Fréttablaðið - 12.10.2010, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 12.10.2010, Blaðsíða 6
6 12. október 2010 ÞRIÐJUDAGUR SAKAMÁL Grunur leikur á að gögn hafi verið fjarlægð úr bókhaldi iðnfyrirtækisins Sigurplasts í Mosfellsbæ þegar fyrri eigendur fóru frá og áður en nýr fram- kvæmdastjóri á vegum Arion banka tók við því fyrir um hálf- um mánuði. Þá hefur tölvukerfi fyrirtækisins legið niðri frá sama tíma. Ekki er vitað hvað var gert við það, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Fyrri eigendur Sigurplasts tóku við rekstrinum fyrir þremur árum en óskuðu eftir gjaldþrotaskiptum fyrir um hálfum mánuði. Sigurplast tapaði tæpum 567 milljónum króna árið 2008 og var eigið fé þá neikvætt um 528,6 milljónir. Á sama tíma námu skuldir rúmum einum milljarði. Nýrri ársreikningur liggur ekki fyrir. Fjárhagsleg endurskipu- lagning hafði staðið yfir um nokk- urt skeið þegar upp úr slitnaði. Fram kom í kjölfar gjaldþrota- skipta að Sigurplast hefði ekki ráðið við afborganir af gengis- tryggðum lánum í kjölfar gengis- hruns. Af síðasta ársreikningi má álykta að gengisfallið hafi ekki eitt og sér ýtt fyrirtækinu í þrot; nýjar lántökur hafi haft sitt að segja. Fréttastofa RÚV sagði Arion banka hafa kært fyrri eigendur vegna gruns um misnotkun á fyrir tækinu í aðdraganda gjald- þrotaskipta. Á meðal þess sem liggur undir er tilfærsla á inn- flutningi frá Sigurplasti í annað félag sem Sigurður L. Sævars- son, fyrrverandi framkvæmda- stjóri Sigurplasts, stofnaði í fyrra. Efnahagsbrotadeild lögreglunnar hefur tekið skýrslu af starfsfólki Sigurplasts í tengslum við rann- sóknina. Þeir sem Fréttablaðið hefur rætt við segja Sigurð ekki hafa komið til starfa hjá Sigurplasti í allt að tvo mánuði fyrir gjald- þrotaskipti. Þegar skiptastjóri tók svo við rekstri Sigurplasts ásamt nýjum framkvæmdastjóra voru bókhaldsgögn horfin. Skipta- stjóri leitaði til fyrri eigenda og fékk þau svör að þeir hefðu ekki talið þau örugg. Hann er nú kom- inn með þau í hendur. „Ég ætla ekki að leggja mat á það hvort þetta var eðlilegt eða ekki,“ segir Grímur Sigurðsson, skiptastjóri Sigurplasts. Við- skiptasaga Sigurplasts í aðdrag- anda gjaldþrotaskipta er nú til rannsóknar. jonab@frettabladid.is VIÐSKIPTI Út er komin bókin Handbók stjórnarmanna. KPMG á Íslandi gefur bókina út í sam- starfi við Landssamtök lífeyris- sjóða, Samtök atvinnulífsins, Samtök fjármálafyrirtækja og Viðskiptaráð Íslands. „Með samantekt og útgáfu handbókar af þessu tagi er á einum stað yfirlit yfir hlutverk, ábyrgð og skyldur stjórnarmanna. Slík handbók mun nýtast stjórnar- mönnum félaga í störfum sínum, veita þeim aukið öryggi og leiða til betri stjórnarhátta í íslensku atvinnulífi,“ segir í tilkynningu. Handbókin tekur mið af leiðbein- ingum sem Viðskiptaráð Íslands, Kauphöllin og Samtök atvinnulífs- ins gáfu út árið 2009. - óká Ný handbók komin út: Á að hjálpa til við að bæta stjórnarhætti Í ÚTGÁFUHÓFI Á MIÐVIKUDAG Alexand- er G. Eðvardsson, sviðsstjóri hjá KPMG, og Finnur Oddsson, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs Íslands. MYND/KPMG HEILBRIGÐISMÁL Áhugahópur um framtíð St. Jósefsspítala – Sól- vangs í Hafnarfirði hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem niður- skurðartillögum heilbrigðisráðu- neytisins um fjárveitingar til spítalans sem og annarra sjúkra- stofnana á landsbyggðinni er harðlega mótmælt. Í yfirlýsingunni segir að ekki hafi sýnt sig að flutningur verk- efna frá smærri heilbrigðisstofn- unum til Landspítala – Háskóla- sjúkrahúss skili sparnaði og jafnframt sýni nýleg könnun að aðgerðir sem framkvæmdar eru á svokölluðum „Kragasjúkrahús- um“ séu mun ódýrari en þær sem gerðar eru á Landspítalanum. - jma Fjármagn til St. Jósefsspítala: Niðurskurði mótmælt Mikill gróður á þremur stöðum þar sem hreinsibílar frá Holræsa- og stífluþjónustu Suðurlands stóðu nætur langt eða í nokkra daga er talinn benda til losunar á áburðarmiklum