Fréttablaðið - 12.10.2010, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 12.10.2010, Blaðsíða 4
4 12. október 2010 ÞRIÐJUDAGUR Rangt var farið með nafn Paul Volcker, fyrrverandi seðlabankastjóra Bandaríkjanna, í myndatexta í frétt á síðu 8 síðastliðinn föstudag. LEIÐRÉTTING RANDERS/RITZAU Pósthús í Randers á Jótlandi var rýmt í gærmorgun eftir að grunsamlegt hvítt duft lak út úr bréfi sem þangað barst. Starfsfólk kallaði til lögreglu og björgunarsveitir, sem girtu svæðið af, en hættuástandi var aflýst fljótlega. Sérfræðing- ar mátu stöðuna svo, þegar þeir heyrðu alla málavexti, að ekki væri hætta á ferð. Bréfið átti uppruna sinn að rekja til Suður-Evrópu. - þj Viðbúnaður í Randers: Duft var ekki miltisbrandur AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS – AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Hendrik Sigurðsson hendrik@frettabladid.is, Guðmundur Steinsson gudmundurs@365.is, Laila Awad laila@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is, Sigmundur Halldórsson sigmundur@frettabladid.is ALLT SÍMI 512-5402: Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is, Henný Árnadóttir henny@365.is, Þórdís Hermannsdóttir thordish@365.is SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5016: Sigríður Hallgrímsdóttir sigridurh@frettabladid.is, Hlynur Þór Steingrímsson hlynurs@365.is, Bjarni Þór Sigurðsson bthor@365.is, Benedikt Freyr Jónsson benediktj@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Sigurlaug Aðalsteinsdóttir sigurlaug@365.is, Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is, Guðný Gunnlaugsdóttir gunny@365.is GENGIÐ 11.10.2010 GJALDMIÐLAR KAUP SALA HEIMILD: Seðlabanki Íslands GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR 110,51 111,03 176,11 176,97 153,97 154,83 20,645 20,765 18,97 19,082 16,601 16,699 1,3468 1,3546 173,58 174,62 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR VEÐURSPÁ Alicante Basel Berlín Billund Frankfurt Friedrichshafen Gautaborg Kaupmannahöfn Las Palmas London Mallorca New York Orlando Ósló París San Francisco Stokkhólmur HEIMURINN Vindhraði er í m/s. Hitastig eru í °C. Gildistími korta er um hádegi. 20° 18° 13° 12° 16° 18° 12° 12° 24° 16° 26° 18° 31° 11° 16° 26° 9°Á MORGUN Hægviðri víða en 8-13 m/s SV-lands. FIMMTUDAGUR SV- og V-átt, 3-10 m/s. 9 10 12 8 9 7 8 10 9 12 6 8 9 6 10 5 4 2 3 5 4 4 10 9 8 9 9 10 7 8 7 8 SUÐLÆG ÁTT Í dag eru horfur á vætu vestantil og bætir heldur í úrkomu er líður á daginn. Næstu daga verða suðlægar áttir ríkj- andi með vætu S- og SV-til en norðan og austanlands verður úrkomulít- ið að mestu. Hiti verður áfram ágæt- ur næstu daga. Soffía Sveinsdóttir veður- fréttamaður LÖGREGLUMÁL Lögreglan á höfuð- borgarsvæðinu lýsir eftir vitnum að umferðarslysi sem varð á Reykjanesbraut í Kópavogi, sunn- an Smáralindar, síðastliðinn fimmtudag. Þar neyddist bifhjóla- maður til að stýra hjóli sínu inn á vegöxl til að forða árekstri. Maður- inn dróst með hjólinu og slasað- ist talsvert við það. Það var á milli klukkan 14 og 14.30 sem rauðri bifreið, trúlega af gerðinni Nissan Sunny, var ekið í veg fyrir svart Kawasaki-bifhjól. Þeir sem urðu vitni að slysinu eru vinsamlegast beðnir um að hafa samband við lögregluna í síma 