Fréttablaðið - 18.10.2010, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 18.10.2010, Blaðsíða 4
4 18. október 2010 MÁNUDAGUR EFNAHAGSMÁL Heildarkostnaður þeirra sem komu að málum vegna eldgosanna í Eyjafjallajökli og á Fimmvörðuhálsi árið 2010 er met- inn á rúmlega 800 milljónir króna. Stærstu einstöku liðirnir þar eru 190 milljónir til Bjargráðasjóðs, 117 milljónir til Vegagerðarinnar og 116 milljónir til Landgræðslu ríkisins. Af öðrum stórum liðum má nefna Veðurstofu Íslands með 78 milljónir og Ríkislögreglu- stjóra með 54 milljónir. Tillögur til að mæta þessum kostnaði koma fram í frumvarpi til fjáraukalaga fyrir árið 2010. Tillögurnar að fjárveitingunum eru byggðar á niðurstöðu sam- ráðshóps ráðuneytisstjóra fimm ráðuneyta sem settur var á lagg- irnar til að leggja mat á kostnað þeirra aðila sem komu að aðstoð meðan á eldsumbrotunum stóð og þeirra sem komið hafa að upp- byggingu í kjölfar hamfaranna. Í skýringum við frumvarpið kemur fram að tuttugu aðilar bera umtalsverðan kostnað vegna ham- faranna. Eins og gefur að skilja ber Bjargráðasjóður hitann og þungann af þessum kostnaði ásamt Vegagerðinni og Landgræðslunni. Hlutverk Bjargráðasjóðs er að veita einstaklingum, félögum og sveitarfélögum fjárhagsaðstoð til að bæta bein tiltekin tjón af völdum náttúruhamfara. Kemur þar inn í myndina tjón á fasteign- um, landi, tækjum og bústofni eða afurðum. Vegagerðin þurfti að leggja í verulegan kostnað þegar rjúfa þurfti þjóðveg 1 vegna flóða niður Markarfljót. Kostnaðurinn við að koma hringveginum í samt horf, ásamt öðru smálegu, er metinn á 117 milljónir. Þá fær Landgræðsl- an 70 milljónir króna vegna upp- byggingar varnargarða vegna flóðanna. Til viðbótar við þær 800 millj- ónir sem mælt er með að renni til ýmissa stofnana og viðbragðsaðila má nefna 350 milljónir vegna markaðsátaks í íslenskri ferða- þjónustu til að vega á móti nei- kvæðum áhrifum eldgosanna. Frá því að Landeyjahöfn var tekin í notkun í júlí á þessu ári hefur verið erfiðleikum bundið að halda henni opinni vegna sand- burðar. Ein ástæða þessa er að mikið magn gosefna frá gosinu í Eyjafjallajökli berst inn í höfnina og 180 milljónir þarf til að mæta kostnaði vegna þessa. svavar@frettabladid.is Eldgosin koma við pyngjuna Tuttugu stofnanir og viðbragðsaðilar báru ófyrirséðan kostnað vegna eldgosanna í Eyjafjallajökli og á Fimmvörðuhálsi. Hann er metinn á rúmlega 800 milljónir. Vegir og varnargarðar kostuðu 200 milljónir. Jarðvísindastofnun HÍ ...............32,4 Bjargráðasjóður ....................... 190,0 Matvælastofnun ........................... 1,0 Slysavarnafélagið Landsbjörg 47,9 Rauði kross Íslands ..................... 7,0 Ríkislögreglustjóri...................... 54,4 Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu .................. 1,0 Landhelgisgæslan ......................20,2 Lögreglan á Hvolsvelli............... 15,1 Lögreglan á Selfossi ....................0,6 Landlæknir .....................................9,0 Viðbúnaður gegn farsóttum ... 27,7 Ýmis verkefni hjá fjármálaráðuneytinu ..................44,7 Vegagerðin ................................. 117,2 Landeyjahöfn ..............................10,0 Flugstoðir ......................................16,8 Umhverfisstofnun .......................11,7 Landgræðslan ............................ 46,0 Landgræðslan .............................70,0 Veðurstofan .................................78,0 Samtals ...................................800,7 Framlög vegna eldgosa í milljónum króna 16. APRÍL 2010 Rjúfa þurfti þjóðveginn til að hlífa brúnni yfir Markarfljót vegna hlaups í ánni þegar gaus í Eyjafjallajökli. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM LÖGREGLUMÁL Brot 154 ökumanna voru mynduð á Hafnarfjarðar- vegi fyrir helgi. Fylgst var með ökutækjum sem var ekið Hafnar- fjarðarveg í suðurátt, gegnt Akrahverfi í Garðabæ. Á einni klukkustund, eftir hádegi, fóru 1.125 ökutæki þessa akstursleið og því óku allmargir ökumenn, eða fjórtán prósent, yfir löglegum hraða. Hinir brotlegu voru á 93 kíló- metra meðalhraða en á þessum vegarkafla er áttatíu kílómetra hámarkshraði. Tuttugu óku á 100 kílómetra hraða eða meira, en sá sem hraðast ók mældist á 112. Hraðakstur í Garðabæ: 14% ökumanna fóru of hratt VEÐURSPÁ Alicante Basel Berlín Billund Frankfurt Friedrichshafen Gautaborg Kaupmannahöfn Las Palmas London Mallorca New York Orlando Ósló París San Francisco Stokkhólmur HEIMURINN Vindhraði er í m/s. Hitastig eru í °C. Gildistími korta er um hádegi. 