði sjálfstætt að eigin vörum og að vöruþróun fyrirtækja. Fréttablaðið tók saman lítið brot af hönnun á árinu. Fjölnota glerhellur hannaðar af Öldu Halldórsdóttur og Guðrúnu Valdimars- dóttur fyrir Glerverksmiðjuna Samverk ehf. á Hellu. Samverk framleiðir hell- urnar úr afskurði sem fellur til við aðra vinnslu sem annars hefði verið hent. Show It Hub, hirsla eftir Færið, íslenskt hönnunarfyrir- tæki sem stofnsett var á árinu. Hugmyndin er að nota fallega muni sem iðulega eru ofan í skúffu til að lífga upp á heimilið. Unnið úr formuðu plexigleri í tveimur útfærslum. Væntanlegt á markað með haustinu. Dyramotta er hvað nauðsynlegust á þessum tíma árs. Bryndís Bolladóttir kynnti á Hönnunar- mars hljóðkúluna á vegg. Kúlan er fram- leidd á Íslandi en ullarframleiðslan fer fram á Seyðisfirði. Kúluna má nú þegar nálgast í hönnunarverslunum. Ragnheiður Ösp Sigurðardóttir vöruhönnuður hannaði þennan koll úr birkikrossviði. Í setuna er saumað munstur með krosssaum. Kollurinn verður fáanlegur í verslunum þegar nær dregur jólum. Hillurnar Tree Shelf eftir Þórunni Árna- dóttur. Í sömu línu er að finna hillurnar Cloud Shelf byggðar á sömu hugmynd. Límmiðum er raðað á vegginn og hillurnar hengdar upp yfir þá. Engar festingar eru sjáanlegar. Tree og Cloud eru framleiddar og seldar af fyrirtækinu Estes sem einnig framleiðir og selur Klukku eftir Þórunni en fyrir hana fékk hún verðlaunin „Best New Product” hjá „Accent on Design” í New York í ár. Fallegt getur verið að hengja kertalugtir í trén í garðinum á haustin þegar farið er að dimma á kvöldin. Á haustin er allt eitthvað svo rómantískt. Nú þegar veðrið er svona milt er þess vegna tilvalið að njóta kvöldanna í garðinum og eiga góðar stundir með þeim sem standa hjartanu næst. Til að fullkomna stemmninguna getur verið sniðugt að hengja kertalugtir í trén sem lýsa fallega í hauströkkrinu. - eö Skapaðu rómantíska birtu í rökkrinu Svona má gefa garðinum nýtt og notalegt líf. Glæsileiki er það síðasta sem kemur upp í hugann þegar ruslafötur ber á góma. Þessa ruslafötu frá Seletti væri gaman að hafa fyrir allra augum enda með antíkhöldum og forn- fálegum skreytingum á lokinu. Haustvindar feykja nú fallega litum laufunum af trjánum. Laufin vilja safnast saman í tröppur og fylgja okkur inn á skónum, þar sem þau eru óvelkomin þótt falleg séu. Gróf dyramotta ætti að duga til að rífa það mesta undan skósólunum og ef ein dugar ekki til er ráð að leggja mottur beggja megin hurðar. Ekki bera laufin inn Vertu vinur Vandaðir skór fyrir veturinn! Sérlega þægilegir herraskór úr mjúku leðri með riflás yfir ristina og góða breidd. Sími 551 2070. Opið mán.-fös. 10-18. Laug. 10-14. Góð þjónusta - fagleg ráðgjöf. www.misty.is Teg: 48096 Litir: svart og brúnt Stærðir: 40 - 47 Verð: 19.885.- „aircomfort´´ Listin að lifa - Art of Living - Öndunartækni og hugleiðsla sem hjálpar til við að lifa í núinu. Umsjón Lilja Steingrímsdóttir. Kl. 13 -14 Undirbúðu garðinn fyrir veturinn - Hvernig halda á garðinum falleg- um fram eftir hausti, ganga frá viðkvæmum gróðri og létta vorverkin. Umsjón: Þuríður E. Kolbeinsdóttir, garðyrkjufræðingur. Kl. 14:30 -16:00 Gönguhópur kl. 13 -14 Vinnum saman (Býflugurnar) kl. 14 -16 Skiptifatamarkaður kl. 14 -16 Borgartúni 25 | Reykjavík | raudakrosshusid@redcross.is www.raudakrosshusid.is | Opið mánudaga til föstudaga kl. 13-16 Dagskrá vikunnar Rauðakrosshúsið Reykjavík - fyrir atvinnuleitendur Vikan 11. - 15. október Mánudagur 11. október Powertalk - Viltu efla forustuhæfileika þína og öðlast meira sjálfstraust? Kynntar verða aðferðir alþjóðlegu Powertalk samtakanna í sjálfsnámi og sjálf- styrkingu með jafningja fræðslu og þjálfun og áherslu á samskipti, stjórnun, skipulag og sjálfstraust. Umsjón: Fanney Úlfljótsdóttir, ráðgj. Kl. 15:00 -16:00 Þriðjudagur 12. október Miðvikudagur 13. október Fimmtudagur 14. október Tölvuaðstoð kl. 13:30-15:30 Meðvirkni - Af hverju verðum við meðvirk? Fyrirlestur um hvaðan með- virkni kemur, þróast og birtist. Umsjón: Kjartan Pálmason. Kl.13-15 Hvað liggur þér á hjarta? - Spjallhópur Býflugna. Kl.13:30-15 Föstudagur 15. október Qi-Gong - Fáðu leiðsögn í Qi-Gong æfingum sem hjálpa fólki að afla, varðveita og dreifa orku um líkamann. Umsjón: Viðar H. Eiríksson. Kl. 12 -13 Bowen tækni - kynning á Bowentækni sem getur lagað kvilla og bætt líðan til muna. 20 mínútna einstaklings prufutími. Skráning nauðsynleg. Umsjón: Guðmann Elíasson, Bowen tæknir. Kl.13-15 Geðheilbrigði og Geðorðin 10 - Fjallað verður um geðheilsu og líðan. Þáttakendum verður svo boðið í stutt geðræktarferðalag þar sem ferðafélag- arnir eru Geðorðin 10 og Geðræktarkassinn. Umsjón: Guðrún Guðmundsd., hjúkrunarfr. og verkefnastjóri Geðræktar hjá Lýðheilsustöð. Kl. 13:30 -14:30 Létt leikfimi í Rauða kross húsinu Kl. 10 Hláturjóga kl.15-16 Gönguhópur - hvernig sem viðrar Kl. 13-14 Vöflukaffi Kl. 14-15:30 Ljósmyndaklúbbur kl. 13 -14 Prjónahópur kl. 13 -15 Lögfræðiráðgjöf fyrir innflytjendur - Skráning æskileg. Kl. 14 -16 Saumasmiðjan Kl. 13-15 Jóga Kl. 14:30-15:30 ATH!! Breyttur tími. AFS á Íslandi • Sími 552 5450 • www. afs.is • fjolskylda@afs.is OPIÐ HÚS AFS-skiptinemasamtökin á Íslandi verða með opið hús á morgun, þriðjudag, kl. 17-19, í húsakynnum samtakanna, Ingólfsstræti 3, Reykjavík. Allir, sem vilja forvitnast um skiptinemadvöl, sjálfboðaliðadvöl eða starfsemi okkar almennt, eru hvattir til að líta við og kynna sér það sem við höfum upp á að bjóða.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.