444-1000. - jss Lögregla lýsir eftir vitnum: Forðaði árekstri og dróst með mótorhjóli HEILBRIGÐISMÁL Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs mótmælir harð- lega boðuðum niðurskurði til Heilbrigðisstofnunar Austurlands sem fram kemur í nýju fjárlaga- frumvarpi. Bæjarstjórnin segir einsýnt að niðurskurðurinn leiði af sér fjöldauppsagnir og stór- kostlega skerta þjónustu við íbúa fjórðungsins. Bæjarstjórn telur sérstaklega ámælisvert að ekkert samráð hafi verið haft við forsvarsmenn sveitarfélaganna og HSA í mál- inu og er þess krafist að tillagan verði endurskoðuð með öryggis- sjónarmið og byggðarlegar afleið- ingar í huga. Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs: Mótmæla nið- urskurði á heil- brigðisstofnun LÖGREGLUMÁL Framkvæmdastjóri Hvítasunnukirkjunnar á Íslandi hefur viðurkennt að hafa dregið sér 25 milljónir króna úr sjóðum safnaðarins á tímabilinu frá 2004 til loka ágúst 2010. Þetta kemur fram í tilkynningu sem söfnuður- inn sendi frá sér í gær. Framkvæmdastjóranum hefur þegar verið vikið úr starfi og hefur stjórn safnaðarins falið lögfræðingi til að fara með málið og kæra það til lögreglu. Þá verð- ur jafnframt lögð fram bótakrafa á hendur framkvæmdastjóranum fyrrverandi. Fjárdrátturinn er mikið áfall fyrir Hvítasunnukirkjuna, að því er segir í tilkynningunni. Stjórn Hvítasunnukirkjunnar á Íslandi harmar að þetta hafi gerst og mun nú fara yfir alla verkferla sem lúta að bókhaldi til að tryggja að viðlíka atburðir endur- taki sig ekki. Stolið frá Hvítasunnusöfnuði: Kæra fjárdrátt til lögreglunnar ALÞINGI Fulltrúar Hreyfingarinnar og Framsóknarflokksins á samráðs- fundum ríkisstjórnar og stjórnar- andstöðu um skuldavanda heimila segja fátt nýtt hafa komið fram á fundinum sem fór fram í gær, en þetta var þriðji fundurinn frá því í síðustu viku. Þór Saari, fulltrúi Hreyfingar- innar, á fundinum sagði í samtali við Fréttablaðið að honum hefði þótt lítið koma út úr fundinum, þó að Ögmundur Jónasson dómsmála- ráðherra hefði kynnt frumvarp um framhald á frystingu nauðungar- uppboða. Árni Páll Árnason, efna- hags- og viðskiptaráðherra, kynnti einnig frumvarp um fyrirkomulag uppgjöra vegna nýfallins gengis- dóms. Gunnar Bragi Sveinsson, full- trúi Framsóknarflokksins, sagði að framsóknarmenn sæktu þessa fundi fyrst og fremst til að fylgj- ast með því sem fram færi. „Því miður sýnist mér að það sé enn töluvert í að niður staða komi í það hvort eigi að fara í almennar leiðréttingar eða ekki. Hins vegar sé ég ekki annað en að það sé verið að vinna í þeim málum.“ Ríkisstjórnin mun funda með stjórnarandstöðu, þingmönnum eða hagmsunaaðilum á hverjum degi fram á fimmtudag. - þj Samráðsfundir ríkisstjórnar við stjórnarandstöðu halda áfram út vikuna: Stjórnarandstæðingar enn ósáttir ÞÓR SAARI GUNNAR BRAGI SVEINSSON CHILE Björgunarhylki sem notað verður við björgun námumann- anna í Chile er smíðað af ASMAR, skipasmíðastöð sjóhersins í Chile, en þar hefur Þór, varðskip Land- helgisgæslunnar, verið í smíðum. Áætlað er að afhenda varðskipið hinn 31. ágúst 2011. Nú vinna björgunarmenn í Chile að því að fóðra göngin og að því loknu verður björgunarhylkið sett upp og í framhaldinu gengið úr skugga um að göngin séu orðin örugg. Vonast er