20° 15° 10° 10° 11° 5° 9° 9° 24° 14° 19° 15° 28° 10° 13° 18° 8°Á MORGUN Fremur hægur vindur víðast hvar. MIÐVIKUDAGUR Strekkingur allra austast, annars hægari. 6 -2 -1 3 4 4 1 2 14 4 3 1 3 2 3 2 5 5 6 -2 10 7 8 7 6 6 6 5 12 8 156 KÓLNAR Í BILI Það verður heldur kuldalegra en verið hefur á landinu næstu daga og þá sérstaklega norð- an- og austanlands þar sem hitinn verður í kringum frostmark og bú- ast má við éljum. Sunnan- og vestan- lands verður heldur mildara veður og sólríkara. Ingibjörg Karlsdóttir veður- fréttamaður FRÆÐI Náttúrufræðistofnun Íslands stendur þessa dagana í flutningum í nýtt húsnæði í Urriðaholti í Garðabæ. Húsið er 3.500 fermetrar að stærð og stendur við svokallað Jónasar- torg, vestast á Urriðaholti. Flutningur í nýtt húsnæði þýðir byltingu í aðstöðu til rannsókna, fræðslu og varðveislu gripa. Þar með lýkur hálfrar aldrar bið stofnunarinnar eftir varanlegum heimkynnum, en hún hefur verið í bráðabirgðahúsnæði við Hlemm í rúma fimm áratugi. - shá Bylting í náttúruvísindum: Náttúrufræði- stofnun flytur NÝTT FRÆÐAHÚS Húsið er 3.500 fer- metrar að stærð. MYND/NÍ EFNAHAGSMÁL Óskað er eftir tæp- lega 835 milljóna króna fjárveit- ingu í frumvarpi til fjáraukalaga til kaupa á sendiherrabústaði í London. Utanríkisráðuneytið seldi eldra húsnæði nýlega fyrir 1,7 milljarða króna. Viðskiptin eru þáttur í ráðstöf- unum til að bæta afkomu ríkissjóðs á árinu. Ávinningur ríkis sjóðs af eignabreytingunum er metinn nærri 900 milljónum króna. Nýtt húsnæði hefur verið keypt og er til afhendingar í haust. Unnið er að lagfæringum og endurbótum. - shá Frumvarp til fjáraukalaga: Sparað með nýjum bústað BRETLAND, AP Biskup og prestur innan ensku þjóðkirkjunnar til- kynntu nýverið að þeir ætli að ger- ast meðlimir rómversk-kaþólsku kirkjunnar. Ástæðuna segja þeir vera óánægju með þau áform þjóðkirkjunnar að leyfa kvenkyns prestum að gegna stöðu biskups. John Broadhurst, biskup í Ful- ham í London, er mótfallinn því að konur geti gegnt stöðu bisk- ups og því hafi hann ákveðið að ganga í rómversk-kaþólsku kirkj- una. Benedikt páfi XVI. inn- leiddi nýverið nýja reglu sem heimilar kvæntum prestum innan ensku þjóðkirkjunnar að starfa undir nafni rómversk-kaþólsku kirkjunnar. „Ég hyggst hætta störfum áður en árinu lýkur. Ég er ekki að fara á eftirlaun, ég er að segja upp störfum,“ sagði Broadhurst. Kosið verður um nýja reglugerð sem heimilar konum að gegna embætti biskups á næsta ári. -sm PÁFINN Í HEIMSÓKN Benedikt páfi heimsótti Bretland um miðj- an síðasta mánuð. FRÉTTABLAÐIÐ/AP Biskup og prestur segja sig úr ensku þjóðkirkjunni þar sem leyfa á kvenbiskupa: Skipta um trú í mótmælaskyni AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS – AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Hendrik Sigurðsson hendrik@frettabladid.is, Guðmundur Steinsson gudmundurs@365.is, Laila Awad laila@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is, Sigmundur Halldórsson sigmundur@frettabladid.is ALLT SÍMI 512-5402: Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is, Henný Árnadóttir henny@365.is, Þórdís Hermannsdóttir thordish@365.is SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5016: Sigríður Hallgrímsdóttir sigridurh@frettabladid.is, Hlynur Þór Steingrímsson hlynurs@365.is, Bjarni Þór Sigurðsson bthor@365.is, Benedikt Freyr Jónsson benediktj@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Sigurlaug Aðalsteinsdóttir sigurlaug@365.is, Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is, Guðný Gunnlaugsdóttir gunny@365.is GENGIÐ 15.10.2010 GJALDMIÐLAR KAUP SALA HEIMILD: Seðlabanki Íslands 206,6864 GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR 110,34 110,86 177,19 178,05 155,27 156,13 20,821 20,943 19,183 19,295 16,808 16,906 1,3573 1,3653 174,3 175,34 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.