efnum eins og grá- eða siturvatni. Heilbrigðiseftirlit Suðurlands segir fyrir- tækið hafa gefið skýringar á málinu og að unnið hafi verið að umbótum. UMHVERFISMÁL Losuðu seyru í næturstað Rannsaka síðustu daga Sigurplasts Fyrri eigendur Sigurplasts eru grunaðir um misnotkun á því áður en bankinn tók reksturinn yfir. Fyrrverandi framkvæmdastjóri færði innflutning til nýs félags. Hann hafði bókhaldsgögn á brott og er talinn hafa átt við tölvukerfið. HÖFUÐSTÖÐVAR SIGURPLASTS Fyrri eigendur Sigurplasts eru grunaðir um að hafa fjarlægt bókhaldsgögn og hlunnfarið hluthafa fyrirtækisins. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN AFGANISTAN, AP Hamid Karzai, for- seti Afganistans, hefur nú stað- fest að stjórn landsins hafi um nokkurt skeið átt í óformlegum viðræðum við fulltrúa talibana- hreyfingar innar í þeirri von að semja megi um frið. „Við höfum verið að ræða við talibana eins og Afgan- ar við Afgana,“ sagði Karzai í viðtalsþætti bandaríska sjónvarpsmanns- ins Larry King. „Ekki þannig að regluleg opinber samskipti hafi átt sér stað við talibana með þekktu heimilisfangi, heldur frekar þannig að óopinber per- sónuleg samskipti hafi átt sér stað um nokkuð langt skeið.“ - gb Karzai í sjónvarpsviðtali: Viðræður við talibana í gangi Sigurplast var stofnað árið 1960 og fagnar því fimmtíu ára afmæli á árinu. Á meðal þekktari framleiðslu fyrirtækisins eru sinneps- flöskur úr plasti, kryddstautar og vatnsbrúsar sem notaðir eru í líkamsræktarstöðvum. Hvað framleiðir Sigurplast? Góður ávöxtunarkostur – einnig í áskrift *Árleg nafnávöxtun frá 15.01.2001 til 31.09.2010. Ávöxtun í fortíð er ekki ávísun á ávöxtun í framtíð. Áskriftarsjóður ríkisverðbréfa er verðbréfasjóður skv. lögum nr. 30/2003 um verðbréfasjóði og fjárfestingarsjóði. Rekstrarfélag verðbréfasjóða ÍV hf. er rekstrarfélag sjóðsins. Útboðslýsingu og nánari upplýsingar er hægt að nálgast á heimasíðu www.iv.is. Fjárfestar eru hvattir til að kynna sér útboðslýsingu sjóðsins og þá sérstaklega umfjöllun um áhættuþætti. @ Hafðu samband við ráðgjafa okkar í síma 460 4700 eða kynntu þér málið á www.iv.is HAMID KARZAI SKIPULAGSMÁL Menningar-og ferðamálaráð vill að samið verði við eigendur tveggja húsa í Garðastræti og Mjóstræti um rétt til aðgangs að svokölluðum Skáldastíg. Eigendur húsanna hafa um árabil átt í samskiptum við borgaryfirvöld vegna Skáldastígs, sem liggur um lóðir þeirra og endar við hið sögufræga Unuhús. Hafa þeir hingað til ekki girt fyrir aðgang að stígnum en vilja að tilvera stígsins verði staðfest með formlegum hætti og að borgin kaupi jafnvel af þeim þann hluta lóðanna sem stígurinn liggur um. Eins og fram hefur komið í Fréttablað- inu hafnar framkvæmda- og eignasvið borgarinnar því fyrir sitt leyti að fé borgar- innar verði varið í Skáldastíg. „Enda lifir sagan áfram þótt stígurinn hverfi,“ útskýrði framkvæmdasviðið í umsögn um málið. Menningarráðið kveðst hins vegar ósam- mála þessu. Nú þurfi eigandi Mjóstrætis annað hvort að girða Skáldastíg af eða loka honum fyrir almenningi. „Síðari og síðri kosturinn hefur í för með sér glötun á menn- ingarverðmætum,“ segir menningarráðið, sem leggur til að samið verði húseigendurna „um umgengnisrétt um þennan stíg um ókomna framtíð“. Málið er nú til meðferðar hjá skipulagsyfirvöldum borgarinnar. - gar Menningarráð ósammála framkvæmda- og eignasviði Reykjavíkurborgar: Skáldastígur verði opinn til framtíðar EIGENDUR VILJA SELJA Skáldastígur er til sölu eins og kom fram í Fréttablaðinu 1. september síðastliðinn. Stofnanir og ráð borgarinnar eru ekki sammála um nauðsyn þess að varðveita stíginn. Eiga íslensk stjórnvöld að skora á Kínverja að láta friðarverð- launahafann Liu Xiaobo lausan úr haldi? Já 65,2% Nei 34,8% SPURNING DAGSINS Í DAG: Horfðir þú á úrslitaleik Íslands og Skotlands fyrir Evrópu- keppni landsliða U-21? Segðu skoðun þína á visir.is KJÖRKASSINN

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.