Fréttablaðið - 12.10.2010, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 12.10.2010, Blaðsíða 12
12 12. október 2010 ÞRIÐJUDAGUR SAMKEPPNI Samkeppniseftirlitið hefur sektað einkahlutafélagið Ívar um tólf milljónir króna vegna samruna félagsins við Lýsi fyrir tveimur árum. Í úrskurði eftir litsins segir að félagið hafi brotið gegn banni samkeppn- islaga þar sem samruninn kom til framkvæmda áður en Samkeppnis eftirlitið heimilaði hann. Ívar er í eigu útgerðarkon- unnar Guðbjargar Matthíasdótt- ur, helsta eiganda Ísfélags Vest- mannaeyja. Félag Guðbjargar keypti Lýsi á 235 milljónir króna af Katrínu Pétursdóttur, framkvæmdastjóra Lýsis, og Gunnlaugi Sævari Gunnlaugssyni, sem jafnframt er stjórnar formaður Ísfélagsins. Í úrskurði Samkeppniseftirlits- ins segir að forsvarsmenn fyrir- tækjanna ekki hafa leitað heim- ilda fyrir samrunanum áður en hann gekk í gegn líkt og kveðið er á um. Sátt var gerð í málinu eftir að forsvarsmenn Ívars ját- uðu á sig sök í málinu. - jab Félag Guðbjargar Matthíasdóttur sektað um tólf milljónir vegna kaupa á Lýsi: Ívar beið ekki eftir grænu ljósi GUÐBJÖRG MATTHÍASDÓTTIR SVÍÞJÓÐ, AP Tveir bandarískir hagfræðingar, Peter Diamond og Dale Mortensen, deila Nób- elsverðlaunum í hagfræði þetta árið með Christopher Pissarides, sem er breskur og kýpverskur. Þeir fá verðlaunin fyrir að hafa þróað hagfræðikenningar sem útskýra hvernig efnahags- stefna stjórnvalda getur haft áhrif á atvinnuleysi. Meðal ann- ars útskýra kenningar þeirra hvernig á því stendur, að þótt nýjum störfum fjölgi mjög geta margir samt áfram verið atvinnulausir. Nóbelsverðlaunin verða að venju afhent í Stokkhólmi 10. desember. - gb Nóbelsverðlaun í hagfræði: Útskýra innviði atvinnuleysis Þau Katrín Pétursdóttir og Gunnlaugur Sævar, sem áttu 83 prósenta hlut í Lýsi, komu illa út úr bankahruninu. Eina eign þeirra í einkahlutafélaginu Hnotskurn var stór hlutur í FL Group, sem varð verðlaus í bankahruninu. Félagið tapaði tæpum tveimur milljörðum króna árið 2008. Á sama tíma skuldaði félagið tæpa 2,4 milljarða króna, þar af voru rétt rúmir tveir milljarðar á gjalddaga í fyrra. Eigendur Lýsis STYTTA AF GÓRILLU Starfsmenn Óperu- gallerísins við Bond Street í London bisa við að koma styttu af górillu eftir listamanninn David Mach inn í húsið. NORDICPHOTOS/AFP BROSIR ÚT AÐ EYRUM Christopher Pissarides ánægður með tíðindin. FRÉTTABLAÐIÐ/AP STJÓRNMÁL Svo getur farið að innan nokkurra ára verði fjórir ríkisháskólar sameinaðir í einn. Katrín Jakobsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, hefur sett á fót samstarfsnet skólanna, „með hugsanlega sameiningu í huga“, eins og segir í greinargerð fjárlagafrumvarps næsta árs. Skólarnir sem um ræðir eru Háskóli Íslands, Háskólinn á Akureyri, Landbúnaðarháskóli Íslands og Hólaskóli – Háskólinn á Hólum. Til viðbótar þessum eru starf- ræktir þrír háskólar í landinu. Eignar- og rekstrarform þeirra er með öðrum hætti en ríkis- skólanna en samt sem áður njóta þeir talsverðra framlaga úr ríkis- sjóði. Háskólanetinu er ætlað að bjóða upp á fjölbreytt háskólanám á öllum helstu fræðasviðum. Skipu- lag náms og rannsókna á að mið- ast við að háskólarnir vinni náið saman og njóti krafta allra núver- andi skóla sem starfi áfram undir eigin nafni. Gert er ráð fyrir að nemendur hafi aukin tækifæri til samsetningar náms með því að sækja námskeið í fleiri en einum skóla. Nota á fjarkennslu í aukn- um mæli til að bjóða upp á fjöl- breytt nám víða á landinu með samstarfi við þekkingarsetur og símenntunarmiðstöðvar. Verja á samtals 300 milljónum króna til starfsemi samstarfsnets- ins á næsta og þar næsta ári, að því er fram kemur í fjárlagafrum- varpinu. Þar