Fréttablaðið - 12.10.2010, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 12.10.2010, Blaðsíða 20
 12. 4 „Frændi minn, Paul Nabil Bust- any, greindist með liðsarkmein, eða synovial sarcoma, um tvítugt. Hann barðist hetjulega við meinið í tólf ár en hann lést 19. ágúst árið 2006, þá 33 ára,“ segir Birna Þór- arinsdóttir en þau Nabil voru syst- kinabörn. Um helgina ætlar hópur fólks, fjölskylda Nabils og vinir, að hlaupa maraþon í Tyrklandi og safna áheitum en fjölskylda Nabils stofnaði styrktarsjóð í hans nafni til rannsókna á krabbameininu þegar hann lést. Liðsarkmein er sjaldgæft og lítið var um það vitað þegar Nabil greindist. Sjóðurinn var settur á laggirnar í Bandaríkj- unum en þar var Nabil fæddur og uppalinn. „Þetta er, að því er við best vitum, eini einkarekni styrkarsjóðurinn fyrir þessa tegund krabbameins í heiminum,“ segir Birna en í veik- indunum lagði frændi hennar sig fram um að fræðast um sjúkdóm- inn og leita uppi lækna sem unnu að rannsóknum á honum. „Það eru færir prófessorar að rannsaka liðsarkmein í Banda- ríkjunum, meðal annars Nóbels- hafi í læknavísindum frá árinu 2007. Frændfólk mitt er í góðu sambandi við þessa lækna en sam- tals höfum við safnað um 300.000 dollurum fram til þessa,“ útskýrir Birna og segir jafnframt mikinn samhug einkenna söfnunina en ári eftir að Nabil lést hlupu sjötíu manns í Reykjavíkurmaraþoninu fyrir sjóðinn. „Nabil frændi var ein yndisleg- asta og merkilegasta manneskja sem ég hef kynnst og hann mark- aði djúp spor í líf okkar allra sem nutum þess að kynnast honum. Í Reykjavíkurmaraþoninu komu 35 manns víða að úr heiminum, frá Bandaríkjunum, Líbanon, Egypta- landi, Frakklandi, Tyrklandi og víðar. Á sunnudaginn ætlum við að endurtaka leikinn og hlaupa fjöru- tíu saman í Istanbúlmaraþoninu. Við förum tíu frá Íslandi og einnig koma vinir og ættingjar Nabils all- staðar að úr heiminum. Með hlaup- inu erum við að safna áheitafé en ekki síður er tilgangurinn að koma saman til að njóta minningarinnar um einstakan mann.“ Á heimasíðunni www.pnbustany. org er haldið utan um styrktarsjóð- inn. Þar er einnig að finna upplýs- ingar um Nabil sjálfan og sjúkdóm- inn svo og upplýsingar um hlaupin. heida@frettabladid.is Hlaupa fyrir látinn frænda Paul Nabil Bustany lést árið 2006 úr sjaldgæfu krabbameini. Hann var hálfíslenskur og hálflíbanskur og hefur fjölskylda hans og vinir hlaupið til styrktar rannsóknum á sjúkdómnum í hans nafni. Vilhjálmur Alvar Halldórsson og Birna Þórarinsdóttir hlaupa í Istanbúlmaraþoninu á sunnudaginn ásamt fjölskyldu og vinum í Konur geta dregið úr líkum á brjóstakrabbameini með því að fara í megrun tvo daga vikunnar. Þetta kemur fram í rannsókn breskra vísindamanna sem fylgdust með hundrað konum í yfirvigt sem einnig áttu á hættu að þróa með sér sjúkdóminn. Niðurstöður sýndu að með því að fækka hitaeiningum má verulega draga úr hormónum sem geta valdið brjóstakrabbameini. Dr. Michelle Harvie hjá for- varnar miðstöð brjóstakrabbameins á Wythenshawe-spítala í Manchest- er segir þetta geta skipt sköpum fyrir konur sem eigi erfitt með að vera í megrun alla daga vikunnar. Í rannsókninni var einn hópur kvenna settur á 650 hitaeininga mataræði tvo daga í viku í hálft ár, og annar hópur á 1.500 hita- einingar. Árangurinn var sá sami í báðum hópum; konurnar létt- ust að meðaltali um sjö kíló og umtalsverð fækkun varð á tveimur hormónum og prótíni sem tengj- ast sjúkdómnum. Eftir hálft ár hafði styrkur hormónsins leptíns minnkað um fjörutíu prósent, insúl- ín lækkað um 25 prósent og bólgu- valdandi prótín um fimmtán pró- sent, en þetta þrennt hefur verið tengt brjóstakrabbameini. Hinar 650 hitaeiningar fengust úr tveimur glösum af undanrennu á dag, tei og banana í morgunmat, gulrót og kóríandersúpu í hádegis- mat og grænmeti í karríi í kvöld- mat. Þær sem fóru eftir 1.500 hitaeininga kúrnum fylgdu Mið- jarðarhafsmataræði og fengu fersk- an fisk, salat, grænmeti, ólífuolíu, ost og jógúrt. - þlg Megrun í tvo daga gegn brjóstakrabba Konurnar sem tóku þátt í rannsókninni borðuðu ríkulega af grænmeti þá daga sem þær voru í megrun. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Vefjagigt.is er fræðsluvefur um vefjagigt og síþreytu. Þar er að finna ítarlegar upplýsingar um sjúkdóminn, einkenni hans, meðferð, reynslusögur og sjálfshjálp. teg. 3911 - heldur mjög vel að og fæst í D,DD,E,F,FF,G skálum frá 36-44 á kr. 7.760,- Laugavegi 178 - Sími: 551 2070 Sími 551 3366. Opið mán.-fös. 10-18. Lau. 10-14. Góð þjónusta - fagleg ráðgjöf. www.misty.is Vertu vinur STÓR góður Heilsusetur Þórgunnu 552 1850 / 896 9653 · www.heilsusetur.is Viðurkenndur sérmenntaður kennari með 20 ára reynslu NÁMSKEIÐ Í BAKNUDDI Helgina 16.-17. október kl. 11-15 · ATH! Aðeins 6 manns í hóp · Upplýsingar í síma 896-9653 og á www.heilsusetur.is. Þú færð Fréttablaðið á kostnaðarverði á 90 stöðum um land allt. Nánari upplýsingar á visir.is/dreifing Þú getur alltaf lesið Fréttablaðið frítt á Vísi eða fengið sendan daglegan tölvupóst með blaði dagsins. Nánari upplýsingar á: visir.is/dreifing FRÉTTABLAÐIÐ Á NETINU Í bókinni Mataræði Handbók um hollustu eftir Michale Pollan er að finna alls kyns ráðleggingar um hollt mataræði. Höfundin- um þykir orðið helst til flókið að borða í nútímasamfélagi og leggur upp með einföld ráð eins og „borðaðu ekkert sem langamma hefði ekki kannast við sem mat“ og „borðaðu aðeins mat sem rotnar“. Mataræði handbók um hollustu

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.