til að mennirnir 33 verði hífðir upp á morgun. - shá ASMAR í Chile: Smíða skip og bjarga úr námu EFNAHAGSMÁL Einungis 28 prósent einstaklinga sem horfa fram á að missa fasteign sína á nauðungar- sölu á næstu vikum hafa nýtt sér úrræði sem hafa verið í boði vegna greiðsluerfiðleika. Þá hafa einung- is 38 prósent nýtt sér fresti vegna nauðungarsölu. Þetta kom í ljós í könnun sem Umboðsmaður skuldara (UMS) stóð fyrir um helgina, þar sem reynt var að ná í alla þá einstaklinga sem eiga yfir höfði sér nauðungaruppboð fram að miðjum nóvember. Í tölum frá sýslumönnum kom fram að alls eru fyrirhuguð 242 uppboð á þess- um tíma, þar af 149 í eigu einstakl- inga og 93 í eigu einkahlutafélaga. Starfsmenn UMS náðu sambandi við 65 af þeim 149 einstaklingum sem um er að ræða og lögðu fyrir þá spurningalista varðandi fyrir- hugað uppboð. Haldið verður áfram á næstu dögum að reyna að ná í þá sem eftir eru á listanum. Ögmundur Jónasson dómsmála- ráðherra mælir á næstunni fyrir frumvarpi þar sem gert er ráð fyrir framlengingu á þeim tíma sem hægt er að sækja um frest á lokanauðungarsölu. Hann segir þó að það sem kemur fram í þessum tölum UMS breyti ekki forsendum fyrir því frumvarpi. „Þessi frestur rennur út í lok þessa mánaðar og það sem þetta frumvarp gerir er að lengja tímann sem hægt er að óska eftir þessum fresti til mars á næsta ári. Þannig að það er ekki farið að reyna á þetta.“ Huginn Freyr Þorsteinsson, aðstoðarmaður Steingríms J. Sig- fússonar fjármálaráðherra, segir í samtali við Fréttablaðið að ríkis- stjórnin sé einbeitt í því að láta þau úrræðin sem séu til staðar virka. „Fólk sem er í vanda og nýtir sér þau úrræði sem eru í boði fær úrlausn sinna mála,“ segir Huginn og bætir því við að þetta sé ein af ástæðunum á bak við aukið samráð ríkisstjórnarinnar við hagsmuna- aðila. „Þess vegna er þessi samræða milli stjórnar, stjórnarandstöðu og hagsmunasamtaka heimilanna, auk þess sem fundað verður með forsvarsmönnum lífeyrissjóðanna, bankanna, Samtaka atvinnulífsins og verkalýðsfélaganna. Við erum að reyna að komast að því með hvaða hætti við getum fengið fólk til að nýta sér úrræðin, en einnig til að finna önnur úrræði sem eru betur í stakk búin til þess að koma til móts við kröfur sem eru uppi.“ Meðal annars sem kemur fram í könnun UMS er að mikill meirihuti svarenda, alls um 82 prósent, vildu gjarna fá frekari aðstoð frá UMS. Loks er um fjórðungur svarenda sem hefur ekki rætt við gerðarbeið- endur og segist ekki vilja leita leiða til að koma í veg fyrir uppboð. thorgils@frettabladid.is Helmingur nýtir ekki úrræði fyrir skuldara Rúmlega 240 uppboð eru fyrirhuguð á næstunni. Könnun leiðir í ljós að fáir einstaklingar nota úrræðin sem í boði eru. Einungis um fjórðungur þeirra sem horfa fram á nauðungaruppboð hefur nýtt sér úrræði vegna greiðsluerfiðleika. Já 38% Nei 43% Gat ekki svarað 18% Nei 48% Gat ekki svarað 25% Já 28% Hefur þú nýtt þér fresti vegna nauðungarsölu? Hefur þú nýtt þér úrræði vegna greiðsluerfiðleika? Nei 12% Gat ekki svarað 6% Já 82% Niðurstaða símtals: ósk um frekari aðstoð UMS 50 40 30 20 10 0 un di r 2 5 25 -3 5 35 -5 0 60 -6 7 67 + 8 31 47 9 25 Aldur gerðarþola Heimild: UMS

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.