Fréttablaðið - 12.10.2010, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 12.10.2010, Blaðsíða 1
MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Sími: 512 5000 EFNAHAGSMÁL Íslendingum sem eru í svo miklum skuldakrögg- um að þeir eru komnir á vanskila- skrá hefur fjölgað um 35 prósent á tveimur árum. Um 22 þúsund Íslendingar eru með skuldir sem komnar eru í löginnheimtu, þar sem hefðbundnum lögfræðilegum innheimtuaðgerðum er beitt við innheimtu kröfunnar, og þar með á vanskilaskrá. Þetta eru um átta prósent lands- manna átján ára og eldri, að því er fram kemur í samantekt miðlunar- fyrirtækisins Creditinfo. Aukningin hefur verið mikil frá því fyrir bankahrun. Þegar hópurinn var hvað minnstur, seint á árinu 2007 og í upphafi árs 2008, voru tæplega sextán þúsund ein- staklingar með skuldir í löginn- heimtu sem lögfræðingar reyna að innheimta. Í september 2008, rétt fyrir hrun, voru ríflega 16.400 á vanskilaskrá. Undanfarna mánuði hefur hægt á fjölgun löginnheimtumála. Það skýrist að mestu leyti á inngripum bankanna, til dæmis með frystingu á lánum, samkvæmt upplýsingum Creditinfo. Í nýrri könnun Umboðsmanns skuldara kemur fram að fáir þeirra sem eiga yfir höfði sér nauðungar- uppboð hafa nýtt sér úrræði vegna greiðsluerfiðleika. Ögmundur Jónasson dómsmála- ráðherra mælir á næstunni fyrir frumvarpi þar sem er gert ráð fyrir framlengingu á þeim tíma sem hægt er að sækja um frest á lokanauðungarsölu. Hann segir að niðurstaða könnunarinnar breyti ekki forsendum frumvarpsins. „Þessi frestur rennur út í lok þessa mánaðar og það sem þetta frumvarp gerir er að lengja tím- ann sem hægt er að óska eftir þessum fresti til mars á næsta ári. Þannig að það er ekki farið að reyna á þetta.“ -bj , þj / sjá síðu 4 Þriðjudagur skoðun 14 12. október 2010 ÞRIÐJUDAGUR Sölufulltrúar: Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473 Þórdís Hermannsdóttir thordish@365.is 512 5447 Estrid Þorvaldsdóttir kennari í kundalini-jóga ætlar að fara á jógahátíð í Frakklandi næsta sumar.Í jóga úti um allan heim Litríkt umhverfi virkar örvandi fyrir börn og vilja sumir meina að fjölbreytt litasamsetning í fatavali þeirra geti átt þátt í að örva sköp- unargleðina. Það er því óþarfi að örvænta þótt ekki finnist alltaf samstæðir sokkar. Hressandi veggfóður gerir sömuleiðis gagn. TOPP MORGNAR ALLA MORGNA FRÁ SVALI OG FÉLAGAR 6:45-10:00 SÉRBLAÐ í Fréttablaðinu Allt 311 ára gömul fiðla Elfa Rún Kristinsdóttir fiðluleikari hlaut 45 milljóna Rogeri-fiðlu. tímamót 18 veðrið í dag 12. október 2010 239. tölublað 10. árgangur VIÐ ERUM Á KLETTHÁLSI 11 NÚ LÁTUM VIÐ HJÓLIN SNÚAST! Dæmi um ÓTRÚLEGA GOTT VERÐ á okkar bílum Subaru LEGACY 2.0 Ek. 69 þús. Nýskr. 07/06. Ssk. Verð áður: 2.480 þús. kr. OUTLETVERÐ 1.980 þús. kr. FAGLEG RÁÐGJÖF OG FRÍ LEGUGREINING Rúmið sem ég fékk hjá Rúmgott er besta rúm sem ég hef átt. Sjá bls 9. BÆKUR SEM BÖRNIN ELSKA. BÆTTU ÞEIM Í SAFNIÐ. www.forlagid.is FJÓRAR NÝJAR HERRAMANNABÆKUR! VAXANDI VÆTA V-TIL Í dag verður hægviðri og bjart með köfl- um norðan- og norðaustanlands. Vestantil verður þungbúið og bætir í úrkomu er líður á daginn. Hlýjast verður allra syðst. VEÐUR 4 12 9 9 8 9 Fjölgað um 35% á vanskilaskrá Nær tíundi hver landsmaður, átján ára og eldri, er á vanskilaskrá. Þeim hefur fjölgað um 35 prósent frá hruni. Hægt hefur á aukningunni síðustu mánuði. Fáir skuldarar nýta sér úrræði vegna greiðsluerfiðleika. FÓTBOLTI Koma portúgalska knatt- spyrnumannsins Cristiano Ron- aldo til landsins hefur vakið mikla athygli og aðdáendur hans reyna ýmislegt til þess að sjá hann. Fjölmargir lögðu leið sína á Laugardalsvöllinn til þess að sjá hann æfa í gær og enn fleiri héngu fyrir utan Grand hótel þar sem portúgalska landsliðið gistir. „Það mætti halda að Bítlarnir væru að gista hérna,“ sagði starfs- kona á Grand hótel sem hafði í nógu að snúast við að halda æstum stelpum fyrir utan hótelið í gær. „Við náum ekki alltaf öllum og höfum verið að finna krakka uppi á 13. og 14. hæð. Þetta er með ólík- indum.“ Ronaldo mun síðan sýna knatt- spyrnulistir sínar í Laugardalnum í kvöld þegar Ísland og Portúgal mætast í undankeppni Evrópu- mótsins. - hbg / sjá síðu 26 Koma Cristiano Ronaldo til landsins vekur mikla athygli hjá unga fólkinu: Bítlaæði grípur um sig á Grand hótel SPENNTAR FYRIR GOÐINU Þessar stelpur voru spenntar yfir því að sjá Ronaldo. Skipað að þegja Söngvaranum Arnóri Dan hefur verið skipað að hvíla röddina í miðri Airwaves-törn. fólk 30 FR ÉTTA B LA Ð IÐ /A N TO N SKOTAR SKOTNIR NIÐUR Ungmennalandsliðið í knattspyrnu tryggði sér í gær sæti á Evrópumótinu með frækilegum sigri á Skotum, 2-1. Þetta er í fyrsta sinn sem íslenskt karlalandslið tryggir sér sæti í lokakeppni stórmóts í knattspyrnu. Íslensku strákarnir réðu sér ekki af kæti og stigu stríðs- dans eftir að lokaflautið gall. MYND/HÖRÐUR 22 21 20 19 18 17 16 15 20 06 20 07 20 08 20 09 20 10 Fjöldi einstaklinga á vanskilaskrá 1. september 2010 Þú su nd m an ns

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.