Fréttablaðið - 12.10.2010, Blaðsíða 38

Fréttablaðið - 12.10.2010, Blaðsíða 38
30 12. október 2010 ÞRIÐJUDAGUR FACEBOOK „Segist stundum vera að skúra og svona þegar hún er í alvörunni að borða snakk og hanga á Netinu (lesist: gúggla sig).“ Lára Björg Björnsdóttir, bloggari og rithöfundur „Ég er kominn með hálsbólgu. Þetta er fullkomin tímasetning. Við erum að leggja lokahönd á plötuna, Airwaves að byrja og allt í gangi,“ segir Arnór Dan Arnar- son, söngvari hljómsveitarinnar Agent Fresco. Læknir Arnórs hefur ráðlagt honum að spara röddina ætli hann ekki að missa hana. Tímasetn- ing in er ekki sú besta, en Iceland Airwaves-hátíðin hefst í vikunni ásamt því að Agent Fresco vinnur að því að klára upptökur á fyrstu breiðskífu sinni. „Það er ekki annað hægt en að hlæja – beðinn um að þegja yfir Airwaves-vikuna og þegar við erum að leggja lokahönd á plöt- una,“ segir Arnór. Agent Fresco kemur fjórum sinnum fram á næstu dögum, á Nasa á miðviku- dag, í Hressó og Norræna húsinu á fimmtudag og loks á Sódómu á laugardag. Það verður því gríðar- legt álag á bólgnum hálsi Arnórs, sem tekur því með æðruleysi: „Ég verð að reyna að tækla þetta eins vel og hægt er,“ segir hann. „Ég bjóst samt við þessu. Ég er búinn að vera svo stressaður út af plöt- unni og var ekki hissa þegar ég vaknaði og var kominn með háls- bólgu.“ Arnór telur að blanda af álagi og svefnleysi hafi spilað inn í þegar hálsinn bólgnaði upp, en hann hefur nýtt næturnar í upptökur á breiðskífu Agent Fresco. Hálsbólg- an tefur útgáfuna, en platan átti að koma út í byrjun nóvember. Arnór er þó bjartsýnn á að platan komi út einhvern tíma í nóvember. „Plat- an tefst því miður,“ segir hann. „Svona er þetta bara. Ég er ekki að fara að taka upp helminginn af lögunum með hálsbólgu – maður heyrir alveg muninn. Þú heyrir það kannski á mér núna.“ Iceland Airwaves verður þó efst á baugi hjá Arnóri og félögum í vik- unni, enda stærsta tónlistar hátíð landsins og allar helstu hljóm- sveitir landsins koma þar fram. „Þetta verður ógeðslega gaman – þetta eru jólin fyrir okkur,“ segir Arnór. „Við skemmtum okkur vel og gerum það sem við erum alltaf búnir að gera. Þetta verður flott.“ atlifannar@frettabladid.is ARNÓR DAN ARNARSON: REYNI AÐ TÆKLA ÞETTA EINS VEL OG HÆGT ER Læknir skipar söngvara að þegja í Airwaves-vikunni ÓSTÖÐVANDI Arnór Dan glímir við svæsna hálsbólgu en hyggst engu að síður koma fjórum sinnum fram í vikunni með hljóm- sveit sinni Agent Fresco. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON „Ég kem til landsins fyrir jól til að kynna vöruna í verslunum um allt land og verð væntanlega í leiðinni líka að leita að litl- um Ásdísum á aldrinum 16 til 20 ára til að vera andlit vörunnar með mér,“ segir fyrirsætan og athafnakonan Ásdís Rán Gunnarsdóttir. Ásdís hyggst setja á markað fyrir jól Icequeen Beauty Kit, en það er snyrti- vörulína fyrir ungar stúlkur. „Töskurnar innihalda uppáhaldssnyrtivörurnar mínar sem eru nauðsynlegar til að lúkka gor- djöss,“ segir Ásdís, en hún er nú að koma sér fyrir á nýju heimili í Þýskalandi. Ásdís er í samstarfi við Kristínu Stefánsdóttur hjá snyrtivörufyrirtækinu No Name en ekki er vitað hvaða vörur verður að finna í töskunum. „Það er ennþá leynd yfir því, en það kemur í ljós fljótlega þegar þetta er allt komið í sölu.“ - afb Leitar að litlum Ásdísum SNYRTIVÖRULÍNA Á LEIÐINNI Það geta ekki allir verið „gordjöss“, en Ásdís Rán ætlar að hjálpa þeim sem vilja það. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Gunnar Hansson náði einstakri þrennu í íslenskri sjónvarpssögu. Hann talaði inn á heimildarmynd föður síns, Hans Kristjáns Árnasonar, Frá torfbæ á forsíðu Time, hann var auðvitað Frímann Gunnarsson í þáttunum Mér er gamanmál, sem sýndir er á Stöð 2, og á meðan á þessu stóð var hann að lýsa MacGladrey Classic golfmótinu á Stöð 2 Sport. „Og svo má ekki gleyma því að Frímann var næstum á tveimur stöðum því pabbi er nett fyrirmyndin að honum,“ segir Gunnar og hlær. Golfmótið sem Gunnar fékk að lýsa var ekki smekkfullt af stórstjörnum því þær voru flestar að keppa á Ryder-mótinu fyrir skömmu og tóku sér því pásu. Þetta gerði Gunnari aðeins erfiðara um vik. „Ég var auðvitað drullustressaður, ég var nefnilega að stökkva inn fyrir Árna bróður minn sem þurfti óvænt að fara til útlanda,“ útskýrir Gunnar, en Árni þessi er lærður golf- kennari. „Ég þekkti því ekki alla kylfingana nægilega vel og notfærði mér bara útlenska þul- inn í eyrunum sem var líka skrýtið því þá var bara eins og ég væri að „dubba“,“ en slík tækni er meðal annars notuð í Þýskalandi við enskar myndir. Gunnar er sjálfur liðtækur kylfingur, byrjaði að slá aðeins níu ára gamall og þá fyrir tilstilli ömmu sinnar. „Hún er enn þá að, spilar átján án þess að blása úr nös.“ Gunnar gerir mikið af því að horfa á golf, finnst það skemmtilegasta sjónvarpsefnið og lá til að mynda límdur yfir Ryder Cup á Skjá Golfi. „En það er svolítið öðruvísi að lýsa golfi sjálfur heldur en að vera uppi í sófa með bumbuna út í loftið.“ - fgg Á þremur stöðvum sama kvöldið ENN EITT HLUTVERKIÐ Gunnar Hansson hljóp í skarðið fyrir Árna bróður sinn og lýsti golfmóti á Stöð 2 Sport. Gunnar er sjálfur liðtækur kylfingur en það var amma hans sem ýtti honum út í íþróttina þegar hann var aðeins níu ára að aldri. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Aðalfundur CISV á Íslandi Aðalfundur CISV á Íslandi verður haldinn í Brautarholti 6, 105 Reykajvík, 4. hæð þann 21. október 2010 klukkan 20:00. Dagskrá fundarins: Venjuleg aðalfundarstörf. Stjórn CISV á Íslandi. HARMAGEDDON ALLA VIRKA DAGA KL. 15 – 17:30

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.