Fréttablaðið - 11.10.2010, Blaðsíða 38

Fréttablaðið - 11.10.2010, Blaðsíða 38
26 11. október 2010 MÁNUDAGURSJÓNVARPSÞÁTTURINN Tónleikar ★★★★ Plastic Ono Band Háskólabíó 9. október Ef einhver hefði sagt mér það fyrir nokkrum árum að ég ætti eftir að vera á tónleikum með Yoko Ono í Reykjavík á sjötíu ára afmælis- degi John Lennon þá hefði ég talið viðkomandi í besta falli algjör- lega veruleikafirrtan. En hlutirnir taka stundum óvænta stefnu og á laugardags kvöldið sat ég í troðfull- um sal Háskólabíós þar sem Yoko Ono kom fram ásamt nýja Plast- ic Ono bandinu sem sonur henn- ar Sean setti saman og stjórnar. John Lennon hefði orðið sjötug- ur þennan dag, en Sean átti 35 ára afmæli. Yoko Ono hefur lengi verið umdeild. Mér hefur samt alltaf fundist hún flott. Aldrei verið einn af þeim sem þola ekki „jarmið í Yoko“. Þvert á móti hefur mér þótt tónlistin hennar vanmet- in, bæði sólóplöturnar hennar og það sem hún gerði með Lennon, t.d. á hinni stórskemmtilegu Sometime in New York City. Dagskráin á laugardagskvöldið hófst á stuttri kvikmynd um Yoko þar sem farið var hratt yfir feril- inn með myndbrotum allt frá æsku hennar í Japan til friðarsúlunnar í Viðey. Að henni lokinni birtist Yoko ein á sviðinu og byrjaði að syngja lagið It Happened af plöt- unni hennar A Story sem kom út 1974. Þegar lagið var hálfnað var tjaldið dregið frá og nokkrir með- lima Plastic Ono Band birtust á sviðinu og spiluðu með. Dagskrá tónleikanna samanstóð að stórum hluta af lögum af plötu Yokoar með Plastic Ono bandinu frá því í fyrra, Between My Head & the Sky. Frá- bær plata, framsækin og tilrauna- kennd og þannig voru tónleik- arnir í Háskólabíói að stærstum hluta, svolítið hráir og lausir í sér og spilagleðin og tilþrif hljóðfæra- leikaranna réðu ríkjum. Auk laga af nýju plötunni eins og The Sun Is Down, Waiting for the D Train og High Nobura tók Yoko meðal ann- ars diskósmellinn Walking on Thin Ice og lagið Mind Train af plötunni Fly frá 1971. Hljómsveitin var firna flott. Níu manns í heildina. Sean spil- aði á bassa, gítar og píanó, en auk hans voru m.a. á sviðinu Harumi Hosomo (úr Yellow Magic Orchestra), Yuka Honda (úr Cibo Matto), Keigo Oyamada (Corneli- us), Nels Cline gítarleikari Wilco og trompetleikarinn Michael Leon- hart. Hörku lið. Yoko sjálf var eins og maður bjóst við. Söngurinn hennar var ekki alltaf hefðbund- inn, en stunurnar, skerandi ópin og hvell hrópin pössuðu vel inn í tón- listina. Geri aðrir 77 ára betur. Hápunktur tónleikanna kom í lokin þegar allir tónlistarmenn- irnir komu upp á svið til að syngja Give Peace a Chance og að auki nokkrir vel valdir gestir eins og Olivia Harrison (ekkja George), Alice Walker, Jón Gnarr („the hippest mayor on this planet“ sam- kvæmt kynningu Sean) og sjálfur Ringo Starr. Salurinn tók kröftug- lega undir og Ringo var í stuði. Sannkallaður draumaendir. Að laginu loknu var 35 kerta afmælis- terta borin upp á svið, Sean blés og salurinn söng afmælissönginn bæði fyrir Sean og John. Ást og friður. Trausti Júlíusson Niðurstaða: Mæðginin Sean og Yoko og þétt skipað Plastic Ono bandið buðu upp á hráa og tilraunakennda tónlistarveislu í Háskólabíó á laugar- dagskvöldið. Einstök kvöldstund með Yoko Ono „Ég er rosalega mikið fyrir saka- málaþætti. Til dæmis bresku þættina um Barnaby sem leysir hvert morðmálið á fætur öðru í litlu smáþorpi. Svo eru þættirnir Sporlaust í miklu uppáhaldi á mínu heimili.