segir einnig að sam- dráttur í framlögum til opinberu háskólanna verði heldur minni en til þeirra háskóla sem eru reknir af öðrum og hafa einnig umtals- verðar tekjur af skólagjöldum. Samhliða stofnun samstarfs- netsins á að breyta lögum um opinbera háskóla svo að þeir starfi allir samkvæmt sömu lögum. Þá á að skipuleggja stjórnsýslu og stoðþjónustu skólanna sem eina heild þótt starfsmenn verði staðsettir víða. Hluti af viðfangs- efnum sameigin legrar stjórn- sýslu verður skipulag kennslu og rannsókna og verkaskipting skól- anna. bjorn@frettabladid.is Grunnur lagður að samein- ingu fjögurra ríkisháskóla Með stofnun samstarfsnets fjögurra ríkisháskóla er lagður grunnur að sameiningu þeirra. 300 milljónir króna fara í samstarfið á tveimur árum. Framlög til ríkisháskólanna lækka minna en til annarra háskóla. Háskóli Fjárlög ´10 Fjárlög ´11 Breyting Háskóli Íslands 10.096,4 9.434,0 -6,6% Háskólinn á Akureyri 1.376,5 1.287,0 -6,5% Landbúnaðarháskóli Íslands 596,5 559,5 -6,2% Hólaskóli – Háskólinn á Hólum 257,6 238,7 -7,3% Háskólinn á Bifröst 332,9 306,4 -8,0% Háskólinn í Reykjavík 2.089,0 1.918,0 -8,2% Listaháskóli Íslands 641,8 616,6 -3,9% Samtals 15.390,7 14.360,2 -6,7% Framlög til háskólanna sjö SAMEINAÐIR HÁSKÓLAR Með samstarfsnetinu er lagður grunnur að sameiningu Háskóla Íslands, Háskólans á Akureyri, Hólaskóla - Háskólans á Hólum og Land- búnaðarháskóla Íslands. GAZA Sveinn Rúnar Hauksson læknir átti fund með Ismael Haniyeh, for- sætisráðherra Palestínu, í gærdag. Sveinn segir fundinn hafa verið ánægjulegan og þeir hafi meðal ann- ars rætt um samskipti Íslands, Pal- estínu og Ísraels. Haniyeh lýsti yfir þakklæti sínu á fundinum til forsvarsmanna sam- takanna Ísland-Palestína fyrir að koma til landsins og styðja við íbúa þess. Einnig þakkaði Hanieyh Össuri Skarphéðinssyni utanríkisráðherra sérstaklega fyrir stuðninginn við palestínsku þjóðina og bauð honum formlega til landsins í kjölfarið. Sveinn Rúnar hefur dvalið á Gaza- ströndinni í tvær vikur þar sem hann heimsækir geðhjálparstofn- anir, sjúkrahús, heilsugæslustofn- anir og fleira. Sveinn segir Hanieyh, sem er einn af formönnum Hamas-samtakanna, enn lýsa ástandi landsins sem mjög alvarlegu, með áframhaldandi hern- aðarárásum, aftökum og pólitískri einangrun. Hann segir að þó að Ísrael og Ísland hafi löngum verið vinaþjóðir þýði það samt sem áður ekki að Ísland eigi ekki að gagnrýna störf Ísraels á nokkurn hátt. „Sannur vinur er ekki sá sem gefur þér peninga og vopn til þess að drepa nágranna þína,“ segir Sveinn Rúnar í fréttatilkynningu. „Vinur er sá sem lætur þig vita þegar þú breytir rangt.“ - sv Forsætisráðherra Palestínu þakkar Íslandi stuðning við þjóðina: Býður Össuri í heimsókn til Gaza SVEINN RÚNAR FUNDAR Í PALESTÍNU Sveinn Rúnar Hauksson, forsætisráðherra Palestínu, ráðherra, borgarstjórinn í Gaza og varaborgarstjóri. BRETLAND, AP Rannsókn verður gerð á því hvort bandarískir her- menn hafi valdið dauða breskrar konu, Lindu Norgrove, þegar þeir hugðust bjarga henni frá mann- ræningjum í Afganistan í síðustu viku. Norgrove vann hjá hjálpar- samtökum í Afganistan. Hún hafði, ásamt þremur félögum sínum, verið í haldi uppreisnar manna í hálfan mánuð þegar bandarísk hersveit hugðist frelsa þá. Bandaríkjaher hafði fullyrt að hún hefði látið lífið vegna þessa að mannræningjarnir hefðu sprengt sprengju þegar reynt hefði verið að frelsa hana. Nú er hins vegar talið hugsanlegt að handsprengja frá bandarískum hermanni hafi orðið henni að bana. - gb Bresk kona féll hugsanlega fyrir hendi bandarískra hermanna í Afganistan: Grunur um mistök hermanna

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.