“ Sveinn Kjartanson, matreiðslumaður og annar umsjónamaður sjónvarpsþáttana Fagur fiskur í sjó. „Ég hlakka mikið til að troða upp í Hörpu, það er búið að bíða lengi eftir þessu húsi,“ segir Rúnar Freyr Gíslason leikari. Hann mun leika stórt hlutverk í söngleiknum Chess eftir Abba-félagana Björn og Benny og textahöfundinn Tim Rice sem verður frumsýndur í nýju tónlistar- og ráðstefnu- húsi Reykjavíkur þegar það verður vígt næsta sumar. Rúnar mun þar leika á móti fyrrverandi eiginkonu sinni, Selmu Björns- dóttur, en skilnaður þeirra fyrr á þessu ári fór ekki framhjá neinum. Rúnar vildi ekki mikið tjá sig um það, sagði það bara milli hans og Selmu. „Það hefur annars alltaf verið gott að vinna með Selmu og ég kvíði því ekkert,“ segir Rúnar, sem er staddur í London um þessar mundir að leika í Faust með Vesturporti í Young Vic-leikhúsinu. Þetta verður síður en svo í fyrsta skipti sem Rúnar og Selma leika á móti hvort öðru í söngleik. Þau léku Danny og Sandy í frægri uppfærslu á Grease og svo í Singin‘ in the Rain á fjölum Þjóðleikhússins en þar brugðu þau sér í líki Don og Kathy sem Gene Kelly og Debby Reynolds höfðu gert fræg rúmri hálfri öld áður. Rúnar segir hlutverkið í Chess feykilega krefjandi hvað sönginn snertir og bendir á að Murray Head hafi sungið það á sínum tíma í London. „En fyrir þá sem ekki vita þá söng hann hlutverk Júdasar í upprunalegu útgáfunni af Jesus Christ Superstar.“ Rúnar hefur hingað til ekki verið mjög frægur fyrir söng en hann leggur traust sitt á leikstjórann Pál Baldvin Baldvinsson. „Ég fór allavega í prufur og hann veit alveg hvað ég get.“ - fgg Rúnar Freyr og Selma saman á ný „Ég er svona hæfilega mikið jóla- barn. Finnst þetta mjög notalegur tími á árinu,“ segir Sigurður Guð- mundsson tónlistarmaður, sem gefur út jólaplötu í ár í samvinnu við Memfismafíuna. Sigurður er þessa dagana að klára upptökur og um helgina hittist hljómsveitin í Stúdíó Sýrlandi til að leggja loka- hönd á verkið. Hljómsveitarmeð- limir voru í hátíðisklæðnaði og drukku malt og appelsín til koma sér í réttu jólastemninguna. „Platan verður svona ljúf og þægileg. Nokkrir gamlir slagar- ar verða en mest eru þetta frum- samin lög eftir mig og Braga Valdimar Skúlason,“ segir Sig- urður og lofar að á plötunni verði að finna lög um Jesúbarnið, jóla- stjörnur og hinn almenna jóla- undirbúning. „Ég sjálfur kemst yfirleitt í jólaskapið þegar komið er að jólabaðinu. Hið árlega jóla- bað,“ segir Sigurður hlæjandi. Það verður mikið að gera hjá Sigurði um jólin því fyrir utan plötuútgáfuna á hann von á jóla- stúlku með unnustu sinni, Tinnu Ingvarsdóttur. „Fyrst var stóri dagurinn sjálfur aðfangadagur en nú hefur settum fæðingardegi verið seinkað til 27. desember. Hún kemur á jólatímabilinu, milli aðfangadags og þrettándans,“ segir Sigurður og kveðst veru- lega spenntur yfir föðurhlutverk- inu. Hann ætlar sér að vera með tónlistaruppeldi og gengur að því sem vísu að dóttirin erfi sín tónlistargen. „Já, ég verð fyrir vonbrigðum ef hún heldur ekki lagi,“ segir Sigurður í glettnum tón og bætir við að hann sé þegar byrjaður að raula fyrir bumbuna. „Maður verður að byrja snemma að leggja línurnar,“ segir Sigurð- ur en hann er einnig nýfluttur í miðbæ Reykjavíkur eftir að hafa búið í bílskúrnum í húsi móður sinnar síðustu ár. Má segja að hann sé að flytja í fyrsta sinn að heiman? „Nei, kannski ekki alveg. Ég er búinn að vera með annan fótinn hjá mömmu síðan ég flutti heim frá Ítalíu árið 2004. Þetta eru ákveðin tímamót og nú erum við komin með íbúð í hjarta bæjarins. Alveg frábært.“ alfrun@frettabladid.is SIGURÐUR GUÐMUNDSSON: GEFUR ÚT JÓLAPLÖTU OG VERÐUR FAÐIR Byrjaður að raula fyrir væntanlegt jólabarn sitt JÓLASTEMNING Jólin 2010 verða eflaust eftirminnileg hjá Sigurði Guðmundssyni tónlistarmanni en hann er bæði að gefa út sína fyrstu jólaplötu með Memfismafíunni og verða faðir í fyrsta sinn. Sigurður og félagar voru við upptökur í Stúdíó Sýrlandi í gær og þar var hlýleg stemning. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Ólína Sigurjónsdóttir ekur um göt- urnar á afskaplega fallegum bíl og hefur vakið verðskuldaða athygli meðal annarra ökumanna. Bíll Ólínu skartar fallegum, löngum augnhárum yfir framljósunum og er án efa einn sætasti bíll landsins um þessar mundir. „Dóttir mín var að skoða vef- síðuna Pressan.is og las grein um að konur gætu nú loks gert bíl- ana sína svolítið kvenlegri með því að skreyta þá með augnhár- um. Fyrst þetta var ekki svo dýrt ákvað ég að splæsa svona á bílinn minn. Þetta var nú aðallega í gríni gert,“ útskýrir Ólína. Augnhárin voru pöntuð af vefsíðunni www. carlashes.com og send hingað frá Bandaríkjunum og kveðst Ólína ánægð með kaupin. „Mér fannst ég þurfa að lífga svolítið upp á bíl- inn og þótti þetta skemmtileg leið. Karlmenn geta bætt við allskyns skrauti á bílana sína, eins og pústi og vindskeið, en fyrir okkur kon- urnar var ekki um svo mikið að velja. Nema þá kannski loðin stýri og annað slíkt.“ Aðspurð segir Ólína bílinn hafa vakið athygli meðal manna og finnst henni ágætt að geta gefið fólki eitthvað til að brosa yfir. „Fólk brosir yfir þessum skrítna bíl í umferðinni. Sumir öskra og hlæja aðrir bara stara, en sem betur fer hefur þetta ekki valdið neinum árekstrum,“ segir Ólína hlæjandi og bætir við: „Sumir spyrja hvort ég ætli ekki að bæta við glossi á bílinn en ég svara að bara að bónið á bílnum sé nógu mikill glans fyrir mig.“ - sm Sætur bíll sem gleður augað SÆTUR BÍLL Ólína Sigurjónsdóttir skreytti bíl sinn með augnhárum fyrir framljósin og hefur uppátækið vakið mikla athygli. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI EINSTÖK STUND Yoko Ono, Sean Lennon og félagar sungu Give Peace a Chance í lok tónleikanna. Meðal þeirra sem sungu með voru Olivia Harrison, Jón Gnarr og Ringo Starr. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL Þú getur alltaf lesið Fréttablaðið frítt á Vísi eða fengið sendan daglegan tölvupóst með blaði dagsins. Nánari upplýsingar á: visir.is/dreifing FRÉTTABLAÐIÐ Á NETINU SAMAN Á SVIÐI Rúnar Freyr og Selma Björns- dóttir munu leika á móti hvort öðru í söngleiknum Chess sem verður eitt af opnunaratriðum Hörpu á næsta ári.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.